Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 49
I>V LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1999 gsonn 5i c Stórbrotin töfra- veröld Á morgun, sunnudag, verður Töfraflautan eftir Mozart frum- sýnd í Óperustúdíói Austurlands. Undanfarna mánuði hefur fjöldi sjálfboðaliða unnið að uppsetn- ingu verksins undir stjórn Keiths Reed en þetta er í fyrsta sinn sem ópera er sett upp á Austurlandi í heild sinni. Alls koma um hund- rað manns að verkefninu, þar af 35 söngvarar og 35 manna hljóm- sveit. Flestir eru tónlistarfólk frá Austurlandi en margir koma ann- ars staðar að. Töfraflautan er að margra mati ein skemmtilegasta ópera Moz- Iþróttir arts, enda er um að ræða stór- brotna töfraveröld, fjölbreytta tónlist og skemmtilegan gaman- leik sem hefur haldið velli allt síð- an óperan var frumsýnd árið 1791, nokkrum mánuðum fyrir dauða Mozarts. Sýningar á Töfraflaut- unni fara fram á Eiðum þann 13., 15., 17. og 19. júní. Miða er hægt að nálgast í útibúum Landsbank- ans á Austurlandi. Stofnfundur mann- réttindasamtaka í dag, laugardag, verður hald- inn stofnfundur mannréttinda- samtaka innflytjenda á íslandi og fjölskyldna þeirra. Fundurinn verður haldinn í sal miðstöðvar nýbúa við Skeljanes, vestan við Reykjavíkurflugvöll, kl. 14. Sýningar Samtökin munu m.a. starfa að beinum hagsmunamálum inn- flytjendafjölskyldna á fslandi og stefna að því að vera virk í allri umræðu í þjóðfélaginu og gagn- rýnin á aðgerðir stjómvalda. Stofnfélagar eru þegar um 60 og er öllum einstaklingum og lögað- ilum heimilt að verða félagar. Hægt er að skrá sig í samtökin á stofnfundinum eða í netfangi samtakanna: humanice@hotmail.com. Skátadagur í Árbæjarsafni Á morgun, sunnudag, verður barna- og fjölskyldudagskrá í Árbæj- arsafni. Um morguninn mun skáta- flokkur tjalda á svæðinu og kynna úti- Sýningar legulíf og skátastarf. Kl. 14 verður skrúðganga og skátahnútarnir verða kenndir. Efnt verður til kvöld- vöku. Þar verð- ur spilað á gít- ar, skátahróp og skátasöngvar. Krakkamir geta reynt sig við þrautabraut og farið verður i leiki við Korn- húsið kl. 16. I Væringjaskálanum er að finna safn muna sem tengjast skátahreyfingunni á íslandi. í Árbæn- um verða bakaðar lummur, á bað- stofuloftinu verða saumaðir roðskór og spilað á harmonikku. Um kl. 17 geta gestir fylgst með mjöltum. Allir sem mæta í skátabúningi fá ókeypis inn í safnið. Rigning og súld Á morgun verður suðlæg átt, víða 8-13 m/s. Víða verður rigning eða súld en úrkomulítið norðaustan- Veðríð í dag lands. Síðan snýst í hægari suðvest- anátt með skúrum vestan til síðdeg- is. Hiti verður á bilinu 6 til 8 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Sólarupprás í Reykjavík:3:02 Sólsetur í Reykjavík:23:54 Árdegisflóð:3:57 Síðdegisflóð:16:28 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri léttskýjaö 21 Bergsstaóir léttskýjaó 19 Bolungarvík skýjaó 17 Egilsstaöir 20 Kirkjubœjarkl. súld 11 Keflavíkurflv. þokumóöa 11 Raufarhöfn hálfskýjaö 23 Reykjavík súld 13 Stórhöfði þoka 9 Helsinki skýjaó 21 Kaupmhöfn rigning 13 Ósló skýjað 19 Stokkhólmur 20 Þórshöfn skýjaö 9 Þrándheimur léttskýjaö 15 Algarve skýjaó 26 Amsterdam skýjaö 15 Barcelona hálfskýjaö 25 Berlín rigning á síó.kls. 16 Chicago mistur 22 Dublin skýjaö 13 Halifax léttskýjaó 14 Frankfurt léttskýjaó 19 Hamborg skúr 15 Jan Mayen skýjaö 12 London skýjaö 16 Lúxemborg skýjaó 17 Mallorca léttskýjaö 26 Montreal heiöskírt 20 Narssarssuaq skýjaö 6 New York skýjaö 16 Orlando skýjaö 23 París skýjaö 19 Róm hálfskýjað 25 Vín léttskýjaö 24 Washington hálfskýjaó 18 Winnipeg heióskirt 14 Robin Nolan tríó á Álafoss föt bezt Tríóið Robin Nolan er komið til íslands og leikur hér dagana 12.-15. júní. Tríóið er skiþað þeim Robin Nolan frá Englandi á sólógítar, Jan P. Brouwer frá Hollandi á rythmagítar og Paul Meader frá Ástralíu á kontra- bassa. Tríóið leikur svokallaða Hot club de France tónlist sem er í anda Django Reinhards djassleik- ara. Tríóið hefur gefið út sjö plöt- ur og þar af tvær síðan það var hér á ferð í fyrra. Félagarnir hafa leikið bæði austan- og vestanhafs, m.a. í afmælisveislum bítilsins Ge- orges Harrisons. Tónleikarnir nú verða á veit- ingastaðnum Álafoss fot bezt og hefjast kl. 22. Næstu tónleikar Skemmtanir Íverða á Sóloni íslandusi sunnu- dag, mánudag og þriðjudag kl. 21. SSSól og Naglbítamir í Miðgarði Hljómsveitin SSSól spilar í Mið- garði í Skagafirði í kvöld ásamt 200.000 Naglbítum. Þetta er annar áfangastaður Sólarinnar í tón- leikaferð hennar um landið í sum- ar og þetta er í fyrsta sinn í lang- an tíma sem hljómsveitin spilar í Miðgarði. Hún er um þessar mundir að leggja lokahönd á út- gáfu safndisks í tilefni af 11 ára af- mæli sveitarinnar í sumar. Skítamórall flýgur áfram Geisladiskur eftir hljómsveitina Skítamóral er væntanlegur í versl- anir á þjóðhátíðardegi íslendinga, 17. júní. í tilefni af því heldur sveitin tónleika í Hreðavatnsskála í kvöld þar sem efnið af plötunni er kynnt. Þetta er íjórði diskur sveitarinnar og ber nafnið Skíta- mórall. Á honum eru 10 ný lög eft- ir hljómsveitina og er þar meðal annars að finna lagið „Einn með þér“ sem hefur verið mikið spilað í útvarpi undanfarið. Nýtt lag af diskinum, „Fljúgum áfram“, hefur einnig verið sent útvarpsstöðvun- um en það er fyrsta lagið sem Ein- ar Ágúst Víðisson syngur einn með Skítamóral. Fjórir leikir eru í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Kefla- vík tekur á móti Val, á KR-vellin- um mætast KR og Breiðablik, ÍBV fær Fram í heimsókn og Akumes- ingar mæta Leiftri á heimavelli sínum. Allir leikimir hefjast kl. Iþróttir 14 nema leikur ÍA og Leifturs sem byrjar kl. 16. ÍA hefur byrjað mjög illa sem er ólíkt því. Hins vegar er Leiftur með eina 7 útlendinga, sem getur haft sitt að segja, og hefur gengið vel það sem af er. Það er þó til mikils að vinna fyrir bæði lið og margt bendir til að slagurinn verði harður á þeim bænum. Valsarar era með nýjan þjálfara og skortur á undirbún- ingi getur sett strik í reikninginn hjá þeim en menn skyldu þó ekki útiloka sigur Vals. Sýning á risaflug- módelum Kolaportið verður með sýningu á flugmódelum á stóm svæði í Kolaportinu um helgina. Þar verða til sýnis risaflugmódel með allt að 5 metra vænghaf, flugmód- el í smíðum, svo sem þyrlur, list- flugvélar, þotur, kennsluvélar og fleira. Á staðnum verður flug- hermir þar sem hægt er að prófa að fljúga flugmódeli, lifandi myndasýningar frá módelflugi víðs vegar að í heiminum, kynn- ingar á smíði og flugi og fleira. Markmiðið er að kynna þessa íþrótt fyrir gestum. Sýningin verður opin í dag og á morgun frá 11 til 17. Sýningar Stefnt er að því að vera með listflug á módelþyrlu við Mið- bakka á morgun ef veður leyfir. Seldur verður inngangseyrir á sýninguna og gestir velja flug- módel ársins og áhugaverðasta módelið í smíðum. í dag verður haldin samráðsfundur flugmódel- manna á íslandi og rætt um stöðu módelflugs á íslandi á nýrri öld. Gengið Almennt gengi LÍ nr. kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 73,570 73,950 74,600 Pund 118,510 119,120 119,680 Kan. dollar 50,400 50,710 50,560 Dönsk kr. 10,4060 10,4640 10,5400 Norsk kr 9,4200 9,4720 9,5030 Sænsk kr. 8,6800 8,7280 8,7080 Fi. mark 13,0036 13,0817 13,1796 Fra. franki 11,7867 11,8575 11,9463 Belg. franki 1,9166 1,9281 1,9425 Sviss. franki 48,4000 48,6700 49,1600 Holl. gyllini 35,0843 35,2951 35,5593 Þýskt mark 39,5309 39,7684 40,0661 ít lira 0,039930 0,040170 0,040480 Aust. sch. 5,6187 5,6525 5,6948 Port. escudo 0,3856 0,3880 0,3909 Spá. peseti 0,4647 0,4675 0,4710 Jap. yen 0,620200 0,623900 0,617300 irskt pund 98,170 98,760 99,499 SDR 99,320000 99,920000 100,380000 ECU 77,3200 77,7800 78,3600 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.