Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 14
Gagnrýn- endur reiðir Dómar um svanasöng Stanleys Kubricks, Eyes Wide Shut eru nú farnir aö birtast og sýnist sitt hverjum, yfirleitt eru gagn- rýnendur hrifnir af myndinni en þaö sem hefur fariö fyrir brjóst- iö á mörgum þeirra er 65 sek- úndna stytting sem gerð var á myndinni fyrir bandarískan markað svo hún fengi stimpilinn R en yrði ekki bönnuð börnum innan 17 ára. Flestir þeir gagn- rýnendur sem nú hefja upp raust sína til varnar útgáfu Kubricks hafa séö báðar útgáfurnar og eru sammála um aö sú óstytta segi mun meira. Þetta umdeilda at- riöi er ástarsena Toms Cruise og Nicole Kidman. Þegar það var tekið upp rak Kubrick alla af leiksviöinu og tók atriðið upp sjálfur. Evrópubúar þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessari stytt- ingu því óstytta útgáfan verður sýnd í öllum Evrópulöndum að því er best er vitað. Er tækni nútímans að gefa oröum Platons fyrir 2000 árum gildi en þá sagði hann að „raunverulegur" heimur okkar væri aðeins til í huga okkar. í Matrix er gengið út frá þessu og í The Thirteenth Floor, sem Stjömubíó frumsýnir í dag, er einnig eitthvert óljóst bil milli raunveruleika og ímyndunar Kapphlaupið unt Mars Eins og kunnugt er hefjast tökur á stórmyndinni Mars hér á landi i ágústmánuði. Víst er að allt verður reynt til að hlutirair gangi á sinn eðlilega hátt þvi nú er hafíð mikið kapphiaup milli stórfyrirtækj- anna í Hollywood um það hvor verður fyrr frumsýnd, Mars eða Mission to Mars, sem er leikstýrt af Brian De Palma. Leikarar eru Tim Robbins, Gary Sinese, Don Cheadle og Connie Nielsen. Myndirnar fjalla nánast um sama efnið, það er þegar geimferð til Mars fer úrskeiðis. í Mars verður geimfarinn strandaglópur á rauðu plánet- unni og Qallar myndin að hluta til um afdrif hans, en í Mission to Mars er fjallað meira um björgunarleiðangurinn. Þegar litið er á leikaralistann virðist Mars vera liklegri til meiri af- reka með Val Kilmer, Gary Old- man, Carrie Ann-Moss (Matrix) og Tom Sizemore innanborðs, en enginn skyldi vanmeta Brian De Palma, sem er við stjómvölinn á Mission to Mars, en leikstjóri Mars, Anthony Hoffman, hefur litla reynslu. Matríx framhald Hin frábæra The Matrix, sem sýnd hefur verið við miklar vin- sældir, býður upp á framhald og nú á ekki að bíða með gerð framhaldsmyndanna því ákveð- ið hefur verið að gera tvær framhaldsmyndir samtímis og hefur Keanu Reeves samþykkt að leika i þeim báðum. Það eina sem látið hefur verið uppi er að fram- haldið hefst þar sem fyrsta myndin endaði. Líklegt er talið að myndimar heiti Matrix 2 og Matrix 3, en þó er það ekki ^ frágengið. Tökur munu fara fram í Ástralíu og munu Wam- er-bræður framleiða inyndina. Ekki er enn vitað hvort þeir Wachowski-bræður leikstýra, en þykir þó líklegt. Stjörnubíó frumsýnir i dag vís- indatryllinn The Thirteenth Floor þar sem fjallað er um leik á mörk- um raunveruleikans. Á þrettándu hæð í stórhýsi í miðri stórborg hafa Douglas Hall og Hannon Fuller hreiðrað um sig og eru að búa til, með fullkomnustu tölvu- tækni, eftirlíkingu af Los Angeles árið 1937. Eitthvað fer úr böndun- um og þegar Hall vaknar aftur til lífsins er hann i blóðugri skyrtu og fljótt finnur hann Fuller myrt- an. Hail er sá sem grunaður er inn morðið. í örvæntingarfuUri leit að skýringu fer Hail óvart að lifa tvöfoldu lífi, einu í nútíman- um og öðru í Los Angeles árið 1937. 1 helstu hlutverkum eru Craig Bierko, Vincent D’Onofrio, Gretchen Mol, Dennis Haysbert og Armin Mueller-Stahl. Leik- stjóri er Josef Rusnak, sem einnig skrifaði handritið ásamt Ravel Centeno-Rodriguez. Ruznak er þýskur leikstjóri sem lengi hefur gert úrvalsmynd- ir í Þýskalandi, myndir sem hafa unnið til verðlauna. Framleiðend- ur myndarinnar eru mun þekkt- ari en þeir eru bræðurnir Roland og Ute Emmerich. Roland hefur leikstýrt stórmyndunum Stargate, Independence Day og Godzilla og það var hann sem bauð Rusnak til Hollywood til að vera aðstoðar- leikstjóri sinn við gerð Godzilla. The Thirteenth Floor er byggð á vísindaskáldsögunni Simula- cron-3 eftir Daniel F. Galouye. Rusnak segir að með allri nútíma- kvikmyndatækni myndi bókin í raun aðeins bakgnmninn. Marg- ar persónur voru skrifaðar út úr handritinu á kostnað tækninnar. rko teikur Douglas Hall lendir í ímynduöum veru- a í'leit aö moröingja. Sá sem á heiðurinn af kvik- myndatökunni í The Thirteenth Floor er Michael Ballaus, enn einn Þjóðverjinn sem lengi hefur starfað í Hollywood en var á árum áður samstarfsmaður Rainer Wemer Fassbinder. Hann hefur tvisvar verið tilnefndur til óskarsverðlauna, fyrir The Fabu- lous Baker Boys og Broadcast News. Aðrar kvikmyndir sem hann hefur stjórnað tökum á eru t.d. Primary Colors, Air Force One, Outbreak, Sleepers og Quiz Show. Hann er einnig kvik- myndatökumaður í Wild Wild West sem sýnd verður bráðlega í Sam-bíóum. -HK Strákarnir í American Pie eru ákveönir í aö láta afsveina sig eftir skólaballiö. Bræðurnir Paul og Chris Weitz slá í gegn með American Pie: Náði inn tvöföldum kostnaöi á einni heigi * ■■■■ ‘.'■■B.ik Xi Leikararar í myndinni eru nánast allir tiltölulega óþekktir. Þeir sem fylgst hafa grannt með bandarískum kvikmyndaiðnaði undanfarin misseri hafa tekið eftir því að mikið bræðralag hefur ríkt í kvikmyndaheiminum. Tvær af vin- sælustu kvikmyndum þessa og sið- asta árs, Something About Mary og The Matrix, eru gerðar af bræðr- um, Mary af Peter og Bobby Farrelly (Dumb and Dumber) og The Matrix af Larry og Andy Wachowski (Bound). Nú bætast enn einir bræður í hópinn, Chris og Paul Weitz, sem skrifa handritið og leikstýra American Pie sem sló rækilega í gegn um síðustu helgi í Bandaríkjunum. Á einni helgi hal- aði hún inn um nítján milljónir dollara sem er nærri tvöfalt það sem hún kostaði og auk þess hefur hún fengið góða gagnrýni, svo þeir bræður virðast vera í góðum mál- um. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að enginn þekktur leikari er i mynd- inni. Það eru ekki aðeins þessir þrennir bræður sem hafa vakið at- hygli. Frægasta bræðragengið er tvímælalaust Ethan og Joel Coen, sem eru verðlaunaðir í bak og fyr- ir fyrir kvikmyndir sínar og er skemmst að minnast Fargo og The Big Lebowski. Þá hafa þeir Hughes- bræður Albert og Alan ekki vakið minni athygli fyrir myndir sínar Menace II Society og Dead Pres- idents sem báðar ollu umtali og deilum. Svo vikið sé aftur að American Pie þá er um að ræða svarta kómedíu um fjóra unga og graða skólastráka sem aldrei „hafa fengið það“. Þeir heita hver öðrum því að komast yfir stelpur á síðasta skóla- ballinu. í margar vikur hefur American Pie verið eitt „heitasta" umræðuefnið vestanhafs og er það vegna vel heppnaðs sýnishorns sem sýnir ýmislegt sem vekur for- vitni, svo ekki sé meira sagt, og er mest umtalaða „kökuatriðið" sem ekki verður farið nánar í útskýr- ingar á. Bræðumir Paul og Chris Weitz, sem eru 33 og 29 ára, eru engir ný- liðar í faginu. Þeir hafa skrifað handrit að tveimur kvikmyndum, Antz og Madeline, og leikið sér í gerð stuttmynda. Þeir skiptu vinn- unni við American Pie á sama hátt og Coen-bræður gera, Paul er leik- stjórinn en Chris framleiðandi og báðir skrifa þeir handritið. Móðir þeirra er leikkona, Susan Kohner, sem lék í nokkrum kvikmyndum á sjötta og sjöunda ártugnum, og fað- ir þeirra, John Weitz, er þekktur tískufréttaritari. Þessa dagana eru Weitz-bræður að skrifa handritiö að The Nutty Professor H. -HK 14 f Ó k U S 16. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.