Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 16
A hvar eru þeir núf kynlíf Þorír ekki 8 upp Dr. Love svarar bréfum frá örvæntingarfullum netverjum á Fókus- vefnum (www.visir.is). Dular- fullur skjálfti Band nútímans / TWilight Toys „Við vorum tvímælalaust Duran- menn,“ segir Magnús. „Það voru goðin okkar þó að önnur bönd læddust inn þegar líða tók á feril- inn, bönd eins U2, Simple Minds og Big Country. Wham þoldum við hins vegar aldrei." Fullir bjartsýni létu þeir taka hljómsveitarmyndir af Twilight Toys sem þeir komu á fjölmiðla landsins. En Adam var ekki lengi í paradís og eftir tvenna tónleika fannst strákunum enskan orðin lummuleg og svissuðu aftur yfir í islenskuna. Skömmu síðar var hljómsveitin öll. Duran Band nútímans spilar sig í annað sæti íktilrauna 1983. Hvar eru þeir nú? Magnús Árni var í 4. sæti á lista Alþýðuflokksins í næstsíðustu kosningum og örlögin höguðu því þannig að hann þurfti að koma heim frá hagfræðinámi í San Francisco og setjast á þing frá síðustu áramótum. Hann pass- aði sig svo á því að vera neðar- lega á framboðslista Samfylk- ingarinnar i kosningunum í maí enda stefnir hann á nám i Cambridge í haust. Hann ætl- ar að leggja Evrópufræði fyrir sig. iyiús. Finnur Pálmason - sem samkvæmt hárgreiðslu og meik-öppi á mynd var hve ákveðnastur í að meika það - rek- ur í dag Fiskbúðina okkar ásamt foður sínum. Fiskbúðin okkar er með útibú á þremur stöðum á höf- uðborgarsvæðinu og gengur að sögn vel. Hinn gítarleikarinn, Ævar Sveinsson, er sá eini af gömlu fé- lögunum sem spilar enn í hljóm- sveit og hann notar enn þá bláa Fenderinn sem á Músíktiiraunum ‘83. Ævar er í hljómsveitinni Uzz sem var með á safnplötu í fyrra- sumar og verður líklega aftur á ferð með lag í haust. íþróttavörur hafa átt hug Ævars allan þvi hann var um tíma sölustjóri fyrir Nike- vörur á vegum Austurbakka, en skipti yfir og er í dag sölustjóri fyrir Fila-vörur hjá NTC. Bassaleikarinn Gunnar „Gógó“ Ólafsson vinnur nú hjá prentsmiðjunni Gutenberg en fór til Þýskalands skömmu eftir enda- lok Bands nútímans til að læra þýsku. Þá er aðeins eftir að telja trommarann Pétur Jónsson. Hann rekur í dag palla- og véla- leiguna Himnastigann og er fjöl- skyldumaður eins og aðrir úr hópnum. Innihátíðin Skjálfti var haldin í Ráðhúskaffi á Akureyri um versl- unarmannahelgina í fyrra og tókst æðislega í alla staði. Nú á að end- urtaka leikinn en alger leynd hvílir enn yfir hvar fjör- ið fer fram. Allir helstu plötusnúð- ar landsins verða með sinn besta vínil á spilurun- um. Árni E og Rampage munu Skjálfta. blanda saman ólíkum menning- arkimum á fjögurra platna vett- vangi en aðrir sem hafa boðað komu sína eru Margeir, Frí- mann, Grétar, Arnar, Snorri, Andrés, Jón Guðs“ Atli, Þossi, Herb Legovitz og Al- fred Moore. Hljómsveitin Qu-" arashi mun einnig láta sjá sig. Heyrst hefur að þrjú erlend nöfn séu bókuð á hátíðina en hverjir þar eru á ferðinni er enn þá leyndó. Kári, Reynir, „Rödd Þossi líka. Ferill Bands nútímans: Band nútímans var stofnað árið 1982 í bílskúr í Kópavogi. Bandið tók þátt í Músiktilraunum árið eft- ir en þá var verið að halda tilraun- imar í annað skipti. Þar náði sveit- in þeim frábæra árangri að verða í öðru sæti, aðeins Dúkkulísurnar þóttu betri það árið. Hljómsveitin vann sér inn hljóðverstíma og tók m.a. upp lagið „Frankfurt ‘45“ sem er á safnplötunni „Satt“, sem kom út 1983. Þetta var eina afrek sveit- arinnar á útgáfusviðinu. Þó að sveitin yrði sífellt betri og betri var áhugi hljómplötuútgef- enda lítill og Magnús Árni Magn- ússon, söngvari sveitarinnar og hljómborðsleikari, segir að annað sætið í Músíktilraunum ‘83 hafi í raun verið hápunktur sveitarinn- ar. „Við vorum líka svo ungir, þetta 14-15 ára, og um 18 ára aldurinn fór annað að verða mikilvægara í líflnu og sveitin flosnaði upp. Náð- arhöggið var líklega þegar Ævar gítarleikari sá fyrir sér bjarta framtíð í fótboltanum og fór að æfa.“ Fyrir endalokin breytti Band nú- tímans þó um nafn, kallaði sig Twilight Toys og fór að syngja á ensku til að líkjast goðunum sínum meira. Toys 1985. Efri röð frá vinstri: Gunnar „Gógó“ Olafsson, Finnur Pálrnason. Neðri röð: Pétur Jónsson, Magnús Árni Magnússon og Ævar Sveinsson. Kœri dr. Love!!! Það er nefnilega þannig hjá mér aö ég þori ekki aö segja kœrastan- um mínum upp. Hann er ógeðslega góður vió mig og allt þaó en ég held að viö verðum miklu hetri saman sem vinir. En það er þannig aö hann er svo hrifinn af mér og ég er svo hrœdd um aö sœra hann og aö það slitni upp úr vinsambandinu. Ég fór frá öðrum strák til þess að vera með kœrastanum mínum og svo œtla ég aö segja honum upp. Ég bara þori þaö ekki. Plís, viltu segja mér hvað ég á aö gera? M Hæ there Divine Miss M! Ef tilfinningalegt samband (já, köllum það bara ástarsamband) milli tveggja manneskja á að ganga upp verða báðir aðilar að vera jafn- mikið til í tuskið! Ekki satt? Ef áhuginn fyrir sambandinu er bara öðrum megin (í þessu tilviki hjá stráknum) þá er hvorki honum né þér nokkur greiði gerður með því að reyna að rembast þetta áfram. Þú hefur auðséð allt aðrar hugmyndir um hvernig mál- um á að vera háttað milli ykkar - og það eitt réttlætir það að þú segir honum núna strax hvað þér býr í brjósti. Það skiptir engu máli hvort þú hættir með öðrum strák fyrir þennan. Hverj- um þú ert búin að vera með í fortíðinni kem- ur núverandi kærasta þínum nákvæmlega ekkert við! Þú segir að vísu ekki hvað þú ert gömul, en mig grunar að þú sért frekar ung að árum, og þá er allt í lagi að mis- stíga sig aðeins á vegi ástarinnar, svona þegar maður er að æfa sig. Þetta er svo mikið á tilraunastig- inu enn þá, og margt sem maður á eftir að fatta betur! Vinasambönd ganga út á það að skanna sjálfan sig tilfinningalega, vera stöðugt að gefa „skýrslu“ um það sem er i gangi hjá manni - því ef það gleymist, kannski af því að sambandið verður of vanafast eða eitthvað, er hætt við að besta sam- band í heimi breytist í frostpinna. En á ég að segja þér eitt fríkað? Það er miklu miklu miklu ERFIÐARA að finna góða trausta vini, heldur en að finna hinn eina rétta kærasta! Mað- ur getur nefnilega sagt raunverulegum vinum sínum allan sannleikann, líka sannleikann sem er sár og erfiður. Auðvitað á kærastinn manns líka að meika allan sannleik- ann, en þá kemur bara þetta þama með kynlífið. Það breytir svo helvíti miklu í samskiptum manns við kærastann. Kærastinn manns ein- hvern veginn meikar það ekki þegar maður þarf t.d. að fara í burt til lengri tíma, að maður tali nú ekki um ef maður þarf kannski að fara til útlanda án hans. En aftur á móti, vinir manns, þú skilur, mað- ur getur hitt þá aftur eftir margra mánaða ijarveru og maður tekur upp þráðinn eins og það hafi verið i gær! Þetta finnst mér vera frábær eiginleiki hjá sönnum vinum. Let’s face it! Þessi gæi sem þú ert að pæla i að segja upp og segja við um leið: „Eigum-við-ekki-bara-að- vera-vinir?“ Sorrí, það á ekki eftir að gerast svoleiðis! Hann vill ekki og getur í rauninni ekki verið vin- ur þinn nema hann sé þeim mun betur gefinn! Sambandið milli ykk- ar er komið á allt annan LEVEL úr því sem komið er. Ég giska á að strákgreyið verði kannski soldið hissa fyrst á þessari nýju hlið á þér, fríki svo út, fari kannski í ástarsorg og syngi sinn blús í einhvern ákveðinn tíma. Hvort hann verður skilyrðislaus og afslappaður vinur þinn eftir það má Guð vita. Þú segist vera tilbúin til að vera „bara“ vinkona hans en hvort hann er það líka, well, let’s see! Ég vona að þessar pælingar hjálpi þér eitthvað áleiðis, því ég vil fyrir alla muni að þetta endi far- sællega hjá ykkur báðum. Það á enginn það skilið að vera með grjót í maganum, í nafni ástarinnar! GANGI ÞÉR VEL, BEIBÍ! DR. LOVE! 16 f Ó k U S 16. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.