Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 25 < Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerð: jsafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Spákaupmennska er eðlileg Seðlabanki íslands þurfti í liðinni viku að leggja verulega á sig til að verja gengi íslensku krónunnar eft- ir að spákaupmenn höfðu í fyrsta skipti gert „atlögu“ að krónunni, svo notuð séu orð seðlabankastjóra og forsæt- isráðherra. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sagt aðferðir spákaupmanna vera ógeðfellda viðskiptahætti og undir þau orð hefur Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri tekið. Báðir hafa rangt fyrir sér. Spákaupmennska með gjaldeyri, hlutabréf eða fram- virka samninga hvers konar eru nær undantekninga- laust fullkomlega eðlilegir viðskiptahættir og órjúfanleg- ur hluti af frjálsum markaðskerfi. Spákaupmennska er, líkt og hagnaðarvonin, drifkraftur sem nauðsynlegur er á markaði. Þeir sem hafa haft forystu um að innleiða frjáls við- skipti - hafa leyst fjármála- og peningamarkaðinn úr fjötrum opinberra afskipta og miðstýringar - verða að skilja þessi einfóldu sannindi. Auðvitað geta spákaup- menn gert stjórnvöldum lífið leitt og gert þeim erfiðara fyrir að ná markmiðum sinum í efahagasmálum. En spá- kaupmenn gera ekki annað en að endurspegla þær vænt- ingar sem eru í þjóðfélaginu til þróunar í efnahagsmál- um og því eru aðgerðir þeirra nauðsynlegur vegvísir fyrir stjórnvöld. Viðskiptablaðið heldur því fram í gær, miðvikudag, að fráleitt sé að tala um ómaklega árás á krónuna enda sé mat spákaupmanna mikilvæg vísbending um stöðu krón- unnar. „Hvort heldur Davíð Oddssyni eða Birgi ísleifi Gunnarssyni líkar það betur eða verr, þá eru spákaup- menn eitt mesta og mikilvægasta hreyfiaflið á markaðin- um. Þrátt fyrir að við búum við fastgengisstefnu eru það kaupendur og seljendur krónunnar sem ákvarða gengi hennar og lögmálið um framboð og eftirspurn ræður rikj- um,“ segir Viðskiptablaðið. Sá tími er sem betur fer liðinn þegar Seðlabankinn ákvað gengi krónunnar i samráði við ríkisstjórn á hverj- um tíma, líkt og vextir voru ákveðnir óháð allt og öllu með skelfilegum afleiðingum. Nú ræðst gengið á markaði og markaðurinn ákveður það meðal annars út frá trú- verðugleika stefnunnar í peninga- og ríkisfjármálum. Hafi þeir sem stunda viðskipti með gjaldeyri ekki trú á stefnunni eða telja að hún nái ekki fram að ganga hegða þeir sér í samræmi við það. Og auðvitað reyna þeir að hagnast - slíkt er eðli frjálsra viðskipta. • Hagnaðarvonin er órjúfanlegur hluti af því frelsi sem Davíð Oddsson hefur haft frumkvæði að að auka. Það er miður að reynt skuli að gera hagnaðarvonina tortryggi- lega - hún er langt frá því að vera ógeðfelld. Auðvitað tollvemd!! Landbúnaðarráðuneytið er að huga að því hvort ekki sé rétt að grípa til tollaverndar fyrir gerilsneyddan eggjamassa. Ástæðan er sú að innlendir aðilar hyggjast hefja framleiðslu á gerilsneyddum eggja-massa. Fyrstu viðbrögð yfirvalda landbúnaðarmála er að finna leiðir til að vernda innlenda framleiðslu fyrir innflutningi. Er nema von að hægt gangi að lækka matvælaverð hér á landi? En líklega hefur landbúnaðarráðherra minnstar áhyggjur af slíkum smámunum. Óli Björn Kárason DV Skoðun Blindir fá sýn Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri. Hvílík opinberun. - Fiskistofa og Hafrann- sóknarstofun viður- kenna loksins að ár- lega séu tugþúsund- um tonna af fiski kastað í sjóinn. Það hafi nefnilega komið í ljós að þegar eftirlits- menn Fiskistofu voru um borð í fiskibátun- um lönduðu þeir öll- um fiski sem kom um borð (undirmáls og fiski undir 65 cm). En þegar þegar eftirlitsmennimir voru ekki með í fór lönduðu sömu bátar nær einungis fiski yfir 70 cm! Satt best að segja hélt maður að þetta væru engar fréttir fyrir Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun. Allir sjómenn, útgerðarmenn, fisk- markaðir, fiskverkendur og útflytj- endur sjávarfangs og áhugamenn um fiskveiðistjómun hafa verið vel með- vitaðir um þetta brottkast allt frá því að framsal og leiga var heimiluð á fiskveiðiheimildum 1990. Vandalaust var líka fyrir eftirlitsaðila að skoða fiskstærðir á mörkuðum og við lönd- un aflans til að fullvissa sig um frákast á smærri fiski. Afleiðing fiskveiðistjórnun- ar Allt er þetta afleiðing rangrar fiskveiðistjómunar. Það er sam- eiginlegt hagsmunamál útgerðar- og sjómanna, flskverkenda og út- flytjenda að hirða aðeins verð- mesta og stærsta fiskinn þegar aflaheimildir eru af skornum skammti. Hið gegndarlausa brott- kast á þorski til að ná heimiliðum meðafla af öðrum fisktegundum toppar þó alla aðra forheimsku kerf- isins. Þeir ráðherrar og forystumenn útgerðarmanna ásamt fyldgarsvein- um þeirra sem telja þetta brask og sjálfseyðingarkerfi vera besta fisk- veiðistjómunarkerfi í heimi eiga enga samleið meö landi og þjóð. Oft hafa verið tilefni til að rann- saka ýmsa stjórnsýsluhætti hér á landi, en aldrei hafa verið ríkari ástæður en nú til opinberrar rann- sóknar á stórfelldum meintum laga- brotum, er lýtur að fiskveiðistjórn- uninni sl. 16 ár eða frá því kvótinn kom til sögunnar. Við erum lýbrœðisríki sem gerir kröfur um réttláta málsmeðferð og að viðkomandi stofnanir beri þá ábyrgð og hafi til að bera frumkvœði til aðgerða. Við erum hér að fjalla um sameign þjóðarinnar samkvæmt dómi Hœstaréttar. Ætla má að fullunnin verðmæti þess fisks sem kastað hefur verið i hafið sl. 10 ár sé ekki undir 100 millj- örðum króna. Þá vekur það mikla at- hygli að Hafrannsóknarstofnun við- urkennir nú að hafa tekið tillit til frákasts á fiski í sínum tillögum um heildarveiði á íslandsmiðum. Hvaða viðmiðun hafði stofnunin að styðjast við? Af hverju óskaði ekki stofnunin eftir opinberri rannsókn dómsmála- ráðuneytis og Fiskistofu þegar um jafn augljós og alvarleg lögbrot var að ræða? Við eram lýðræðisríki sem gerir kröfur um réttláta málsmeðferð og að viðkomandi stofnanir beri þá ábyrgð og hafi til að bera frumkvæði til aðgerða. Við erum hér að fjalla um sameign þjóðarinnar samkvæmt Hvað höfðingjarnir hafast að Lítil og ekki áberandi fregn í DV vakti athygli mina. - Þar var greint frá því í stuttu máli, að einhverri ágætri þingkonu á Evrópuþinginu hefði ofboðið framferði þingsystkina sinna á þinginu, þar sem þau hefðu drakkið rauðvín af stút, og skilið þannig við, að matarleifar lágu alls staðar á gólfinu eftir liðið. Og svo kom rúsínan í pylsuendanum: Á eftir þessari vel heppnuðu veizlu, tóku menn til við þingstörfin á ný og um- ræðuefnið var, hvemig sigrast mætti á áfengisvandanum í Evrópu! - Lygi- leg saga, en greinilega dagsönn og að- eins eitt fjölmargra dæma um þann ótrúlega og ósvífna tvískinnung sem ríkir svo allt of víða í þessum málum. Minnisstætt heilbrigðisþing Mér er minnisstætt heilbrigðis- þing eitt fyrir nokkrum étrum hér 1 Reykjavík þar sem áfengismál voru ofar- lega á baugi, og þar til fenginn erlendur sérfræð- ingur frá Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni til að fræða okkur um stefnu hennar, m.a. í vímuefha- málum. Ekki fór sá ágæti fyrir- lesari dult með þann mikla vanda sem neyzla áfengis hefði 1 för með sér og _______ skelfilegar afleiðingar hennar. Eftir ráðstefnu þessa válega boðskapar var svo boðið til voldugs teitis, þar sem áfengi var ótæpilega veitt, og uröu margir allmiklu meira en kjafthýrir af. Nýlega var svo sagt frá því, að Helgi Seljan fyrrv. alþingismaöur. saman hefðu komið í Reykjavík forvamar- og vímuvamafulltrúar borgar- innar, sem hefðu borið sam- an bækur sínar um vænleg- ustu ráð til vamar gegn vímunnar vá, og þá einkum meðal unglinga og bama. Og viti menn; Á eftir gæddu menn sér í samkvæmi miklu á þessum sömu gör- óttu veigum og menn höfðu verið að vara æskuna við daglangt. Tvískinnungur- — inn í orðum og athöfnum enn eina ferðina ekki við reið einteyming. Misvísandi skilaboð Hver eru í raun þau skilaboð sem ungu fólki eru gefin með slíku? Menn verða nefnilega helzt af öllu að vera samkvœmir sjálfum sér í þessu sem öðru og senda ekki ómótuðum œskulýð svo hrœðilega misvísandi skilaboð sem raun ber vitni, og ótalin dœmi sanna. Væri ekki þessu góða fólki í sjálfselsku sinni þörf á að hugsa sinn gang og átta sig á því hvert for- dæmi er með þessu gefið? Við meg- um, þið megið ekki, er megininntak- ið. Og svo tala menn endalaust af fjálgu frjálslyndi sínu um að þeir séu ekki neinir ofstækismenn, og bæta við, að þeir séu nú ekki með- mæltir boðum og bönnum. Mér flýgur alltaf í hug, hvort þetta blessað fólk sé yfírleitt með nokkru sem heitir „lög og réttur“, því öll okkar löggjöf er byggð upp á boðum og bönnum, og alls konar fyriimæl- um til okkar þegnanna, og hélt ég engum þætti nema ofur eðlilegt í lýðræðisríki. En svo berja menn sér á brjóst þegar að hinni hræðilegu vá vímu- efnisins, áfengi, kemur og þykjast menn að meiri að segjast vera á móti öllum boðum og bönnum. Eðlilegt er að spurt sé i beinu framhaldi, hvort boð og bönn eigi þá nokkuö að gilda um önnur eiturefni sem þó eru bönn- uð í dag? Menn verða nefnilega helzt af öllu að vera samkvæmir sjálfum sér í þessu sem öðru og senda ekki ómótuðum æskulýð svo hræðilega misvísandi skilaboð sem raun ber vitni, og ótalin dæmi sanna. Því það er nú einu sinni svo að í fullu gildi eru gömlu vísuorðin sem fyrirsögn þessa pistils lýtur, þótt í yfirfærðri merkingu séu: Hvað höfð- ingjamir hafast að / hinir ætla sér leyfist það. Það einnig svo að hið gullna for- dæmi gefst ævinlega bezt þegar brugðist er við slíkum ægivanda, sem allir hljóta að viðurkenna að er til staðar. - Mættu menn hvarvetna hafa það í huga. Meö og á móti Lokað á viðskipti vegna Kristnihátíðar of ósveigjanlegt? Hættulegt að breyta J „Mér þykir v verst að afleggjar- K anum niður að ■Qi bryggjunni hjá okkur var lokað og þar sem við rekum útsýn- issiglingar urðum við að hafa lokað yfir helgina. Við vorum búnir að skipuleggja aukaauglýsingar og fleiri ferðir en urðum að hætta við allt þegar kom í ljós að kúnnamir mundu ekki komast til okkar. Þeir hefðu eflaust þurft að láta varpa sér í fallhlíf í bátinn ef það ætti að takast. Kolbeinn Sveinbjörnsson forsvarsmaöur Þingvallasiglinga Við vorum ekki látnir vita og það var engin þörf á að loka þessum afleggjurum, jafnvel þótt mikil umferð hefði verið hefði verið hæg- ur leikur að leyfa einstaka bU að fara þama. Maður hefði haldið að við- skiptin í kring ættu að hagn- ast á þessari hátið en ekki tapa út af ósveigjanlegu um- ferðarkerfi." „Menn geta deUt B um þá ákvörðun eina og sér að r halda svona hátíð á ÞingvöUum en þegar ákvöröunin er tekin verður að framkvæma það vandræðalaust. Það er hægt að vera vitur eftir á, þegar komið er í ljós hve margir mættu, en það er mjög erfitt að átta sig á íslendingum og ég bjóst tU dæmis við að minnsta kosti 50 þúsund manns á ÞingvöU þegar kom í ljós hve gott veðrið var. Menn unnu úr umferðar- kerfinu eins vel og þeir gátu gert og Eyjólfur Arni Rafnsson verkfræöingur öU umræða í þá átt að það ætti að breyta á laugardegin- um eða þegar nær dró er al- gerlega út í hött. Það eina sem menn gátu gert var að halda sínu striki. Það var búið að leggja mikið i að kynna skipu- lagið í blöðum og sjónvarpi og að æUa að bakka út úr því með einni tilkynningu gengur ekki upp. Ef tekið er dæmi um MosfeUsheiðina, sem var auglýst einstefnuleið, þá hefði getað skapast umferðarhætta ef ein- hverjir hefðu ekki heyrt um breyting- ar á skipulagi, tU dæmis yfir í tví- stefnu." Háværar gagnrýnisraddir hafa veriö um umferöarskipulag lögreglunnar og ekki síst i in væri mun mínni en búist var viö. því Ijósi að ekkert var slegið af umferöarhöftum þrátt fyrir aö umferö- dómi Hæstaréttar. Fólkið í landinu viU endurskoðun á skiptingu auð- lindarinnar og aflétta því óréttlæti sem viðgengist hefur hjá ríkisstjóm- inni. Núverandi sjávarútvegs- ráðherra lofar lýðræðislegum vinnu- brögum með þátttöku hagsmuna- aðUa. - Við bíðum og sjáum hvaö setur. Kristján Pétursson Ríkari eftir kristnihátið „Þá er kristnihátíð- inni á ÞingvöUum lokið. Þú, sem komst á hátíöina, ert rikari eftir en aðrir lands- menn ... Og ef þú átt bam eða börn, þá skaltu vita að þú hef- ur gefið bömunum þínum dýrmæta gjöf með því að fara með þau á þessa miklu hátíð ... Þegar þau verða stór þá geta þau sagt stolt við börnin sín og barnabörnin: Ég var líka á Þing- vöUum viö Öxará árið 2000.“ Þórhallur Heimisson, sóknarprestur og staöarhaldari á Þingvöllum á Kristni- hátlö,! Mbl. 5. júlí. Kanni forsendur „Ég hefði taliö ástæðu tU þess að spyrjast fyrir um for- sendur þessara hækkana hjá trygg- ingafélögunum. Ég sé ekki betur en þau séu aftur að skír- skota tU skaðabótalaganna. Þau báru það líka fyrir sig í fyrra þegar þau hækkuðu bifreiðatrygginga- iðgjöldin. Þess vegna tel ég að stjórnvöld ættu að kanna rækilega hvað liggur hér að baki.“ Jón Kristjánsson, form. fjárlaganefndar Alþingis, í Degi 5. júli. Breytt fyrirkomulag „Stjórnvöld ættu að huga vel að gengi krónunnar og skráningu hennar. Núverandi fyrirkomulag stýrðs fastgengis hefur þrátt fyrir að hafa reynst vel á síðustu árum, orð- ið fyrir miklum þrýstingi undan- farið. Þessi þrýstingur og meint at- laga spákaupmanna gefur tUefni tU að kanna hvort ekki sé tímabært að breyta fyrirkomulagi gengisskrán- ingar ... M.ö.o. getur Seðlabankinn leyft krónunni að veikjast ef þrýst- ingur í þá veru eykst." Úr forystugreinum Viöskipta- blaösins 5. júlí. Þjóðin ekki kirkjukær „Hvers vegna neit- aði þjóðin að mæta? Stutta svarið er ein- falt. Hún er ekki kirkjukær. íslending- um finnst sjáifstæði þjóðarinnar mikU- vægt. Hátíðlegt að fagna búsetu í landinu með táknræn- um hætti... Ekki fyrir eitthvert ártal sem þó var svo blessunarlega einfalt að það var eitt af fáum sem flestir höfðu á hreinu í bamaskóla. Kirkjan á ekki þann stað í þjóðarhjartanu sem fær það til að slá örar.“ Stefán Jón Hafstein, í Degi 5. júlí. Spákaupmenn eyðilögðu krónunal DV og dyggðirnar í Stekkjargjá á ÞingvöU- um gefur að Uta sýningu út frá þemanu dyggðir að fornu og nýju. Þrátt fyrir ít- arlega umfjöUun DV um kristnihátíðina sem fram fór á ÞingvöUum virðist blaðinu hafa yfirsést að fjaUa um a.m.k. eina af þess- um dyggðum, nútímadyggð- ina Jákvæðni". UmfiöUun blaðsins um kristnihátiðina er svo neikvæð að ég man varla eftir öðra eins aUt fi'á því að foreldrar DV, Dag- blaðið og Vísir, kepptust við að kveða upp neikvæða dóma í upp- hafi árs 1976 yfir fiórmenningunum í Geirfmnsmálinu sem að ósekju voru hnepptir í gæsluvarðhald. Gagnrýni á Kristnihátíð Víst má gagnrýna eitt og annað við þessa Kristnihátíð. Meðhöndlun manna á ásatrúarhópnum var með eindæmum klaufaleg og hópurinn sá lék hlutverk píslarvottarins einstak- lega vel með góðri aðstoð DV. Þá er ég sammála þeirri gagnrýni að hátíð- in hafi verið of viðamikU, of dýr (voru ekki gerðar skoðanakannanir með góðum fyrirvara um það hversu margir myndu mæta??). Ég held að það hefði hæft kristninni betur að gæta meiri hófsemi í notkun fiár- muna. Að auki tel ég að þjóðkirkjan og aðrar kristnar kirkjur hefðu átt að fá að móta þessa hátíð meira eftir sínu höfði en láta ekki ríkisvaldið um það. Almenningi finnst það lykta af forræðishyggju á tímum þegar fieiri og fleiri hafa efasemdir um samband ríkis og kirkju, ekki síst innan kirkjunnar sjálfrar. Halldór Reynisson prestur og fjölmiöla- fræöingur. Ekki get ég séð að blaða- menn eða ritstjórar hafi gengið fram fyrir skjöldu og sett fram gagnrýni af þessu tagi á yfirvegaðan hátt. í staðinn var reynt að finna neikvæðan vinkU sem gjaman birtist í fyrirsögn- um. Gott dæmi er fyrirsögn á forsíðu daginn eftir kristnihátíð en þar stóð með stríðsletri: „Dræm þátttaka". Annað var eftir því. Það var ansi forvitni- legt að bera umfiöUun blaðsins saman við umfiöU- un um hátíð ásatrúarmanna viku fyrr sem var ein samfeUd lofgerðar- ruUa. Fréttamennskan og DV Mér rennur blóðið tU skyldunnar i þessum efnum. Sem prestur þjóð- kirkjunnar hef ég aUtaf fagnað gagn- rýni því hún hjálpar okkur að þjóna fólki betur. Neikvæðni hins vegar drepur í dróma. Á hinn bóginn sem gamaU blaðamaður á Vísi, öðru for- eldri DV, þá rennur mér tU rifia hvernig króinn er orðinn. Hvaða vandað fréttablað fiármagnar sig með að auglýsa klámstunur í gegn- um síma? Hvaða vandað fréttablað er með blaðamenn sem greinUega eru flestir ungir, óreyndir og Ula launaðir? Hvaða vandað fréttablað skoðar ekki með sjálfsgagnrýni þeg- ar það er vænt um fordóma og hlut- drægan fréttaflutning? Heiðarleg undantekning er menningaramfiöll- un blaðsins undir stjórn SUju Aðal- steinsdóttur. Mér finnst ég skynja ágætlega „línuna" sem ritstjómin er búin að koma sér upp. Vera á móti kerfisköUum, feitum klerkum og apparatinu. Vera með þeim sem era „inn“, sexi en á móti kerfinu. Skítt með sanngimi, skítt með sannleika. Þetta var líka stundum svona hjá okkur á Vísi í gamla daga (sbr. „Vís- ismafiuna" alræmdu) og þó áttum við okkur þann metnað að vera góð- ir blaðamenn. Þegar ég lærði mína blaðamennsku í henni Ameríku, en þar er vagga nútíma fréttamennsku, voram við fréttamenn varaðir við eigin fordómum, a.m.k. skyldum við gera okkur grein fyrir þeim. Um leið skyldum við innræta okkur ákveðn- ar dyggðir fréttamennskunnar, sanngirni gagnvart þeim sem við fiöUuðum um og reyna ávaUt að hafa það sem sannara reynist eins og klerkurirm Ari fróði forðum. Við áttum með harðri en heiðarlegri fréttamennsku að þjóna almenningi í því skyni að efla lýðræði, upplýs- ingu og siðvit, en forðast að miðla fordómum og lágkúru. í öUu þessu skyldum við iðka hæfilega sjálfs- gagnrýni, ávaUt spyrja okkur af hvaða hvötum fréttamennska okkar væri sprottin. Sjáifsgagnrýnin - hin sanna dyggð Það er einmitt aðaU hinnar sönnu dyggðar, jákvæð sjálfsgagnrýni. Ég vona að við getum sameinast í henni, við þjónar kirkjunnar, þegar við metum þjónustu okkar við fólkið í landinu, þ.á m. Kristnihátíðina, og þið blaðamenn á DV sem eigið að þjóna almenningi með sanngimi og sannleiksleit - ekki síst um kosti og lesti þessarar hátíðar. Halldór Reynisson sg held að það hefði hæft kristninni betur að gœta meiri hófsemi í notkun fjár- muna. Að auki tel ég að þjóðkirkjan og aðrar kristnar kirkjur hefðu átt að fá að móta þessa hátíð meira eftir sínu höfði en láta ekki ríkisvaldið um það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.