Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 DV Ættfræði___________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára Gísli Guömundsson, Vesturgötu 30, Reykjavík. ' Sigríður Árnadóttir, Melteigi 8, Akranesi. Hún veröur aö heiman. Sigurþór Jónasson, Efri-Kvíhólma, Hvolsvelli. 80 ára_______________________________ Alda Markúsdóttir, Tjarnarmýri 37, Seltjarnarnesi. Arnheiöur Lilja Guömundsdóttir, Víðimel 32, Reykjavík. Gunnar Sígurðsson, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfiröi. 75 ára_______________________________ Böövar Jónsson, Gautlöndum 1, Reykjahlíð. *■ Júlíus Þorkelsson, Hvanneyrarbraut 36, Siglufirði. 70 ára_______________________________ Anna H. Káradóttir, Hamrahlíð 6, Egilsstöðum. Guörún Stefánsdóttir, Tómasarhaga 22, Reykjavík. Gunnar Guðmundsson, Heiðarholti 19, Keflavík. Kristín Friöbjarnardóttir, Vallargeröi 2c, Akureyri. Nína Björg Kristinsdóttir, Melgerði 39, Kópavogi. Sigrún Jóhannsdóttir, Stóragerði 23, Hvolsvelli. Siguröur Magnússon, Bláskógum, Breiðdalsvík. Þorbjörg Ólafsdóttir, Efstasundi 88, Reykjavík. 60 ára_______________________________ Birgir Brynjóifsson, Ástúni 14, Kópavogi. Guðmunda Inga Guðmundsdóttir, Engihjalla 1, Kópavogi. Guömundur Stefánsson, Nesgötu 32, Neskaupstað. Þórey Kolbrún Halldórsdóttir, Selási 29, Egilsstöðum. 50 ára_______________________________ Edda Hilmarsdóttir, Sóltúni 28, Reykjavík. Fjóla Bjömsdóttir, Bollagörðum 53, Seltjarnarnesi. Geröur Ebbadóttir, Blönduhlíö 20, Reykjavík. Gunnlaugur Árnason, Lágholti 18, Stykkishólmi. Hann og fjölskylda hans veröa úti í Bíldsey á Breiðafirði á afmælisdaginn og taka þar á móti gestum. Gyöa Vigfúsdóttir, Víðiteigi 32, Mosfellsbæ. Jiri Jón Berger, Ránargötu 16, Akureyri. Jón Már Björgvinsson, Skjólvangi 5, Hafnarfiröi. Lovísa Kristjánsdóttir, Granaskjóli 54, Reykjavík. Sigrún Jakobsdóttir, VTðilundi 10, Garðabæ. Sigurjón Þór Tryggvason, Ránargötu 10, Reykjavík. 1 Theódóra Gísladóttir, Bollagörðum 3, Seltjarnarnesi. 40 ára_______________________________ Anna Dóra Sigurðardóttir, Sjafnargötu 6, Reykjavík. Birna Haröardóttir, Smárahlíð le, Akureyri. Eyrún Anna Siguröardóttir, Flugumýri, Varmahlíð. Guörún Hulda Heimlsdóttir, Einholti lOc, Akureyri. Guörún Jónsdóttir, Villingadal, Akureyri. Gunnar Guöjónsson, Grundarási 7, Reykjavík. Heimir Már Maríuson, Hverafold 52, Reykjavík. Ingibjörg Aradóttir, Vestursíöu 34, Akureyri. Kristján Bergmann Olgeirsson, Vallholtsvegi 9, Húsavík. Theódóra Olafsdóttir, Beijarima 65, Reykjavík. Fimmtugur____________________________ Níels Árni Lund deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu Níels Árni Lund, deildarstjóri, í landbúnaðarráðuneytinu, Miðvangi 93, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Níels Árni er frá Miðtúni á Mel- rakkasléttu. Hann lauk íþrótta- kennaraprófi 1972 og kennaraprófi frá KÍ 1973. Níels Árni var kennari og skóla- stjóri um tíu ára skeið víðs vegar á landinu, síðast félagsmálakennari við Samvinnuskólann á Bifröst. Hann var Æskulýðsfulltrúi ríkisins 1981-85, ritstjóri Tímans 1986-87, að- stoðarmaður landbúnaðarráðherra 1987-88 og er deildarstjóri umhverf- is- og gróðurverndarsviðs landbún- aðarráðuneytisins frá 1988. Níels hefur m.a. verið forstöðu- maður Kvikmyndaeftirlits ríkisins, formaður Markaðsnefndar landbún- aðarins, stjómarformaður St. Jós- epsspitala í Hafnarfirði, ritari Fagráðs í landgræðslu, ritari Bláa- lónsnefndar, hefur átt sæti í nefnd- um á vegum Nordisk minester- eraad, er stjórnarformaður Héraðs- skóga, stjórnarmaður í Bláfjalla- nefnd og formaður nefndar um end- urheimt votlendis. Hann starfaði lengi innan Ung- mennafélagshreyfingarinnar, var einn af stofnendum Kiwanisklúbbs- ins Faxa á Kópaskeri og fyrsti for- seti hans og síðar stofnandi Lions- klúbbsins Víðarrs í Reykjavík þar sem hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum, er stjómarmaður í Æðarræktarfélagi íslands, í stjórn Skógræktarfélags Hafnfirðinga og í sóknarnefnd Viðistaöakirkju. Níels Árni var varaformaður SUF í eitt kjörtímabil, í miðstjóm Fram- sóknarflokksins í fjórtán ár, í fram- kvæmdastjóm flokksins í tíu ár, var varaþingmaður Framsóknarflokks- ins 1979-89, fyrst 1 Norðurlandskjör- dæmi eystra en síðar i Reykjanes- kjördæmi og sat oft á Alþingi. Fjölskylda Kona Níelsar Árna er Kristjana Benediktsdóttir úr Keflavík, f. 8.7.1952, skjalavörður hjá nefnda- sviði Alþingis. Foreldrar hennar: Benedikt B. Guðmundsson, sjómað- ur úr Keflavík, og Steinunn Hall- dórsdóttir frá Vörum í Garði. Börn Nielsar og Kristjönu eru Steinunn, f. 14.9.1973, sambýlismað- ur hennar er Valdimar Sveinsson og er sonur þeirra Sveinn Andri, f. 8.1. 1988; Elvar Ámi, f. 29.8. 1975; Helgi Þór, f. 27.2. 1985. Bræður Níelsar em Árni, f. 28.10. 1938, sjómaður á Raufarhöfn, kvæntur Svanhildi Ágústu Sigurð- ardóttur húsmóður; Maríus Jóhann, f. 11.6. 1946, trésmíðameistari í Reykjavík, kvæntur Ásdísi Karls- dóttur, gjaldkera hjá RÚV; Kristinn, f. 11.4. 1948, viðskiptafræðingur, fjármálastjóri og starfsmannastjóri SÍF-Íslandi, kvæntur Guðnýju Gutt- ormsdóttur sjúkraliða; Benedikt, f. 4.3. 1952, lögregluvarðstjóri, kvænt- ur Önnu Ólafsdóttur kennara; Sveinbjöm, f. 30.12.1955, vélvirki og vélstjóri á Húsavík, kvæntur Jó- hönnu Hallsdóttur húsmóður; Grím- ur Þór, f. 25.2. 1961, rafmagnsverk- fræðingur, búsettur í Álaborg, kvæntur Evu Norregaard Larsen hagfræðingi. Foreldrar Níelsar Áma eru Árni Pétur Lund frá Raufarhöfn, f. 9.9. 1919, og k.h., Helga Kristinsdóttir frá Nýhöfn, f. 27.2. 1921, ábúendur í Miðtúni. Ætt Ámi Pétur var sonur Mariusar Jóhanns Lund, b. á Raufarhöfn, Kristjánssonar, Gottfreðs Lund, af dönskum ættum í fóðurætt. Móðir Maríusar var Þorbjörg Ámadóttir frá Ásmundarstöðum á Melrakka- sléttu. Móðir Árna Péturs var Rannveig Lund Laxdal, dóttir Gríms Laxdal, kaupmanns á Akureyri, Jónssonar, hafnsögumanns þar, Guðmundsson- ar. Móðir Grims var Guðrún Gríms- dóttir Laxdal, bókbindara á Akur- eyri, og Hlaðgerðar Þórðardóttur. Móðir Hlaðgerðar var Guðrún Grímsdóttir, b. í Götuhúsum, Er- lendssonar, bróður Oddnýjar, langömmu Bjarna, langafa Svan- hildar, móður Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta. Móðir Rannveigar var Elín Matthíasdóttir, skálds og pr., Jochumssonar. Móðir Jochums var Sigríður Aradóttir, systir Guð- rúnar, langömmu Áslaugar, móður Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra. Móðir Matthíasar var Þóra Einarsdóttir, systir Guðmundar prófasts á Kvennabrekku, föður Theadóru Thoroddsen skáldkonu. Móðir Elínar var Guðrún Runólfs- dóttir, systir Þórðar, fóður Bjöms forsætisráðherra. Helga er dóttir Kristins, vélsmiðs í Nýhöfn, Kristjánssonar, b. í Hraunkoti, bróður Halldórs, langafa Tryggva Þórhallssonar forsætisráð- herra. Kristján var sonur Þorgríms, b. í Hraunkoti, Marteinssonar, og Vigdisar Hallgrímsdóttur, ættfoður Hraunkotsættar, Helgasonar. Móðir Helgu var Sesselja Bendiktsdóttir, póst og b. í Akurseli i Vopnafirði, Vigfússonar, og Stein- unnar Jónsdóttur, b. á Amarbæli á Fellsströnd, Oddssonar, b. á Kjar- laksstöðum, Guðbrandssonar. Móð- ir Jóns var Þuríður Ormsdóttir, ætt- föður Ormsættar, Sigurðssonar. Móðir Steinunnar var Ingibjörg Guðmundsdóttir, b. á Orrahóli, Guðmundssonar. Niels Ámi og Kristjana taka á móti ættingjum, vinum og sam- ferðafólki í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14, kl. 17.00-20.00 í dag. Áttræður 1 Áttræður Konráö Ó. Kristinsson Rúnar Þór Ingvarsson - fyrrv. starfsmaður Mjólkursamsölunnar - rafvirkjameistari í Garðabæ Konráð 0. Kristinsson, fyrrv. starfsmaður Mjólk- ursamsölunnar í Reykja- vík, er áttræður í dag. Starfsferill Konráö fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann stundaði ýmis störf á ung- lingsárunum og sem ung- ur maður en hélt síðan á vit ævin- týranna, gerðist farmaður og sigldi þá um öll heimsins höf um nokk- urra ára skeið. Konráð kom aftur heim til Is- lands 1949 og stundaði þá sjó- mennsku fyrst um sinn. Hann starf- aði síðan hjá Sænska frystihúsinu í nokkur ár en 1958 hóf hann störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og starfaði þar í þrjátíu og tvö ár eða þar til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Konráð hefur lengi verið áhuga- maður um íþróttir. Hann hefur starfað mikið og ötullega með ung- mennafélaginu Breiðabliki í Kópa- vogi um árabil. Hann var útnefndur Heiðursbliki árið 1995. Fjölskylda Eiginkona Konráðs er María Sig- urðardóttir, f. 24.11. 1926, húsmóðir. Hún er dóttir Sigurðar Þorsteins- sonar og Lilju Marteinsdóttur. Synir Konráðs og Mar- íu eru Sigurður Konráðs- son, f. 14.11. 1951, tækni- fræðingur í Kópavogi, kvæntur Kristinu J. Harðardóttur ferðaráð- gjafa, eiga þau tvo syni, Hörð, sem er i sambúð með Lísu Ragnoli, þau eiga soninn Róbert Andra, og Atla Þór; Hall- dór Konráðsson, f. 24.6. 1954, bilstjóri, kvæntur Þóru Þór- hallsdóttur kjötiðnaðarmanni og eiga þau þrjú böm, Huldu Maríu, Aðalheiði og Ágúst Inga; Konráð Konráðsson, f. 15.7. 1961, tölvufræð- ingur, kvæntur Bryndísi Hinriks- dóttur röntgentækni og eiga þau þrjú böm, Unni Ýr, Maríu og Sigurð Örn. Systkini Konráðs eru Víglundur Kristinsson, f. 1923, kvæntur Mörtu Guðrúnu Jóhannsdóttur; Sigríður Kristinsdóttir, f. 1925, d. 1985, var gift Henry A. Higgins sem einnig er látinn; Sigurbjami Kristinsson, f. 1928, kvæntur Áslaugu B. Matthías- dóttur. Foreldrar Konráðs voru Kristinn Halldórsson, f. 25.7. 1894, d. 22.8. 1982, og Margrét Víglundsdóttir, f. 28.2. 1897, d. 4.7. 1982. Konráð og María verða að heim- an á afmælisdaginn. Rúnar Þór Ingvarsson, rafvirkjameistari, Skógar- lundi 9, Garðabæ, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Rúnar Þór fæddist á Skagaströnd og ólst þar upp. Hann lauk þar lands- prófi, stundaði nám við Iðnskólann á Sauðárkróki og lauk þar meistaranámi i rafvirkj- un. Rúnar Þór flutti síðan á Blönduós og stundaði þar almenn rafvirkja- störf. Hann hóf störf hjá Rafmagns- veitum ríkisins á Blönduósi 1974 og var þar verkstjóri lengst af. Rúnar Þór og fjölskylda hans fluttu í Garðabæinn 1996 og hafa verið þar búsett síðan. Hann starfar nú á aðalskrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins í Reykjavík. Rúnar Þór starfaði í JC-hreyfmg- unni, með hjálarpsveit skáta á Blönduósi, með Leikfélagi Blöndu- óss og var félagi í Lionsklúbbi Blönduóss en hann er nú félagi í Lionsklúbbi Garðabæjar. Þá sinnti hann bæjarstjórnarmál- um á Blönduósi og var tvö kjörtíma- bil formaður byggingar- og skipu- lagsnefndar Blönduósbæjar auk þess sem hann sat í ýmsum öðrum nefndum á vegum bæjarfélagsins. Hann er áhugamaður um flug og hefur einkaflugmannspróf. Fjölskylda Rúnar Þór kvæntist 1.12. 1978 Rósu Margréti Sigursteinsdóttur, f. 20.6. 1955, afgreiðslustjóra ís- landsbanka-FBA. Hún er dóttir Sigursteins Guð- mundssonar, héraðslækn- is á Blönduósi, og Birgittu Dórotheu Vil- helmsdóttur húsmóður sem lést 1995 en þau voru búsett á Blönduósi. Dóttir Rúnars Þórs frá fyrra hjónabandi er Perla, f. 22.7.1972, en sambýlismaður hennar er Bjami Bjömsson og er sonur þeirra Bjöm Dagur. Fósturdóttir Rúnars Þórs er Sig- rún Eva, f. 29.9. 1973, gift Hirti Birg- issyni og eru börn þeirra Emma El- ísa og Aron Daníel. Dóttir Rúnars Þórs er Katrín Laufey, f. 30.6.1977, gift Bjarna Dan- íelssyni og er dóttir þeirra Rósa María. Sonur Rúnars Þórs er Sigursteinn Ingvar, f. 30.11. 1979. Systkini Rúnars Þórs eru Ragnar Smári, f. 3.9.1954; Gréta Kristjana, f. 7.4. 1959; Ámi Geir, f. 23.1. 1962; Vala Rós, f. 16.7. 1967; Þórarinn Brynjar, f. 1.4. 1968. Foreldrar Rúnars Þórs: Ingvar Karl Sigtryggsson, f. 25.10. 1927, d. 10.7. 1988, verkamaður á Skaga- strönd, og Karitas Ólafsdóttir, f. 7.6. 1931, húsmóðir. Andlát Sólveig Ólafsdóttir frá Þinghóli, Vestmannaeyjum, síöast til heímilis á Dvalarheimilinu Hraunbúðum, lést aö kvöldi þriðjud. 27.6. Matthías Ingibergsson apótekari.Hraun- tungu 5, Kópavogi, andaðist á Land- spítalanum 28.6. Halldór Kristmundur Hjartarson, Holts- götu 1, Ytri-Njarðvík, lést 21.6. Útförin 7 fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Halldór Guöjón Magnússon málarameistari, Melbæ 43, lést að morgni fimmtudagsins 29.6. Niels K. Svane, Akralandi 3, lést á heimili sínu 28.6. Karl Reynir Ólafsson, Múlakoti, Rjótshlíð, lést á Sjúkrahúsi Selfoss að morgni fimmtud. 29.6. Flmmtug Þórunn Gróa Gunnþórsdóttir - húsmóðir í Reykjavík Þórunn Gróa Gunn- þórsdóttir, Frostafold 20, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Þórunn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og í Kópavogi. Fjölskyida Eiginmaður Þórunnar er Sigur- jón Þorbergsson, fjölritari í Letri. Synir Þórunnar og Sigurjóns eru Þorberg Pétur, f. 30.4. 1975; Jóhannes Elías, f. 20.10. 1980. Systkini Þórunnar eru Ingibjörg, f. 24.6. 1946; Kjartan, f. 1.8. 1947; Már, f. 2.1. 1953. Foreldrar Þórunnar vora Gunnþór Bjamason, f. 25.8. 1925, d. 16.2. 1974, verkamaður, og Valgerð- ur Ólafia Þórarinsdóttir, f. 7.5. 1928, d. 24.1. 1997, húsmóðir. Fertugur Stefán Þór Pálsson - starfsmaður hjá Tjaldi Stefán Þór Pálsson, starfsmaður hjá Tjaldi, til heimilis að Tjaldanesi í Mosfellsbæ, verður fertug- ur á morgun. Starfsferill Stefán fæddist á Fæðing- arheimilinu i Reykjavík en ólst upp í Kópavoginum. Hann flutti að Tjaldanesi árið 1970 og hefur verið þar búsett- ur síðan. Hann er starfsmaður við vinnustofuna Tjald. Fjölskylda Systkini Stefáns Þórs eru Bergþóra Karen Pálsdóttir, f. 27.3. 1954; Páll Ævar Pálsson, f. 2.7. 1960. Foreldrar Stefáns Þórs: Páll Marteinsson, f. 11.12. 1921, og Gyðríð- ur Pálsdóttir, f. 7.12. 1918, d. 7.7. 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.