Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 Fréttir I>V Ráðgátan um týnda hagfræðinemann í Texas: Læknissonurinn var Ijúfur drengur - segir æskuvinur sem botnar ekkert í 12 ára þögn „Halldór var til fyrirmyndar í hvívetna. Við vorum æskuvinir og það fékk mikið á mig þegar hann týndist og var talinn af. Ég hélt þó alltaf í vonina," segir Garðar Ólafs- son húsasmiður sem var meðal æskuvina Halldórs Heimis ísleifs- sonar, læknissonarins frá Hvols- velli, sem hvarf eins og jörðin hefði gleypt hann í Texas. Fjöl- skylda Halldórs hefur enn ekki viljað gefa neinar skýringar á því að ekkert spurðist til hans í 12 ár eða þangað til hann hringdi í fyrr- verandi mág sinn fyrir nokkru og lét vita af sér. Þá virtist Halldór ekki vita að systir hans og mágur höfðu slitið samvistir löngu áður. Samkvæmt heimildum DV tengist hvarf hans ekki sérstrúarsöfnuði eins og orðrómur var um en fjöl- skylda hans hefur myndað þagnar- múr um málið. Halldór Heimir og tvíburabræð- umir Garðar og Grétar ólust upp á Hvolsvelli og voru nánir vinir. Þeir bjuggu hlið við hlið og sam- gangur var mikill. „Við vorum mikið saman á þess- um ámm. Halldór var námfús og laus við óreglu. Hann var afskap- lega rólegur og það fór lítið fyrir honum,“ segir Garðar. Hann segir að samband þeirra hafi orðið slitrótt eftir að Halldór Heimir hóf nám utan heimahéraðs, í Menntaskólanum í Kópavogi. Þar með hafi orðið vík milli vina. „Ég hitti hann í síðasta sinn þegar hann hafði verið tvö ár I námi í hagfræði. Ég skil í raun- inni ekkert í þvi hvers vegna hann hvarf. Hann var á leið í masters- nám í hagfræði og framtíðin virt- ist björt. Það var mér gríðarlegt áfall þegar Halldór hvarf og ég hugsaði mikið til hans,“ segir Garðar sem kveðst í raun ekkert botna i 12 ára hvarfi læknissonar- ins. Hann segist ekki hafa hitt Hall- dór Heimi eftir að hann kom heim. „Ég bíð spenntur eftir að hitta Halldór," segir Garðar. Björn Hróarsson ritstjóri var sam- tíða Halldóri í Menntaskólanum i Kópavogi. Hann tekur í sama streng og Garðar húsa- smiður. „Halldór var ynd- islegur skólafélagi og hinn traustasti piltur,“ segir hann og bætir við að hann hafi fullan skilning á hvarfi skólabróður síns. „Hann gerði það sem okkur alla dreymir um en enginn þorir. Hall- dór er maður ársins," segir Björn ritstjóri. -rt Björn Hróarsson: Eyjafjörður: Sveitarfélögin sameinast ekki DV, AKUREYRI: Kristján Þór Júlíusson. Ljóst er að ekkert I verður úr samein- ingu allra sveitarfé- laga við Eyjafjörö í bráð en samráðs- nefnd um slíka sam- einingu hefur verið I að störfum undanfar- ið. Málið var tekið upp að frumkvæði Akureyrarbæjar sem óskaði eftir við- ræðum við 11 sveitarfélög með samein- ingu í huga og var samráðsnefnd sveit- arfélaganna skipuð í kjölfar þess. Neíndin hélt nokkra fundi en sendi sveitarstjómunum síðan beiðni um að þau skýrðu afstöðu sina og hafa þrjú sveitarfélög svarað neikvætt. Það eru Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrand- arhreppur og Eyjaflarðarsveit. Aðrar sveitarstjómir voru jákvæðai- en svar hefur ekki borist frá Ólafsfirði og Am- ameshreppi. Neikvæð afstaða þriggja sveitarstjómanna er hins vegar til þess að ekkert verður úr fyrirhugaðri heild- arsameiningu allra sveitarfélaganna en líklegt að teknar verði upp viðræður þeima sveitarfélaga þar sem afstaða var jákvæð um hvert geti orðið fram- hald málsins. „Það eru vissulega mikil vonbrigði að mál skuli hafa þróast á þennan veg og þessi stóra sameining nái dkki fram að ganga. Það eru ekki hvað síst von- brigði vegna þess að mikill meirihluti íbúa hefur í könnun sem gerð var um þetta mál lýst sig fylgjandi sameiningu eins og lagt var upp með,“ segir Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur- eyri. -gk Tölvuvæddir ís- lendingar Á vefsíðu Time Europe-tímaritsins er Qallað um tölvuvædda íslendinga og hvemig hönnun á Intemetinu er að taka við af þorskinum sem aðalút- ílutningsvara Islands. Greinin gefur íslendingum góða einkunn og segir þá vera vel menntaða, hæfileikaríka og góða í ensku. Þar af leiðandi, segir greinarhöfundur, reynist auðvelt að finna fólk á íslandi í störf tengd tölv- um og Intemetinu. -SMK Járnplötur fuku Kalla þurfti út björgunarsveitir í Reykjanesbæ í nótt þar sem járnplötur fuku af húsi í hvassviðrinu sem gekk yfir svæðið. Greiðlega gekk að safna plötunum saman og festa þær og engin slys urðu á mönnum við atvikið. Ekki urðu miklar skemmdir á húsinu í rok- inu. -SMK DV-MYND HILMAR ÞÓR Konur til forystu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, á kynningarfundi vegna verkefnisins „Konurtil forustu ogjafnara námsval kynjanna“. Vigdís Finnbogadóttir, verndari verkefnisins, ávarpaöi samkomuna og Ingibjörg Sólrún afhenti námsstyrk frá Orkuveitu Reykjavíkur. Markmiö verkefnisins er aö búa konur undir stjórnunarstörf í samfélaginu og fjölga konum í raunvísindum, verk- og tölfræöi. Vitringahópur leggur til breytingar á Norðurlandaráði: Rússar vildu ganga í Norðurlandaráð - þeir myndu gleypa okkur, segir fsólfur Gylfi Pálmason Isólfur Gylfi Pálmason. „Fulltrúar rúss- nesku Dúmunnar óskuðu óformlega eft- ir því að fá inngöngu í Norðurlandaráð þegar forsætisnefnd- in var á ferð í Moskvu á dögunum. Sú ósk er auðvitað fráleit og aðUd Rússa kemur ekki tU greina enda myndu þeir gleypa okkur,“ segir Isólfur GyUi Pálmason sem sæti á í forsætisnefnd Norðurlandaráðs. ísólfur GyUi er nú ásamt öðram úr forsætisnefndinni önnum kafinn við að undirbúa þingið sem haldið verður 7. og 8. nóvember næstkomandi. Mikið verður um að vera enda verða þátttak- endur á þinginu, sem fram fer i Há- skólabíói, um 700 frá Norðurlöndun- um. Þar af mæta forsætisráðherrar Danmerkur, Finnlands, íslands, Nor- egs og Svíþjóðar, auk landstjóra Græn- lands, Færeyja og Álandseyja. Að sögn ísólfs Gylfa verður stærsta mál þingsins skýrsla Vismands grappen, eða Vitringahópsins, sem Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjár- festingarbankans, stjórnar. Þar er að finna ýmsar róttækar tiUögur um breytt hlutverk Norðurlandaráðs. „I alþjóöavæðingunni velta menn eðlUega fyrir sér stöðu Norðurland- anna. íslendingar hafa fengið mikið út úr samstarfi Norðurlandanna. Við leggjum sérstaka áherslu á að styrkja vestnorræna sam- vinnu og vUjum gæta hagsmuna grann- þjóða okkar, Færey- inga og Grænlend- inga,“ segir ísólfur Gyffi. ísólfur Gyffi segir að samstarf við Eystrasaltsríkin sigriöur Anna verði rætt og utvikk- Þórðardóttir. un svæðis Norður- landsráðs. Hægri menn vUja, að hans sögn, að baltnesku rikin fái aðUd að Norðurlandaráði. Sigríður Annna Þórðarþóttir alþing- ismaður situr í forsæti Norðurlanda- ráðs. Þing Norðurlandaráðs er nú haldið í fimmta sinn á íslandi. -rt Upp og ofan I skýrslu Valgerð- ar Sverrisdóttur við- skiptaráðherra tU Al- þingis um siðareglru í viðskiptum á fiár- magnsmarkaði kem- ur í ljós að fjórar fjár- málastofnanir svör- uðu ekki bréfi ráðherra þegar hann óskaði eftir upplýsingum um hvemig siðareglur banka- og fiármálastofnana væra. - Dagur greindi frá. Fyndnasti maður íslands I gærkvöld var kjörinn fyndnasti maður íslands á Kaffi Victor og heitir sá heppni Lárus PáU Birgisson og starfar sem leiðbeinandi á fermingar- námskeiðum í Vatnaskógi. Þátt tóku fjórir ungir menn og bar sigurvegarinn verðskuldaðan sigur úr býtum. - Vísir greindi frá. Allt á suðupunkti Ragnheiður Markúsdóttir, eiginkona Helga Ingvarssonar, skipstjóra á Eyrar- bakka, er harðorð vegna vinnubragða yfirmanna á Litla-Hrauni og Tölvu- nefndar. En Helgi fól Tölvunefnd að at- huga lögmæti og meðferð eftirlits- myndavéla í sumar. - Dagur greindi frá. Lúðu slátrað í Eyjafirði Fiskeldi Eyjafiarðar hóf í fyrsta sinn í gær reglubundna slátran á lúðu sem alin hefur verið í fiskeldisstöðvum hér- lendis. Fiskeldi Eyjaljarðar hefur unn- ið að lúðueldi um þriggja ára skeið. Stefnt er að því að flytja út tvö tonn á viku á Evrópumarkað til áramóta. - Sjónvarpið greindi frá. Yfirmenn auðguðust Yfirmenn í Kaupþingi auðguðust mjög á hlutabréfaútboðinu í síðustu viku. 20 yfirmenn sem tryggðu sér hlutabréf í fyrirtækinu hafa hagnast um 40 milljónir króna ef mið er tekið af gengi Mutabréfanna við lokun Verð- bréfaþings í gær. - Stöð 2 greindi frá. Stuðla að byggðaröskun Þorsteinn Gunn- arsson, rektor Há- skólans á Akureyri, spurði á þingi BSRB í gær hvort lands- byggðin ætti sér von og gagnrýndi þátt stjórnvalda harðlega. Hann benti á að und- anfarin ár heföi fjöldi fram aðflutta á landsbyggðinni verið um 2000 rnarrns á ári. Að óbreyttu yrði því byggðahran í heilu landshlutunum innan 15-20 ára. - Dagur greindi frá. Jafnaðarmenn mótmæla Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík mótmæla fyrirhuguðum skattahækk- unum ríkisstjómarinnar. I ályktun frá félaginu segir að sú leið að hækka út- svarsheimildir sveitarfélaga án þess að mæta því að fullu með lækkun tekju- skatts sé ávísun á skattahækkun. - Vís- ir greindi frá. Snæfell Stöövarfiröi Engar breytingar eru fyrrihugaðar á rekstri fiskvinnsl- unnar á Stöðvarfirði vegna sameiningar BGB Snæfells og Samherja, að sögn Jó- hannesar Geirs Sig- urgeirssonar, stjóm- arformanns KEA. - Rúv greindi frá. Kjúklingar eða hótel? íslandsfugl hefur hafist handa við að reisa kjúklingabú í 0g við Dalvík. Kjúklingamir verða aldir í húsnæði rétt utan bæjarins en þeim verður slátrað í fyrrum rækjuvinnslu Sam- herja við Aðalgötuna í Dalvik. Setur þetta hugmyndir um vistvænt hótel á staðnum i uppnám. - Visir greindi frá. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.