Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 Fréttir 9 I>V Líftæknifyrirtækin Genís og Kítin sameinuð: Aætlað að fimm- falda veltuna Eftir að líftæknifyrirtækin Kítin ehf. á Siglufirði og Genís ehf. í Reykjavík hafa verið sameinuð und- ir nafni Genís, er áætlað að velta sameinaðs fyrirtækis muni fimm- faldast á næstu árum, úr 200 millj- ónum króna í um einn milljarð. Um leið og fyrirtækin voru sam- einuð var hlutafé þeirra aukið um 400 milljónir króna, og að því loknu eru íjórir aðilar sem hver um sig eiga 20% í fyrirtækinu, Pharmaco hf., Þormóður Rammi-Sæberg hf., Samherji hf. og kanadískt fyrirtæki, en nokkrir aðilar eiga saman 20%. Um eitt ár er síðan Kítin ehf. hóf framleiðslu á kítósan á Siglufirði, en kítósan er framleitt úr rækjuskel og m.a. notað í framleiðslu á snyrti- vörum. Nú er fyrirhugað að Genís gangi til samstarfs við finnskt fyrir- tæki á sviði rannsókna sem m.a. beinast að frekari vinnslu á kítósan og hefur lyfjaframleiðsla m.a. verið nefnd í því sambandi. Þá er fyrir- hugað að efla framleiðslu á bragð- efnum sem framleidd eru úr rækju- skel og að jafnvel verði sett upp sér- stök verksmiðja i því sambandi á Siglufirði. -gk Úrslitin VMSÍ-samningurinn: liggja fýrir í dag London með Heimsferðum frá 7.900 -alla fimmtudaga í sumar Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið til London i sumar með beinu flugi alla fimmtudaga í sumar. Þú getur valið um helgarferðir, flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel, en við bjóðum fjölda góðra hótela í hjarta London á frábæru verði. Tryggðu þér lága verðið meðan enn er laust. Verðkr 7.900," Flugsæti, önnur leiðin. Skattar, kr. 1.830., ekki innifaldir. Verð kr. 14.200,- Flugsæti fram og til baka. Skattar, kr. 3.790., ekki innifaldir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, 595 1000, www.heimsferdir.is Niðurstaða í atkvæðagreiðslu þeirra verkalýðsfélaga innan Verka- mannasambands Islands á lands- byggðinni sem stóðu að samningi VMSÍ og Samtaka atvinnulífsins mun liggja fyrir í dag. Atkvæða- greiðslu lauk í gær og er nokkur spenna ríkjandi varðandi niður- stöðuna. Samningurinn Aöalsteinn Baldursson. var undirritaður 13. apríl og hafa að undanfórnu verið greidd um hann atkvæði innan hvers félags fyrir sig Akureyri: S.S. Byggir með eina tilboðið DV. AKUREYRI:_______________ Byggingafyrirtækið S.S. Byggir var eini tilboðsgjafinn í byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Glerár- torgs á Akureyri sem byggja á í sumar. Þetta er stærsta einstaka verkefnið í byggingariðnaði á Akur- eyri á árinu og var reiknað með að fleiri aðilar myndu bjóða í verkið. Um er að ræða breytingar á 4 þús- und fermetra húsnæði Skinnaiðnað- ar á Gleráreyrum og byggingu tveggja viðbygginga samtals 4.400 fermetrar. Verkinu á að skila til- búnu undir tréverk fyrir 1. október en mánuði síðar er áformað að opna um 30 verslunar- og þjónustufyrir- tæki í verslunarmiðstöðinni. Tilboð S.S. Byggis hljóðaði upp á 369 milljónir króna, en fjöldi undir- verktaka mun standa að tilboðinu ásamt S.S. Byggi. -gk Lagerútsala verður haldin á frumbyggjavörum svo sem grímum, styttum, gíröffum, fílum, CD stöndum og mörgu fleiru. Skoðaðu slóðina. Stórlækkað verð. Opið Laugardag Og Sunnudag milli kl. 13 og 18. Visa Euro Debet. www.frumbyggjar.is Jóruseli 9, 109 Rvk ■Ó GSM 893 0737 ýmist með póstatkvæðagreiðslu eða kjörstaðir verið opnaðir á einstaka stöðum. Aðalsteinn Baldursson, formaður Alþýðusambands Norðurlands og Verkalýðsfélags Húsavíkur, sagði við DV í gær að hann reiknaði frek- ar með að samningurinn hafi verið samþykktur. „Fólk mun ekki sam- þykkja samninginn vegna ánægju með hann heldur vegna þeirrar stöðu sem uppi er,“ segir Aðal- steinn. Fari svo að samningurinn verði felldur í einstaka félögum skellur þar á verkfall nk. fimmtudag - hafi samningar ekki náðst í millitíðinni. -gk SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.