Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 18
* Lifid eftir vinnu •K a b a r e 11 j/ Hirðfífl hennar hátignar eru aö slá öll met. Aukasýning hefur verið sett á i kvöld svo fleiri fái aö sjá. Síminn í Loftkastalanum er 552 3000. •Fundir Græni herinn er á Húsavík. Liösmennirnir eiga að mæta á þak Hvalamiðstöðvarinnar á há- degi þar sem þeir þiggja léttar veitingar áður en hernaðarátök dagsins hefjast. •Feröir Ferðafélag Akureyrar fer i helgarferð inn í Glerárdal og þaöan i Bægisárdal. Gist i Lamba þáðar nætur. Brottför klukkan átján frá Strandgötu 23. Klukkan 19 fer Feröafélagið i helgarferð í Þórsmörk. Farið verður i gönguferðir við allra hæfi og komiö heim á sunnudagskvöld. Góða skemmtun. Laugardagur 17. júlil Popp Harménikkuhátíð Reykjavíkur 1999 fer fram á Broadway. Sandy Brechin kemur fram ásamt hljómsveit, Léttsveit H.R. leikur, auk þess Stormurinn, Neistar, Jéna Einars, Matthías Kormáksson, Sveinn Rúnar BJörns- son og margir fleiri. Miðaverð tólf hundruð í forsölu, en fimmtán hundruð við innganginn. Sigur Rós ♦ heldur áfram sigurför sinni um land og þjóð. Nú eru það ísfirðingar sem fá tóna- flóðið þeint í andlitið í Ísafjarðarbíói. Svo fara allir í Sjallann að fá sér Brennivln í Tobacco Bitter. •K 1úbbar Slggl Hlö er mættur I Lelk- húskjallarann með fag- mannlegt diskótek fyrir ykkur. Á Skugganum eru Nökkvl og Áki emj- andi í búrinu. Rís þú unga íslands merki- kerti. Árni E, Tommi og Grétar eru snúðar kvöldsins á Thomsen. Munið svo eftir fræga kallinum næstu helgi. •Kr ár Poppers er á Dubliner í kvöld eins og svo oft áður. „Til höfðuðs ég stíg, um hálsa ég renn..." Þemapöbburinn Catalína I Hamraborginni hef- ur aldrei verið vinsælli. Núna er það Sælu- sveltin að noröan sem tryllir úthverfarotturn- ar. Býsna gott er aftur á Álafossfötunum. For- vitnilegt kommbakk hjá Magnúsi I Þey. Hann hefur varla sést síðan I Hjálpum þe/'m. „Kær- leikurinn hinn mikli sjóður!" Guðmundur Rúnar Lúðvíksson tekur við af Guömundi Rúnari Júlíussyni á Kringlukránni. Dauðahafseplið er í keng inni á Gauknum. Sætt og sveitt. Arna og Stefán Jökuls garga feitt inni á Rauða Ljöninu. Á Fógetanum hefst við I tjaldi á sviðinu Rúnar nokkur Þór. Við mætum og hlustum. Gargandi stuð á Café Rómance, enda Alison í fílíng en ekki filing-i. Á Kaffi Reykjavík er í svörtum fötum á svið- inu. Torfi trúbbi Ólafsson syngur og leikur á Ásláki, kránni vinalegu í Mosfellsbæ. Torfi er lang- reyndur hundur I bransanum og ferst þetta vel úr hendi. Á Gullöldinnl er alltaf stuð þegar Svensen og Hallfunkel mæta til leiks. „Mér fannst myndin mjög góö en dálítið væmin á köflum," seg- ir Baldvin Björnsson, hjá Expo Islandia, en á morgun verður hleypt af stokkunum vandaðri Titanic-sýningu á vegum Expo. „Það er með ólíkindum hvað leik- stjórinn, James Cameron, er ná- kvæmur í öllum atriöum," segir Baldvin. „Eftir að hafa stúderað sýninguna get ég ekki annað en dáðst að þvi hve vel hefur verið að verki staðið." Er þetta viðamikil sýning sem þið standið fyrir? „Já, hún er stór, jafnvel þegar miðað er við sýningar af erlend- um toga. Hún skiptist í nokkrar deildir: Fyrsti þáttur fjallar um smíði skipsins, hugmyndavinnu og útfærslu. Þá tekur við kafli um það hvernig umhorfs var um borð í skipinu. Gamlar ljósmynd- ir teknar á glerplötur hafa verið stækkaðar upp í allt að tveggja metra hæð og eru ótrúlega skarpar þrátt fyrir það. Postulín og ki all eins og notað- ur var á fyrsta farrými er til sýnis, pilluglös og ýmsir smá- hlutir. Næsta deild geymir yfirlit yfir þær kvikmyndi sem gerðar hafa verið um Titanic. Þær eru kjólinn sem Kate Winslet klædd- ist þegar hún gekk um borð í skipið í Cameron-myndinni." Hvaó meira? „Hellingur. Fólki gefst kostur á að fara inn i myrkvað herbergi og upplifa andartaksstund slyss- ins. Gólfið hallar um 20-30 gráð- ur, hróp og köll farþega óma og sálmur frá hljómsveit skipsins heyrist. Þegar út kemur blasa við fréttaforsíður dagblaða, bæði inn- lendra og erlendra. Sjá má brot úr fræðsluþáttum sem lýsa at- burðunum og þeim hlutum sem hafa verið að finnast. Inni í litlum klefa má æfa sig í a ð morsa S.O.S. og fjórar öflugar tölvur gefa færi á að kafa niður að flak- inu í sýndarheimum. Það býðst einnig að koma sér fyrir í út- sýnistunnu skipsins og hringja ney ðarbj öllunni. “ Nú veröur borgarstjórinn í Belfast viöstaddur opnunina, verða þaó ekki að teljast tíöindi? „Jú, Robert Stoker er væntan- legur. Loksins eru Norður-írar að heQa markvissa kynningu á landi sínu og reyna að breyta þvi að þetta svæði tengist helst sprengingum og óöld í huga okk- ar. Ég hef verið að æfa mig í að ávarpa hann rétt: „The Right Honora- ble, The L o r d M a y o r Councill- or!“ Baldvin Björnsson hjá Expo Islandia. Á Café Amsterdam eru B.P. og þegiðu (ekki lengur Ingibjörg) að skemmta. Getur ekki klikk- að, þetta er svo klikkað. alls átta. Við sýn- \ um úr kvikmynd- unum á skjám og þarna má líta ýmsa hluti, m.a. heldur halda þeir nú inn í..Gamla bæinn við Hótel Reynihlíð og klára sig gersamlega þar. Sá viðburður hefst klukkan 22. •K 1 a s s í k Það er ungt tónlistarfólk sem stígur á stokk í Árbæjarsafninu á þessum fimmtu laugardags- tónleikum. Þrjár píanóstelpur, Oddný Sturlu- dóttir, Ástríður Haraldsdóttir og Þóranna Dögg Björnsdóttir, koma fram ásamt Þéri Við- ari kontrabassaleikara en hann var á bassa í Popplandi Björns Jörundar um árið. Á nótnastatífunum verða Brahms, Mofkowski og Bizet ásamt leyninúmerum sem allt of sjaldan heyrast. Tónleikarnir hefjast klukkan tvö. Sigurlaug S. Knudsen sópransöngkona ætlar að gera sér lítið fyrir og halda einsöngstón- leika í Kristskirkju, Landakoti, klukkan 16. Úl- rik ólason organleikari mun hræra I raddstill- ingunum en hann er einnig þekktur sem söng- stjóri kirkjunnar. Tónleikarnir hefjast kl. 16.30 stundvíslega. Á efnisskránni verða óratoriur og óperuariur eftir Vivaldi ásamst þekktum ítölskum antikaríum. Þetta eru síðustu tónleik- ar Sigurlaugar hér á landi en hún heldur til D j a s s Á Jómfrúnni við Lækjargötu má hlýða á Trié Hauks Gröndai klukkan 16. Haukur þessi, sem nýlega fékk inngöngu I Rytmíska konservatoríið I Kaupmannahöfn, er saxófónleikari en ásamt honum eru í bandinu Morten Lundsby sem leikur á kontrabassa og trommarinn Stefan Pasborg. Þess má geta að það er sumardjass á hverjum laugardegi á Jómfrúnni. Klukkan 15.30 spila Óskar Guðjóns, Einar Scheving og Þórður Högnason á skógartónleikum í Akurgerðl við Öxar- fjörð. Svo trylla þeir á...Mývatn og taka upp þráðinn. Það er Reykjahlíðarklrkja sem verður fyrir þeim og tónleikarnir hefjast klukk- an 20. Ekki láta þessir kumpánar þar við sitja sýningar Hljómsveitin Sólon leikur á Grand Rokk en ekki öfugt. Þið sem hafið fylgst með þættinum „Með hausverk um helgar" á Skjá eitt vitið ná- kvæmlega hvaða band þetta er. Hinir geta komist að því með því að mæta á Grandið. •Böl 1 Hilmar og Anna Vilhjálmsdóttir trekkja á Næturgalann enda með fínustu músík I pússi sínu. b í ó ^ Bíóborgin Wing Commander Óþekktur og grimmur flokkur utan úr geimnum, sem jarðarbúar kalla The Kilrathi, hefur komist yfir leyniupplýsingar er varða varnir jarðarinnar og hyggjast notfæra sér þær til að sigra jarðarbúa og setjast að á jörðinni. Það hvílir því þung ábyrgð á þremur ungum flugmönnum sem eru þeir einu sem standa í vegi fyrir að innrásin heppn- ist. Sýnd kl.: 5, 7, 9 og 11 Matrix „Fylkið stendur... uppi sem sjón- ræn veisla, sci-fi mynd af bestu gerð, og er ekki til neins annars til bragðs að taka en að fá sér bita", segir Halldór V. Sveinsson kvikmynda- V gagnrýnandi Fókuss um Matrix. Bíóhöllin Wing Commander Sýnd kl.: 5, 7, 9 og 11 Matrix ★★★ Sýnd kl.: 5, 7, 9 og 11 The Mummy ★★★ Sú tilfinning læðist að manni að aðstandendur The Mummy hafi bara haft svolítið gaman af því sem þeir voru að gera og það er kærkomin til- breyting frá hinni straumlínulöguðu og sálar- lausu færibandaframleiðslu sem Hollywood sendir svo oft frá sér yfir sumartlmann. Ekki svo að hér skorti neitt uppá straumlínur og færibönd en einhver sannur græskulaus gam- antónn fylgir með I pakkanum, llklega kominn frá einhverjum sem man eftir fjörinu I þrjúbíó I gamla daga. -ÁS Sýnd kl.: 5, 7, 9 og 11.15 Sýnd kl.: 6.40 og 9.15 Lolita ★★★ „Saga þessi er svo umdeild að hún hefur verið skotspónn rauðsokka I tæp fimmtíu ár. Það er ekki slst Jeremy Irons að þakka hversu minnisstæð Lolita er.“ -HK Sýnd kl.: 6.40, 9.15 Pig in the City ★★ Dýrin, sem fá mikla aöstoð frá töivum nútímans, eru vel heppnuö og þótt oft sé gaman að aþafjölskyldunni og hundinum með afturhjólin þá eru dýrin úr fyrri myndinni, bitastæðustu persónurnar. -HK Sýnd kb: 5 • Mulan ★★★★ Uppfull af skemmtilegum hug- myndum og flottum senum, handritiö vel skrif- að og sagan ánægjulega laus við þá yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney. -úd Sýnd kl.: 5 My Favorite Martian ★★ My Favorite Martian gott dæmi um hversu tilgangslausar tæknibrell- ur geta orðið, hversu góðar sem þær eru, þeg- ar efniviðurinn er lapþunnur. -HK Sýnd kl.: 5 10 Things I Hate about You 10 Things I Hate about You segir frá óllkum systrum. Bianca, er vinsæl, falleg og rómantisk stúlka sem strákar hrífast af. Kat er af allt öðru sauðahúsi, skap- vopnd og gáfuð og þolir ekki stráka, sem hún telur vera óæðri verur. Sýnd kl.: 5, 7 9.20 og 11.05 Payback ★★★ Ágæt dökkmyndastemning, vel flétt og kemur stundum jafnvel skemmtilega á óvart. ÁS Sýnd kl.: 9 og 11.05 Háskólabíó The Mummy ★★★ Sýnd kl.: 5, 7, 9 og 11.30 Plunkett & Macleane ★★ Þetta er tilraun til að búa til „buddy“-mynd I anda Butch Cassidy and the Sundance Kid, en fyrir fólk sem höf- undar myndarinnar állta greinilega bjána; þ.e. MTV-kynslóðina sem vill flottar umbúðir fyrst og fremst en er nokk sama um innihaldið. Ég held reyndar að þaö sé misskilningur. Þó að unga kyn- slóöin sé vön hröðum klippum vill hún engu að síður upplifa góða sögu. Höfundunum mistekst hinsvegar algerlega að glæða þessa bófa sem ræna þá riku einhverju lifi, alla undirbyggingu per- sóna vantar og því er holur hljómur I annars ágæt- um samleik Carlyle og Miller. -ÁS Sýnd kl.: 5, 7 og 9 Perdita Durango Leikstjórinn Alex de La Ig- lesia leitar I smiöju Tarantinos og Rodriques. Gall- inn er bara sá að hann kann sér ekki hóf og þvi virkar ofbeldiið, sem er kjarni myndarinnar ekki og ég haföi það oft á tilfinningunni að tilgangurinn væri ekki að gera metnaðarfulla kvikmynd um hið fiókna eðli mannsins, eins og margt bendir til I handritinu, heldur eingöngu að reyna á þolrifln I mannskepnunni hvað varðar ofbeldi. -HK Sýnd kl.: 9 og 11.15 Hi-Lo Country ★ Efni I ágætis nútima vestra með tregablöndnum tóni en einhvernveginn fær maður aldrei þessa tregatilfinningu þvl leikstjór- anum virðist nefnilega hafa vantað þá sannfær- ingu sem þarf til að ná hinum sanna vestratóni; það er ekki nóg að kunna góð skil á þeirri end- urskoðun sem vestrinn hefur gengið I gegnum á síöari árum, maður verður lika að hafa svolít- ið kæruleysi, lausbeislað hugarfar og frelsisþrá I brjósti. -ÁS Sýnd kl.: 5, 9 og 11.10 Celebrity ★★★ Fáir standast Woody Allen á sporði þegar kemur að þvl að lýsa ruglingslegri, mótsagnakenndri og örvæntingarfullri leit nú- tima borgarbúans að sjálfum sér. Leikstíll mynda hans er unaðslegur, flæðandi og kaó- tískur, samtölin eru flestum öðrum kaldhæðn- ari, beinskeyttari og hnyttnari, sviðsetning yfir- leitt einföld og hugkvæm, kringumstæður gjarn- an gegnumlýsandi og meinfyndnar. Af öllum þessum mikilvægustu þáttum hverrar kvik- myndar stafar því áreynsluleysi sem skilur á milli fagmanns og meistara. -ÁS Sýnd kl.: 4.50 og 7 Arllngton Road ★★★ í það heila vel heppnuð spennusaga með umhugsunarverðum og ögrandi vangaveltum og sterku pólitisku yfir- bragöi. -ÁS Sýnd kl.: 11.10 Fávitarnlr Hópur af ósköp venjulegu ungu fólki ákveður að gera uppreisn gegn hræsni þjóðfé- lagsins og ábyrgðarleysi fólks með þvi að þykj- ast vera fávitar og búa um sig meðal venjulegs fólks. Hóþurinn tekur mjög ákveðna stefnu og ■er ekkert að hika við að búa til alls konar óreiðu I þjóðfélaginu og egna fólk til reiði. Við- brögðin láta ekki á sér standa. Sýnd kl.: 5 Kringlubíó Wlng Commander Sýnd kl.: 5, 7, 9 og 11 Matrix ★★★ „Fylkið stendur... uppi sem sjón- ræn veisla, sci-fi mynd af bestu gerð, og er ekki til neins annars til bragös að taka en að fá sér bita", segir Halldór V. Sveins- son kvikmyndagagnrýnandi Fókuss um Matrix. Sýnd kl.: 5, 9 og 11 Pöddulíf ★★★ Það sem skiptir máli I svona mynd er skemmtanagildið og útfærslan og hún er harla góð. -úd Sýnd kl.: 5 10 Things I Hate about You 10 Things I Hate about You segir frá óllkum systrum. Bianca, er vinsæl, falleg og rómantísk stúlka sem strákar hrífast af. Kat er af allt öðru sauðahúsi, skap- vopnd og gáfuð og þolir ekki stráka, sem hún telur vera óæðri verur. Sýnd kl,: 7 og 9 Laugarás- bíó Austin Powers, Njósnarinn sem negldi mig ★★ Mike Myers telur enn ekki full- reynt með njósnarann og gleðimanninn Powers, sem hér birtist aftur I mynd sem er lítið annað en röð af „sketsum" en þvi miður alls ekki eins fyndin og efni standa til. Mér segir svo hugur að ef Myers og félagar hefðu nennt að setja saman eitthvað sem líktist sögu hefði glensið orðiö svolítið markvissara, því þá hefði ekki verið jafn mikill tími fyrir allan fiflaganginn; minna hefði semsagt orðið meira. -ÁS Sýnd kl.: 5, 7, 9 og 11 EDtv ★★★ EdTV er góð skemmtun sem hef- ur gægjuþörf okkar að llnokkrum skotspæni. En þrátt fyrir þátt hinna beinu útsendinga I sög- unni (sem óhjákvæmilega hefur mikil áhrif á at- burði) finnst manni sem höfundar myndarinnar vilji fyrst og fremst segja frá dæmigerðum manni sem á dæmigerða fjölskyldu og glímir við tiltölulega dæmigerð ásta- og önnur vandamál, út frá þeirri hugmynd að enginn - eða allir - eru dæmigerðir. -ÁS Sýnd kl.: 5 og 9 18 f Ó k U S 16. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.