Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjómarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og piötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum lyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fáokun eykur kostnað Samhengi kostnaðar og tekna er óbeint og takmarkað, hvort sem samkeppni ríkir eða ekki. Samkeppni styðst þó við þetta samhengi, þegar fyrirtæki þróa aðferðir til að lækka kostnað sinn og síðan verð afurða sinna til að geta lækkað verðið og náð betri markaðshlutdeild. Þegar eitt fyrirtæki er komið með meira en helmings markaðshlutdeild á sínu sviði, svo sem sameinaður Landsbanki og Búnaðarbanki í almennum bankaviðskipt- um, hætta samkeppnislögmál að virka og við taka fáokun- arlögmál, sem við þekkjum betur úr ríkisrekstri. Hvort sem ríkir samkeppni eða fáokun, þá miðast tekj- ur í rekstri síður við kostnað heldur en mat á því, hvað markaðurinn þolir. Þannig koma nýjar uppfmningar yfir- leitt inn á markað á tiltölulega háu verði, sem lækkar síð- an, þegar aðrir koma í kjölfarið og samkeppni eykst. Sagan segir okkur, að einokun uppfinningamannsins breytist smám saman i samkeppni markaðsþjóðfélags, sem síðan breytist smám saman með samruna í fáokun. Mikilvægir þættir íslenzks athafnalífs eru komnir á þetta síðasta stig fráhvarfs frá markaðsbúskap. Bankamir verða komnir á lokastig þessa ferils, þegar Landsbankinn og Búnaðarbankinn sameinast. Við þekkj- um ekki dæmi þess í útlöndum, að slík sameining hafi verið viðskiptamönnum til hagsbóta. Þvert á móti hefur hún reynzt leiða til verðhækkana á þjónustu. Stuðningsmenn sameiningarinnar segja, að með henni náist hagræðing, sem leiði til minni heildarkostnaðar, er síðan geti skilað sér í minni mun á innlánsvöxtum og út- lánsvöxtum, þannig að bankinn taki minna í sinn hlut í vaxtamun. Þessi firra styðst ekki við neina reynslu. Þvert á móti leiðir sameining bankanna til þess, að þeir geta betur en áður sett viðskiptamönnum sínum stólinn fyrir dymar. Sameiningin mun ekki leiða til þess að nýja báknið þurfi minna í sinn hlut og geti minnkað vaxtamun- inn. Þvert á móti mun græðgi báknsins aukast. Við þekkjum þetta ferli af lögmálum Parkinsons og Pét- urs. Alltaf er matsatriði, hver skuli vera kostnaður í rekstri. Ráðamörmum ríkisfyrirtækja og fáokunarfyrir- tækja finnst jafnan, að þeir þurfi meiri tekjur og beita ráð- andi markaðsstöðu sinni til að afla þeirra. Gróðabilið, sem myndast við þetta, er síðan fyllt upp með kostnaði. Ráðnar era silkihúfur hver upp af annarri. Sérhver starfsmaður reynir að fylla tómarúm aðgerðaleys- is með athöfnum, sem hafa ekkert rekstrarlegt gildi, en gefa þá tilfinningu, að menn séu önnum kafnir. Þetta gerist einmitt vegna hins vanmetna hagfræðilög- máls, að samhengi tekna og kostnaðar er yfirleitt lítið og óbeint, en samhengið er aftur á móti yfirleitt mikið og beint milli tekna annars vegar og hins vegar mats á því, hvað markaðurinn þolir við aðstæður hverju sinni. Þetta ættu allir að vita, sem kalla sig hagfræðinga, við- skiptafræðinga eða fjármálafræðinga. Samt hefur ótrúleg- ur fjöldi þeirra lýst yfir stuðningi við fyrirhugaða samein- ingu Landsbankans og Búnaðarbankans, sumir af hreinni fáfræði, en aðrir í vondri trú og hagsmunagæzlu. Með sameiningu tveggja helztu stofnana almennra bankaviðskipta er rikið enn að efla fáokun sem sérkenni íslenzks atvinnulífs. Ríkisstjómin er að staðfesta, að hún vilji bankafáokun til hliðar við benzínfáokun, tryggingafá- okun, flugfáokun, orkufáokun og símafáokun. Viðskiptamenn bankanna munu tapa á sameiningunni. Vaxtamunur mun aukast til lengdar, því að reynslan sýn- ir að algild lögmál fáokunar láta ekki að sér hæða. Jónas Kristjánsson DV Olíuleit við ísland á réttri braut Sá mikli áhugi sem fram hefur komið í aðsendum greinum til DV gegnum tið- ina um olíuleit við ísland hef- ur ekki farið fram hjá lesend- um blaðsins. Hinn 29. októ- ber 1996 lögðum við, sex þing- menn . Sjálfstæðisflokksins, fram á Alþingi þingsályktun- artillögu um markvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas fyndist á landgrunni íslands. Og þann 7. maí 1997 skilaði iðnaðamefnd Alþingis mál- inu frá sér og mælti með samþykkt þess með eftirfarandi texta: „Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra að skipa starfshóp með þátttöku vísinda- manna er meti hvort rétt sé að hefja markvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas finnist á landgrunni Islands. Hópurinn meti sérstaklega þau svæði á landgrunninu sem fyrirliggjandi rann- sóknir benda til að líklegust séu til að geyma olíu eða gas.“ Þannig var tillag- an samþykkt á Alþingi 13. maí 1997. Starfshópur skipaður Þann 29. september 1997 skipaði þá- verandi iðnaðarráðherra átta manna starfshóp undir formennsku dr. Svein- bjöms Bjömssonar prófess- ors. Var hópnum falið: 1. Að meta hvort ætla megi að tæknilegar og fjárhagsleg- ar forsendur séu til olíu- vinnslu á þeim svæðum land- grunnsins sem fyrirliggjandi rannsóknir benda til að lík- legust séu til að geyma olíu eða gas. 2. Að gera tillögur um kynningu á þessum svæðum til að efla áhuga innlendra og erlendra aðila á svæðunum. Þann 15. júní 1998 skilaði starfshópurinn af sér með ítarlegum tillögum um framhald málsins (sjá út- gefna skýrslu iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins, „leit að olíu við ísland og á nálægum hafsbotni", frá október 1998). í fyrmefndri skýrslu era einnig nið- urstöður óháðs ráðgjafa, Anthony Ge- orge Dor, Statoil (UK), sem starfaði fyr- ir nefndina, en þar kemur m.a. fram að almennar olíulíkur í Tjömesbrotabelt- inu séu 12% eða 1 á móti 8. Skýrt gengið frá eignarrétti í maí sl. kynnti iðnaðarráðherra frumvarp til laga um olíuleit og olíu- vinnslu, þ.e. um leit, rannsóknir og „Nauðsyn er á að löggjöf sé sett hér á landi eins og er á hinum Norðurlöndunum, m.a. til þess að erlend fyrir- tœki fáist til að fjármagna leit að olíu og gasi á land- grunni íslands. “ Almennar olíulíkur í Tjömesbrotabelt- inu eru 12%, eða 1 á móti 8. Spilling hjá verkalýðsfélögum í sumar gerðist það að einum verkalýðsforingja var vikið frá störf- um og það í veikindafríi að því er séð varð, en það er eitt af grunnatrið- um í kjarasamningum að það er ekki hægt. Ég, eins og aðrir, hef talið að þegar við kjósum fulltrúa til að höndla með félagið okkar séum við að kjósa til árs í senn. Ef okkur lík- ar ekki við forystuna eða einhvem innan hennar, kjósum við annan að ári. Þó svo að formaðurinn gerist starfsmaður félagsins hlýtur ráðn- ingin að vera til eins árs í senn, ann- að væri ólög, því ekkert félag hefur tvo formenn. Hið sama hlýtur að gilda þótt for- maðurinn verði síðan kosinn til æðri „Ég hef, eins og aðrir, talið að þegar við kjósum full- trúa til að höndla með félagið okkar séum við að kjósa til árs í senn. Ef okkur líkar ekki við forystuna eða ein- hvern innan hennar kjósum við annan að ári. “ Með og á móti metorða og gerist launaður stjómarmaður í samtökum einhverrar félagaheildar, að þegar árið er á enda sé hans timi útrunninn nema um umboð sé endumýjað. Fimmföld árslaun í líf- eyrl Sjaldan hefur heyrst um annað eins klúður og það er átti sér stað þegar formaður var settur af og það af eigin félögum. í þokkabót var reiknaður ríflegur lífeyrir úr sjóðum launa- lægstu stéttum landsins og samtök- um launafólks, lífeyrir sem nánast er á við fimmfóld árslaun verka- manns, sem jafnframt er umbjóðandi þessara manna. Ekki efast ég um að þeir hafi ekki getað, samvisku sinn- ar vegna né ímyndar um eigið ágæti, metið félaga sinn til lægra verðs. Þetta eru góð laun sem enginn i sam- tökum launafólks myndi fúlsa við. Mér er spurn: Er eitthvað í lögum félaganna eða samtakanna sem leyf- ir slíkt? Ef svo er ekki, hver getur tekið þessa ákvörðun og borið á henni ábyrgð? Þetta er hneyksli og er langt frá því að vera til eftir- breytni en verður að skoðast sem víti til vamaðar og má ekki endur- taka sig. Hver metur launin? Aftur á móti beinir þetta sjónum að þeim einstaklingum sem eru að höndla með sjóði félaganna, hvort menn þar á bæ séu orðnir siðblindir eða kærulausir um þá „ábyrgð" sem þeir hafa. Getur verið að þarna sé á ferðinni spiUing og að menn hafi Atli Hraunfjörð má/ari verið of lengi einráðir og orðnir öruggir með sig og störf sín? Þar sem grasrót- arfélögin gátu eða vildu ekki endumýja forystuna hjá sér, var þá ekki einfald- ast I þessu starfslokamáli að fara fram á endumýjun í forystunni? Hafi þessi einstaklingur misboðið samstarfsmönn- um sinum svo, að þeir áttu ________ ekki annars úrkosti en að reka hann (hafi þeir þá haft til þess rétt), þá hafa þessir sömu einstaklingar fyrirgert trausti um- bjóðenda sinna með þessum gjöm- ingi. Þeir eiga allir að segja af sér og reyna síðan að fá endurnýjað umboð sinna félaga, hafi þeir til þess traust. Þeir eiga ekki að gera starfsloka- samning við sjálfa sig, það er spill- ing. Svo má spyrja: Hver metur launin sem þeir fá og við hvað er miðað? Eru launin miðuð við framkvæmda- stjóralaun stórra fyrirtækja, eða laun sérfræðinga sem ráðnir eru til samtakanna? Eða eru þau í sam- ræmi við árangur af launabaráttu þeirra fyrir umbjóðendur sína? Er launatafla þeirra til miðviðunar öðr- um formönniun, sem til að mynda stunda skyldur sínar fyrir félagið á staðgengilskaupi? Eða er þetta ný að- ferð, ný gulrót til að laða menn til forystustarfa í félögunum, um að þeir eigi von á svimandi háum laun- um fyrir vikið? Laun sem að öðru jöfnu tekur 3-5 ár að vinna fyrir, og allt borgað úr sjóðum þeirra lægst launuðu. Það er skömm að þessu, þetta er flrring. Atli Hraunijörð ríkisbankanna? Breytingum verður að mæta Pólitísk hrossakaup J „Já, ég tel svo . vera. Það eru 'Fj breytingar á öll- um sviðum þjóð- lífsins og ekki sist í fjár- málaheiminum. Þeim breytingum verður að mæta. Við sameiningu ís- landsbanka og FBA eru ríkisbankarnir ekki lengur samkeppnishæfir og þurfa að hagræða og tel ég að það takist með sameiningar- leiðinni. Forúrskurðarleiðin Isóifur Gylfi Pálmason alþingismaöur ríkisstjómin hefur valið mun leiða i ljós hvort sam- eining rikisbankanna er möguleg. Ég er einnig hlynntur því að styðja spari- sjóðina í landinu og tel nauðsynlegt að breyta lög- um þannig að þeir geti orðið að hlutafélögum til að styrkja þær rekstrareining- ar. Það sem er neikvætt við sameiningu ríkisbankanna eru starfsmannamálin og sem þau mál verður að ræða.‘ „Markaðurinn er 1 |H mun betur fallinn r* til að ákveða fram- vindu á banka- markaði en stjóm- málamenn. Öll rök viðskipta- ráðherrans í málinu em hrun- in. Það er búið að sýna ræki- lega fram á að sameining bank- anna er ekki líkleg til að hækka verðmæti þeirra, heldur gæti það allt eins lækkað. Hún hefur ekki heldur getað sýnt fram á að sameiningin lækki vexti, enda sýna dæmin að samrani banka leiðir ekki til lægri kostnaðar neyt- enda. Reyndar er ótrúlegt að ráðherra Ossur Skarp- héóinsson alþingismaöur viðskiptamála skuli halda fram að með því að minnka sam- keppni sé líklegt að vextir og þjónustugjöld lækki. Framkom- an við starfsfólkið, sem ekkert fékk að vita, er ömurleg og rík- isstjóminni til vansa. Þetta er dæmi um gamaldags pólitísk hrossakaup og liður í þeim er greinilega að . láta gæludýr Framsóknarflokksins fá ein- hveija bita. Eða af hverju er ráðherrann stöðugt að tala um að það þurfi að selja hitt og þetta úr bönkunum? Er hún kannski búin að ákveða hvað á að selja og hver hreppir hnossið?" Hart er deilt um fyrirhugaða sameiningu ríkisbankanna, Landsbanka og Búnaðarbanka, og hvort hagræðíng hlýst af henni. vinnslu kolvetnis, og er málið nú kom- ið til meðferðar á Alþingi. Nauðsyn er á að löggjöf sé sett hér á landi eins og er á hinum Norðurlöndunum, m.a. til þess að erlend fyrirtæki fáist til að fjár- magna leit að olíu og gasi á landgrunni Islands. Á undanfórnum árum hefur litlu fjármagni verið veitt af fjárlögum til þessara mála eða um 2 millj.kr. á ári, sem ekki hefur alltaf verið nýtt. Á fjár- lögum 2001 er 15 millj. kr. fjárveiting til hafsbotnsrannsókna í samræmi við tillögu samráðsnefndar um land- granns- og olíuleitarmál sem iðnaðar- ráðherra skipaði 17. febrúar 1999, þ.e. fulltrúa frá Orkustofnun, iðnaðarráðu- neyti og utanríkisráðuneyti. Ekki aftur snúið Sú mikla umræða sem fram hefur farið í blöðum um olíuleit við Island hefur nú fleytt málinu verulega fram á við og það frumvarp um leit, rannsókn- ir og vinnslu kolvetnis sem iðnaðar- ráðherra hefur lagt fram er góður áfangi í því efni. Nú verður ekki aftur snúið og vona ég að vel takist til um þann lagaramma sem Alþingi setur um starfsumhverfi þeirra erlendu aðila er hyggjast leita að olíu við ísland. Guðmundur Hallvarðsson Ummæli ICrónan og evran „Það var fyrst og fremst markað- urinn sem ákvað að gengisþróun krónunnar skyldi ekki fylgja lækk- un evrunnar. Ef markaðurinn hefði verið þeirrar skoðunar, að krónan skyldi fylgja evrunni hefði markaðurinn væntan- lega ekki haft sömu trú á krónunni og raun hefur orðið. Meðan aðeins þriðjungur gjaldeyrisviðskipta ís- lands er í evrum er ekki eftir nánd- ar nærri jafn miklu að slægjast með þvi að tengjast henni og ef tveir þriðju hlutar gjaldeyrisviðskiptanna væru í evrum.“ VilhjSlmur Egilsson, hagfr. og form. efnahags- og viöskiptanefndar Alþing- is, í Viöskiptabl. 18. okt. Útlendingar á íslandi „Það væri mjög undarlegt ef hér risi ekki bylgja fordóma gegn út- lendingum. Und- arlegt vegna þess hve fáfróð og van- búin við erum, undarlegt vegna þess að reynsla nágrannaþjóða er einmitt sú ... Hin „hreina þjóðemis- vitund" á nú í vök að verjast... Til- hneiging er til að gera öll litlu út- lendu bömin sem fyrst og mest ís- lensk, „bjarga þeim frá þeirra eigin menningu" sem muni verða þeim fjötur um fót. I þessari afstöðu felst virðingarleysi fyrir menningunni sem börnin eru sprottin úr.“ Stefán Jón Hafstein í Degi 18. októ- ber. Ábyrgð vegaverktaka „Öll höfum við komið að nýlagðri vegklæðningu með tilheyrandi lausamöl. Þó nokkrir hafa lent í vandræðum og jafnvel velt bílum sínum þegar bíll- inn tók að rása vegna þess að of hratt var keyrt. Höfum við ekki öll komið að köflum þar sem mölin er löngu keyrð út og vegurinn renni- sléttur en merki er sýna 50 km há- markshraða enn til staðar? Verktak- arnir þá komnir í hvarf og jafnvel búnir með kaflann sinn og famir ... Þessi vinnubrögð ala á óvirðingu fyrir hraðatakmörkunum ef öku- menn sjá ekki ástæðuna fyrir þeim.“ Jón Gröndal umferðaröryggisfulltrúi í Mbl. 18. október. Skoðun > Efég vœri ekki herramaður (ólíkt þér, þú þarna siðlausi sveitadurgur) mundi ég segja eitthvað!!! Pabbi, pabbi! þú gerir illt verra! 24 Nei, er þetta ekki hr. „Eitt-kjörttmabil" og sonur hans Samgöngur eru lykillinn Góðar samgöngur eru forsenda þess að nútíma- samfélag geti þróast. Stór- auknir flutningar kalla eftir betri samgöngumannvirkj- um og aukinn hraði í sam- skiptum manna og viðskipt- um kallar eftir betri og ör- uggari samgöngum, hvort sem er á landi, sjó, i lofti eða með fjarskiptum. Nýja hagkerfiö, lykillinn að auk- inni framleiðni í atvinnulífi þjóðanna og vexti efnahags- lífsins, byggir fyrst og fremst á auknum hraða í samskiptum, betri samgöngum. Kjallari Svanfríöur Jónasdóttir þingmaöur Samfylking- ar þróa störfin og skapa sér nýjan grundvöll. Til að mæta vanda fólksins, og byggðarlaganna, þurfa stjórnvöld að taka undir og örva frumkvæði heima- manna varðandi menntun og atvinnusköpun sem byggir á nýrri tækni. Mikil- vægi almenningssam- gangna hefur heldur ekki notið nægjanlegs skilnings. Viðurkenning á því að samgöngur á landi, með ferjum eða flugi, þurfi Traust og ódýr fjarskipti Samfylkingin leggur megin- áherslu á bættar samgöngur vegna öryggissjónarmiða og til að auka jöfnuð fólks og fyrirtækja, lands- byggðar og þéttbýlis. Við horfum á samgöngur sem grundvallarþátt í vexti og þróun efnahagslífsins og að mikilvægi þeirra eykst sífellt. Það er nauðsynlegt að horfa á alla sam- göngumöguleika í samhengi þegar staða svæða og byggðarlaga er met- in. Þegar litið er til möguleika ein- stakra svæða er alveg ljóst að það er staða samgöngumála sem mun ráða þvi hvernig atvinnulífið og þar með búsetan þróast. Enn eru stór landsvæði á Islandi sem búa við þriðja heims samgöngur á landi; þar sem skipaflutningar hafa verið aflagðir á síðustu árum, þar sem flugsamgöngur eiga mjög í vök að verjast og þar sem fjarskipta- möguleikar eru lakari og dýrari en svo að svæðið sé samkeppnishæft til atvinnusköpunar sem tengist því sviði. Þessi mikilvægi þáttur í grunngerð heilu svæðanna er í upp- námi. Það er staðan eftir samfellda tíu ára setu Sjálfstæðisflokksins í samgönguráðuneytinu. Til að skapa möguleika stuðning er handahófskennd og án heildarstefnu, án framtíðarsýnar. Það þarf stefnumörkun þar sem grundvallaratriði okkar í Samfylk- ingunni um jöfnuð og þátttökurétt eru höfð að leiðarljósi og skilningur á mikilvægi traustra samgangna fyr- ir þróun og vöxt efnahags- og at- vinnulífs er til staðar. Allt of mörg byggðarlög og fjölskyldur; allt of margar góðar hugmyndir, líða fyrir þann seinagang og stefnuleysi sem nú einkenna aðkomu stjómvalda að þessum grundvallarþætti. Svanfríður Jónasdóttir Mikilvægi traustra og ódýrra fjar- skipta fyrir landsbyggðina hefur ver- ið margítrekað. Möguleikar fólks til að takast á við atvinnuháttabreyt- ingar í landbúnaði og sjávarútvegi eru háðir því að það geti nýtt sér hina nýju tækni til að mennta sig, „Til að mæta vanda fólksins, og byggðarlaganna, þurfa stjómvöld að taka undir og örva jrumkvœði heima- manna varðandi menntun og atvinnusköpun sem byggir á nýrri tœkni. Mikilvœgi almenningssam- gangna hefur heldur ekki notið nœgjanlegs skilnings. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.