Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 Viðskipti_______________________________________________________________________________________pv Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 887 m.kr. ... Mest með húsbréf 442 m.kr. ... Húsnæðisbréf 162 m.kr. ... Hlutabréf 50 m.kr. ... Mest með bréf SÍF 18 m.kr. og gengið hækkar um 4% ... Gengi FBA lækkaði um 5,5% ... HB hækkaði um 5,5% ... Úrvalsvísitala lækkaði um 0,526%, er nú 1.236,5... Lög um dreifða eignaraðild í fjármálafyrirtækjum: Vinna gegn hags- munum allra „Ummælin í morgunfréttum ís- landsbanka eru ekki skoöun ís- landsbanka. í Morgunfréttunum er álit sérfræðinga á fjármálum og þeim þáttum sem hafa áhrif á verð. Takmarkanir á viðskiptum geta vissulega haft áhrif á verð,“ segir Tryggvi Pálsson, yfirmaður F&M hjá íslandsbanda, en í Morgunfrétt- um bankans var fjallað um dreifða eignaraðild í bankanum. Talsmenn íslandsbanka F&M gagnrýndu í gær ummæli Davíðs Oddsonar, um að til greina kæmi að setja lög um að takmarka eignaraðild í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þeir telja að slíkar takmarkanir muni lækka verð á bönkum þar sem þær geti gert sameiningar innan bankakerf- isins erfiðari. F&M bendir á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinn- ar frá þvi í vor komi fram að það sé markmið ríkisstjórnarinnar að selja bréf sín og ná fram hagræð- ingu á fjármagnsmarkaði en tryggja um leiö virka samkeppni á markaðnum til að ná fram ódýrari þjónustu. Ríkisstjórnin vildi einnig tryggja að sem hæst verð fengist fyrir eign ríkisins í bönkunum en takmarkanir á eignaraðild stangast gegn þessum hagsmunum. Ríkið á núna 85 prósent í Landsbankanum Davíð Finnur Oddsson. Ingólfsson. og Búnaöarbankanum og 51 pró- sent í Fjárfestingabanka atvinnu- lífsins. Markaðsvirði þessara hluta miðað við núverandi gengi er 37,6 milljarðar króna. Eignartakmarkanir þegar í gildi Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði fjölmiðlum í gær að ekki væri hægt að setja sér- stök lög sem takmörkuðu eignar- hald í fjármálafyrirtækjum. Hins vegar bætti hann við að það þyrfti að setja harðari lög um upplýsinga- og tilkynningaskyldur á verðbréfa- markaði. Ekki náðist í Finn í gærkvöld til að kanna í hverju þessar hertu regl- ur ættu að vera fólgnar en miðað við atburði síðustu daga ætti að vera ljóst að full þörf er á slíkum reglum. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í fréttum um helgina að hann teldi að slík lagasetning kæmi til greina. Hann sagði að ef einhverjir einstakir aðilar væru mjög stórir í bönkum og fjármálafyrirtækjum væri líklegt að þeir tækju ákvarðan- ir sem væru hugsanlega andstæðar hagsmunum fyrirtækisins sjálfs og skertu hag minni eigenda í fyrir- tækjunum. Hann benti á að lög væru í gildi um þak á kvóta og slíkt gæti líka átt við um eignaraðild í fjármálafyrirtækjum. Margir hag- fræðingar hafa verið duglegir að benda á að þetta kvótaþak hefði f]ár- hagslegt óhagræði í för með sér og því ætti þaö líka að eiga við tak- markað eignarhald í fjármálafyrir- ækjum. Hins vegar er rétt að benda á að þetta kvótaþak er sett af póli- tískum ástæðum. Flestir sammála Svo virðist sem flestir sem að fjármálamarkaði koma hér á landi séu sammála um að svona reglur væru af hinu verra þó svo að ís- landsbanki F&M sé eini aðilinn sem tjáði sig opinberlega um málið. Menn voru sammála um að svona reglur myndu stuðla að lægra verði á bönkunum og slæva markaðinn, því hvers kyns hömlur á hlutabréfa- viðskipti séu af hinu verra. Viðmæl- endur DV bentu enn fremur á að alls ekki væri ljóst af hverju Davíð Oddson opnaði þann möguleika að setja þessar reglur. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær. Illframkvæmanlegt Ef svona reglur yrðu settar er alls ekki ljós með hvaða hætti það yrði gert. Ljóst er að veita þyrfti aðlögun- arfrest og að reglurnar gætu ekki orðið afturvirkar. Ef svona reglur væru settar nú gæti enginn aðili orðið stærri hluthafi í Fjárfestinga- banka atvinnulífsins en Orca-hópur- inn því reglurnar gætu ekki orðið afturvirkar. Þá er óljóst hvernig menn gætu stofnað ný fjármálafyrir- tæki eða banka með slíkar reglur að baki. Þá þyrftu margir smáir aðUar að koma að slíkri fjárfestingu en það gæti reynst erfitt auk þess sem sam- einingar gætu orðið erfiðar. Ef röksemdir íslandsbanka og fleiri aðUa eru réttar virðist ljóst að lög um dreifða eignaraðild í fjár- málafyrirtækjum séu í andstæðu við hagsmuni allra sem máliö varða. -bmg Hraðfrystihús Eskifjarðar: Betri afkoma en búist var við Afkoma Hraðfrystihúss Eskitjarð- ar var betri á fyrstu sex mánuðum ársins en markaðurinn hafði búist við. Hagnaður af reglulegri starf- semi var 146 miUjónir króna saman- borið við 275 miUjónir á sama tíma i fyrra. Hagnaður eftir skatta var 102,8 mihjónir. Velta á fyrri hluta ársins var 1.436 milljónir og veltufé frá rekstri var 183,7 milljónir og eig- infjárhlutfallið var 28 prósent. Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Sími: 568 3330 > ifii' ■ .jiÉhtff h{fp;//wvt\v.vorifx.is/-skij>/ VerðfaU á lýsi og mjöli á þessu ári hefur leikið félagið grátt og því er verðmæti þessara afurða félags- ins mun minni en í fyrra þrátt fyrir að tekið hafl verið við svipuðu magni og í fyrra. Margt bendir tU að verð á mjöli fari nú hækkandi og það ætti að styrkja afkomu fé- lagsins. Hins vegar er ekki enn útséð með hver verður niður- staða Evrópusam- bandsins um leyfUegt magn af díoxíni í lýsi. Óliklegt er að þær verði samþykkt- ar eins og þær liggja fyrir núna. Hins veg- ar mun samþykkt til- lögunnar kippa stoð- um undan mjöl- og lýsisframleiðendum hérlendis. Bolfiskvinnsla ligg- ur niðri tíl mánaða- móta, bæði vegna skorts á kvóta og sumarleyfa starfs- fólks, en verð á bolfiskafurðum er hagstætt um þessar mundir. Undan- farin 2 ár hefir félagið fryst töluvert af loðnu á Rússlandsmarkað en vegna erfiðs efnahagsástands þar var ekkert fryst á þann markað sl. vertíð. Þá brást frysting á loðnu fyr- ir Japansinarkað að verulegu leyti, mest vegna þess hve smá loðnan var og einnig veiða Norðmanna á stórri loðnu í vetur. Hefur það ásamt verð- lækkun á bræðsluafurðum leitt tU minni tekna og lakari afkomu hjá félaginu nú en á sama tímabUi í fyrra. -bmg Hraðfrystihús Eskifjarðar. . =£=? 1 " , ja jf"" ^ 1 í i^cr jmÉk fújj Ly wzt Bandaríkin: Olíuinnflutning- ur skattlagður IUa horfir fyrir nokkrum litlum olíufyrirtækjum í Bandaríkjunum um þessar niundir. Ástæðan er sú að stórir olíuframleiðendur utan Bandaríkjanna eru að selja sína vöru á óeðlilega lágu verði sem ger- ir samkeppnisstööu bandarísku fyr- irtækjanna slæma og rýrir afkomu þeirra. Það eru aðaUega olíufyrir- tæki í Mexíkó, írak, Sádí-Arabíu og Venesúela sem þrýsta verðinu nið- ur á við. Þessi lönd flytja inn um 60 prósent af þeirri olíu sem notuð er í Bandaríkjunum. Út af þessu eru bandarísk fyrirtæki að krefjast þess að stjórnvöld leggi á skatt sem leggst á innflutta olíu. Ef slíkur skattur næði fram að ganga myndi það hækka verð á innfluttri olíu um 170 prósent. Hagfræðingar segja að þessi deUa sé prófraun á nýja við- skiptastefnu Bandaríkjanna en um leið væri það undarlegt ef þessir skattar næðu fram að ganga. Banda- ríkjamenn hafa í mörg ár verið fylgjandi því að olíuverð sé sem lægst og því skýtur það, að margra mati, skökku við að krafa um inn- flutningsskatt skuli vera komin fram. Mörg samtök í bandarísku viðskiptalífi eru alfarið á móti því að leggja skatt á olíuinnflutning og segja að með því sé einfaldlega ver- iö að skerða hagsmuni neytenda og þeir vegi þyngra en hagsmunir ein- stakra oliufyrirtækja. Hluthafafundur í Básafelli Hluthafafundur í BásafeUi hef- ur verið boðaður á fimmtudaginn. Á fundinum verður kjörin ný stjórn sem sitja mun fram að næsta aðalfundi. Þessi fundur er í beinu framhaldi af kaupum Guð- mundar Kristjánssonar útgerðar- manns á 29% hiut Olíufélagsins í Básafelli. Á fundinum munu tveir fulltrúar Olíufélagsins víkja úr stjórn BásafeUs og Guðmundur mun taka þeirra stað. FBA spáir óbreyttri neyslu- verðsvísitölu Fjárfestingabanki atvinnulífs- ins spáir því að lítil breyting verði á vísitölu neysluverðs miUi júlí og ágúst. Bankinn spáir verðhjöðnun á bil- inu 0,1-0%. Það eru einkum útsöl- ur á skóm og fatn- aði sem valda lækkun en á móti vegur hækkun á húsnæði, bensíni og strætis- vagnafargjöldum. Þá gerir spáin ráð fyrir 0,75% hækkun á mat- vöruverði. Gangi spáin eftir verð- ur 12 mánaða hækkun vísitölunn- ar 3,7%. Gjaldeyrisforðinn eykst Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 2,3 miUjarða í júli og var í lok mánaðarins 34,4 miUjarðar. Aukningin stafar að mestu leyti af erlendum lántökum bankans. Skrifstofa Tryggingar flytur Vegna fyrirhugaðrar samein- ingar Tryggingamiðstöövarinnar hf. og Tryggingar hf. mun skrif- stofa Tryggingar í Keflavík flytja í húsnæði Tryggingamiðstöðvar- innar að Hafnargötu 26. Þar verð- ur rekin sameiginleg skrifstofa fé- laganna. Vextir hækkaðir Könnun, sem gerð var meðal hagfræðinga í Bandaríkjunum á föstudaginn var, leiddi í Ijós að flestir telja að vextir verði hækk- aðir í Bandaríkj- unum þann 24. ágúst næstkom- andi. Um 85 pró- sent þeirra sem könnunin náði tfl spáðu vaxta- hækkun. Þetta hlýtur að teljast eðlUegt i ljósi ummæla Alans Greenspans. Þar sagði hann að vextir yrðu hækkaðir um leið og ummerki verðbólgu sæjust. Markaðurinn undirbýr sig Svo virðist sem hluta- og skuldabréfamarkaðurinn í Banda- ríkjunum sé farinn að búa sig undir vaxtahækkun. Nokkur óró- leiki hefur verið á mörkuðum og ávöxtunarkrafa skuldabréfa hefur hækkað nokkuð. Verðbólgutölur verða birtar síðar í þessari viku og ef þær verða eins og búist er við er vaxtahækkun mjög líkleg. Störfum fjölgar Störfum í Bandaríkjunum fjölg- aði í júlí en atvinnuleysi var það sama og áður, 4,3%. Á sama tíma hefur meðtaltímakaup hækkaö um 0,5%. Þetta er ein helsta ástæða þess að flestir hagfræðing- ar vænta verðbólgu og hærri vaxta í kjölfarið. Haraldur Böðvarsson hækkaði um 8,8% Hlutabréfaviðskipti á VÞÍ á föstudaginn voru 165 milljónir króna. Mest viðskipti voru með bréf íslandsbanka fyrir 22 milljón- ir og með bréf Flugleiða fyrir 15 milljónir. Gengi bréfa Haraldar Böðvarssonar hækkaði um 8,8% en bréf Olíuverslunar íslands lækkuðu um 7,5%. Úrvalsvisital- an hækkaði um 0,24% og var á föstudaginn 1.243 stig. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.