Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 Heigarblað DV Herdís Bjarnadóttir, 99 ára og bíður eftir aldarafmælinu: Það vildi mig enginn! Glaðværðin ríkir hjá henni Herdísi Bjarnadóttur. Þegar blaðamaður heimsækir hana á dvalarheimili aldr- aðra á Hvammstanga situr hún og er að hefja lestur á einu bindanna af Grímu hinni nýju, gleraugnalaust. Hún er 99 ára og hyggst halda upp á aldarafmælið snemma á næsta ári. Gamla konan er skemmtileg viðræðu, kát og glöð, kvik i hreyfingum og brúnu augun leiftra þegar hún talar um gamla daga. „Það er þónokkuð af góðum bókum á bókasafninu, ljóðabókum, sögubók- um en svo er ég ekki eins kunnug þessum bókum hérna, fræðibókunum. Þar er varla að maður sjái þetta, þetta er svo mikið smælki þetta letur,“ seg- ir Herdís. „Ég er nú orðin 99 ára svo það er ekki að undra þótt maður sé farin að tapa heym. Annars hef ég ágæta sjón, ég sé gleraugnalaust fram í Miðfjörð. Ég get lesið án gleraugna ef það væri ekki þetta smælki." Hún segir að í blöðunum hafi hún mest gaman af að lesa minningargreinar. „Ég gef gaman af að lesa þær greinar, oftast em þær hlýlegar og góðar,“ segir Herdís. Herdís fæddist 1901 á Fossi í Vest- urhópi sem var hjáleiga frá Breiða- bólsstað. Hún segir að jarðarleigan hafi verið svivirðilega há, fjórir geml- ingar framgengnir að vorinu upp í jörðina og 20 pund af smjöri upp í landsskuld. Á Fossi hafi verið sáralit- ið kot, enginn veiðiskapur og sáralitl- ar engjar. Systkinin voru sjö og Her- dís átti tvo bræður yngri. Öll eru systkini hennar dáin. Andrea Bjarna- dóttir systir hennar varð rétt rúmlega hundrað ára og sendi yngri systur sinni jólagjöf skömmu áður en hún lést um jólin 1997. „Ég hef aldrei fengið eins skemmti- legan jólaböggul, aliur saman klipptur til og sérstaklega fallegur. Ég held að Eygló dóttir Andreu hafi útbúið þetta svona faliega fyrir mömmu sína. Hún Andrea vildi aidrei vera annars stað- ar en heima hjá Eygló. Ef hún fór á spítala sagðist hún verða að fara heim til að láta sér batna, það var dáltið skrýtið," segir Herdís og hiær við. Hlátur hennar er hraustlegur og smit- andi og hún hlær dátt þegar hún er spurð um hennar eigin böm og bú. „Þegar pabbi hætti að búa var mamma dáin og þá fór ég austur í Ása í Austur-Húnavatnssýslu að Meðal- heimi og var þar í ár og þar sá ég lif- andi jólatré með kertum í fyrsta skipti, þetta þekktist ekki í sveitinni minni, þetta var líklega 1922 eða 1923 og ég ung stúlka..." - Og þú giftist? „Giftist, ha, ég? Ég var nú ólagleg- ust af minum systrum," segir Herdís og hlær innilega. „Neei, það vildi mig enginn og það var bara gott. Ég kærði mig ekkert um svoleiðis lagað. Ég hafði nóg börn að passa fyrir aðra. Mér þótti bara gott að vera laus við slíkt. Það er nú ekki alitaf mikið UPPBOÐ Mánudaginn 10. júlí nk., kl. 14.00, að Bjarteyjarsandi, Hval- fjaröarstrandarhreppi, verða boöin upp tvö óskilahross, hafi þeirra ekki verið vitjaö af eig- _________endum sínum.___________ Um er að ræða rauða hryssu, blesótta, 4 til 5 vetra, og rauðan hest með örlítið grátt í enni, 4 til 5 vetra. SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI. barnalánið. Ég átti ágætt vinafólk og var 20 ár í vinnumennsku á Neðri- Selá í Vesturhópi hjá systur minni, hérna austan við fjallið. Svo fór ég að Neðri-Þverá í tvö ár, síðan fór ég að Böðvarshóima í Vesturhópi til Páls Guðmundssonar og Önnu Halldórs- dóttur. Hún var sunnan úr Ámes- sýslu og kom sem kaupakona en Páll bara sleppti henni ekki. Þau voru með mörg börn og mikið heimili, þeim fæddust tvíburar fyrsta sumarið sem ég var hjá þeim, 1924, Kolfinna og Snæbjörn. Síðan fór ég að Sporði í Víðidal tii ijósmóðurinnar sem þar var, hún fór oft að heiman og verst var þegar það var um hásláttinn, þá þurfti ég að fara inn og hugsa um heimilið, lítið barn og gamla konu í rúminu sem var á tíunda tugnum. Hún segir að hún hafi farið til Skagafjarðar og verið á Sauðárkróki í nokkur ár, þar hafi verið gaman að vera, hún hafi passað börnin meðan fólkið var aö skemmta sér. Skagfirð- ingar hafi verið mikið fyrir skemmt- anir og gott fólk, segir Herdís og fer með kvæði eftir Andrés Valberg því tO sannindamerkis en þann mann kann hún vel að meta. Auk þess var Herdís lengi á Neðri-Þverá í Vestur- hópi og um tíma á Breiðabólstað hjá séra Stanley Melax. Herdís er ánægð með nýja prestinn sinn, séra Sigurð, sem sinnir sóknar- börnunum vel. Hún segist eiga góðar minningar um séra Bjarna sem nú er farinn til Eyja og séra Róbert Jack á Tjörn á Vatnsnesi kynntist hún vel á árum áður. „Hann séra Róbert var mætur maður, skoskur. Hann kom sem fótboltamaður til Vestmannaeyja, þá kom stríðið og hann komst ekki aftur heim. Þá sneri hann sér bara að guðfræðinni og varð íslendingur. Hann átti myndarbörn og ljómandi góða konu, hana Vigdísi, hún var mikili bóndi og sinnti vel búinu,“ seg- ir Herdís. - Ertu farin að hugsa um að halda upp á hundrað ára afmælið, Herdis? „O, ætli ég geri nú mikið í því sjálf, ætlarðu kannski að koma?“ -JBP DV-MYND JÓN BIRGIR PÉTDRSSON 99 ára, kát og glöð Henni Herdísi er létt um hláturinn en hún gefur lítiö fyrir hjónaband og barneignir, þaö heföi ekki átt viö sig. Sunnudagurinn 2. júlí: Fylgstu meö fæðingu á Netinu Þeir sem ekki eru á leið á Kristni- hátíðina né ætla að fylgjast með EM í sjónvarpinu þurfa þó ekki að láta sér leiðast um helgina. Danskt par ætlar nefnilega að leyfa fólki að fylgjast með alvörufæðingu og það í beinni á Netinu. Áætlað er að barn- ið fæðist um þessa helgi og eru allir þeir sem vilja fylgjast með þessurn atburði velkomnir á www. lklick.dk. Giftu sig á Netinu Fæðingin mun eiga sér stað heima hjá Rie og Lars Refslund frá Broager í Danmörku. Lars er 32 ára og Rie er 28 en þau hafa verið gift síðan 1997. „Þegar við fengum þær gleðifrétt- ir að viö værum að verða foreldrar á ný ákváðum við að deila fæðing- unni með öllum heiminum," segir parið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem parið opinberar einkalíf sitt á Net- inu því þau giftu sig á Netinu fyrir 'v, •• Hjálp við að velja nafn Á heimasíðu hjónanna er að finna allar upplýs- ingar um fjölskyld- una. Saman eiga þau einn son en bæði eiga börn úr fyrri samböndum svo heimilisfólk er sex í heildina. Á síðunni er einnig hægt að Danska fjölskyldan samankomin. Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp viö lögreglustööina í Borgar- nesi, fimmtudaginn 6. júlí 2000 kl. 16.00, hafi uppboðsbeiðnir ekki áður verið afturkallaöar. EK-085 Tl-899 GL-367 SÝSLUMAÐURINN f BORGARNESI. þremui árum. Það var mjög viðeig- andi athöfn þar sem þau kynntust í gegnum Netið og urðu ástfangin hvort af öðru áður en þau höfðu nokkurn tíma sést. Fæðingarfréttir í sms-formi Netfæðing helgarinnar er ekki fyrsta netfæðingin í heimi því í júní 1998 fæddi fertug kona í Flórída og myndir af fæðingunni voru sendar út á Netið. Eins og áður sagði er áætlað að Rie fæði þessa helgi en þar sem ekki er hægt aö tímasetja fæðinguna ná- kvæmlega bjóða hjónin upp á þá þjónustu fyrir þá sem ekki vilja missa af atburðinum aö senda við- komandi annaðhvort sms eða tölvu- póst þegar fæðingin er að fara af stað. hjálpa foreldrunum við að velja nafn á bamið sem er á leiðinni og einnig er boðið upp á að fá sent bréf í hverri viku með fréttum af barninu, bæði fyrir og eftir fæðing una. Á unni er einnig aö finna um- ræðuhóp þar sem hægt er að ylgjast meö fæöingunni. skoðun sína í á viðburðum láta ljós sem þessum. Það hafa nefnilega ekki allir tekið vel í þetta uppátæki hjónanna og segja að fæð- ing sé eitthvað sem sé einka- mái og eigi ekki erindi til almennings. -snæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.