Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2000, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000________________________________________________________________ X>V__________________________________________________________________________Neytendur Ellen Mooney húðsjúkdómalæknir: Styrkur 15 er lágmark - til að ná þeirri vörn sem nauðsynleg er Góöur áburður er besta vörnin Ellen Mooney húðsjúkdómalæknir leggur áherslu á jafna og þétta notkun sól- varnaráburöar ef verið er í mikilli sól. Fólk sem verður fyrir þeirri ógæfu að skaða húð sína, t.d. í sól, leitar til húðlækna. Einn húðlæknanna í borginni er Ellen Mooney. Ellen fékkst til að spjalla við neytendasíðu DV um sólarvörn og gildi þess að nota hana. í upphafl út- skýrði Ellen þau áhrif sem sól- vamaráburður hef- ur til varnar húð- inni. „Sólvarnar- áburður kemur í veg fyrir að útfjólu- bláir geislar sólar- ljóssins fari í gegn- um hornlagið og í húðina og valdi þar skaða. Um er að ræða útfjólubláa geisla sólarinnar, bæði UVA-geisla og UVB-geisla og fólk þarf að athuga hvort viðkomandi vörn veiti bara vöm gegn B-geislunum eða hvort hún veitir bæði vörn gegn A-geislum og B-geislum. A-geislarnir, sem eru lengri, fara niður í leðurhúð en B- geislarnir, sem eru styttri, fara í yf- irhúðina. Það er því betra að hafa vörn gegn hvoru tveggja.“ Einnig er til áburður sem veitir vörn gegn infrarauðum geislum en að mati Ellenar þurfum við ekki að hafa jafnmiklar áhyggjur af þeim og útfjólubláu geislunum þó að það sé gott að hafa eins breiða vörn og hægt er. í framtíðinni ef ósonlagið fer að þynnast enn frekar segir hún þó að við þurfum að huga að vörn gegn UVC-geislum. Ellen var beðin að útskýra þau skaðlegu áhrif sem sólin hefur á húð- ina. „Sólin veldur breytingum í kjörn- um yfirhúðarfrum- anna og sú breyting getur valdið stökk- breytingum þannig að þær verða krabbameinsfrum- ur. A-geislar fara niður í leðurhúð þar sem er bandvefur sem þeir geta skemmt en A og B- geislar saman geta valdið krabbameins- myndun þó að at- hyglin hafi aðallega beinst að B-geislun- um. A-geislarnir hafa einnig áhrif á ákveðna þætti í ónæmiskerfinu en það hefur m.a. komið í ljós í rann- sóknum á fólki sem hefur legið mikið í Ijósabekkjum." Að sögn Ellenar er það alls ekki góður undirbúningur undir sólar- ferð að taka nokkra ljósatíma. Vörnin gegn skaðlegum áhrifum sólarinnar felst fyrst og fremst í því að nota góða sólarvöm. Ellen segir skipta mjög miklu máli að nota áburð sem er faktor 15 eða hærra. „Þá erum við að koma í veg fyrir skaða með því að koma í veg fyrir skaðlegu áhrif úfjólubláu geislanna á húð- ina.“ Margir hafa velt þvi fyrir sér hvað skalinn á sólaráburðinum frá 2 upp í 50 merkir. Að sögn Ellenar er þetta svokallaður sólvamarstuðull, þ.e. með áburð 15 tekur 15 sinnum lengri tíma að verða rauður en ef enginn áburður væri notaður. Ellen mælir með að alltaf sé not- aður sami styrkur af sólarvörn og að alltaf sé notaður faktor 15 eða sterkari, hann sé borinn á 15 til 20 mínútum áður en farið er i sólina og svo á tveggja til þriggja tima fresti. Ef verið er í vatni þarf að nota vatnshelda vöm. Þeir sem eru með sterka húð ættu að mati Ellen- ar að nota áburð 15 en böm og fólk með viðkvæma húð þaðan af sterk- ari vöm. -ss Jón Ingvason lyfsali: Hattarnir góðir - nauösynlegt að verja andlit og herðar vel Ekki í sól yfir hádaginn Jón Ingvason lyfsali brýnir fyrir fólki að fara gætilega í sólinni. Sólarvöm má fá í öllum apótek- um, verslunum og jafnvel í sjopp- um og á bensinstöðvum. Þeir sem vilja fá ráðgjöf varðandi val á sólar- vöm ættu þó að kaupa hana í apóteki. Jón Ingvason, lyfsali í Hring- brautarapóteki, sagði það færast í vöxt að fólk vildi ekki bara fá sólar- vöm sem ver það gegn útfjólublá- um geislum heldur einnig vörn gegn innrauðum geislum og sífellt fleiri tegundir sólvamaráburða veitti vöm bæði gegn útfjólubláum og innrauðum geislum. Jón segir útbreiddan misskilning að fólk taki ekki lit ef það ber á sig sterka sólarvöm en í raun síi sólar- vömin aðeins frá óæskilega geisla. „Hluti af sólargeislanum hefur áhrif á húðina eftir sem áður,“ seg- ir Jón sem ráðleggur sólarvörn 25 fyrir böm undir 5 ára aldri og alla sem hafa hvíta og viðkvæma húð, t.d. rauðhært fólk. Jón leggur áherslu á að fólk und- irbúi sig vel dagana áður en það fer í sólina með því að bera á sig raka- gefandi krem eða svokallaðan pre- sun áburð sem nú er að koma á markaðinn og undirbýr húðina undir þá þurrkun sem hún verður fyrir i sólinni. „Þeir sem eru með sólarexem þurfa að hefja þessa með- ferð 2-3 dögum áður en þeir fara í sólina en fólki með sterka húð nægir að bera á sig nokkrum klukkustundum áður.“ Að máti Jóns ætti alltaf að nota sterka sólarvörn fyrri hluta dags en mögu- legt er að nota veik- ari vörn síðdegis. „Miðbik dagsins er alltaf varasamt og fólk ætti helst ekki að vera í sólinni milli kl. 1 og 4 á dag- inn. Ef maður er í sólinni um miðjan daginn er mikil hætta á að húðin ofþomi og hom- húðin gangi út eða flagni og þá koma flekkir.“ Jón segir afar gagnlegt að bera á sig rakakrem, svokallað after-sun eða aloe-vera áburð sem gefur raka inn í hornhúðarlagið að kvöldi sól- ardags til að húðin nái að rakamett- ast á nýjan leik. „Barátta húðarinn- ar er annars vegar gegn miklum öldrunaráhrifum og húðskemmd- um sem sólargeislamir valda og hins vegar gegn þurrkáhrifum sem heitur geislinn hefur á húðina, hún missir svo mikinn raka í hitanum." Jón leggur höfuðáherslu á að fólk sé ekki í sólinni um miðbik dagsins og að það verji andlit og herðar vel. „Það em til þessir fmu hattar á öll- um sólarströndum, þeir eru kannski ekki sérstaklega fallegir en þeir em nauðsynlegir og fólk verð- ur brúnt og fint eftir sem áður.“-ss BNflmSESQBmS ARGENTÍNU Sælkerasósur hata slegið í gegn! ARGENTÍNU GRÆNPIPAR SÓSA ARGENTÍNU GRÁÐAOST SÓSA ARGENTÍNU SINNEPS & GRASLAUKS SÓSA ARGENTINU BEIK0N KARTÖFLUSÓSA ARGENTlNU KRYDD0LÍA FYRIR GLÓDARSTEIKINGU Á KJÖTI, FISKI & GRÆNMETI ARGENTINU Sælkerasósur fást AÐEINS í NÓATÚNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.