Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 I>V 5 Fréttir Kópavogsbúi sem var með hátt í 400 barnaljósmyndir í tölvu sinni: Fær 200 þúsund króna sekt fvrir barnaklámefni ---------—i. E-töflur. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli: Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 200 þús- und krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa haft umtalsvert barnaklám- efni á heimili sínu. Maðurinn dreifði 5 myndum sem sýna börn á kynferðis- legan og klámfenginn hátt til þriggja aðila í gegnum tölvu sína. Lögreglan fór inn á heimili manns- ins í Kópavogi í október fyrir 2 árum og lagði þar hald á tölvubúnað manns- ins. Við rannsókn kom í ljós að á tölvudiskum og hörðum diski tölvu mannsins voru hátt í 400 barnakláms- ljósmyndir. Þegar málið var tekið til dómsmeð- ferðar nýlega fyrir Héraðsdómi Reykjaness óskaði ákærði ekki eftir því að fá verjanda og játaði allt sem honum var gefið að sök í ákæru ríkis- saksóknara. Maðurinn kvaðst þó vilja taka fram að þær 5 myndir sem hann var ákærður fyrir að senda þremur aðilum hefðu verið fyrir aðila sem hafi haft heimasíður til dreifingar á slíku efni. Ríkissaksóknari lagði til í málinu að því yrði lokið með svokallaðri við- urlagaákvörðun þar sem maðurinn viðurkenndi sekt sina og féllst á að greiða 200 þúsund krónur í sekt innan 4ra vikna, ella kæmi fangelsi í 40 daga. Einnig er tölvubúnaður manns- ins dæmdur til upptöku til ríkissjóðs - Macintosh Performa Power PC tölva, litaprentari, 77 tölvudiskar og fleira. Ákærði greiðir auk þessa sak- arkostnað upp á 47 þúsund krónur. -Ótt Handtekinn með e-töflur innvortis Tollgæslan á Keflavíkurflug- velli handtók íslenskan karlmann um þrítugt síðastliðinn sunnudag vegna gruns mn að maðurinn væri að smygla eiturlyfjum inn- vortis. Maðurinn reyndist hafa um 80 verjur fylltar e-töflum inn- vortis. Hann var fluttur á sjúkra- hús þar sem hann liggur 'enn, þar sem líkami hans hefur ekki skilað öllum smokkunum. Þar af leið- andi er enn óvist með hversu mik- ið magnið er. Ef ein verjan rifnar getur það reynst manninum lífs- hættulegt. Maðurinn var að koma frá Frankfurt í Þýskalandi. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur tekið við málinu af tollgæslunni og er það í rann- sókn. Auk þessa manns sitja níu manns í gæsluvarðhaldi í augna- blikinu vegna gruns um aðild að eiturlyfjasmygli og hefur lögregl- an lagt hald á 17 kíló af hassi, 8 kíló af amfetamini og 5000 e-töflur, fyrir utan það sem fannst í líkama mannsins sem handtekinn var á sunnudag. -SMK Tálknafjörður: Pallur brotn- aði af vörubíl Ekki fór ekki betur en svo hjá vörubílstjóra, sem var að sturta hlassi af bíl sínum á Tálknaflrði á þriðjudag, en að pallur bflsins rifnaði af bflnum og fór niður með hlassinu. BíUinn varð hins vegar eftir á hjólunum og sakaði öku- manninn ekki. BíUinn er hins veg- ar mikið skemmdur og er grind hans öU skökk eftir atvikið. Maðurinn var að störfum við vegaframkvæmdir sem eiga sér stað þessa dagana við gömlu kirkj- una í Tálknafirði. Að sögn lögregl- unnar á Patreksfirði er þetta þriðja óhappið af þessum toga hjá vörubUum í vegavinnu á hennar svæði síðan í vor. -SMK Símakortum stoliö Brotist var inn á hótelið á Ólafs- firði, Hótel Ólafsfjörð, á miUi klukkan 3 og 4 aðfaranótt þriðju- dagsins. Svo virðist sem þjófinum hafl tekist að opna glugga á hótel- inu innan frá áður en húsinu var lokað, farið þar inn, haft á brott með sér símakort og farið svo út um dyr sem hann skUdi eftir ólæstar. Engin skemmdarverk voru unnin á hótelinu. Lögreglan á Ólafsfirði er með málið í rannsókn og biður hún þá sem gætu hafa orðið varir við mannaferðir við hótelið aðfara- nótt þriðjudagsins um að hafa samband við sig. -SMK 943S0 69.995 kr. Kælir/frystir Stærð: 200x59,5x60 59r99f) 42.995 kr. Blástursofn Til í hvítu og svörtu JBr99D 13.995 kr. Ryksuga 1500W og 375w sogkraftur 2©r990 49.990 kr. Uppþvottavél 5 þvottakerfi 47390 37.995 kr. Kælir/frystir Stærð: 140x54,5x60 HÚSASMIÐJAN www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.