Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 DV Fréttir Halló Akureyri ekki í óbreyttri mynd: Lögreglan reiknar með fjölda fólks - menn ekki sammála um hvers vegna ekki verður boðið upp á skipulagða dagskrá DV, AKUREYRI:____________________ Þótt útihátíöin Halló Akureyri verði ekki haldin með óbreyttu sniði um verslunarmannahelgina með skipulögðu hátíðahaldi gera margir því skóna að mikið verði um gesti í bænum um þá helgi og þær raddir eru nokkuð háværar sem segja að mun æskilegra sé að bjóða upp á einhverja dagskrá og skipulag en að slá allt slíkt af eins og allt bendir til að gert verði. „Við búum okkur undir að til bæjarins komi mikill fjöldi fólks og verðum með viðbúnað í samræmi við það,“ segir Daníel Guðjónsson, yfírlögregluþjónn á Akureyri. Dan- íel vildi ekki að öðru leyti tjá sig um að ekki verði boðið upp á skipulagða dagskrá, enda væri allt á huldu með það hvernig mál myndu þróast í framhaldinu. Mikið ber á milli þegar menn eru spurðir um ástæður þess að ekki verður haldið uppi skipulagðri dag- skrá á Akureyri um verslunar- mannahelgina. Ingþór Ásgeirsson, formaður Miðbæjarsamtakanna, segir það hræðileg vonbrigði að Akureyrar- bær ætli að draga sig út úr verkefn- inu en Þórarinn B. Jónsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að bærinn hafi gefið grænt ljós á Halló Akureyri og viljað leggja í það fjármagn verði hátíðin skipu- lögð sem fjölskylduhátíð, menn sem hafi beinna hagsmuna að gæta í málinu fáist hins vegar ekki til að draga vagninn og skipuleggja og framkvæma það sem gera þarf. Hátíðin Halló Akureyri hefur um árabil verið mikið þrætuepli bæjar- búa. Andstæðingar hátíðarinnar í hópi bæjarbúa segja innrás ung- linga í bæinn með tilheyrandi drykkjulátum og flkniefnaneyslu gjörsamlega óviðunandi, enda sé ekki hægt að búa þannig um hnút- ana að hægt sé að hafa hemil á ung- lingunum eins og hægt sé að gera á útihátíðum sem fram fara á af- markaðri svæðum en í heilu bæjar- félagi. Svokallaðir „hagsmunaaðilar i ferðaþjónustu" hafa farið fyrir þeim hópi sem staðið hefur að há- tíðinni og eru veitingamenn og kaupmenn þar áberandi, enda þeirra hagur að sem flestir eyði helgi eins og verslunarmannahelg- inni á þeirra heimaslóðum. Vitað er að nú þegar er ákveðið að vinsælar unglingahljómsveitir verða á Akureyri um verslunar- mannahelgina og telja margir að unglingar muni streyma til bæjar- ins hvað sem líður skipulagðri dag- skrá. Þá er verið að huga að því innan Miðbæjarsamtakanna að koma upp einhverri skemmtidagskrá í mið- bænum, hvað sem líður þátttöku Akureyrarbæjar í slíku verkefni. -gk Vlð opnunina á Hofsósl Þessar ungu fósturlandsins freyjur í þjóöbúningunum vöktu veröskuldaöa athygli. Frændgarður og Fyrir- hettna landið - nýtt hús á Hofsósi og sýning um íslenska mormóna DV. HOFSðSI: Frændgarður var formlega opnað- ur á Hofsósi á mánudag. Jafnframt var opnuð sýningin Fyrirheitna landið sem fjallar um ferðir is- lenskra Mormóna til Utah á sínum tíma. Fjölmenni var samankomið á Hofsósi við þetta tækifæri, þ.á.m. um 60 Bandaríkjamenn af íslensk- um ættum sem búsettir eru í Utah. Það v£ir herra Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, sem formlega opnaði sýninguna og lýsti Frænd- garð þar með tekinn í notkun. Sýn- ingin er samstarfsverkefni Vestur- farasetursins, Byggðasafns Skag- firðinga, Reykjavíkurborgar og ís- lendingafélagsins í Utah sem lét talsverðan hluta þeirra muna sem á sýningunni er. Formleg dagskrá hófst um miðjan dag með ávarpi Valgeirs Þorvalds- sonar, framkvæmdastjóra Vestur- farasetursins. Hann rakti upphafið að samstarfi sem hann hefur komið á við Vestur-íslendinga í Utah og þeim mikla áhuga sem þeir hafa sýnt á starfinu. Meðal annarra sem fluttu ávörp voru Wincie Jóhannsdóttir, menn- ingar- og fræðslustjóri Frændgarðs. Sigrún Magnúsdóttir, varaformaður borgarráðs Reykjavíkur, afhenti styttuna af Þorfinni karlsefni sem verður í láni á Hofsósi í eitt ár í til- efni af opnun sýningarinnar. Þá af- henti David Ashby, formaöur ís- lendingafélagsins i Utah, sýninguna Tílboð verslana Tllboöin gllda til 19. júlí. 0 Þurrkr. lærissnelöar 1099 kr. kg 0 Þurrkr. kótilettur 1099 kr. kg 0 Þurrkr. læri 798 kr. kg 0 Epll rauö 129 kr. kg 0 Bananaspiitt, Kjörís, 1 / 298 kr. 0 BKI kaffí extra, 400 g 239 kr. 0 Coke kippa 398 kr. 0 Homewheat mllk/plaln 139 kr. 0 Crawfod s súkk/vanlll 198 kr. 0 Mc vitles caramels 169 kr. Samkaui Tllboöln gilda til 9. Júlí. 0 Goöa pylsur, 10 stk. 579 kr. kg 0 Mexico grísahnakkl 998 kr. kg 0 Gular melónur 139 kr. kg 0 Goöa pylsur, 5 stk. 579 kr. kg 0 Hollenskar perur 149 kr. kg DV-MY ÖÞ Við Sandinn á Hofsósi Vesturfarasetriö er nær en Frændgaröur, nýja byggingin, er fjær. Þar er nú sýningin Fyrirheitna landiö sem fjallar um feröir íslenskra mormóna til Utah. og herra ÓMur Ragnar Grímsson veitti henni viðtöku og opnaði síðan sýningarsalinn með því að klippa á boröa. Þetta nýja timburhús sem byggt er örskammt frá Vesturfarasetrinu er um 400 fm að flatarmáli. Bygging þess hófst í febrúar sl. og hefur því tekið stuttan tima. Ýmsum frágangi er þó ólokið enn. Auk sýningarsalar er í því íbúð sem ætluð er fræði- mönnum og gestum og svokallað Ættfræðisetur þar sem hægt verður að fá margvíslegar upplýsingar um þá sem fóru vestur um haf á sínum tíma. -ÖÞ Hagkaui Vlkutilboö. 0 Rauövínsl. svínakótll. 849 kr. kg 0 Kornstönglar, 4 stk. 199 kr. © Forsoönar bökunarkartöfíur 279 kr. 0 Kartöfíusalat, 350 g 99 kr. Tilboöln gilda á meöan blrgöir endast. 0 Ferskur kjúklingur 1/1 499 kr. 0 Ferskir kjúklingalærleggir 499 kr. 0 Laxasalat, 200 g 149 kr. 0 Rækjusalat, 200 g 149 kr. 0 ítalskt salat, 200 g 79 kr. Þín verslun Tilboðln gilda til 12. Júlí 0 Rauövínslæri 20% afsl. 0 Kryddl. svlnakótilettur 20% afsl. 0 Reyktur og grafínn lax 20% afsl. 0 Grafíaxssósa, 250 ml. 129 kr. 0 Sumarsíld, 580 ml. 279 kr. 0 Boxari 3 teg. 1/21 99 kr. 0 Kit Kat 2 stk. 139 kr. 0 Craford súkk./vanillukex 198 kr. Tilboöin gilda út júlí. 0 Prince Póló, 3 stk. 109 kr. 0 Chocolate cookles, 235 g 199 kr. 0 Silicone m. dælu, 1/21 495 kr. 0 Kolagrill/kol/grillsett 1790 kr. 0 Úbabyssa Kent 990 kr. 0 Filmur Imation 3x24 mynda 495 kr. 0 Olll og Ásta geisladlskur 690 kr. ' - , ' í Tllboðin gilda til 12. júlí 0 MS Kókómjólk 1/4 1 46 kr. 0 UN grillborgari 140g 99 kr. 0 MH hamborgarabrauö*2 49 kr. 0 MH pylsubrauð*5 79 kr. 0 Tuma braub, 770g 149 kr. 0 GK brauö, 770g 129 kr. 0 Maísstöngull (ferskur) 99 kr. 0 Bökunarkartöfíur 99 kr. kg Fjarðarkaui Tllboöln gilda til 9. júlí. j 0 Þurrkr. grillsneiöar 898 kr, kg 0 Gourme kótllettur 1095 kr. kg 0 Brauöskinka 599 kr. kg 0 Bratwurst pylsur 499 kr. kg 0 Gular melónur 99 kr.kg 0 Merrild kaffí 103, 500g 298 kr. 0 Grill svínakótilettur 1079 kr. kg 0 Steiktar kjötbofíur 518 kr. kg 0 Lambastrimlar 1118 kr. kg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.