Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Skammast sín fýrir drykkjuna í Berlín Bons Jeltsín er opinskár 1 nyutkomnum endurminningum: Forsetarnlr Frásögn Jeltsíns af valdaskiptunum þykir yfirborðskennd. Stjórnmálaskýrendur segja Jeltsín leyna því sem raunverulega gerðist í desember fyrir ári. Kúvending hefði getaö orðið í Rússlandi 1996 þegar Borís Jeltsín, fyrrverandi Rússlandsforseti, hafði næstum ákveðið að banna kommún- istaflokkinn og fremja í raun valda- rán. Nokkrum árum seinna fékk Jeltsín stöðugar fréttir af ástaræv- intýrum Bills Clintons Bandaríkja- forseta í Hvíta húsinu. Þetta eru tvö leyndarmálanna sem Borís Jeltsín greinir frá í bók- inni Maraþonhlaup forseta sem er yfir 400 síður. Bókin kom í hillur bókaverslana í Moskvu í vikunni. Stjórnmálaskýrendur segja reyndar fátt nýtt koma fram í bók Jeltsíns. Gagnrýna þeir einkum yf- irborðskennda frásögn Jeltsins af því þegar hann sagði af sér völdum á gamlárskvöld 1999 þegar Vladimir Pútin tók við. Ef marka má frásögn Jeltsíns virðist sem honum hafi skyndilega og alveg sjálfum dottið í hug að afhenda Pútín völdin. Stjórn- málaskýrendur segja lýsingu Jeltsíns á atburðarásinni einkum gefna í því skyni að leyna því sem raunverulega gerðist. Bók Jeltsíns leiði menn ekki í sannleikann. Dóttirin kom vitinu fyrir forsetann En þó svo að frásögnin af valda- skiptunum hafi verið yfirborðs- kennd þykir frásögn forsetans fyrr- verandi frá sumrinu 1996, þegar hætta þótti á að kommúnistar tækju völdin, dramatísk. Nokkrum mán- uðum fyrir forsetakosningarnar í júní var fylgi Jeltsíns lítið. íbók- inni segir Jeltsín frá því að hann hafi verið tilbúinn með tilskipanir um að banna starfsemi kommún- istaflokksins, leysa upp þingið og fresta forsetakosningunum. „En að lokum hætti ég við ákvörðun sem ég hafði næstum því tekið,“ skrifar hann. Jeltsín segir að það hafi verið Tatanja dóttir hans og Anatolí Tsjúbaís, sem þá var náinn vinur hennar og samstarfsmaður, sem fengu hann til að hætta við þessar áætlanir. Það hafa reyndar margir haldið því áður fram að Jeltsín hafi viljað banna kommúnistaflokkinn og fresta forsetakosningunum um óá- kveðinn tíma. En þetta er í fyrsta sinn sem forsetinn staðfestir þetta sjálfur. Leyniþjónustumenn sögðu Jeltsín frá Monicu Lewínsky Það sem Jeltsín hélt fram á dög- unum í viðtali við breska blaðið The Times i tilefni útgáfu endurminn- inganna hefur hins vegar ekki kom- ið fram áður. íviðtalinu fullyrðir Jeltsín að hann hafi fengið upplýs- ingar um ævintýri Bills Clinton Bandaríkjaforseta og lærlingsins Monicu Lewinsky í Hvíta húsinu frá rússneskum leyniþjónustumönnum iöngu áður en málið varð opinbert. Jeltsín fullyrti jafnframt að Rússum hefði verið kunnugt um að repúblikanar í Bandaríkjunum hefðu haft í hyggju að hefja opin- bera herferð gegn Clinton vegna sambands hans við Lewinsky. Jeltsín kvaðst lengi hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti að segja Clinton frá því að hann ætti á hættu að verða sér til skammar frammi fyrir öllum heiminum. Hann kveðst þó hafa horfið frá þvi, meðal annars vegna þess að hann treysti ekki al- veg heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum. Auk þess var það skoðun Jeltsíns að um einkalíf Clintons væri að ræða og hann yrði sjálfur að koma lagi á það. Jeltsín virðist vera mjög hrifinn af Clinton og segir frá því að á ein- um fundi þeirra hafi þeir báðir far- ið úr skónum til að athuga hvor þeirra notaði stærra númer. í ljós kom að þeir voru með jafnstóra fæt- ur. Clinton notaði hins vegar skó númer 46 en Jeltsín gekk í skóm númer 43. Forsetinn fyrrverandi segir að þungu fargi hafi verið af honum létt þegar hann sagði af sér embætti. Þrátt fyrir það getur hann ekki leynt þreytu sinni. Hann reynir að veijast slúðri, rógburði og gagn- rýni. „Mér líður eins og hlaupara sem er nýbúinn að ljúka risamaraþon- hlaupi, 40 þúsund kílómetrum. Þannig líður mér. Ég lagði alla krafta mína og alla sál mína í þetta forsetamaraþonhlaup. Og ég komst á heiðarlegan hátt í mark. Telji ein- hver að ég hafi þörf fyrir að afsaka mig þá er þetta afsökunin: Reynið sjálf að gera betur. Hlaupið aftur þessa 40 þúsund kílómetra. Hraðar. Betúr. Glæsilegar. Ég hef gert það.“ í viðtali við timaritið Ogonjok bætir Jeltsín því við að hann sé einnig þreyttur af stöðugum ásök- unum í fiölmiðlum um spillingu fjölskyldu hans og um áhrif fjár- málafurstanna á hann. „Ég vil ekki svara beinni lygi en í bókinni skýri ég vandlega frá afstöðu minni til spillingar." Harðneitar að hafa tekið við mútugreiðslum Jeltsín vísar því á bug i bókinni að hann og fjölskylda hans hafi þeg- ið mútur, eigi bankareikninga á Vesturlöndum, krítarkort, glæsivill- ur og landareignir. Hann telur upp eignir sínar, meðal annars ibúð, stórt sumarhús, BMW-bifreið og 8 milljónir rúblna á bankabók sem hann hefur eignast, meðal annars vegna sölu á tveimur öðrum bókum. Auk þess greinir forsetinn frá því að hann hafi haft 183 þúsund rúblur í árstekjur. „Ég er ekki fátækur maður. Hvorki ég né fjölskylda mín höfum nokkru sinni tekið við fé frá einkafyrirtækjum. En mér finnst við verðskulda að geta farið hvert sem er í heiminum til þess að slappa af eða skoða okkur um.“ Jeltsín bendir á að spilling festi óhjákvæmilega rætur við róttæka einkavæðingu. „Hvernig er hægt að þvinga embættismann tO að taka ekki við mútum þegar hann þénar aðeins 5 til 6 þúsund rúblur á mán- uði og tengist á sama tíma margra milljóna samningum?" Auðvitaö er eina leiðin að hækka laun hans. En kommúnistamir í neðri deild þings- ins, aðrir stjómmálamenn og al- menningur voru alltaf andvígir launahækkunum embættismanna. Og hvemig er hægt að hækka laun emhættismanna þegar aðrir opin- berir starfsmenn eins og kennarar og læknar eru á lágum launurn?" Jeltsín bendir á annað atriði. Hefð fyrir mútugreiðslum hafi myndast í Sovétríkjunum þegar mönnum var kennt að sniðganga lög og reglur með því að borga undir borðið. Jeltsín segir alla skilja að ekki sé hægt að halda áfram að lifa i blekkingu. Það vekur athygli hversu opin- skátt Jeltsín ræöir um veikindi sín og áfengisneyslu og hneykslið sem varð þegar hann lét móttökunefnd bíða árangurslaust eftir honum í ír- landi og þegar hann tók að stjóma herhljómsveit í Berlín 1994 er síð- ustu rússnesku hersveitirnar fóru frá Þýskalandi. Hann viðurkennir að síðastnefnda atvikið hafi verið vegna áfengisneyslu. Hann viður- kennir að allt málið, atvikið, sem sýnt var á öllum sjónvarpsstöðvum heims, og gagnrýnin, sem fylgdi í kjölfarið, hafi verið auðmýkjandi og viðbjóðslegt. Forsetinn bætir því við að hann hafi einnig verið búinn að taka mikið af lyfium og að það hafi ekki bætt ástand hans. Jafn- framt fullyrðir Jeltsín að hann hafi, samkvæmt læknisráði, ekki snert sterk vín eftir hjartaáfailið 1995 og hjartaaðgerðina 1996. Hann drekki aðeins nokkur vínglös við hátíðleg tækifæri. Dóttursonurinn í breskum heimavistarskóla Fyrrverandi Rússlandsforseti er ákaflega hamingjusamur með fiölskylduna sína, eiginkonuna Nainu, dæturnar Lenu og Tatönju, eiginmenn þeirra, barnabömin og eitt langafabam. Að sögn Jeltsíns er Katja, dóttir Lenu, orðin tvítug. Hún hefur tekið sér frí frá námi til að hugsa um lítið barn sitt. Borís Jeltsín yngri, sonur Tatjönu, er einnig um tvítugt. Samkvæmt frásögn Jeltsins er pilturinn svolítið hornóttur. Tatjana sendi hann í drengjaskóla í Winchester í Englandi. Jeltsín segist ekki hafa trúað dóttur sinni er hún lýsti aðbúnaðinum í skólanum þar sem drengurinn var í þrjú ár. Hann hafi sofið í koju í sex manna herbergi. Nemendur hafi verið vaktir á morgnana. Þeir hafi þurft að vera í gljáburstuðum skóm og í hvítum, straujuðum skyrtum. Jeltsín þykir ekki undarlegt þótt drenginn hafi langað heim í þægindin í Moskvu. Hann kveðst hafa sagt Tony Blair frá því í símtali að dóttursonur sinn væri við nám í Englandi. Spurði Jeltsín hvort Blair gæti ekki sent stráknum línu þar sem hann væri einmana. Jeltsín yngri fékk bréf frá Downingstræti með ósk um velgengni í náminu og formlegu boði um heimsókn í Downingstræti. Að sögn afans gat strákurinn lesið á milli línanna og skilið að einungis væri um formlegheit að ræða. Hann þurfti því ekki að fara. Sjálfum þótti Jeltsín heimsókn Elísabetar Englandsdrottningar til Moskvu 1994 með erfiðari móttökum sem hann þurfti að ganga í gegnum. „Okkar megin gátu ekki allir verið í viöeigandi klæðnaði þar sem fáir áttu slík fót í klæðaskápnum. Fljótt gekk á birgðir utanríkisráðuneytisins á viðhafnarflíkum og þegar einhverjir brugðu sér í leikhúsbúninga kom í ljós að formlegur sviðsklæðnaður er allt öðruvísi en sá sem er viðeigandi við konunglegar heimsóknir." Elísabet gaf Jeltsín öskju með fræjum úr jurtum í hallargarðinum sínum. Ekki festu allar rætur en nokkrar þrífast vel. „Fjölskyldugarðurinn okkar minnir okkur á að landið okkar hefur loksins sameinast á ný samfélagi siðaðra þjóða,“ skrifar Jeltsín. Byggt á Times, Reuters o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.