Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir Dómsmálaráðherra á fundi með Seltirningum í gærkvöld: Sólveig fylgist grannt með fikniefnadeildinni - og segir rannsóknir ekki líða fyrir fjárskort Líst vel á stærra álver Hervar Gunnars- son, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að áform Norðuráls um að stækka verk- smiðjuna í allt að 300 þúsund tonn leggist bara vel í fé- lagsmenn. Hins vegar hafi forráða- menn fyrirtækisins ekkert rætt þessi áform sín við félagið. - Visir segir frá. DV-MYND ING( Frá fundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráöherra, Gísli Pátsson, aöstoöaryfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, og Karl Steinar Valsson aöstoöaryflrlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík, ræddu um löggæslu og fíkniefni á Seltjarnarnesi og um land allt á fundi Sjálfstæöisfélags Seltirninga í gærkvöldi. „Við munum ekki láta rannsóknir mála stöðvast," sagði Sólveig Péturs- dóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, á fundi Sjáifstæðisfélags Seltiminga í gærkvöldi um löggæslu- og fikniefna- mál þar sem fjallað var meðal annars um forvamarstörf lögreglu, glæpi á Seltjamarnesi og niðurskurð hjá lög- reglu. Gestir fundarins vom Karl Steinar Valsson, aðstoðaryflrlögreglu- þjónn í Reykjavík, og Gísli Pálsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn Rikislögreglu- stjóraembættisins. Sólveig hefur sætt miklu ámæli að undanfömu, meðal annar vegna þess að hafa boðað átak í umferðarmálum en síðan ekkert gert. Á Alþingi í gær sótti stjórnarandstað- an hart að ráðherranum vegna lög- gæslumála og einnig vegna skipunar hæstaréttardómara þar sem gengið var fram hjá þremur konum. Rannsóknir stöðvast ekki „Aðalatriðið er að löggæslan á ís- landi er að bregðast við ógnunum á markvissan rnáta," sagði Sólveig. Hún ræddi um niðurskurð hjá lögreglunni en benti á að löggæsla á íslandi er sterk og sagði að brugðist yrði við ef fjárskortur bitnaði á rannsóknum flkniefnalögreglu. Eins og kunnugt er hefur yfirvinnubann verið vikum sam- an hjá fíkniefnalögreglunni í Reykja- vík vegna íjárskorts. „En það er alltaf nokkuð viðkvæmt og vandmeðfarið þegar rætt er um fjár- veitingar til löggæslu," sagði Sólveig. „Við verðum að sníða okkur stakk eft- ir vexti.“ Hún bætti þvi við að 1,7 pró- senta niðurskurður þætti ekki harka- leg krafa í fyrirtækjum á hinum al- menna markaði. „Ég mun fylgjast náið með flkni- efnadeildinni. Samkvæmt mínum upp- lýsingum eru mál sem þar eru í rann- sókn alls ekki í hættu en sjáist ein- hverjar blikur á lofti þar mun ég að sjálfsögðu bregðast við því,“ sagði Sól- veig. Gísli fjallaði um mikilvægi alþjóða- samvinnu flknefnalögreglu og tók sem dæmi að í fyrra var lagt hald á mikið magn fikniefna á Spáni vegna ábend- inga frá íslensku lögreglunni en senda átti efnið til Islands. Böm þekkja lögreglumenn Fram kom á fundinum að glæpa- tíðni á Seltjamamesi er mjög lág eða um tvö prósent af glæpatíðni Reykja- víkurborgar og hefur þessi tala ekki breyst mikið á síðustu tveimur árum. Miðað við önnur svæði í borginni em innbrot, þjófnaðir, flkniefnamál og lik- amsárásir fátíð þar. Fjórir hverfalög- reglumenn starfa á Seltjamamesi og í vesturbænum og sögðu fúndargestir það vera mikilvægt að bömin þekktu lögreglumennina. Karl Steinar talaði um útivistarreglur bama og samvinnu við foreldra sem hvoru tveggja hefur gefið góða raun en um þriðjungur Seltiminga er undir tvítugu. Fundargestir spurðu hvort hækka skyldi ökuréttindaaldurinn. Verið er að kanna þau mál og sagði Sólveig að engar upplýsingar sem hún hefur bendi til þess að slysum ungra öku- manna fækki ef ökuréttindaaldur er hækkaðm' upp í 18 ár. Jafnframt benti hún á að punktakerfið sem nú er í gildi virkar vel. -SMK Sleppibúnaðurinn í Ingimundi gamla: Einn af elstu Sigmundsgálgunum - eftirlitið er í höndum Siglingastofnunar, segir framleiðandinn Um borð í Ingimundi gamla HU-65, sem fórst á Húnaflóa 8, oktober sl., var einn gamall Sigmundsgálgi bakborðs- megin á brú skipsins en verið var að smíða undirstöður undir nýjan Olsen- búnað hjá Vélaverkstæði Karls Bemd- sen ehf. á Skagaströnd. Sveinn Garð- arsson vélstjóri sagði í DV í gær að sleppibúnaður hefði ekki virkað og hefur frásögn hans vakið mikla at- hygli. Garðar Garðarsson hjá Sigmund hf., framleiðanda búnaðarins í Vest- mannaeyjum, segir þennan gálga vera með þeim elstu sem framleiddir hafi verið. Búið er t.d. að skipta um þessa gerð í öllum Eyjaflotanum. „Búnaður- inn byggist á þrýstiflösku sem blæs út belg og getur jietta opnast sjálfvirkt eða handvirkt. Við erum búnir að framleiða þetta í næstum 20 ár, en efn- in í dag em betri en þau vom í upp- hafi. Þessi búnaður hefur alltaf staðist prófanir með sóma. Nú veit ég ekki hvemig viðhaldi var háttað, en eftirlit- ið er í höndum Siglingastofnunar. Við vitum því ekki hvort búnaðurinn hef- ur verið skoðaður eins og ætlast er til. Skipið var m.a. í Namibíu um tíma, að mér skilst. Einu sinni á ári á m.a. að skipta um lítið lofthylki og pillu sem bráðnar þegar hún lendir í sjó og ræs- ir sjálfvirkan búnað í brúnni. Það er því eitthvað skrítið ef þetta virkar ekki,“ segir Garðar Garðarsson. Gísli Snorrason hjá Vélaverkstæði KB segir að staðið hafi til að setja nýj- an Olsen-búnað um borð í Ingimund gamla. „Það var þó ekki búið að því. Ég var búinn að smíða festingu sem átti að setja stjómborðsmegin við brúna. Það var allt klárt og átti að fara í skipið við fyrsta tækifæri. Báturinn var með gamlan Sigmundsgálga bak- borðsmegin. Það var eini gálginn sem var um borð en annars vom bara þess- ar gömlu festingar fyrir björgunar- báta.“ Olsen-búnaðurinn byggist á því að gormur er notaður til að skjóta út Sjálfvirkur sleppibúnaður Ingimundur gamli var meö einn af elstu Sigmundsgálgunum sem framleiddir hafa veriö. bátnum. Síðan er „membra" á þeim búnaði sem losar bátinn sjálfvirkt ef skip sekkur. Karl Olsen, hönnuður þessa búnaðar, segir að þegar sé búið að setja 800 slíka um borð í íslensk skip. Hann segir að skip eigi ekki að fá haffærisskírteini nema sleppibúnaður sé í lagi. Svokallaður Varðeldsbúnaður er sá nýjasti á markaðnum og byggist á nú- tíma tölvutækni og notkun sprengi- hleðslu til að skjóta bátnum út. Þor- bjöm Á. Friðriksson er hugmynda- smiðurinn á bak við Varðeldsbúnað- inn. „Þessi búnaður er sá eini nýi á markaðnum og byggist á tölvubúnaði og nútíma skynjara. Síðan er knýiefni notað til að kasta bátnum út. Þetta er hátæknibúnaður sem á ekkert skylt við þann búnað sem fyrir er á mark- aðnum nema nafnið eitt. Hægt er að stilla þennan búnað á ýmsan hátt. Líka er hægt að láta búnaðinn sleppa fanga- linu björgunarbáts ef því er að skipta.“ -HKr. Byggingastaölar dugðu ekki Eftir rannsókn Suðurlandsskjálft- anna í sumar segja vísindamenn ljóst að núgildandi byggingastaðlar virðist ekki halda á sérstökum áhrifasvæðum í kringum upptök skjálftanna. - Dagur segir frá. Vill banna TBT Alþjóða siglingamálastofnunin hyggst beita sér fyrrir banni á notk- un tríbúttýlin, TBT, í skipamáln- ingu. Efnið hefur valdið vansköpun og ófrjósemi í sjávardýrum í höfn- um í Danmörku og fttinst í viðlíka mæli í stærri höfnum hérlendis. - RÚV segir frá. ísland fyrirmynd Færeyja Færeyingar gera sér vonir um að efla samstarf við íslendinga í ferða- þjónustu og fá jafnframt fleiri ís- lendinga til landsins. Kent L. Christensen, sölu- og markaðsstjóri Atlantic Airways, segir bjart fram undan í færeyskri ferðaþjónustu. - Dagur segir frá. Varnarsamningur Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra á ekki von á að miklar breyting- ar verði í bráð á störfum vamarliðs- ins á Keflavíkur- flugvelli, en vamar- samningur ísalnds og Bandaríkjanna rennur út í vor. - RÚV segir frá. Verðbólga í Evrópu Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum hækkaði um 0,6% í september, sem er meiri hækkun en orðið hefur um langt skeið og þrefalt meira en samræmda vísital- an fyrir ísland hækkaði i sama mánuði. Tólf mánaða hækkun er 2,5% sem er nær tvöfalt meiri hækkun en næstu tólf mánuði þar á undan. - Dagur segir frá. Skotar úr landi Um helgiha kom til átaka í slátur- húsi Goða á Hvammstanga á milli breskra og íslenskra starfsmanna. Skoti dró upp hníf og hafði í hótun- um. Hann var handtekinn og send- ur úr landi ásamt öðrum félaga sín- um. - RÚV segir frá FÍB trygging FÍB trygging hefur tímabundið hætt að taka við umsóknum um nýj- ar tryggingar á bilum þar sem kvóti sem samið var um við Lloyd’s í Lundúnum fyrir árið 2000 er búinn. Dalvík: Barn fyrir bíl Fimm ára gömul telpa varð fyrir bíl á bílastæði verslunarinnar Strax á Dalvík um sexleytið á þriðjudaginn. Telpan kom hlaupandi í áttina að bil á ferð og tókst bílstjóranum að stöðva bifreiðina en telpan hljóp áfram og skall á henni. Hún fékk höfuðáverka og heffahristing við þetta og var flutt með sjúkrabil á Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri þar sem hún var lögð inn til frekara eftirlits. Barnið var þó ekki talið alvarlega slasað. -SMK Höfundur óhróöursbæklingsins: Framsóknarmadur í opinberu starfi „Ég er að vinna í því að telja mann- inum hughvarf og fá hann til að stíga fram,“ sagði Valdimar Jóhannesson í Frjálslynda flokknum sem borið er á brýn að vera höfundur og hafa látið prenta óhróðursbæklinginn um Fram- sóknarflokkinn fyrir síðustu kosning- ar. „Hér er um að ræða framsóknar- mann í opinberu starfi og hann er skít- - segir Valdimar Jóhannesson hræddur. Sjáifúr verða hálshöggvinn," sagði Valdimar mun ég ekki upp- Jóhannesson í gær. lýsa hver hann er Hlöðver Kjartansson, lögmaður í og sist af öllu leiða Hafnarfirði og miðstjómarmaður i hann fram á þann Frjálslynda flokknum, hefúr staðfest vettvang þar sem orð Gunnars Inga Gunnarssonar hann óttast að læknis að Valdimar hafi sjálfúr unnið að gerð bæklingsins og ábyrgst prentkostnaðinn -EIR Valdimar Jóhannesson. Útibúum fækkar Á síðustu tveim- ur árum hefur úti- búum Landsbanka íslands fækkað um 10 eða úr 65 í 55. Er það m.a. vegna sölu útibúa og samein- ingar stærri útibúa á höfuðborgarsvæð- inu. Þá hefur starfsfólki í almenn- um bankastörfum fækkað um 100 á sama tíma. Halldór J. Kristjánsson bankastjóri segist vænta mikils af sameiningu Landsbanka og Búnað- arbanka. - Mbl. segir frá. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.