Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 14
lan McKellan í Hringa* dróttinssðgu ‘i Fáar væntanlegar kvikmynd- ir hafa verið jafnmikið í um- ‘ ræðxmni og þriggja kvikmynda i útgáfa nýsjálenska leikstjórans v Peters Jacksons (Heavenly Cr- eatures) á meistaraverki J.R.R. i Tolkiens, The Lord of the Rings, I en talað er um að heildarkostn- aður verði um 200 milljón doU- i arar. Þjóðernissinnaðir Bretar ruku upp til handa og mót- mæltu því þegar það lak út að bandarísku leikararnir EUjah Wood og Sean Astin myndu verða í aðalhlutverkum. Fram- leiðendur myndarinnar gerðu sitt til að lægja öldurnar þegar þeir tilkynntu nú í vikunni að í öðrum stórum hlutverkum yrðu bresku stórleikararnir Ian McKellan og Ian Holm. Tökur á myndunum, sem verða teknar hvor á eftir annarri, eru að hefjast á Nýja-Sjálandi. Fyrsta kvikmyndin hefur hlotið nafnið The Fellowship of the Ring. Robert Carlyle sá vondi I nýju %lmoos BMí3N0cfr* myndinni Skoski leikarinn Robert Car- lyle er einn heitasti leikarinn þessa dagana. Eftir frábæra frammistöðu í Trainspotting og The Full Monty hefur hann vað- ið í tilboðum og á næstu misser- um mun hann sjást í nokkrum athyglisverðum kvikmyndum. Fyrst ber að telja nýju James Bond-myndina, The World Is Not Enough, þar sem hann leikur Reynard, alþjóðleg- an glæpamann sem Bond þarf að eiga við. Þá hefur hann ný- lokið við að leika á móti Leon- ardi DiCaprio í The Beach. Nýj- ustu fréttir af Carlyle eru að George Lucas vill fá hann í næstu Stjörnustríðsmynd sína. Ef af þvi verður munu samleik- aramir í Trainspotting, Ewan McGregor og Robert Carlyle, endurnýja kynni sín. Knn ©m rómarv tíkin hjá Ephron Rithöfundurinn og kvikmynda- leikstjórinn Nora Ephron hefur gert út á að leikstýra rómantísk- um kvikmyndum sem þar aö auki eru gamaldags. Má þar nefna Sleepless In Seattle og You’ve Got Mail. Þessar myndir hafa mjólk- að dollurum fyrir Ephron og því ekki að halda áfram á sömu braut meðan kýrin mjólkar? Hún hefur nú tilkynnt að hennar næsta kvikmynd verði Perfect Stranger sem er endurgerð rómantískrar kvikmyndar frá árinu 1945. í aðal- hlutverkum í þeirri mynd voru ^ Deborah Kerr og ^Robert Donat. Fjallar myndin um hjón sem ákveða að skilja í eitt ár. Bæði búast við því að hjóna- bandinu verði slitið að ári liðnu en það er öðru nær. Sjálfsagt vill Ephron fá Tom Hanks og Meg Ryan í hlutverkin. + j jj Gloria er endurgerð þekktrar kvikmyndar sem John Gassavetes gerði árið 1980. Þá lék titilhlutverkið eiginkona Cassavetes, Gena Royviands. í kvikmynd Sidneys Lumets er það Sharon Stone sem leikur jnina lífsreyndu Gloriu. Einhver besti kvikmyndaleik- stjóri sem Bandaríkin hafa alið er John Cassavettes sem yfirleitt vann fyrir sér sem leikari, gerði þess í millum metnaðarfullar og listrænar kvikmyndir og fékk þá vini og ættingja til að leika í þeim. í hans vinahópi voru meðal annars hinir kunnu leikarar Peter Falk og Ben Gazzara sem léku í mörgum mynda hans. Það var samt eigin- kona hans, leikkonan Gena Rowlands, sem hann treysti mest á. Vinsælasta kvikmyndin sem John Cassavetes gerði og kannski sú eina sem náði vinsældum meðan hann lifði var Gloria, sem hann gerði árið 1980, og þar lék Gena Rowlands titilhlutverkið. Gloria mun samt seint vera talin besta kvikmynd Cassavetes. Gloria hefur nú verið endurgerð í leikstjórn Sid- ney Lumets og tekur Stjörnubíó hana til sýningar í dag. Það er stórstjarna Sharon Stone sem leikur Gloriu og fær hún í þessu hlutverki að sýna hvað í henni býr því hlutverkið er stórt og krefjandi. Gloria hefur fengið meira en sinn skammt af ólukku í lífinu og er bitur kona sem nýsloppin er úr fangelsi í byrjun myndarinnar. Gloria lenti í fang- elsi þegar kærastinn hennar, mafíudrjóli, sveik hana og lét hana sitja í súpunni. Það er því hörð og reið kona sem sest að í New York þar sem hún notfærir sér allt það sem hún lærði í fangelsinu. Þegar mafían þurrkar út fjölskyldu sex ára drengs sem býr í nágrenni við hana tekur hún strákinn að sér og veit ekki í fyrstu að drengurinn býr yfir upplýsingum sem gæti komið mafíuforingja í fangelsi. Þegar mafían reynir að ná af henni drengnum snýst hún til varnar og flýr með drenginn. Auk Sharon Stone leika í mynd- inni Jeremy Northam, Cathy Mori- arthy, Jean-Luke Figueroa og Geor- ge C. Scott. Og leikstjórinn er ekki af verri endanum. Hefði John Cassavetes fengið að ráða hvaða leikstjóri fengi að endurgera Gloriu er ekki ólíklegt að hann hefði nefnt Sidney Lumet en þeir hjart Sharon Stone leikur Gloriu, konu sem hefur reynt ýmislegt í lífinu. voru um langt skeið samferðamenn í kvikmyndabransanum og bjuggu báðir yfir metnaði sem ekki marg- ir höfðu í Hollywood á árum áður. Sidney Lumet er einn þeirra leik- stjóra sem hefur tekist að sameina gæði og vinsældir og hafa kvik- myndir hans fengið fímmtíu til- nefningar til óskarsverðlauna. Sjálfur hefur hann fengið fimm. Lumet hefur alltaf verið hrifinn af New York og það þarf þvi engum að koma á óvart að hann lætur sína Gloriu gerast þar. Lumet gerði sína fyrstu kvikmynd, 12 Angry Men, árið 1957 og fékk sú kvik- mynd nokkrar óskarstilnefningar, meðal annars sem besta kvikmynd. Lumet er afkastamikill og tekur sér sjaldan frí. Meðan hann vann við að gera Gloriu var frumsýnd ný kvikmynd eftir hann, Critical Care, lítil satíra með James Spader og Helen Mirren, kvikmynd sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá flest- um. Sidney Lumet: Glæsil © q u r fsnll Sidney Lumet hefur gert fjöl- margar kvikmyndir á glæsilegum ferli og fer hér listi yfir kvik- myndir sem hann hefur leikstýrt: Sidney Lumet við tökur á Gloriu. 12 Angry Men (1957), Stage Struck (1958), That Kind of Woman (1959), The Fugitive Kind (1959), View from the Bridge (1961), Long Day's Journey into Night (1962), Fail-Safe (1964), The Pawn- broker (1965), The Híll (1965), The Group (1966), The Deadly Affair (1967), The Sea Gull (1968), Bye Bye Bravenman (1968), The Appointment (1969), The Andersons Tapes, (1971), Child's Play (1972), Serpico (1973), Murder on the Orient Express (1974), Dog Day Af- ternoon (1975), Network (1976), Equus (1977), The Wiz (1978), Just Tell Me What You Want (1980), Prince of the City (1981), The Verdict (1982), Deathtrap (1982), Daniel (1983), Power(1986), The Morning after (1986), Running on Empty (1988), Family Buissness (1989), Q & A (1990), A Stranger Among Us (1992), Guilty as Sin (1993), Night Falls on Man- hattan (1997), Critical Care (1997), Gloria (1999). -HK bíódómur arna Háskólabíó - Notting Hill *** Leikstjóri: Roger Michell. Handrit: Richard Curtiss. Kvikmyndataka Michael Coulter. Tónlist: Trevor Jo- nes. Aðalleikarar: Julia Roberts, Hugh Grant, Rhys Ifans og Hugh Bonneville. Eru kvikmyndastjörnur venju- legt fólk eða einhverjar ósnertan- legar verur sem best er að virða fyrir sér í nógu mikilli fjarlægð svo þær missi ekki ljómann. Um þetta fjallar hin rómantíska gamanmynd Notting Hill og gerir það á einstak- lega þægilegan máta. Stjörnur myndarinnar Julia Roberts og Hugh Grant fara á kostum í hlut- verkum kvikmyndastjörnu og ferðabókasala, bæði hafa mikla út- geislun sem nægir þeim að komast í gegnum hlutverk sem minni leik- arar hefðu átt auðvelt með að klúðra. Slegið er á létta strengi hvað varðar þá dýrkun sem al- menningur hefur á kvikmynda- stjörnum, í vel skrifuðu handriti sem hefur til hliðsjónar gömlu æv- intýrin sem oftar en ekki byrja: Einu sinni var ... Ferðabókasalinn William Thacker, sem Hugh Grant leikur, býr og er með verslun í Notting Hill, hverfi i London. Dag einn kemur frægasta kvikmyndastjarna heims, Anna Scott (Julia Roberts), inn í búðina til hans og er að sjálf- sögðu með stór og svört gleraugu svo hún þekkist ekki. Þetta er upp- hafið að kynnum þeirra sem taka á sig ýmsa mynd og þótt Notting Hill fíalli vissulega um það að kvik- myndastjama verður ástfangin af venjulegum manni þá verður myndin aldrei óþægilega væmin. Samtöl em hnyttin og vel skrifuð og persónur hver annarri skemmti- legri. Þá eru mörg atriði sem hefðu getað virkað óþægilega einstaklega vel útfærð. Má nefna sem dæmi þegar Thacker býður Önnu Scott í mat hjá ættingjum sínum. Fyrir- fram vitum við að ættingjarnir verða hissa og uppveðraðir en mjög snilldarlega er farið fram hjá öllum klisjum svo það atriði verð- ur einstaklega hlýtt og skemmti- legt. Þótt Hugh Grant og Julia Ro- berts standi vissulega fyrir sínu þá er senuþjófurinn Rhys Ifans i hlut- verki Spikes, sambýlismanns Thackers. Sá fær nú aldeilis tæki- færi til að sýna hvað í honum býr og hann notar það óspart og er grófur húmorinn í kringum hann gott mótvægi við þann fína enska húmor sem yfirleitt tilheyrir Hugh Grant. Ég hef heyrt marga segja að Hugh Grant sé alltaf eins og vissu- lega minnir leikur hans á önnur hlutverk, kannski sérstaklega hlut- verkið í Fjögur brúðkaup og jarðar- för enda Richard Curtiss handrits- höfundur beggja myndanna en á móti kemur að hann leikur þetta hlutverk það vel að auðvelt er að fyrirgefa honum og skal áhorfend- um sérstaklega bent á atriðið þegar hann lendir óvart inni á blaða- mannafundi með Önnu Scott. Það gneistar af honum í þessu atriði og notar hann alla þá takta sem hann er þekktur fyrir og gerir atriðið eft- irminnilegt. Eins og áður hefur verið sagt þá er Julia Roberts ekki síðri og sérstaklega nær hún vel að skreppa úr ham kvikmyndastjörn- unnar í hina ósköp venjulegu konu sem þráir einkalíf. Notting Hill er ein af þessum myndum sem ekki þarf að kafa djúpt í til að sjá hvar gæðin liggja, hún er ekki flókin og er meira að segja stundum yfirborðskennd en alltaf þægileg og skapar vissa vellíðan sem fylgir manni út úr kvikmyndahúsinu. Hilmar Karlsson f ó k u s 30. júli 1999 t I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.