Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 29
 28 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 37 Helgarblað DV DV Helgarblað Svikin á Sóloni Sverrir Guðjónsson söngvari leysir frá skjóðunni um þaö sem raunverulega geröist bak viö tjöldin þegar stríðiö stóö um Sólon íslandus, þar sem hugsjónamenn og harösvíraðir viðskiptajaxlar tókust á um vinsælasta götuhorn bæjarins. Nýtur góðs af okkar starfi Við gátum aldrei fengið eigendur hússins i viðræður um markaðsvirði fyrirtækisins. Þess vegna fórum við þá örvæntingarleið í lok súmars að hætta að borga leiguna og frystum þannig leigu tveggja mánaða. Ég tek fram að viö höfðum greitt leiguna samvisku- samlega í átta ár. Þessar aðgerðir virt- ust ná eyrum eigendanna og í fram- haldinu var skrifað undir slit þessa samstarfs vegna óréttmætra samnings- loka. Það er enginn vafi á því að nýr en þó fyrrverandi framkvæmdastjóri, Sigurð- ur Helgason, nýtur án efa allra þeirra afslátta og viðskiptavildar sem búið var að byggja upp í kringum Sólon. Hans áætlanir sjást best i umsókn hans um vínveitingaleyfi þar sem hann lýsir fyr- irhuguðum rekstri á nýjum stað og seg- ir þar að nýr staður verði rekinn á svipuðum nótum og Sólon íslandus sem hafi verið starfræktur á þessum stað um átta ára skeið við góðan orðstír. Því miður virðist það viðskiptasiðferði sem þessi samskipti fela í sér vera að ná fót- festu í íslensku samfélagi." „Kjami málsins hefur ekkert með leiguna að gera, hvort hún sé okur eða ekki okur. Kjarni málsins er hvort leyfdegt sé að yfirtaka rekstur og viðskiptavild á þennan hátt án endurgjalds. Hvers konar réttlæti er það og hvers konar viðskiptasiðferði? Eina réttlætingin sem húseigend- umir geta sett fram er að við höfum ekki viljað ganga að upphaflegu til- boði þeirra og líta þá viljandi fram hjá því að í lok síðasta sumars var búið að ganga frá munnlegu heiðurs- mannasamkomulagi sem þau síðan hurfu frá. Ég hef ekkert við það að athuga þótt gamall draumur húseigenda ræt- ist um að opna kaffihús á eigin horni, en þá er það líka sanngimiskrafa að húseigendur geri það með reisn og greiði fyrir rekstur og viðskiptavild sem Sólon hefur byggt upp á 8 ára timabili meö ærnum kostnaði og fyr- irhöfn. Það eru eðlilegir viðskipta- hættir og þannig eiga kaupin sér stað á eyrinni. Það má líkja þessu við kvótaeign sem einhverjum hefur tek- ist að sölsa undir sig án þess að greiða fyrir og selur síðan í eigin nafni þegar honum sýnist svo.“ Stríðið um Sólon Þetta er inntakið í því sem Sverrir Guðjónsson söngvari hefur að segja um stríðið sem staðið hefur um kaffi- húsið Sólon íslandus i meira en ár. Þar hafa stríðandi fylkingar tekist á um yfirráð yfir besta götuhorni bæj- arins og hver ætti rétt á að reka kaffi- húsið vinsæla sem þar hefur verið síðustu átta árin. Fylkingunum hefur lostið saman á síðum dagblaða með reglulegu milli- bili, nú síðast þegar leit út fyrir að veitingamenn á Sóloni myndu hlekkja sig við bjórdælurnar og neita að yfirgefa húsnæðið þegar leigu- samningur þeirra rann út 1. október sl. Ekki kom til átaka því samkomu- lag náöist um að eigendur hússins greiddu leigutökum 5 milljónir í skaðabætur fyrir óréttmæt samnings- lok. Frá þeirri upphæð var dregin tveggja mánaða leiga sem leigjendur höfðu fryst. Það hvarflaði ekki að eig- endunum að með þessu vœru þeir að eigna sér rekstur og viðskiptavild Sólons og selja í eigin nafni. Einn þessara aðila bauð álitlega upphœð í húseignina sjálfa og hugð- ist þannig gleypa Sólon með húð og hári. Er þetta þjófnaður? En þýðir þetta að verið sé að stela rekstri og viðskiptavild frá rekstrarfélagi Sólons í krafti eign- arréttar? „Einhverjir myndu áreiðanlega kalla það svo. Staðreyndin er sú að á miðju síðasta ári stóðum við í löngum samningaviðræðum við húseigendurna um endurnýjun á leigusamningi. Samningur okkar var í gildi til 1. október 2000 en við vildum endumýja hann og gera til lengri tíma. Húseigendur lögðu fyrst fram tilboð sem fóf í sér 100 þúsund króna hækkun en við vor- um ekki sátt við lengd samnings- tímans. Þessar viðræður stóðu í nokkra mánuði og það var sér- kennilegt að hvert nýtt tilboð þeirra fól í sér hækkun frá fyrsta tilboði. Ástæðuna fyrir þessari einkenni- legu samningaaðferð kváðu húseig- endur vera þá að nokkrir aðilar væru áfjáðir í að reka veitingahús þarna á horninu og væru tilbúnir að greiða enn hærri leigu. Það hvarflaði ekki að eigendunum að með þessu væru þeir að eigna sér rekstur og viðskiptavild Sólons og selja í eigin nafni. Einn þessara að- ila bauð álitlega upphæð í húseign- ina sjálfa og hugðist þannig gleypa Sólon með húð og hári. Þetta varð til þess að við fengum á tilfinninguna að raunverulegt markmið samningaviðræðnanna væri að sigla þeim í strand og koma okkur þannig út úr húsi. Heiðursmannasamkomulag hélt ekki Á þessu gekk þar til í ágúst 1999 þeg- ar við höfðum náð samkomulagi við húseigendur um að leigan skyldi vera 750 þúsund á mánuði. Bæði ég og for- maður stjórnar ræddum við Svövu Björnsdóttur í síma þar sem hún full- vissaði okkur um að gengið yrði frá samningi innan nokkurra daga. Þegar átti síðan að ganga frá þessu með formlegum hætti var komið annað hljóð í strokkinn. Húseigendur höfðu tekið ákvörðun um að virða heiðurs- mannasamkomulag að vettugi og kváð- ust ætla að hefja eigin veitingarekstur í húsinu þegar þáverandi samningur rynni út. Vildu ekkí semja um neitt Þegar þessi ákvörðun lá fyrir áttum við von á því að húseigendur hefðu hug á því að semja við Sólon út frá mark- aðsvirði rekstrar og viðskiptavildar eins og venja er hjá öllum siðmenntuð- um þjóðum. Það gerðist ekki og hefur ekki gerst enn. „Kjarni málsins hefur ekkert með leiguna að gera, hvort hún sé okur eða ekki okur. Kjarni málsins er hvort leyfilegt sé að yfirtaka rekstur og viðskiptavild á þennan hátt án endurgjalds. Hvers konar réttlœti er það og hvers konar við- skiptasiðferði? Sólonistar rituðu þá ítarlegt bréf í september 1999 þar sem fjallað var um verðmæti fyrirtækisins og húseigendur beðnir að endurskoða afstöðu sína. Þeim varð ekki haggað og ein athuga- semd þeirra er minnisstæð: Getið þið bara ekki farið eitthvað annað? í leigusamningi rekstarfélags Sólons var ákvæði þess efnis að félagið hefði forleigurétt ef til þess kæmi að skipt yrði um rekstraraðila og húsnæðið leigt nýjum aðilum. Þannig hefði varla verið neitt athugavert við að eigendur hæfu sjálfir nýjan veitingarekstur á eigin kennitölu." Á mörkum þess löglega Svo fór þó ekki því þrír af eigendum húsnæðisins, Pétur og Svava Björns- börn ásamt Sigrúnu Kristínu Baldvins- dóttur frænku sinni stofnuðu eignar- haldsfélagið Fortis ehf. í samstarfi við Sigurð Helgason sem er einmitt fyrr- verandi framkvæmdastjóri Sólons ís- landusar og starfaði hjá fyrirtækinu í nokkur ár þar til á síðasta ári að hann hóf störf hjá-Agli Skallagrímssyni. Það var einmitt um líkt leyti og húseigend- ur ákváðu að endumýja ekki leigu- samning við rekstrarfélag Sólons. „Þetta er viðskiptasiðferði sem er á mörkum þess löglega. Það var verulegt áfall þegar við fréttum að okkar fyrr- verandi framkvæmdastjóri, sem gegnt hafði trúnaðarstörfum og meðal annars fylgst náið með samningaviðræðum, hefði smyglað sér bakdyramegin inn í rekstur og viðskiptavild Sólons án þess að greiða krónu fyrir. Við höfðum pata af því með vorinu að verið var að bera víurnar í starfsfólk okkar á Sóloni en vissum aldrei hverjir það voru. Eins og gefur að skilja er mjög erfitt að reka fyrirtæki við þessar aðstæður og afar sárt að sjá hvemig hægt er að grafa undan rekstri með slíkum aðferðum. Við sjáum dæmi um það í kringum okkur þegar staðir líkir Sóloni skipta um eigendur að þá selja menn rekstur og viðskiptavild þótt húsnæðið skipti ekki um eigendur. Þetta gerðist t.d. á Astró ekki alls fyrir löngu. Ustrænt kaffihús Saga Sólons íslanduars nær átta ár aftur í tímann þegar 20 aðilar, flest fólk úr lista- og tónlistarsamfélagi Reykja- víkur, tóku höndum saman og stofnuðu staðinn í húsnæðinu sem áður hýsti Málarann á homi Bankastrætis og Ing- ólfsstrætis. Að sögn Sverris var þetta að grunni til hugsjónastarf því fólki fannst vanta listrænt kaffihús í Reykja- vík þar sem andinn væri ræktaður í listrænt ögrandi umhverfi. Alfa tíð héngu upp málverk eftir ýmsa höfunda í aðalsalnum á jarðhæðinni en á efri hæðinni var rekið listagallerí árum saman. Því rými var á seinni árum breytt í Sölvasal sem er einnig sam- komusalur. Innangengt er af þriðju hæð hússins yfir í húsnæði íslensku óperunnar en eftir gerð samstarfssamn- ings milli Sólons og Óperunnar fékk Sverrir Guðjónsson kontratenór er einn þeirra sem stóðu að rekstri Sólons íslandusar í átta ár. „Kjarni málsins hefur ekkert meó ieiguna að gera, hvort hún sé okur eöa ekki okur. Kjarni málsins er hvort leyfilegt sé að yfirtaka rekstur og viöskiptavild á þennan hátt án endurgjalds. viöskiptasiöferöi?“ Bak viö Sverri er Sóla, tréstytta eftir Sæmund Valdimarsson, en styttan var verndardýriingur staðarins. DV-MYND: PJETUR Hvers konar réttlæti er þaö og hvers konar t - . DV-MYND: TEITUR Þetta hús hýsti áöur verslunina Málarann en hefur veriö heimili Sólons íslandus síðustu átta árin. Átökin um réttinn til þess aö reka veitingahús í húsinu endurspegla að þetta er talið eitt afbestu hornum bæjarins til slíks reksturs. „Þetta er viðskiptasiðferði sem er á mörkum þess lög- lega. Það var verulegt áfall þegar við fréttum að okkar fyrrverandi fram- kvœmdastjóri, sem gegnt hafði trúnaðarstörfum og meðal annars fylgst náið með samningaviðrœðum, hefði smyglað sér bak- dyramegin inn í rekstur og viðskiptavild Sólons án þess að greiða krónu fyrir. Óperan það rými leigt á lágmarksverði. Reksturinn gekk misvel eftir ámm og með tímanum urðu breytingar á sam- setningu hluthafahópsins og sjö félagar eignuðust um 70% hlutafjár. Það varð fljótt góð aðsókn að Sóloni og má segja að í kjölfarið hafi kaffihús- um sem jafnfram eru vínveitingahús fjölgað mikið og flóra slíkra staða í Reykjavík orðið mun fjölskrúðugri en hún áður var. Sólon var árum saman fastur viðkomustaður listafólks og sýn- ingargesta og naut þar nálægðarinnar við íslensku ópemna og Þjóðleikhúsið. Að ganga inn á Sólon skömmu eftir að sýningum lauk á þessum tveimur stöð- um var stundum eins og að vera kom- inn baksviðs 1 leikhúsinu sjálfu. Þetta hafði mikil áhrif á þann hóp sem sótti staðinn og einstök staðsetning jók á áhrifin. í höfuðið á Sölva Yfir öllu saman vakti síðan Sóla, tré- stytta eftir alþýðulistamanninn Sæ- mund Valdimarsson, sem alla tið stóð á bamum á Sóloni og gæti sagt frá ýmsu óprenthæfu hefði hún mál. Sóla er nú í fóstri hjá Sverri. Sólon íslandus var skírður i höfuðið á Sölva Helgasyni flakkara, listamanni og heimspekingi sem alþýðutrú 19. aldar taldi svo slyngan að sagt var að hann hefði reiknað bam í konu norður í landi. Sölvi Helgason fetaði aldrei troðn- ar slóðir og hirti lítt um það hvort hann uppskar hylli samtíðarmanna sinna. Að sögn Sverris er það engin tilvOjun að hann var valinn sem vemdardýrlingur staðarins. „Ég held að við öll sem komum að þessum rekstri gegnum árin lítum svo- lítið á Sólon Islandus sem persónu. Stað- urinn haföi persónuleika, hann fæddist 18. nóvember 1992, kl. 17.00, og um þess- ar mundir er verið að gera stjömukort fyrir hann. Fyrir okkur vom þetta ekki viðskipti heldur hugsjón." Rekstrarfélag Sólons yfirgaf hið éftir- sótta hom í Bankastræti 1. október sl. og hafði ekkert með sér nema minning- ar og reyndar nafn staðarins en nýr veitingastaður mun heita í húsi málar- ans. En liggur þá ekki beinast við að hópurinn snúi sér að öðrum veitinga- rekstri? „Það er í sjálfu sér óráðið. I þessum langvinnu og erfiðu samningaviðræðum misstum við svolítið móðinn en okkar baráttuþrek var að eflast mjög síðustu mánuði sem Sólon var i okkar umsjá. Við skoðuðum ýmsa aðra staði en fund- um ekkert sem féll að okkar þörfum. Við bíðum því í raun átekta en hvað sem við tökum okkur fyrir hendur þá er öruggt að við verðum ekki sporgöngu- menn.“ Aldrei troönar slóðir Sverrir Guðjónsson hefur aldrei farið beinlínis troðnar slóðir á sínum lista- mannsferli og hugtakið sporgöngumað- ur áreiðanlega mjög fjarlægt honum. Sverrir er alinn upp við tónlist, sonur Jakobínu Ebbu Guðmundsdóttur og Guðjóns Matthíassonar sem var um ára- bil vinsæll harmonikuleikari með sína eigin danshljómsveit. Sverrir varð fyrsta bamastjaman á íslandi þegar hann snemma á sjöunda áratugnum söng inn á plötu með hljómsveit Jans Moravek. Að minnsta kosti tvö þessara laga, Piparsveinapolki og Sonarkveðja, urðu gríðarlega vinsæl og voru ómissandi í fornum óskalagaþáttum Ríkisútvarpsins eins og Óskalögum sjúklinga, Á frivaktinni og fleiri. Þetta var á þeim tíma sem aðeins var eitt út- varp fyrir eina þjóð og allir hlustuðu og Sverrir varð miklu frægari en hann í raun kærði sig um. Leitin að réttu röddinni „Þetta var að mörgu leyti erfið reynsla en þó þroskandi. Ég mátti þola talsverða stríðni, hróp og köll á götum úti og þess háttar. Ég naut þess að eiga traustan vinahóp sem stóð vörð um mig og þar var þetta eðlilegasti hlutur í heimi. Þessi reynsla kenndi mér að meta vini mína að verðleikum." Sverrir tók sér hvíld frá tónlistariðk- un um hríð á gelgjuskeiði en hóf fljót- lega söng- og tónlistamám á ný. Hann var staðráðinn í að finna sér þá tónlist sem heillaði hann algerlega burtséð frá hugsanlegum vinsældum. Leit Sverris að sinni eigin rödd bar hann á vit ým- issa tónlistarstíla, i þjóðlagatónlist, í jassdeild FÍH þar sem hann fékk einn nemenda leyfi til þess að skilgreina röddina sem sitt valhljóðfæri með jass- spuna í huga en þáttaskil urðu á ferli hans þegar hann fékk hlutverk í söng- leiknum Chicago 1985 í Þjóðleikhúsinu. Þetta er eitt af lykilhlutverkum leiksins sem krefst þess að karlmaður syngi gríð- arlega háa tóna, nánast eins og kona. Flétta verksins krefst þess þó að karl- maður leiki hlutverkið en ekki kona en djúp altrödd ræður auðveldlega við það. „Þetta var geysilega skemmtilegt og má segja að þama hafi ég fundið mína eigin rödd sem er kontratenór. Ég fór i tíma hjá Ruth Magnússon söngkennara í þijá vetur og hún kenndi mér að beisla þessa nýju rödd út frá klassísku söng- námi. í kjölfarið ætlaði ég til útlanda í frekara nám en var þá boðið stórt hlut- verk í Vesalingunum sem gengu óskap- lega vel og lengi.“ Listamaður í kyrrþey? Sverrir fór síöan til söngnáms í ' Bretlandi 1988 og lærði auk þess svokallaða Alexanderstækni sem miðar að bættri líkamstjáningu sviðslistamanna og hefur síðan kennt slíka tækni í bland við radd- beitingu hér heima, bæði í leikhús- um landsins og við leiklistardeild Listaháskóla íslands. Samhliða þessu hefur hann ræktað eigin tón- listarferil og sungið inn á nokkra geisladiska en hann hefur einkum einbeitt sér að miðalda- og nú- tímatónlist. Geisladiskur Sverris, Epitaph, sem kom út fyrir tveimur árum, hlaut mikið lof bæði hér og erlend- is og meðal annars völdu gagn- rýnendur hins virta tímarits Gramophone hann sem einn eftir- lætisdiska síöasta árs. Nýlega kom út diskurinn Stokkseyri með tónlist Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar við ljóð Isaks Harðarsonar sem er skrifuð sérstaklega með sérstæða rödd Sverris í huga og hefur fengið mikið lof. „Mér finnst ákaflega gefandi að fá að vinna að nýrri tónlist. Ég vil helst geta einbeitt mér að fáum verkefnum og gefið mig 100% í þau og ég hef verið svo heppinn að fá að takast á við verk sem mega taka s langan tíma. Ég veit að það hljóm- ar eins og þversögn fyrir listamann en ég hef reynt aö halda mér til hlés og vinna frekar bak við tjöld- in.“ Meðvitaður elnfarl Auk þessa er Sverrir eftirsóttur viö upptökustjóm á klassískri tón- list en öfugt viö marga íslenska tón- listarmenn syngur hann ekki við brúðkaup og jarðarfarir fyrir salti í grautinn. Það helgast ef til vill af sérstæðri rödd hans en einnig af því hann er að mörgu leyti einfari í list sinni. Þetta birtist líka í sér- stæðu útliti hans og þegar Sverrir ,• vindur sér inn með sitt síða hár, flaksandi klæðnað og blá augu og stingandi er augljóst að þar fer maöur sem kærir sig lítt um að hverfa í fjöldann. „Ég hef alltaf viljað fara þá leið sem væri sönn fyrir mig. Þegar ég fann kontratenórinn vissi ég að þarna væri hljóðheimur sem mig langaði til að kanna tfl hlítar. Ég er eini íslenski söngvarinn sem fæst við þennan söng sem er nýlunda í íslensku tónlistarlífi og margir töldu að ég hlyti af þessum sökum að vera stórskrýtinn. Þetta hefur *- breyst því kontratenórar eru afar eftirsóttir söngvarar um víða ver- öld. Min tónlist er ekki hefðbundin og ég hef aldrei reynt að búa til söluvarning úr henni. Ég fór í gegnum það allt í æsku og reynslan sem ég fékk þá hefur nýst mér á ferli mínum sem lista- maður til þess að fara mínar eigin * leiðir." -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.