Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 IOV Fréttir Veöríö » AKUREYRI skýjaö 10 BERGSTAÐIR úrkoma 10 BOLUNGARVÍK súld 8 EGILSSTAÐIR 7 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 12 KEFLAVÍK súld 10 RAUFARHÖFN alskýjaö 8 REYKJAVÍK alskýjaö 10 STÓRHÖFÐI skúrir 9 BERGEN skýjaö 12 HELSINKI léttskýjað 21 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 16 OSLÓ skýjaö 17 STOKKHÓLMUR rigning 13 ÞÓRSHÖFN skýjaö 8 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 10 ALGARVE heiösklrt 20 AMSTERDAM skýjaö 14 BARCELONA léttskýjaö 21 BERLÍN rigning 15 CHICAGO skýjaö 21 DUBLIN súld 12 HAUFAX heiöskírt 13 FRANKFURT léttskýjaö 15 HAMBORG skýjaö 15 JAN MAYEN alskýjað 2 LONDON þokumóöa 14 LÚXEMBORG skýjaö ' 14 MALLORCA léttskýjaö 23 MONTREAL heiöskírt 13 NARSSARSSUAQ skýjaö 7 NEW YORK heiöskírt 22 ORLANDO heiöskírt 25 PARÍS skýjaö 15 VÍN hálfskýjaö 21 WASHINGTON léttskýjaö 16 WINNIPEG léttskýjaö 17 Veðríö á morgun Veörið í kvöld Sólargangur og sjávarfolt REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 23.47 00.13 Sólarupprás á morgun 03.19 02.15 Síðdegisflóö 22.19 02.52 Árdegisflóð á morgun 10.52 15.25 Skýrlngar á veburíáknum ^ ♦'■'VINOÁTT *—HITI ^VINDSTYRKUR I nfetrtun á sekóndu "^FROST HQDSKÍRT &> ^3 ^3 o tÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ ÍU'i Q W © RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Q P = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA llýtt veður ild í nótt en styttir upp vestanlands á morgun. Hiti 7 til 16 stig, svalast ) sjóinn austanlands. Laugardai Vindur: 5-10 m/s Hiti 9° til 19° Suðaustan 5-10 m/s. og rignlng sunnan- og vestanlands. Hægari átt og þurrt noröaustanlands. Hltl 9 tll 19 stlg, htýjast noröaustarrtil. Sunnud Vindur. 3—51v* Hiti 14° tii 19° Vestlæg eöa breytileg átt, 3-5 m/s. og bjart veöur. Hltl víöa 14 tll 19 stlg yflr daginn. Vindun 3-5 m/s Kiti 14° til 19' Breytileg vindátt og vætusamt en milt veöur. BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEGACERÐ RIKISINS Hópnauðgunum fer fjolgandi - 640 hafa leitað hjálpar vegna nauðgana til neyðarmóttökunnar DV-MYND EINAR J. Þörf þjónusta Eyrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur segir að á sjöunda hundrað konur hafi leitað eftir aðstoð neyðarmóttökunnar vegna naugðunar síðan hún opnaði. Á sjö árum slðan neyðarmóttaka vegna nauðgunar var opnuð á slysa- og bráðamóttökudeild Landspítal- ans í Fossvogi hafa 640 einstakling- ar leitað aðstoðar deildarinnar. „Það alvarlegasta í þessum málum er að á síðustu árum sjáum við fjölgun í þeim málum þar sem ger- endur eru fleiri en einn,“ segir Eyrún Jónsdóttir, umsjónarhjúkr- unarfræðingur neyöarmóttökunnar. „Það virðist eins og sumir karl- menn undirbúi saman að ná sér í fómarlamb til að nauðga þegar far- ið er út um helgar að skemmta sér.“ Aldur fórnarlamba nauðgana sem leita hafa aðstoðar neyðarmóttök- unnar er frá 12 ára til 78 ára, en at- hygli vekur að 65 til 70 prósent þolenda eru innan við 25 ára. „Við sjáum mikið til unga fólkið sem er úti á lifinu að skemmta sér og áfeng- isneysla unglinga er mikil. Þegar fólk drekkur sig ofurölvi, bæði þol- andinn og gerandinn, þá minnkar dómgreindin. En þótt kona fari heim með manni, hvort sem hún þekkir hann vel eða lítið, þá þýðir það ekki endilega að hún vilji hafa samfarir við hann,“ segir Eyrún. Rauntala fórnarlamba óþekkt Engin leið er að vita hversu marg- ir þolendur nauðgana koma ekki á neyðarmóttökuna en Eyrún segir að líklega sé sú tala hærri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. „Rannsókn- ir erlendis áætla sumar að allt að ein af hverjum fjórum konum hafi orðið fyrir nauðgun. Talan er alla vega ekki lægri,“ segir Eyrún. Neyðarmóttakan opnaði 8. mars 1993 að fyrirmynd svipaðrar þjón- ustu erlendis. Hún er opin allan sól- arhringinn, þjónustan sem boðið er upp á er ókeypis og algjörrar nafn- leyndar er gætt. Þolendum nauðg- ana er boðið upp á læknisskoðun og fyrirbyggjandi meðferð, réttarlækn- isfræðilega skoðun og andlega að- hlynningu. „Það skiptir miklu máli að brota- þoli komi hingað sem fyrst eftir at- burðinn til að afla sakargagna í málinu og veita fyrirbyggjandi með- ferð,“ segir Eyrún. Sex kvensjúkdómalæknar, þar af fimm konur, starfa á útkallsvöktum við neyðarmóttökuna ásamt 12 hjúkrunarfræðingum, fimm lög- mönnum og fimm ráðgjöfum. Ástæðan fyrir því að það eru aðal- lega konur sem starfa við móttök- una er sú að flestir þolendur nauðg- ana eru konur. Ráðgjafamir, sem eru menntaðir félagsráðgjafar og sálfræðingar, bjóða upp á eftirmeðferð þolandan- um að kostnaðarlausu. Auk þess býður neyðarmóttakan upp á lög- fræðilega aðstoð og endurkomur þar sem rannsakað er hvort við- komandi hafi smitast af kynsjúk- dómi, lifrarbólgu eða eyðni og met- ið er hvernig honum gengur að vinna úr andlega áfallinu. „Við sjáum um þrjá til fjóra karl- menn á ári. Þegar við fórum af stað þá áttuðum við okkur ekki á að það yrðu svona margir karlmenn," segir Eyrún. Hún bætir því við að í meiri- hluta þessara tilfella er gagnkyn- hneigðum karlmönnum nauðgað af öðrum karlmanni og hefur neyðar- móttakan einungis fengið eitt tilfelli til umfiöllunar þar sem kona nauðg- aði karlmanni. „Nauðgun er ofbeldi þar sem karlmenn nota kynlíf til þess að meiða og niðurlægja þolanda og gildir það jafnt hvort sem þolandi er kona eða karlmaður," segir Eyrún. Ráða sjálf hvort þau kæra Ef einstaklingur undir 18 ára aldri leitar aðstoðar neyðarmóttök- unnar vegna nauðgunar eða sifia- spella þá ber starfsfólki lagaleg skylda til þess að tilkynna það til Barnaverndamefndar. Öllum er hins vegar í sjálfsvald sett hvort þeir kæra nauðgun eða ekki. Reynslan hefur sýnt að rúmlega helmingur þeirra þolenda sem neyðarmóttakan tekur við velja að fara lagalegu leiðina og kæra meintan geranda. Neyðarmóttakan geymir sakargögn í níu vikur og eftir það er skýrslan geymd á deild- inni ef brotaþoli ákveður seinna að kæra. Eyrún segir að þvi nýrri sem málin eru því betur ganga þau í dómskerfinu. „Ef konur eru tvístígandi í því hvað þær eiga að gera þá hvetjum við þær frekar til þess að kæra vegna þess að með tímanum fara konur stundum að kenna sjálfum sér um. Með kærunni er ábyrgð á brotinu varpað yfir á meintan ger- anda og hann verður að taka afleið- ingum gerða sinna. Nauðgun og nauðgunartilraun er alvarlegur glæpur En þær ráða því sjálfar og við virðum þeirra ákvörðun, aðalat- riðið er að þolandinn leiti eftir að- stoð og vinni úr áfallinu,“ segir Eyrún. Símanúmer neyðarmóttök- unnar eru 525 17 10 og 525 17 01. -SMK Birni í World Class leigð lóð í Laugardal: Greiðir 150 milljónir - fyrir byggingarrétt og afnot af bílastæðum Borgarráð hefur sam þykkt að selja Bimi Kr Leifssyni, líkamsræktar frömuði í World Class byggingarrétt fyrir 6850 fer- metra heilsuræktarstöð við hlið innisundlaugar sem Reykjavíkurborg hyggst reisa í Laugardal. Bimi er gert að greiða tæpar 110 milljónir fyrir byggingar- réttinn og rúmar 39 millj- ónir að auki fyrir afnot af bílastæðum við Laugar- dalslaug og Laugardalsleik- vanginn. Hugmynd að veru- leika Björn Kr. Leifsson átti hugmyndina að heilsuræktarstöð í tengslum við Laug- ardalslaugina. Nýbyggingin sem hýsa á innisundlaug borgarinnar á að vera 4000 fermetrar og er kostnaður vegna hennar áætlaður 870 milljónir króna. Reykjavíkurborg hyggst setja Birni skil- yrði um tegund og um- fang rekstrar í þeirri byggingu sem hann reis- ir og standi hann ekki við þau mun borgin leysa til sín bygginguna á matsverði. -GAR Akureyri - breytist brátt í fótboltabæ Akureyri í fótboltabæ: Þrjú þúsund fótboltagestir DV. AKUREYRI: Það er orðinn hefðbundinn við- burður að í byrjun júlí ár hvert er haldin heljarmikil knattspyrnu- veisla á Akureyri, þar sem knatt- spymumenn á ýmsum aldri mæta til leiks og leika listir sínar. Um tvö knattspymumót er að ræða. Annars vegar ESSÓ-mót KA sem er haldiö fyrir stráka í 5. flokki og hófst í gærkvöldi og eru þátttak- endur í því móti á annað þúsund. Hins vegar er Pollamót Þórs og Flugleiða sem fram fer um helgina en það er haldið fyrir „polla“ sem era komnir til ára sinna, eru þrítug- ir og eldri og e.t.v. ekki eins vel á sig komnir eins og þegar þeir voru upp á sitt besta. Þátttakendur í þessu móti eru um 700. Knattspymumönnunum 1700 fylg- ir mikill fiöldi fólks. Með strákun- um í ESSÓ-mótinu era foreldrar og fiölmenn fararstjóm og með „poll- unum“ í mótinu hjá Þór fylgja fiöl- margar Qölskyldur og er slegið upp fiölskyldutjaldbúðum við íþrótta- svæði Þórs. Það er sennilega ekki ofáætlað að knattspymumótunum tveimur tengist um 3 þúsund bæjar- gestir. -gk Síldin að verða búin DV. AKUREYRI:______________ Islensku nótaskipin eru langt komin með að veiða þann kvóta sem íslandi var úthlutað í veiðum á sild úr norsk-íslenska stofninum á þessu ári en veiðamar hófust í byrj- un maí. Alls nam kvóti íslensku skipanna rúmlega 194 þúsund tonnum og í fyrradag hafði verið landað tæplega 157 þúsund tonnum og því ekki eft- ir að veiða þá nema um 37 þúsund tonn. Síldin hefur veiðst á mjög stóru svæði og verið landað bæði hér á landi og erlendis. Hæstu löndunarstaðir hérlendis eru Þórshöfn með 26.973 tonn, Nes- kaupstaður með 18.893 tonn, Seyðis- fiörður með 18.861 tonn, Eskifiörð- ur, 17.531 tonn, Vestmannaeyjar, 17.423 tonn og Siglufiörður með 11.797 tonn. -gk Vaglr á •kyggAum ivcfium eru lokaðlr þar tll annafi vcrftur auglýst D D Breytileg átt 4) 12° 11°, 4? /3/ Þungbúið Skýjað og þurrt að kalla. Súld eða dálítil rigning í kvöld og nótt. Fjallabak ófært Lágheiði er lokuð vegna ræsagerðar á milli kl. 9 og 13 í dag og á morgun. Vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka tillitssemi og haga akstri eftir merkingum því víða er unnið aö vegagerð. Flestir hálendisvegir eru nú færir fjallabílum. Þó er ófært um Fjallabak nyrðra og syðra nema fært er í Landmannalaugar af Sigöldu og um Dómadal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.