Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 46
54 ðfmæli LAUGARDAGUR 12. JUNI 1999 Til hamingju með afmælið 12. júní 90 ára____________________ Ólafur Pétursson, Giljum 1, Vík. 80 ára Ingigerður Magnúsdóttir, Álíhólsvegi 23, Kópavogi. Rut Guðmundsdóttir, Helgamagrastræti 42, Akureyri. Sigrún Pálsdóttir, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi. 75 ára Sigurgeir Ingimundarson, bóndi að Stúfholti 1, Holta- og Landsveit. 70 ára Guðný Jósepsdóttir, Uppsalavegi 10, Húsavík. Þorsteinn Valdimarsson, Ánahlíð 4, Borgamesi. 60 ára Ingimar Þorbjömsson, bóndi að Andrésijósi, í Skeiðahreppi. Garðar Brynjólfsson, Krossholti 15, Keflavík. Jóhannes Pálsson, Gmndargerði 3C, Akureyri. Rakel Guðlaugsdóttir, Helluhrauni 12, Reykjahlíð. 50 ára Garðar Garðarsson, Túni, Borgarbyggð. Gunnar Rafn Einarsson, Sævangi 28, Hafnarfirði. Hafdís Benediktsdóttir, Digranesvegi 61, Kópavogi. Oddur G. Hjaltason, Fannafold 162, Reykjavík. Sigrún Guðmundsdóttir, Holtabyggð 1, Hafnarfirði. Sverrir Öm Sigurjónsson, Grensásvegi 14, Reykjavík. 40 ára Auðunn Hilmarsson, Leiratanga 30, MosfeUsbæ. Eygló Björk Kristinsdóttir, Holtsbúð 63, Garðabæ. Guðmundur Magnús Halldórsson, Svarthamri, Súðavíkurhreppi. Guðrún Bima Sigurðardóttir, Rjúpufelli 22, Reykjavík. Helgi Bragason, Hverfisgötu 68 A, Reykjavík. Jóhanna Halldórsdóttir, Garðbraut 72, Garði. Karen Auðbjörg Kjartansdóttir, Lundargötu 2, Reyöarfirði. Ólafia Herdís Guðmundsdóttir, Háholti 9, Hafnarflrði. Þorvaldur H. Þórarinsson, Litlu-Reykjum, Hraungerðishreppi. Ögmundur Snorrason, Heiðarbraut 5H, Keflavík. Jón Hilmar Stefánsson Jón Hilmar Stefánsson, tækni- stjóri fréttadeildar RÚV-Sjónvarps, Sefgörðum 2, Seltjamamesi, er sex- tugur í dag. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík en ólst upp á Egilsstöðum á Seltjarnamesi frá eins árs aldri og hefur átt þar heima lengst af síðan. Jón lærði útvarpsvirkjun hjá Ge- org Ámundasyni og við Iðnskólan- um í Reykjavík. Hann starfaði hjá Georg til 1962 er hann fór til Kaupmannahafnar þar sem hann dvaldi í eitt ár. Eftir heimkomuna stofnaði hann Radíó- þjónustuna, ásamt Bjama Karlssyni sem nú er látinn. Haustið 1967 réðst Jón til ríkis- sjónvarpsins og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Jón kvæntist 15.12.1965 Elísabetu Bjamadóttur, f. 19.11. 1944, skrif- stofumanni hjá Héðni-Verslun hf. Hún er dóttir Bjarna Vilhjálmsson- ar þjóðskjalavarðar, sem nú er látinn, og Kristín- ar Eiríksdóttur húsmóð- ur. Synir Jóns og Elísa- betar eru Bjarni Hilmar, f. 28.4. 1966, verslunar- maður og verktaki, en dóttir hans og fyrrv. unnustu hans, Steinunn- ar Óskar Óskarsdóttur, er Elísabet Margrét, f. 14.1. 1990, og dóttir Bjarna Hilmars og fyrrv. unnustu hans, Estherar Óskar Erlingsdóttir, er Birgitta Gyða, f. 14.7. 1995; Stefán Hrafn, f. 2.1. 1968, kvæntur Guðbjörgu Sig- urðardóttir, f. 13.4. 1964, sálfræðing- ur í námi í mannfjöldafræöi við University of Pennsylvania í Banda- ríkjunum, en dóttir Stefáns og fyrrv. unnustu hans, Lindu Sifjar Sigurðardóttur, er íris Guðbjörg f. 5.12. 1992; Steingrímur Sigurður, f. 19.2. 1970, að ljúka mastersritgerð í rafmagnsverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet. Jón Hilmar Stefánsson. Systur Jóns eru Stef- anía Sigríður, f. 31.12. 1945, ritari eiginmanns síns, Steens Petersens læknis, búsett í Hró- arskeldu, og eru synir þeirra Stefán Kristian, f. 26.12. 1976, nemi i líf- fræði, og Anders Jón f. 22.12. 1980; Erla f. 24.11. 1948, bókari hjá Lands- banka íslands, en henn- ar maður er Bjarni Run- ólfsson bifvélavirki og sonur Erlu frá fyrra hjónabandi er Stefán Þórhallur. Foreldrar Jóns voru Stefán M.Þ. Jónsson, f. 22.3. 1908, d. 11.4. 1974, sjómaður og síðar verslunarmaður, og Gyða Stefanía Grímsdóttir, f. 21.10. 1908, d. 20.9. 1992, afgreiðslu- stúlka, síðar húsmóðir og síðar starfstúlka Flugleiða. Ætt Faðir Stefáns var Jón, útvegsb. á Bergstöðum í Vestmannaeyjum, síð- ar verkamaður í Reykjavík, Hafliða- son, frá Fjósum í Mýrdal, Narfason- ar, frá Dalshofl undir Eyjafjöllum, Jónssonar, frá Lunansholti á Landi, Þorsteinssonar, frá Moldartungu, Ólafssonar, á Víkingslæk, Þor- steinssonar, á Minni Völlum Ás- mundssonar, á Minni-Völlum Brynjólfssonar, í Skarði, Jónssonar, í Skarði, Eiríkssonar, i Klofa, Torfa- sonar ríka, sýslumanns í Klofa, Jónssonar. Móðir Stefáns var Sigríður, hús- móðir í Vestmannaeyjum og Reykjavík, Bjarnadóttir, i Hraunbæ í Álftaveri, Þorsteinssonar og Mar- grétar Bárðardóttur. Gyða var dóttir Gríms bakara- meistara Ólafssonar, dyravarðar í Lærða skólanum, fylgdarmanns Konráðs Maurers sem ferðaðist um hér á landi 1858, Ólafssonar. Móðir Gríms bakara var Guðbjörg Guð- mundsdóttir. Móðir Gyðu var Stefanía, dóttir Stefáns Bachmanns, sonar sr. Geirs Bachmanns sonar Jóns Bachmanns, sonar Hall- gríms Bachmanns fjórðungslæknis. Stefán Guðmundsson Stefán Guðmundsson, bóndi og oddviti í Túni í Hraungerðishreppi í Ár- nessýslu, verður áttræð- ur á mánudaginn. Starfsferill Stefán fæddist í Túni og ólst þar upp. Hann var við nám í jarð- vinnslu á tilraunastöð- inni á Sámsstöðum vorið 1936 og lauk búfræðiprófl frá Hvanneyri 1939. Stefán stundaði lengst af búskap við bú föður síns í Túni til 1946, bjó þar síðan félagsbúi í félagi við Ein- ar bróður sinn til 1957, með Haf- steini syni sínum frá 1976 en Bjami, sonur Stefáns, tók þar við búi 1993. Stefán er fimmti ættliður sinnar ættar sem býr í Túni. Stefán var formaður Nautgripa- ræktarfélags Hraungerðishrepps 1946-78, formaður Búnaðarfélags Hraungerðishrepps 1947-80, sat í stjóm hrossaræktarfélagsins 1950-70 og í sauðfjárræktarfélaginu um árabil frá 1953, sat í hrepps- nefnd Hraungerðishrepps 1950-94 og var þar oddviti 1966-94, hefur setið i héraðsnefnd Árnessýslu, var for- maður Ræktuncirsambands Flóa og Skeiða 1957-83 og formaður Flóaá- veitufélagsins 1969-98. Þá sat Stefán í stjóm Framsóknarfélags Ámes- sýslu 1970-78 og sat í Branavama- nefnd Ámessýslu. Stefán Guðmundsson. Fjölskylda Stefán kvæntist 1.6. 1946 Jórunni Jóhanns- dóttur, f. 1.12. 1920, hús- freyju. Hún er dóttur Jó- hanns Bjarna Loftsson- ar, útgerðarmanns, for- manns og bónda að Sölkutóft á Eyrarbakka, og Jónínu Hannesdóttur frá Stóru-Sandvík, hús- freyju. Böm Stefáns og Jór- unnar eru Jóhann, f. 30.8.1946, vélstjóri við Búrfellsvirkj- un, búsettur á Selfossi, kvæntur Þórunni Sigurðardóttur frá Hlemmiskeiði en böm þeirra era Stefán og Guðlaug Erla, auk þess sem Þórunn á dreng, Sigurð Óla; Ragnheiður, f. 14.12. 1947, húsmóðir og ritari á bæjarskrifstofunni í Garðabæ, þar búsett, gift Guðjóni Á. Lúters, rafvirkja úr Reykjavík, og eru böm þeirra Amþór Heimir, Ragnar Heiðar og Áslaug Þorbjörg; Guðmundur, f. 19.12. 1948, búfræði- kandidat, bóndi og oddviti í Hraun- gerði, kvæntur Guðrúnu H. Jóns- dóttur frá Akranesi og era synir þeima Stefán og Jón Tryggvi; Haf- steinn, f. 25.10. 1953, búfræðingur, bóndi og smiður í Túni II, kvæntur Guðflnnu S. Kristjánsdóttur og eru böm þeirra Jórunn Edda, Kristján Helgi og ívar Freyr; Vernharður, f. 31.3. 1956, búfræðingur og bifreiða- stjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna, búsettur á Selfossi, kvæntur Auði Atladóttur og era synir hennar frá fyrra hjónabandi Atla og Einar; Jónína Þrúður, f. 18.5. 1957, mat- vælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins, búsett í Kópavogi, gift Hall- dóri Sigin-ðssyni, rafeindavirkja úr Reykjavík, og eru böm þeirra þeirra Berglind Rósa, Hugrún Jór- unn, og Bjami Guðni; Bjami, f. 3.12. 1963, bútæknifræðingur og bóndi i Túni, kvæntur Veroniku Narfadótt- ur og eru börn þeirra Guðmundur og Birgitta Kristín. Systkini Stefáns: Bjarni, f. 26.1. 1908, fyrrv. sérleyfis-, vöru- og hóp- ferðabílstjóri í Túni; Guðrún, f. 28.12. 1910, d. 27.4. 1996, fyrrv. hús- freyja í Hraungerði, var gift Sig- munda Ámundason bónda og eign- uðust þau fjögur börn; Guðfinna, f. 3.9. 1912, húsfreyja og tréskurðar- kona í Vorsabæ, gift Stefáni Jason- arsyni, bónda þar, og eiga þau fimm böm; Jón, f. 7.3. 1914, fyrrv. sérleyf- isbílstjóri og síðar húsvörður Landsbankans á Selfossi, átti Rut Friðriksdóttur, húsmóður og starfs- konu á Sjúkrahúsi Suðurlands, og eignuðust þau þrjú börn; Einar, f. 17.9. 1915, d. 15.5. 1994, bóndi í Túni og síðar húsasmiður í Reykjavík; Unnur, f. 31.7.1921, húsmóðir og tré- skurðarkona í Reykjavík, átti Hörð Þorgeirsson húsasmíðameistara. Foreldrar Stefáns voru Guðmund- ur Bjarnason, f. 26.3. 1875, d. 8.6. 1953, bóndi í Túni, og k.h., Ragn- heiður Jónsdóttir frá Skeggjastöð- um, f. 12.5. 1878, d. 4.3. 1931, hús- freyja. Ætt Guðmundur var sonur Bjama, b. í Túni, Eiríkssonar. Móðir Bjama var Hólmfríður Gestsdóttir, systir Guðmundar í Vorsabæjarhjáleigu, langafa Stefáns í Vorsabæ. Hólm- fríður var dóttir Gests, b. í Vorsa- bæ, Guðnasonar og Sigríðar Sigurð- ardóttir, systur Bjama Sívertsens riddara. Ragnheiður var dóttir Jóns, b. á Skeggjastöðum í Flóa, Guðmunds- sonar, b. á Skeggjastöðum, bróður Bjöms, langafa Ágústs Þorvaldsson- ar, alþm. á Brúnastöðum. Guð- mundur var sonur Þorvalds, b. í Auðsholti, Björnssonar, bróður Knúts, langafa Hannesar þjóðskjala- varðar og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteinssona. Móðir Ragnheiðar var Guðrún Bjarnhéðinsdóttir, b. í Þjóðólfshaga í Holtum, Einarssonar og Guðrúnar Helgadóttur, b. á Markaskarði, Þórðarsonar, bróður Tómasar, langafa Tómasar, föður Þórðar, safnvarðar að Skógum. Móðir Guðrúnar var Ragnheiður Árnadóttir, b. í Garðsauka, Egils- sonar, pr. í Útskálum, Eldjámsson- ar, bróður Hallgríms, langírfa Jónas- ar Hallgrímssonar skálds og Þórar- ins, langafa Kristjáns Eldjárns. 1 tilefni afmælisins tekur fjöl- skyldan á móti gestum í félagsheim- ilinu Þingborg, sunnud. 13.6. kl. 15-18. Stefán frábiður sér vinsam- legast allar. gjafir. Sigurður Óskar Sveinsson Sigurður Óskar Sveinsson, verkamaður i fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, Boðaslóð 4, Vestmanna- eyjum, verður fertugur á morgun. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Á námsárunum vann Sigurður í bæjarvinnunni í tvö sumur en hefur starfað óslitið hjá Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum frá 1976 eða í tuttugu og þrjú ár. Starfsferill www.visar.is FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR Sigurður fæddist í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp í Höfða- brekku við Faxastíg fyrstu sjö árin. Hann flutti með fjölskyldu sinni að Brekkugötu 1966 þar sem hann átti síðan heima, að undanskildu gos- árinu 1973 og hálfu næsta ári en þá bjó fjölskyldan í Þorlákshöfn og á Selfossi. Sigurður hefur svo sjálfur átt heima við Boðaslóð frá 1981. Sigurður lauk gagnfræðaprófi frá Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Pálína Björk Jóhannesdóttir, f. 25.9. 1962, verkakona í Frystihúsi Vinnslu- stöðvarinnar. Sigurður og Pálína Björk hófu sambúð 1985 en giftu sig 18.5. 1997. Pálína Björk er dóttir Jóhannesar Pálssonar, verkamanns á Hofsósi, og Jóhönnu Jóhanns- dóttur, verkakonu þar. Böm Sigurðar og Pálínu Bjarkar era Hafliði Sigurðarson, f. 25.8. 1986, nemi; Sigurður Óskar Sigurðsson, f. 18.3. 1989, nemi; Ólafur Halldór Sigurðsson, f. 23.4. 1997. Systkini Sigurðar eru Aðalheiður Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 7.4. 1954, skrifstofumaður; Tómas Sveinsson, f. 19.5. 1956, matreiðslumeistari; ' .Guðmundur Þór Sveins- soH> ^f. 21.3. 1967, fram- reiðslumaður. Foreldrar Sigurður era Sveinn Tómasson, f. 24.11. 1934. útsölustjóri ÁTVR í Vestmanna eyjum og fyrrv. forseti bæjar- Sigurður Óskar Sveinsson. stjórnar Vestmannaeyja, og k.h., Ólöf Dóra Sigurðardóttir Waage, f. 2.2. 1935, húsmóðir. Sveinn er sonur Tómasar Stefáns Sveins- sonar, vélstjóra og útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum, og Líneyj- ar Guðmundsdóttur hús- móður. Ólöf Dóra er dóttir Sigurðar Waage og Aðalheiðar I. Ólafsdóttur húsmóður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.