Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 Ættfræði___________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson > 80 ára_________________________________ Valgeröur Jónsdóttir, Skjólvangi Hrafnistu, Hafnarfiröi. Margrét Guömundsdóttir, Iðu 1, Selfossi. 75 ára_________________________________ Elí Jóhannesson, Skjólbraut la, Kópavogi. Torfi Kristinn Jónsson, Mosabaröi 6, Hafnarfiröi. 50 ára_________________________________ Valdimar Ingibergur Þórarinsson, Gnoöarvogi 28, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í sal Húnvetningafélagsins í Skeifunni 11 (fyrir ofan þvottahúsið Fönn), föstud. 20.10. milli kl. 18.00 og 21.00. Guörún Ögmundsdóttir, Stangarholti 24, Reykjavík. Ida Wanjiru Jóhannesson, Rekagranda 3, Reykjavík. Guörún L. Erlendsdóttir, Sogavegi 206, Reykjavík. Wlodzimierz Andrzejczak, Hlíðarvegi 37, Kópavogi. Suwan Sornyu, Þverbrekku 2, Kópavogi. Einar Kristján Jónsson, Austurgötu 45, Hafnarfiröi. Stefanía Björg Einarsdóttir, Selsvöllum 7, Grindavík. Siguröur Gunnarsson, Kjarrholti 3, ísafirði. Matthías L Sigursteinsson, Garöabyggð 16b, Blönduósi. 40 ára_________________________________ Gunnar Jóhann Birgisson lögmaður, Flókagötu 62, Reykjavík. Rúna Baldvinsdóttir, Aöalstræti 9, Reykjavík. Anna Kristín Stefánsdóttir, Melgeröi 8, Reykjavík. Sólrún Ingimundardóttir, Kjarrhólma 30, Kópavogi. Helga Gunnarsdóttir, Lautasmára 5, Kópavogi. Ingunn Bernótusdóttir, Lækjasmára 8, Kópavogi. Alison Mary Anna Mills, Skrúöhömrum, Tálknafiröi. Arngrímur Jónsson, Skógarhólum 24, Dalvík. Sigurjón Valdimar Jónsson, Hrauntjörn 5, Selfossi. Náðu forskotS í vlðskiptuin visir.is Notaðu víslfíngurinn! Andlát Böðvar Jóhann Guömundsson frá Þing- eyri, lést aöfaranótt laugard. 14.10. Siguröur Óskar Jónsson bakarameistari lést aöfararnótt mánud. 16.10. Jón Hilmar Sigþórsson húsasmiöur, Drekavogi 20, Reykjavík, lést á Land- spítalanum viö Hringbraut mánud. 16.10. Anna S. Þórarinsdóttir, áöur til heimilis í Ferjuvogi 17, andaðist á elliheimilinu Grund, mánud. 16.10. Sesselja Davíösdóttir, Álfalandi 5, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánud. 16.10. Laura van Beveren lést á heimili sínu í Pecuannock í N.J. I Bandarikjunum miö- vikud. 11.10. Ólafur Guöjón Ársælsson, Brekkustíg 17, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjud. 17.10. DV Sjötugur Aðalsteinn Gíslason vélfræðingur í Reykjavík Aðalsteinn Gíslason vélfræðing- ur, Fornastekk 1, Reykjavík, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Aðalsteinn fæddist á Seyðisflrði og ólst þar upp. Hann lauk barna- og miðskólaprófi á Seyðisfirði 1945, var í iðnskólanámi í Neskaupstað og í Reykjavík, lauk sveinsprófi í rennismíði frá Vélaverkstæði Pét- urs Blöndals á Seyðisfirði 1950, vél- skólaprófi 1953 og frá rafmagnsdeild ári síðar. Aðalsteinn var kyndari og vél- stjóri á togara sumarið 1952, smyrj- ari á flutningaskipi sumrið 1953, vélstjóri á skipum SÍS 1954-64 og var síðan vélfræðingur hjá Varnar- liðinu til 1999 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Aðalsteinn átti sæti í stjórn Vél- stjórafélags íslands og gegndi öör- um trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann hefur skrifað greinar og sögur í blöð, einkum sjómannablöð. Fjölskylda Aðalsteinn kvæntist 8.6. 1957 Kristinu Jóhönnu Hólm, f. 17.7.1934 húsmóður. Hún er kjördóttir Jörg- ens Sofusar Hólm, f. 11.3.1899, d. 7.7. 1998, og k.h., Sigurbjargar Gunnars- dóttur Hólm, 17.6. 1907, d. 26.2. 1963, húsmóður. Móðir Jóhönnu var Anna Bjamadóttir frá Reyðarfirði en faðir hennar var Páll Einarsson úr Fljótum. Böm Aðalsteins og Jóhönnu eru Rúnar Jörgen, f. 17.10. 1957, flug- virki í Reykjavík, kvæntur Sigríði Ástu Árnadóttur flugfreyju og er sonur þeirra Árni Aðalsteinn; Bára, f. 24.2.1959, þroskaþjálfi í Reykjavík en böm hennar em Eydís Edda, f. 1985, og Oddur, f. 1987; Sigurbjörn Gísli, f. 25.9. 1963, kvikmyndagerð- armaður, en sambýliskona hans er Kristín Gísladóttir leiklistarkona; Gunnar Kolbeinn, f. 11.4. 1969, flug- virki í Reykjavík, en sambýliskona hans er Þórunn Gísladóttir nemi. Alsystkini Aðalsteins: Margrét, f. 30.10. 1923, húsmóðir í Reykjavík, gift Pétri Blöndal forstjóra; Guðmundur, f. 17.12. 1926, fyrrv. bankafulltrúi á Seyðis- firði, nú í Kópavogi, kvæntur Jónhildi Friðriksdóttur; Hólmfríður, f. 17.7. 1928, fyrrv. talsímavörður í Reykjavík. Hálfsystkini Aðalsteins, samfeðra; Arnór, f. 9.1. 1911, d. 1992, skipstjóri í Reykja- vik, var kvæntur Petru Ás- mundsdóttur; Stefán, f. 1912, d. 1942, verslunarmaður; Gunnar, f. 5.4. 1914, fyrrv. prófastur og alþm. í Glaum- bæ í Skagafirði, kvæntur Ragnheiði Ólafsdóttur; Ragn- ar, f. 1916, d. 1936; Hrefna, f. 4.6.1918, húsmóðir á Seltjarn- arnesi, ekkja Birgis Thoroddsens skipstjóra. Foreldrar Aðalsteins: Gísli Jóns- son, f. 15.9. 1882, d. 29.6. 1964, versl- unarmaður á Seyðisfirði, og s.k.h., Guðrún Guðmundsdóttir, f. 6.11. 1898, d. 26.10. 1980, húsmóðir. Aðalsteinn verður að heiman. Fimmtug Anna Káradóttir deildarstjóri við Húsaskóla Anna Káradóttir, deildarstjóri í sérkennslu við Húsaskóla, Miðhús- um 5, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Anna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í Réttarholtsskól- anum, lauk kennaraprófi frá KÍ 1971, sérkennaraprófi frá KHÍ 1974 og sótti sumamámskeið við lýðhá- skólann Vallekilde á Sjálandi í Dan- mörku 1975. Anna var kennari við Barnaskól- ann í Stykkishólmi og Iðnskólann í Stykkishólmi 1972-73, við Laugar- nesskóla í Reykjavík 1974-76, við Brobergskole í Árósum 1976, Tarm kommuneskole í Tarm á Vestur-Jót- landi 1977, Finsensgadeskole í Árós- um 1977-78, Frydenlundskole í Ár- ósum 1978-79, íslendingaskólann í Árósum 1979-80, við Seljaskóla í Reykjavík 1980-92, við Húsaskóla frá 1992 og er þar nú deildarstjóri sérkennslu. Anna starfaði í mörg sumur við hóte- og skrifstofustörf. FJölskylda Anna giftist 7.7. 1978 Karsten Iv- ersen, f. 11.7. 1948, tæknifræðingi. Hann er son- ur Niels Ger- manns Iver- sens, rann- sóknarlög- reglumanns í Danmörku, og k.h., Agnesar Iversen, f. Andersen, klæð- skera og handmenntakennara. Börn Önnu og Karstens eru Bjarki Þór Iversen, f. 1.5. 1979, há- skólanemi í Reykjavík; Kjartan Víf- ill Iversen, f. 18.4. 1982, mennta- skólanemi; Margrét Agnes Iversen, f. 18.1. 1987, grunnskólanemi. Systkini Önnu eru Katrín Sigríð- ur Káradóttir, f. 30.6. 1941, húsmóð- ir í Grindavík; Stefán Amar Kára- son, f. 30.6. 1944, tæknifræðingur og kennari í Reykjavík. Foreldrar Önnu: Kári ísleifur Ingvarsson, f. 8.3. 1915, húsasmíða- meistari í Reykjavík, og k.h., Mar- grét Stefánsdóttir, f. 13.8. 1912, d. 26.4. 1993, húsmóðir. Kári var sonur Ingvars Péturs, b. og trésmiðs i Framnesi í Rangár- vallasýslu, Jónssonar. Margrét var systir Sigurkarls, dósents í stærðfræði, dóttir Stefáns Eyjólfssonar, b. á Kleifum, og Önnu Eggertsdóttur. Attræð Gunnlaug Hannesdóttir húsmóðir og yogaleiðbeinandi Gunnlaug Hannesdótt- ir, húsmóðir og yogaleið- beinandi, Langholtsvegi 92, Reykjavik, er áttræð í dag. Starfsferill Gunnlaug fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdents- prófi frá MR 1940. Gunnlaug var ritari hjá sakadóm- ara ríkisins 1940-44. Hún stundaði síðan lengst af heimilisstörf en hef- ur auk þess verið yogaleiðbeinandi frá 1969. Gunnlaug hefur verið búsett að Langholtsvegi 92 í fimmtíu ár þann 1.12. nk. Fjölskylda Gunnlaug giftist 11.11. 1944 Jóni Þórarinssyni, f. 8.11. 1919, d. 16.9. 1975, lyfsala í Lyfjabúðinni Iðunni í Reykjavík. Hann var sonur Þórar- ins Kristjánssonar, f. 27.7. 1886, d. 19.6. 1943, verkfræðings og hafnar- stjóra í Reykjavík, og k.h., Ástríðar Hannesdóttur Hafstein, f. 30.8. 1893, d. 6.12. 1985, húsmóðir. Böm Gunnlaugar og Jóns eru Þórarinn Jónsson, f. 9.6. 1948, d. 27.10. 1967, nemi við MR; Anna Kristrún Jónsdóttir, f. 29.1. 1952, lyfjafræðingur í Borgar- apóteki í Reykjavík og fyrrv. borgarfulltrúi, en maður hennar er Baldur Óskarsson framkvæmda- stjóri og á hún fjögur böm með fyrri manni sín- um, Þorvaldi Gunnlaugssyni; dr. Hannes Jónsson, f. 12.5. 1957, pró- fessor í eðlisfræði við Hí og Uni- versity of Washington í Seattle í Bandaríkjunum. Systkini Gunnlaugar eru Jóna Svanhvít Hannesdóttir, f. 14.11.1911, húsmóðir, búsett í Reykjavik; Gunn- ar ísberg Hannesson, f. 28.11. 1916, verslunarmaður, búsettur í Reykja- vík; Ólafur ísberg Hannesson, f. 8.10. 1924, lögfræðingur, búsettur í Njarövík og fyrrv. fulltrúi lögreglu- stjórans á Keflavikurflugvelli. Foreldrar Gunnlaugar voru Hannes Eyjólfur Ólafsson, f. 20.6. 1877, d. 1960, kaupmaður í Reykja- vík, og Kristrún Gunnarsdóttir, f. 8.9. 1887, d. 1963, húsmóðir. Sextugur Reynir Björnsson starfsmaður SPRON Reynir Bjömsson, hús- gagnasmiðameistari og starfsmaður hjá SPRON, Garöhúsum 49, Reykja- vík, varð sextugur í gær. lengi við húsasmíðar. Hin síðari ár hefur hann hins vegar starfað í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Fjölskylda Reynir kvæntist 24.7. 1960 Amdísi S. Halldórs- dóttur, f. á Akranesi 30.6. 1938, húsmóður. Böm Reynis og Arndísar eru Sig- rún Elfa Reynisdóttir, f. 21.1. 1961, eiginmaður hennar er Ingólfur IStarfsferilll Reynir fæddist á Hólmavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði húsgagnasmíði í Reykjavík og lauk prófum i þeirri iðngrein. Að námi loknu starfaði Reynir Guðnason, f. 12.8. 1956, og eru böm þeirra Svanhvít Lilja, f. 9.1. 1983, Reynir Amar, f. 2.3. 1986, og María Sól, f. 26.8. 1991; Halldór Már Reyn- isson, f. 8.12. 1962, en eiginkona hans er María Aletta Margeirsdóttir og eru böm þeirra Fjóla Dögg, f. 5.1. 1985, og Hlynur Smári, f. 2.1. 1988; Hulda Rún Mortensen Reynisdóttir, f. 30.3. 1973, en eiginmaður hennar er Már Mortensen Óskarsson og er dóttir þeirra Amdís Nína Morten- sen, f. 13.1. 1998. Reynir er yngstur sjö systkina. Systkini hans eru Sigurbjöm Bjömsson, f. 15.6. 1925, d. 27.5. 1935; Ragnheiður Guðmunda Björnsdótt- ir, f. 3.9. 1926, en eiginmaður henn- ar er Skarphéðinn Ámason, f. 31.3. 1924; Lúðvík Bjömsson, f. 26.10. 1928, en eiginkona hans er Jóhanna Ásdís Sophusdóttir, f. 23.12. 1931; Fanney Bjömsdóttir, f. 2.8. 1930, en eiginmaður hennar er Halldór Tryggvi Ólafsson, f. 20.1. 1932; Vig- dís Björnsdóttir, f. 11.3. 1932, en eig- inmaður hennar er Áskell Jónsson, f. 4.7. 1924; Sigurbjörg Bjömsdóttir, f. 11.8. 1935, en eiginmaður hennar er Jón Sturluson, f. 21.10. 1932. Foreldrar Reynis voru Bjöm Guð- mundsson, f. 25.9. 1903, d. 27.1. 1980, og Sigrún E. Björnsdóttir, f. 28.2. 1899, d. 13.12. 1983. Þau hjónin verða að heiman á afmælisdaginn. Mcrkír Islciulingar Benjamín H.J. Eiríksson, hagfræðingin’ og bankastjóri, hefði orðið niræður í dag. Hann var sonur Eiríks Jónssonar, bónda og sjómanns í Hafnarfirði, og k.h., Solveigar Guðfinnu Benjamínsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1932, nam í Berlín, Stokkhólmi og Moskvu, lauk prófum í slavneskum málum og bókmenntum í Uppsölum, prófi í hag- fræði og tölfræði frá Stokkhólmshá- skóla, MA-prófi í hagfræði og stjóm- málafræði í Bandaríkjunum, og Ph.D.- prófi í hagfræði frá Harvard University. Benjamín var starfsmaður Alþjóðagjald- eyrissjóðsins 1946-51, ráðunautur ríkis- stjórnar Islands 1951-53 og bankastjóri Fram- kvæmdabanka íslands 1953-65. Þá sagði hann Benjamín H.J. Eiríksson starfi sínu lausu og sinnti ekki opinberum störfum eftir það. Benjamín var sá sérfræðingur, ásamt Ólafi Bjömssyni prófessor, sem ráðlagði róttækustu framfarir sem orðið hafa hér á landi I efiiahags- og gjaldeyrismálum, við upphaf Viðreisnarstjómarinnar. Ævi hans var viðburðarík og samofinn stórviðburðum aldarinnar. Hann var vitni að fullveldistökunni við Stjómar- ráðshúsið 1. desember 1918, stóð nokkra metra frá Hitler við valdatöku hans 1933, sá Stalín í Moskvu 1936 og missti unnustu sína og dóttur í klæmar á sov- ésku leyniþjónustunni. Ævisaga hans, rituð af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, kom út 1996. Benjamín lést 23. júlí 2000. Jarðarfarir Amór Karlsson, Birkihlíö 16, Sauðár- króki, veröurjarðsunginn frá Sauöár- krókskirkju laugard. 21.10. kl. 11.00. Bragi Sigurðsson, blaðamaöur og lög- fræöingur, lést á heimili sínu föstudag- inn 13.10. Jarðarförin fer fram frá Dóm- kirkjunni föstud. 20.10. kl. 10.30. Bára Sigfúsdóttir, Bjargi viö Mývatn, veröur jarösungin frá Reykjahlíöarkirkju, föstud. 20.10. kl. 15.00. Jarðarför Ingibjargar Jóhannsdóttur, Hrafnistu, Reykjavík, fer fram frá Ás- kirkju föstud. 20.10. kl. 15.00. Guðrún Þórarinsdóttir, fyrrv. prófastsfrú, Saurbæ, Hvalfjaröarströnd, veröurjarð- sungin frá Dómkirkjunni föstud. 20.10. kl. 15.00. Útför Sigurlaugar Jónu Hallgrímsdóttur, Flatahrauni 16a, Hafnarfiröi, veröur frá Hafnarfjaröarkirkju 19.10. kl. 15.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.