Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 46
'54 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 Tilvera i>v Norska hafmeyjan! Aðalsteinn Ingólfsson skrifar: Á sögufrægum slóðum í Virginiu Það er óhætt að segja að Norð- **• menn séu famir að fara ótroðnar slóðir i ferðamennskunni. Túristi á ferð um Lýsufjörð stökk úr bát sín- um af forundran og ákafa er hann sá hafmeyju svamla um í fírðinum. Þetta reyndist vera Line Oexnevad, tveggja bama móðir á fertugsaldri, allsnakin að undanskilinni siðri hárkollu og löngum fisksporði. í nokkur ár hefur hún verið ráðin sem hafmeyja til að hrista óvænt upp í túristum sem fara i siglingar um firði í Vestur-Noregi. Hún við- urkennir að þetta geti orðið ansi kalt spaug en er stolt af því að vera eina hafmeyjan í heiminum ásamt þeirri dönsku. Norðmenn! ^Túlkar í leigubíla Ósjaldan geta samræður við leigubílsstjóra á erlendri grund reynst ansi erfiðar. Ferðamálayfir- völd í Seúl telja sig komna með lausnina. Komið hefur verið fyrir í tilraunaskyni rafrænum tungu- málatúlkum í 2500 leigubifreiðum. Til að byrja með munu þeir geta þýtt ensku, japönsku og kínversku en þegar er unnið að því að bæta við þýsku, frönsku og rússnesku. Gefi þetta góða raun verður kerf- inu komið fyrir í öllum 70.000 a leigubílum Seúl fyrir 2002 en þá heldur Kórea einmitt heimsmeist- arakeppnina i knattspymu. íslensk- ir boltaáhugamenn sem eru slark- færir i ensku ættu því að geta komist auðveldlega á milli valla. Að lokum má geta þess að á síð- asta ári heimsóttu tæpar flmm milljónir ferðamanna Suður-Kóreu en flestir þeirra munu vera Japan- ir og Kínverjar. Misheppnaðar útgöngur Samkvæmt bandarískri rann- sókn mistakast útgöngur úr flug- vélum í neyðartilvikum alltof oft. Kemur m.a. fram að í sjö tilvikum af þeim nítján sem skoðuð voru áttu farþegar og áhöfn í miklum erfiðleikum með að nýta sér upp- lásna útgöngurennibraut sem beitt er þegar eldur eða reykur kemur upp í vélum á jörðu niðri. í tveim- ur tilvikanna mistókst það með öllu. Við flugvélaárekstur i Quincy í Ulinois tókst björgunarmönnum ekki að opna dyr annarrar vélar- innar með þeim afleiðingum að 14 manns létust af völdum bruna eða reykeitrunar. * Býrðu í Kaupmannahöfn? Ertu ú leiðinni ??? www.islendingafelagid.dk á\ Nú þegar orðið er fáránlega ódýrt fyrir íslendinga að ferðast til Banda- ríkjanna eru þeir æ fleiri sem ekki láta sér nægja að þvælast þar um kringlur heldur nota tækifærið og aka um sveitir landsins. I flestum tilfellum er sveitin nær en flestir halda. Séu menn að erindast í New York tekur ekki nema klukkutima að aka neðan úr mannhafmu í Man- hattan upp í skógi vaxin héruð þar sem mannlífið hefur furðu lítið breyst frá því um miðja öldina. Og séu menn í skreppitúr í Baltimore/Washington þá er einnig hægðarleikur að komast til fegurstu og sögufrægustu héraða austur- strandarinnar þar sem menn bárust á banaspjótum, bæði í Frelsisstríð- inu og Þrælastríðinu. Um daginn ákvað sá sem þetta skrifar að láta rætast gamlan draum, eða réttara sagt tvo gamla drauma, að komast til Gettysburg, þar sem háð var ein mannskæðasta orrusta Þrælastríðsins og Abraham Lincoln flutti snilldarlega ræðu, og ganga daglangt eftir Appalaciu-slóð- anum (Appalacian Trail), lengstu og vinsælustu gönguleið í Bandaríkj- unum. Út af fyrir sig er auðvelt að koma þessu til leiðar. Á Netinu mátti fá upplýsingar um sögufræga bæi ná- lægt Shenandoah-dalnum þar sem auðvelt væri að fmna áðurnefndan slóða. Með útilokunaraðferðinni varð fyrir valinu Harper¥s Ferry, lítill bær þar sem hugsjónamaður- inn ofstopafulli, John Brown, hleypti af stokkunum sínu prívat þrælastríði og galt fyrir með lífi sínu. Um þann atburð eru margar frásagnir og söngvar. Og í Harper¥s Ferry var auglýst- ur Briscoe Bed & Breakfast (s. 001- 304-535 2416) þar sem staðarhaldarar buðu upp á heila svítu og ríflegan morgunverð fyrir 75 dollara á dag. Gististaðurinn hafði einnig þann kost að hann var ekki nema 100 metra frá AT slóðanum. í gegnum Netið var gengið frá bókun á nokkrum mínútum. Stutt á orrustuvellina Reyndist þetta ákjósanleg tilhög- un. Harper¥s Ferry er fallegt bæjar- stæði á hæð á mörkum ánna Potom- ac og Shenandoah, í 150 ára timbur- húsi þeirra Hale-hjóna, Jean og Lin, var tekið á móti íslendingunum sem væru þeir endurheimtir ættingjar og á innan við klukkutíma mátti aka á staði sem margir þekkja af kvikmyndum og bókum um Þræla- stríðið, orrustuvellina við Manassas, Antietam og Gettysburg. Hefðu menn meiri tíma og áhuga fyrir ýmsum stórmennum banda- rískrar sögu, til að mynda Thomas Jefferson, var hægt að aka niður til seturs hans, glæsivillunnar Mont- icello, á 11/2 klukkustund. Að vísu þykir mörgum óþægilegt að aka langan veg í þeim hitum sem þama eru algengir en á móti kemur að krökkt er af áningar-og veitinga- stöðum í fallegum þorpum víða í héraðinu þar sem allt frá hamborg- arafæðu og upp í sjávarrétti fyrir matgæðinga má fá við vægu verði. Svo ekki sé minnst á þverhandar- þykkar steikur sem jafnvel mat- lystugir íslendingar eiga erfitt með að torga. Á flestum stöðum mátti fá riflega útilátnar tví- eða þríréttaðar máltíðir fyrir 30 dollara á mann. Þess ber einnig að geta að sjálfir eru Bandaríkjamenn sér mjög með- vitandi um sögu sína og flykkjast á sögustaði á borð við þá sem hér hafa verið nefndir. Til dæmis eru miklar biðraðir við Monticello um helgar, auk þess sem kaupahéðnar Hús betri borgara Þetta reisulega timburhús, Briscoe House, er einkennandi fyrir hús í eigu betri borgara í Virginiu á 18. og 19. öld. Hér lifðu höfundur og feröafélagar hans í vellystingum meðan á ferð þeirra stóð. Síðasta lest frá Gettysburg Þó var öllu áhrifameira að standa á sama stað og Lincoln stóð þegar hann flutti ræðu sina í Gettysburg, á ás efst í kirkjugarði þar sem stór hluti þeirra 50.000 hermanna ergrafinn sem féll í bardaganum þar árið 1863. eru alls staðar og hamast við að selja gestum þjónustu og minja- gripi. Undirritaður ákvað að ganga fyrst og geyma sér bílferðir. Ferða- félagar hans og gestgjafar slepptu honum lausum uppi í fjöllum þar sem hann gat gengið AT-slóðann til Harper¥s Ferry úr tveimur áttum. Nokkur orð um AT: Slóðinn er rúm- lega 2300 mílur og liggur frá Georg- íu í suðri og upp til Maine í norðri og mun samfelld ganga taka meðal- menn um 6 mánuði. Um 300 manns Appalacia-slóöin Höfundur á Appalacia-slóð sem hér er mjög svo ógreinilegur troðningur. (Ljósm. VÓ) eru sögð ljúka þessari maraþon- göngu á ári hverju. Breiður bautasteina Þessi gönguhrólfur lét sér hins vegar nægja að ganga 34 kílómetra annan daginn en 12 hinn, mest- megnis í sumarrigningu og logni. Þetta er fráleitt erfiður gönguvegur akkúrat á þessum stað en í öðrum fylkjum liggur hann bæði um myrkviði og eftir háfjöllum, stund- um óþægilega nálægt grimmari dýr- um merkurinnar. Það sem gerir þennan hluta slóðans áhugaverðan er nálægðin við atburði Þrælastríðs- ins sem eru tíundaðir á skiltum á leiðinni, smábardagar jafnt sem hetjudáðir. Á leiðinni varð á vegi undirritaðs eina minnismerkið sem nokkru sinni hefur verið reist í minningu blaðamanna og ljósmynd- ara, þeirra sem hættu lffi sínu við að koma fréttum af orrustum Þræla- striðsins til almennings. Við þenn- an mjög svo óvænta fund sló hjarta gangandi blaðamanns eilítið hrað- Þó var öllu áhrifámeira að standa á sama stað og Lincoln stóð þegar hann flutti ræðu sína i Gettysburg, á ás efst í kirkju- garði þar sem stór hluti þeirra 50.000 hermanna eru grafnir sem féllu í bardagan- um þar árið 1863. Að auki er mikill fjöldi her- manna úr báð- um heimsstyrj- öldum grafinn í garðinum. Að horfa yfir þessar breiður bautasteina yfir meira og minna nafnlausa sveitadrengi af írskum, skosk- um og þýskum uppruna, fóm- arlamba fyrsta nútímastríðsins, og hafa um leið yflr stutta og snilldarlega orð- aða ræðu Lincolns, sem er óður til þeirra háleitu hugsjóna sem Bandaríkin voru reist á, vekur með gestinum blendnar tilfmningar. Vissulega setur að manni eftirsjá eftir þeim samansöfnuðu mannkost- um sem þarna töpuðust bandarískri þjóð en einnig þá óþægilegu tilhugs- un að margt af því sem þarna var barist um hafi Bandaríkjamönnum ekki enn tekist að útkljá. Mikió er til af leidarvísum um þessar slóðir og bókum um Þræla- strióið. Uhdirritaður getur mœlt með þremur „öðruvísi“ bókum, eirmi ferðasögu og tveimur skáldsögum: A Walk in the Woods eftir gárungann Bill Bryson, The Killer Angels eftir Michael Shaara og Cold Mountain eftir Charles Frazier
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.