Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 DV j Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára___________________________________ f Ingibjörg Pálsdóttir, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. 80 ára___________________________________ Jakob Þorsteinsson, Sléttuvegi 13, Reykjavík. 75 ára___________________________________ Ingveldur Stefánsdóttir, Hraunbæ 4, Reykjavík. Ingveldur Gestsdóttir, Kaldárbakka, Borgarnesi. 70 ára __________________________________ Erla Margrét Ólafsdóttir, Blesugróf 10, Reykjavík. Margrét Gunnarsdóttir, Gautlandi 11, Reykjavík. Sigríöur Kjartansdóttir, Vesturbergi 129, Reykjavík. Eiríkur Kúld Davíösson, Garöatorgi 7, Garðabæ. 60 ára___________________________________ Guðrún Pálsdóttir, Heiöargeröi 20, Reykjavík. Kristín Ósk Óskarsdóttir, Nýbýlavegi 82, Kópavogi. Gunnar Björgvin Arason, Rimasíðu 27a, Akureyri. 50.ára_________________________ Elín Guðnadóttir, ___■ Kleppsvegi Kleppi, Reykjavík. Ingibjörg Jónasdóttir, Sólheimum 44, Reykjavík. Ágústa Hafdís Finnbogadóttir, Fjaröarseli 6, Reykjavík. Hildur Kristjánsdóttir, Vesturbergi 123, Reykjavík. Harpa 0. Hansen, Grænási 3b, Njarövík. Brynja Jónsdóttir, Þverfelli, Búöardal. Ólöf Helgadóttir, Bakkavegi 33, Hnífsdal. Bjarni Rúnar Haröarson, Faxabraut 32c, Keflavík. Sigríöur Steinþórsdóttir, Skaröshlíö 32c, Akureyri. Sveinn Þorsteinsson, Sólhlíð 3, Vestmannaeyjum. 40 ára_____________________________ Siguröur Guöjónsson, Granaskjóli 52, Reykjavík. Jórunn I. Hafsteinsdóttir, Rskakvísl 5, Reykjavík. Jón Brynjólfsson, Starengi 96, Reykjavík. Ólafur Hrafn Sveinbjarnarson, Veghúsum 9, Reykjavík. Ásgeröur Gunnlaug Ólafsdóttir, Hjallabrekku 11, Kópavogi. Jóna Sigríöur Úlfarsdóttir, Lækjarbergi 34, Hafnarfiröi. Elsa Pálsdóttir, Heiöarbraut 14, Keflavík. Sigríöur L. Kristjánsdóttir, Þverholti 9, Mosfellsbæ. Heiörún Edda Bjarkadóttir, Skúlabraut 31, Blönduósi. Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir, Ártúni 1, Sauöárkróki. Bryndís Pape, Breiðumörk 8, Hverageröi. Helga Kristjánsdóttir, Heiöarbrún 4, Hverageröi. Arnar Andersen, Hásteinsvegi 42, Vestmannaeyjum. cs •OD OV © 550 5000 </) @ vísir.is •OJO a 550 5727 CZ 'CC £ i — i Þverholt 11, 105 Reykjavík </> Andlat Sigurður Einarsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum Siguröur Einarsson, forstjóri Isfélags Vestmannaeyja Siguröur lauk lögfræðinámi á aöeins fjórum árum og tók þá upp merki fööur síns sem var einn þekktasti útgeröarmaöur síns tíma. Siguröur naut almennrar viröingar fyrir yfirgripsmikla þekkingu á íslenskum sjávarútvegi og farsæla stjórnun á einu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Stjórnun hans ber þess vott aö hann leit á ævistarf sitt sem þjónustu viö Vestmannaeyjar. Sigurður Einarsson útgerðarmað- ur, Birkihlíð 17, Vestmannaeyjum, lést miðvikudaginn 4.10. sl. Hann verður jarðsungimí'frá Landakirkju í dag, laugardaginn 14.10., kl. 14.00. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík 1.11. 1950 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1970, embætt- isprófi í lögfræði frá HÍ 1974 og öðl- aðist hdl-réttindi 1983. Sigurður var framkvæmdastjóri Harðfrystistöðvar Vestmannaeyja hf. 1974-92 og forstjóri ísfélags Vest- mannaeyja eftir sameiningu Hrað- frystistöðvarinnar og ísfélagsins, frá ársbyrjun 1992 og til dauðadags. Sigurður var formaður fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Vest- mannaeyjum 1984-86, sat í mið- stjórn Sjáifstæðisflokksins um ára- bil, var í forsvari fyrir sjávarútvegs- nefnd Sjálfstæöisflokksins, var for- maður kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Suöurlandi, var bæjar- fúUtrúi Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum frá 1986 og til dauða- dags, formaður bæjarráðs um skeið, sat í ýmsum nefndum á vegum bæj- arstjómarinnar og var oddviti lista sjálfstæðismanna þar. Sigurður sat lengi.í stjóm SÍF, SH, Coldwater Seafood í Bandaríkj- unum, Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi og LÍÚ, í stjórn Fé- lags íslenskra fiskimjölsframleið- enda, í stjórn Fiskmarkaðs Vest- mannaeyja, Vinnuveitendasam- bands Vestmannaeyja og formaður þess um skeið, sat í stjóm Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja, útibús Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins í Vestmannaeyjum, var stjórnar- formaður Tryggingamiðstöðvarinn- ar til dauðadags, sat i stjóm Skelj- ungs og fleiri hlutafélaga og félaga í Vestmannaeyjum og Reykjavík sem tengjast einkum sjávarútvegi. Sig- urður var finnskur ræðismaður í Vestmannaeyjum frá 1986 og til dauðadags. Fjölskylda Sigurður kvæntist 3.7. 1976 Guð- björgu Matthíasdóttur, f. 14.3. 1952, kennara. Foreldrar Guðbjargar: Matthías J. Jónsson, f. 20.11. 1922, fyrrv. framkvæmdastjóri í Reykja- vík, og k.h., Kristín S. Magnúsdótt- ir, f. 12.9.1913, d. 24.5.1996, húsmóð- ir. Synir Sigurðar og Guðbjargar eru Einar, f. 23.8. 1977, háskólanemi; Sigurður, f. 11.3. 1979, nemi; Magn- ús, f. 5.9. 1985, nemi; Kristinn, f. 4.4. 1989, nemi. Systkini Sigurðar era Guðríður, f. 23.6. 1948, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Guðflnni Sigurfinns- syni lækni; Elísabet, f. 25.8. 1949, meinatæknir í Reykjavík, ekkja eft- ir dr. Þorstein Helgason prófessor sem lést á þessu ári; dr. Ágúst, f. 11.1. 1952, prófessor í hagfræði, bú- settur á Seltjamarnesi, kvæntur Kolbrúnu Sigurbjörgu Ingólfsdóttur meinatækni; Svava, f. 30.10. 1953, kennari i Reykjavík, gift dr. Jóni Skaptasyni, löggildum skjalaþýð- anda; dr. Ólöf, f. 28.8.1956, prófessor í efnafræði við háskólann í Santa Cruz í Kalifomíu, gift dr. David Deamer prófessor; Helga, f. 14.5. 1958, meinatæknir í Reykjavík, gift Davíö Egilsyni, jarðverkfræðingi og forstöðumanni hjá Mengunarvöm- um; Sólveig, f. 9.8. 1959, kennari í Reykjavík, gift Haraldi Hrafnssyni, kennara og húsasmið í Reykjavík; Auður, f. 12.12. 1962, íslensku- og viðskiptafræðingur í Reykjavík, gift Árna Erlingssyni sjómanni; Elín, f. 31.5. 1964, kennari í Reykjavík, gift Þóri Hrafnssyni félagsfræðingi. Foreldrar Sigurðar voru Einar Sigurðsson, f. 7.2. 1906, d. 22.3. 1977, útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, síðar í Reykja- vík, og k.h., Svava Ágústsdóttir, f. 24.7. 1921, d. 30.11. 1978, húsmóðir. Ætt Einar var sonur Sigurðar, for- manns á Heiði í Vestmannaeyjum, Sigurfinnssonar, b. í Ystabæli undir Eyjafjöllum, Runólfssonar, skálds á Skaganesi í Mýrdal Sigurðssonar, pr. á Ólafsvöllum, bróður Sæmund- ar, foður Tómasar Fjölnismanns. Sigurður var sonur Ögmundar, pr. á Krossi, Presta-Högnasonar á Breiða- bólstað, Sigurðssonar, forföður Vig- dísar Finnbogadóttur, Matthíasar Johannessen og Gylfa Þ. Gíslasonar. Móðir Sigurðar á Ólafsvöllum var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Einars var Guðríður Jóns- dóttir, b. i Káragerði i Landeyjum, Einarssonar, b. í Káragerði, Jóns- sonar. Móðir Einars var Guðrún, systir Sveins, langafa Ólafs, foður Georgs, forstjóra Samkeppnisráðs. Guðrún var dóttir ísleifs, b. í Ytri- Skógum, Jónssonar, lrm. í Selkoti, ísleifssonar, ættfóður Selkotsættar og forfoður Gísla Johnsen, útgerðar- manns í Vestmannaeyjum. Svava var dóttir Ágústs, verka- manns í Reykjavík, Guðmundsson- ar, fulltrúa bæjarfógeta og kaup- manns í Reykjavík, Guðmundsson- ar, b. í Gröf í Ytri-Hreppi, Guð- mundssonar, b. í Efstadal, Guð- mundssonar, pr. í Reykjadal, Guð- mundssonar, afa Jóns Guðmunds- sonar ritstjóra. Móðir Ágústs var Ástríður Sigurðardóttir, vaktara í Reykjavík, Sigurðssonar og Kristín- ar Guðmundsdóttur, b. á Kalastöð- um, bróður Arndísar, langömmu Finnboga Rúts, fóður Vigdisar. Móðir Kristínar var Ástríður Ólafs- dóttir, systir Þorvarðar, langafa Sig- ríðar, móður Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Móðir Svövu var Elísabet Jóns- dóttir, pakkhúsmanns á Sauðár- króki, Jónssonar og Sólborgar Sig- urðardóttur, b. á Kjartansstöðum, Jónassonar, b. á Hamri í Hegranesi, Sigurðssonar. Móðir Jónasar var Björg Bjömsdóttir, systir Péturs, afa Sigurðar Guðmundssonar mál- ara. Attræöur Jón Ólafsson bóndi í Eystra-Geldingaholti Jón Ólafsson, bóndi i Eystra-Geld- ingaholti í Gnúpverjahreppi i Ár- nessýslu, verður áttræður á morg- un. Starfsferill Jón fæddist í Eystra-Geldinga- holti og ólst þar upp. Hann lauk bú- fræðiprófl frá bændaskólanum á Hólum 1945 og hefur verið bóndi i Eystra-Geldingaholti frá 1950. Jón tók mikinn þátt i íþrótta- og leikstarfsemi á sínum yngri árum, starfaði þá mikið fyrir Úngmennafé- lag Gnúpveija, var formaður þess um skeið og er nú heiðursfélagi þess. Þá hefur hann tekið virkan þátt í ýmsum félagsmálum sveitar sinnar, sat í hreppsnefnd um árabil og var fulltrúi á fundum ýmissa fé- lagasamtaka. Jón hefur starfað innan bænda- samtakanna og var Búnaðarþings- fulltrúi í sextán ár. Hann hefur tek- ið þátt í störfum Sjálfstæðisflokks- ins á Suðurlandi og setiö fjölda ráð- stefna og funda á vegum flokksins. Fjölskylda Jón kvæntist 24.6. 1950 Margréti Eiríksdóttur húsfreyju, f. 12.12. 1925 í Steinsholti i Gnúpverjahreppi, dóttir Eiríks Loftssonar, f. 1.5. 1884, d. 23.11.1968, bónda þar, og Sigþrúð- ar Sveinsdóttur, f. 10.5. 1885, d. 25.7. 1977, húsfreyju. Böm Jóns og Margrétar eru Ei- ríkur, f. 25.3. 1951, bóndi; Ólafur, f. 30.4. 1953, bílstjóri; Árdís, f. 27.10. 1955, kennari; Sigrún, f. 21.11. 1958, bókavöröur en maður hennar er Þorsteinn Guðmundsson, f. 27.11. 1952, sálfræðingur og fyrrv. bóndi og er sonur þeirra Máni Sveinn; Sigþrúður, f. 17.5.1962, náttúrufræö- ingur, gift sr. Axel Ámasyni, f. 2.5. 1961, og eru böm þeirra Pálína og Jón Karl. Systkini Jóns: Inga Ólafsdóttir, f. 1.12. 1921, búsett í Reykjavík, var gift Stefáni Bjömssyni sem lést 1994; Guðrún Ólafsdóttir, f. 25.7. 1924, d. 28.11. 1980, var gift Haraldi Pálmasyni, f. 26.1. 1932, d. 15.2. 1986 en þau voru búsett í Reykjavík; Hrefna Ólafsdóttir, f. 30.10. 1927, d. 1994, húsfreyja i Akurgerði í Hrana- mannahreppi, var gift Guðmundi Sigurdórssyni, bónda þar. Foreldrar Jóns voru Ólafur Jóns- son, f. 22.2. 1888, d. 31.1. 1983, bóndi að Eystra-Geldingaholti, og k.h., Pálína Guðmundsdóttir, f. 27.6.1891, d. 28.9.1978, húsfreyja í Eystra-Geld- ingaholti. Ætt Ólafur var sonur Jóns, b. í Eystra-Geldingaholti, Ólafssonar, b. á Baugsstöðum, bróður Sigríðar, langömmu Ingigerðar, móður Guö- rúnar Helgadóttur rithöfundar. Önnur systir Ólafs var Margrét, móðir Brynjúlfs Jónssonar á Minna-Núpi. Ólafur var sonur Jóns, b. á Baugsstöðum, Einarssonar, og Sesselju, systur Guðrúnar, móður Ámunda á Sandlæk, ættföður Sand- lækjarætta og langafa Harðar Ágústssonar listmálara, Jóns Sig- urðssonar borgarlæknis og Sigur- laugar, móður Jóhanns Hjartarson- ar stórmeistara. Móðir Jóns í Eystra-Geldingaholti var Gróa Jóns- dóttir, b. á Hrygg í Flóa, Einarsson- ar, og Guðlaugar Helgadóttur, syst- ur Bjama, langafa Guðbjama, föður Sigmundar, fyrrv. rektors. Móðir Ólafs í Eystra-Geldinga- holti var Ingunn, hálfsystir Vigdís- ar í Miðdal, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur og ömmu Guð- mundar frá Miðdal, fóður Errós, Ara Trausta jarðfræðings og Egils Eirkitekts. Ingunn var dóttir Eiríks Hafliðasonar, b. i Vorsabæ á Skeið- um, bróður Elínar, langömmu Sig- urgeirs Guðmannssonar fram- kvæmdastjóra og Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. Bróðir Eiríks var Þorsteinn, langafl Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Móðir Ing- unnar var Ingveldur Ófeigsdóttir ríka á Fjalli, Vigfússonar, bróður Sólveigar, langömmu Guðríðar, ömmu Guðlaugs Tryggva Karlsson- ar. Móðir Ingveldar var Ingunn Ei- ríksdóttir, ættfóður Reykjaættar, Vigfússonar. Pálína, móðir afmælisbamsins, var dóttir Guðmundar, b. í Hólakoti í Hrunamannahreppi, ísakssonar, b. í Útey, Sigm-ðssonar. Móðir Guð- mundar var Pálína Pálsdóttir. Móðir Pálínu í Eystra-Geldinga- holti Vcir Guðrún, systir Gísla, afa Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Bróðir Guðrúnar var Valdimar, afl Haralds Jóhannsson- ar hagfræðings. Guðrún var dóttir Brynjólfs, hreppstjóra og dbrm á Sóleyjarbakka, Einarssonar, b. á Sóleyjarbakka, bróður Matthíasar á Miðfelli, langafa Haralds Matthías- sonar, menntaskólakennara á Laug- arvatni, föður Ólafs Amar alþm., föður Haralds pólfara. Matthías á Miðfelli var einnig langafi Stein- unnar, konu Steinþórs Gestssonar á Hæli og móður Gests Steinþórsson- ar, skattstjóra Reykjavíkur. Matthí- as var einnig langafi Jónu Gróu Sig- urðardóttur og Alfreðs Flóka. Einar var sonur Gísla, b. á Sóleyjarbakka, Jónssonar, b. á Spóastöðum, bróður Malínar, ömmu Magnúsar Andrés- sonar alþm. í Syðra-Langholti, afa Ágústs Helgasonar alþm. í Birting- arholti, afa Ólafs Skúlasonar bisk- ups og föðurbróður Ásmundar Guð- mundssonar biskups. Jón var sonur Guðmundar, ættföður Kópsvatns- ættar, Þorsteinssonar. Móðir Guð- rúnar í Hólakoti var Valgerður Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.