Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 11 DV Fréttir Tökur á kvikmyndinni 1 faömi hafsins í fullum gangi: Rjómi íslenskra leikara - segir héraðslæknirinn á Flateyri sem leikstýrir af sjúkrabeði DV, Flateyri: Nú standa yfir á Flateyri tökur á bíómyndinni í faðmi hafsins sem leikstýrt er af þeim félögum Lýð Ámasyni, popplækni á Flateyri, og Jóakim Reynissyni. Efni myndar- innar er eins konar nútíma þjóð- saga þar sem lýst er nálægð fólks við hafið og áhrifum þess. Handrit myndarinnar er samið af Lýð, Jóakim og Hildi Jóhannesdóttur. Þegar DV bar að garði lá Lýður læknir fyrir með yfir 40 stiga hita og sagðist hafa verið að stjórna myndatökum á vettvangi í gegnum tölvu úr rúmi sínu. „Handritið var um tvö ár í smið- um og það er búið að hljóta þrjá gæðastimpla og lengra verður ekki komist," segir Lýður. Fjöldi þekktra leikara kemur að gerð myndarinnar og Lýður segir að þar fari rjómi ís- lenskra leikara auk þess sem fag- fólk, fremst á sínu sviði komi, að leikgerðinni. Búningahönnuður er Þórunn Sveinsdóttir og Gapríela Friðriksdóttir sér um leikmynd sem lagður hefur verið nokkur metnaður i. „Við höfum flutt til heilu húsin ef því hefur verið að skipta. En að öðru leyti er leikmyndin að mestu fengin hér á staðnum og þegar Gapríela er búin að fara höndum um hana, hvort heldur sem er fjöll eða fjara, nálgast þetta fullkomnun." Kvikmyndagerðarfólkið lýsir ánægju sinni með velvilja og hjálp- semi Vetfirðinga sem hafi verið afar hjálpsamir við gerð myndarinnar. „Það er nánast einn fingrasmellur og íiíííiISf; Utgerðarmaðurinn ber selkonuna heim til sín. Hinrik og Margrét í hlutverkum sínum. DV-myndir Guðm. Sig. er fram á áhrif nálægðar hafsins á fólk. Það er mjög sérstakt að vinna með tveimur leikstjórum í einu og frískara en yfirleitt gerist," segir Hinrik Æfilaun Áætlað er að tökum ljúki 21. ágúst og að myndin verði frumsýnd um páskana 2000. Oftar en ekki hef- ur mikill kostnaður fælt menn frá gerð bíómynda enda hefur gengið á ýmsu með að fjármagna slík fyrir- tæki. „Fjármögnun er enn sem komið er á eftir áætlun en kostnaður við myndina er um það bil æfilaun fisk- verkakonu. Það er nánast fifldirfska að fara úr í þetta en þetta er saga sem þarf að segja og þetta er saga sem fólkið þarf að eignast. Myndin er mistí, raunsönn og trúverðug fantasía sem mun seljast,“ segir Lýður Ámason. -GS Útleiga á alls konar leiktækjum f barnaafmæli - götupartí - ættarmót o.fl. Herkúles Sími 568-2644 GSM 891-9344 Lýður læknir ásamt hundinum Mola á sjúkrabeði þar sem hann stjórnaði tökum með aðstöð tölvutækni. málinu er reddað. Fólkið hérna hefur verið ótrúlega hjálpsamt," segir Lýður Er ekki af þessum heimi Myndin er um selkonu sem kem- ur á land og fer að vinna í fiski og þar kemur að útgerðarmaðurinn í þorpinu festir á henni ást og giftist henni. En þegar hann vaknar upp eftir brúðkaupsnóttina er ekkert eft- ir af selkonunni nema brúðarkjóll- inn í flæðarmálinu. Selkonan er leikin af Margréti Vilhjálmsdóttur leikkonu sem getið hefur sér gott orð á fjölum Þjóðleikhússins og víð- ar en hún er nú að þreyta frumraun sína á hvita tjaldinu. „Þetta er skemmtilegasta handrit sem ég hef lesið. Þess vegna ákvað ég að vera með. Sagan heillaði mig mikið og svo var það þessi persóna sem mér fannst svo skemmtileg og spennandi. Ég leik selkonuna sem kom úr sjónum. Ég er viss um að ég sjálf hef raunverulega komið úr sjónum og er ekki af þessum heimi,“ segir Margrét Varð til í hitakasti Útgerðarmanninn í þorpinu leik- ur Hinrik Ólafsson en hann á að baki langan feril á hvita tjaldinu auk þess sem hann hefur leikið á sviði hjá öllum atvinnuleikhúsun- um landsins. „Það varð eiginlega til í hitakasti að ég tæki þátt i þessu. Lýður plat- aði mig hingað vestur og við fórum í fjallgöngu með hita og flensu og þar var þetta afráðið. Enda er handritið frábært og reyndar besta kvikmyndahandrit sem ég hef lesið. Þetta er saga um venjulegt fólk sem er stolt af sínu hlutskipti í nábýli við hafið og sýnt Feðgar á ferð á Eskifirði: Fólk emjaði úr hlátri DV; Eskifirði. Eldri borgurum hér á Eskifirði var boðið á leikritið, Feðgar á ferð sem þeir Örn Árnason og Árni Tryggvason leika í, en Kjartan Valdimarsson organisti var með þeim. Við skemmtum okkur ágæt- lega en leikritið var stutt, bara tæp- ur hálftími. Þeir komu upp á loft til okkar og sýndu þetta 1 matsalnum og komu rúmlega 20 manns til að sjá stykkið. Svo sýndu þeir leikritið í Samkomuhúsinu á Eskifirði um hálfníuleytið og ég hitti konu sem sagðist aldrei hafa farið á jafngóða skemmtun. Þar stóð leikritið lengur en ætlað var því fólkið emjaði úr hlátri. Það var klappað upp og allt var eins og það er á alvöruleikrit- um. Hér er kvef að ganga því fólkið vinnur svo mikið en það kom ekki í veg fyrir að það gat skemmt sér á þessu leikriti og bæjarbúar eru feðgunum afskaplega þakklátir. -Regina Heppinn áslcrifa.ndLi fær SONY heimabíó frá Japis sem er: 29" ÍOO riða sjónvarp 6 hátalarar og auk þess: ar 14" saxnbyggt sjónvarp og vídeó, ferðageislaspilara fyrir öll börn og unglinga á heimilinu sem eru yngri en 18 ára. Dregið 20. ágúst Vikulega verður dreginn út áskrifandi sem fær kr. 30.000 í vöruúttekt að eigin vali í Útilífi. Heildarverömæti vinninga er 700.000 kr. ■ nmeA UTILIF ___________ JAPISS BÐEiBaei SON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.