Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Side 7
bikur Venjuleg frík Engar tvær manneskjur eru eins. Þær sem minnst líkjast öðrum eru kallaðar frík. Venjulega fólkið lítur enn upp til fríkanna og Gaui litli, Björk og Tví- höfði eru dæmi um þau frík sem litið er upp til í dag. Fyrr á öldinni voru fríkin enn óvenjulegrí en fríkin í dag. Margir gerðu sér frík að féþúfu og svokölluð „fríksjó" fóru um héruð. Robert Ripley var um áratugaskeið konungur frík-sýninganna. Auk þess að setja upp fríksjó um Bandaríkin sá hann um teiknimyndaþáttinn „Believe it or Not!“ sem dreift var í íjölmörg dagblöð. Þegar vinsældimar voru sem mestar, í kreppunni og upp úr, biðu upp í 80 millj- ónir Bandaríkjamanna spenntar eftir næsta fríkskammti. Ripley studdist við innsendar ábend- ingar, oft frá venjulegu fólki sem vildi vera frík og taldi sig hafa undarlega hæfileika. Hann fékk fleiri bréf en aðrir í sögunni og bréfin fylla nú hrikalega vöruskemmu í New York. Rúmlega fjörutíu árum eftir að Ripley lést komust höfundar bókarinnar sem hér um ræðir - Dear Mr. Ripley - f skjalasafnið og grömsuðu í nokkur ár. Bókin sem kom út úr grúskinu er óður til hins óvenju- lega, vitnisburður um að allir eru ein- stakir á einhvern hátt, jafnvel þó það sé ekki á annan hátt en að eiga hund sem kann að heilsa! Á níræðisafmælinu sínu gat Perry L Blddle híft sig upp S staur og hangið þar eins og fáni. Blanche Lowe! Clayton's kaffi í Texas gat haldið á 23 kaffi- bollum með annarri hendi. R Coropendium oi Curiodditics Iro the Beliove li or N> Archives Miiíhellr 4 \ .>u Max Calvln átti aldrei ! vandræðum með klink í strætó því hann gat geymt upp í 25 smápeninga ! eyranu á sér. Alexandre Patty gat hoppað niður stiga standandi á haus. Sé þessi hestur skoðaður vel má sjá að flekk- urinn á honum er eins og indíánahöfuð. Stolt- ur eigandi var R.L. Anderson í Virginía-fylki. Hér er mynd af Simon P. Crone, tekin þegar hann var 75 ára. Simon var óvenjulegur fyrir það helst að nota sama blýantinn I 50 ár. Blýanturinn kostaði eitt penní. Það sem einnig greindi Simon frá öðru fólki var það sem hann hafði aldrei gert. Simon hafði m.a. aldrei skotið úr byssu, lesið bók, neytt tóbaks eða áfengis, verið giftur eða átt kærustu, farið yfir brú eða farið úr sýsl- unni sem hann var fæddur!. Spíritistinn frú E.E. Smlth gerði hatt úr hárinu sem hún hafði safnað í átta ár. Rakarinn Ben Seiff var með höfuðverk samfellt! 26 ár en missti ekki dag úr vinnu. Jackle Gross gat spilað á munnhörpu með nefinu og flautað um leið. í safninu fundust bréf frá nokkrum tugum öðrum sem höfðu sama hæfileika, en allir töldu þeir sig vera einstaka á þessu sviði. Paulo Gigantl hélt því fram aö hann væri eini alvöru ítalinn í heiminum sem aldrei hefði smakkað spaghettí, makkarónur eða pasta. Móðir hans bar þetta á borð fyrir hann á hverjum degi í mörg ár en Paulo fékk sér aldrei svo mikið sem einn bita. BMW Compact Sport Edition Aukabúnaður á mynd: álfelgur. Glæsilegur BMW sportbíll! Glæsilegur BMW, hlaðinn aukahlutum og búnaði, með aksturseiginleika sem aðeins BMW státar af. Grjótháls 1 söludeild 575 1210 Sérstakur búnaður: • M-leður/tau áklæði á sætum • M-leðurklætt stýri • M-fjöðrun • M-spoilerar allan hringinn • 10 hátalara hljómkerfi • Þokuljós • Fjarstýrðar samlæsingar og ræsivörn BMW ánægja og öryggi: • BMW útvarp með geislaspilara • ABS og ASC+T spólvörn • 4 loftpúðar, 5 höfuðpúðar • Vökva- og veltistýri • Frjókornasía í loftræstingu 1.948.000 kr. Engum líkur 30. júlt 1999 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.