Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 Skoðun i>'Vr Erlend lán út á auðlindina „ Tökum ekki endalaust lán til aö greiöa af þeim gömlu. “ • s Sannleikurinn um sjávarútveginn ipurning dagsins Hvað hræðistu mest? Margrét Magnúsdóttir kennari (Björk Gísladóttir): Að fá sprautur er það hryllilegasta sem til er. Heigi Kristjánsson sölumaður: Sprautur eru t.d. ekki mín deild. Alda Ægisdóttir nemi: Flughræðsla plagar mig. Steinþór Árnason bakari: Ég hræðist mest jarðskjálfta, aö allt klofni í tvennt. Þórdís Björnsdóttir nemi: Ætli þaö séu ekki kóngulær. Svandís Daðason nemi: Ég hræðist vonda menn (perra). Kristján Sigurðsson skrifar: Skilar sjávarútvegurinn í þjóðarbú- ið þeim arði sem hann ætti að gera? Það væri fróðlegt að vita hve stóan þátt sjávarútvegurinn á í heildar- skuldum þjóðarinnar. Er hugsanlegt að sjávarútvegurinn í heild sinni sé orðinn byrði á þjóðinni? Það hefur lengi verið staðreynd að sjávarútveg- urinn gæti náð sama aflamagni úr hafinu með mun færri skipum og um leið mun minni skipum. Heildarskuld- ir okkar íslendinga vegna skipakaupa erlendis eru orðnar hrikalegar. Þær eru greiddar af landsmönnum öllum. Það er ekki sjávarútvegurinn sem ber einn afborganirnar af erlendum ián- um, við skulum gæta að því. Það eru hér öflugar og sífellt vaxandi atvinnu- greinar sem eru orönar mun sjálfbær- ari en sjávarútvegur. Heildarskuldir okkar Islendinga eru nú taldar vera rúmlega 400 millj- arðar króna. Það er hærri tala en við getum staðið undir. Alveg sama hve mörg sjávarútvegsfyrirtæki hér legð- ust á eitt að greiða þessa upphæð, það Jón Trausti Halldörsson skrlfar: Ef láglaunafólk - já, bara breið- fylking almennings - á að gera stundað spamað, þótt í litlu sé, þarf að afnema bankafjármagnstekju- skatt, þennan 10% skatf Og til að auka sparnað á íslandi þarf að hækka laun láglaunahópanna. Eða á fólk innan þeirra ekki að geta talist til þeirra sem geta sparað? Leyfum þessu fólki að fá réttan (eða alla vega sanngjarnan) arð af þjóðarframleiðslu og hinum erlenda innflutningi. Hinir háu herrar sem stjórna ríkinu eru ekki jafnfáfróðir um þessi mál og ætla mætti af orð- um sumra sem segjast vera i for- svari fyrir þvi að þrýsta á um úr- „Ástœða er til að upplýsa þjóðina sem fyrst um erlendar skuldir hennar og hlut sjdvar- útvegsins í þeim. Ekki bara til að skella skuld d þá atvinnu- grein eða þá sem standa þar í stafni heldur til að lands- menn geri sér grein fyrir þeim skilmálum sem okkur hafa verið settir...“ tækist ekki með þeirri fjárfestingu sem sú atvinnugrein hefur lagt í. Við- bótar stóriðjuver gera lítið meira en standa undir virkjanaframkvæmdum, og það á óralöngum tíma. Ferðaþjón- usta, hugbúnaðarframleiðsla og versl- un og viðskipti gera líka kröfur til fjárfestinga. Og fyrir erlent lánsfé að langmestu leyti. Menntun, listir, heil- brigðiskerfið og félagsleg þjónusta er lika rekið fyrir erlent lánsfé að miklu leyti, og skuldir hlaðast upp vegna þeirra. Það miðar í áttina, m.a. með réttlátum sköttum, réttlátri skiptingu þjóðartekna og lífs- gæða. Sparnað einkaaðila á t.d. ekki að skattleggja, hann á að vera kvaðalaus með öllu.“ bætur fyrir hina lægst launuðu. Ráðherrar og stjórnvöld, þ.m.t. emb- ættismennirnir, eru sér vel meðvit- andi um hin bágu kjör sem þjaka láglaunafólkið en þora ekki að taka af skarið af ótta við að verða að at- hlægi. Það verður að treysta afkomu- Við höfum til þessa ímyndað okkur að „auðlindin", hafið og íiskurinn, sé sá stóri og sterki þáttur atvinnulífsins sem við höfum upp á að hlaupa. Er- lend lán eru tekin, meira og minna út á þessa „auðlind" sem er stórlega of- metin, og raunar fráleitt að túlka hana á þann hátt fyrir erlendum lán- ardrottnum, þótt þeir láti blekkjast eða líti í gegnum fingur sér enn sem komið er. Núna er þó komið í ljós, að flestir fiskstofnamir í sjónum eru stórlega ofmetnir og því getur skyndilega kom- ið að því að erfitt reynist að greiða er- lendar skuldir samkvæmt umsömdum kjörum. Við tökum ekki endalaust lán til að greiða af hinum gömlu eins og tíðkast hefur. Ástæða er til að upplýsa þjóðina sem fyrst um erlendar skuldir hennar og hlut sjávarútvegsins í þeim. Ekki bara til að skella skuld á þá atvinnu- grein eða þá sem þar standa í stafni heldur til að landsmenn geri sér grein fyrir þeim skilmálum sem okkur hafa verið settir í lánsfjármálum gagnvart erlendum lánardrottnum. hringrásina, ekki síst til að treysta fjölskyldurnar og hjónaböndin, til þess m.a. að koma í veg fyrir tilvist vandræðaunglinga og vandræðafor- eldra. Og ekki má gleyma íjár- málaaganum, sem verður líka að vera til innan hverrar fjölskyldu, já, á hverju heimili. Við erum smáþjóð sem vill vera stórþjóð á öllum sviðum mannlífs- ins. Margur einstaklingurinn hefur komist í álnir og rétt sig af, sem bet- ur fer. En betur má ef duga skal. Og það miðar i áttina, m.a. með réttlát- um sköttum, réttlátri skiptingu þjóðartekna og lífsgæða. Sparnað einkaaðila á t.d. ekki að skattleggja, hann á að vera kvaðalaus með öllu. Á morgnana með Rás 1 Guðný hringdi: Á sama hátt og gagnrýna ber það sem miður fer í dag- skrá fjölmiðla ber og að þakka það sem vel er gert. Þannig er það með morgun- þáttinn RÚV á rás eitt. Að mínu mati glóir þessi þáttur sem gimsteinn á fjölmiðlahaugnum. Tónlistin í þættinum er frábær og um- sjónarmaðurinn flytur fróðlegar og skemmtilegar kynningar með sinni prýðilegu útvarpsrödd og hefur því óviðjafnanlega nærveru. Mættu marg- ir taka hann sér til fyrirmyndar. Árla dags er þessi vandaði þáttur sannköll- uð rós í hnappagat Ríkisútvarpsins. Ég þakka Vilhelm G. Kistinssyni frá- bæran þátt. Pósturinn burt úr Norðurmýri Eygló hringdi: Ég verð að bera mig upp við þenn- an vel þekkta dálk ykkur á DV vegna þess að hér í Norðurmýrinni í Reykja- vík er búið að fjarlægja alla póstkassa sem fram að þessu hefur mátt fmna á nokkrum stöðum. Einnig er búið að loka pósthúsinu á Rauðarárstíg og við verðum að ganga (þeir sem það geta) alveg norður á Hlemm til að koma bréfl í póstinn. Þetta er því bagalegra sem þetta hverfi hýsir mikið af öldr- uðu fólki sem þótti þægilegt að hafa póstkassa í næsta nágrenni. En svona minnkar þjónustan sifellt og samt er talað um að tæknin og þjónustan sé aðalsmerki þess að búa í borg! Lúsin lifir sumarið Ung móðir skrifar: Mér er aldrei sama þegar krakkarnir byrja í skólan- um á haustin. Þá fæ ég titring og horfi stíft á hárið á þeim litlu þegar þau koma heim úr skólamnn. Læt þau í bað á hverju kvöldi og kíki með stækkunargleri í hár- svörðinn. Já, ég er að leita lúsa, að sjálfsögðu. En hvers vegna kemur þessi óværa sífellt á haustin? Ég er með skýringu. Hún er sú að lúsin komi ekki með börnunum, lúsin lifi hins vegar sumarið af í viðkomandi skóla (því ekki eru allir skólar lúsug- ir) og spretti svo upp til atlögu á ný þegar krakkarnir koma. Sem sé: lúsin er til staðar í skólunum og lifir sum- arlangt af blóðinu sem hún safnar yfir veturinn. RÚV og týndi sonurinn Ari skrifar: Dæmi um hérahátt þann sem op- inber fjölmiöill eins og Ríkisútvarp- ið sýnir af sér mátti heyra í hádeg- isfrétt RÚV sl. miðvikudag þegar sagt var frá „týndum" manni sem nú var skyndilega kominn í leitim- ar. Hafði verið í Ameríku í ein 12 ár án þess að segja múkk eða láta ætt- ingja vita, skilríkislaus með öllu en borubrattur við heimkomu, að sögn. Ekki vOdi ríkisfréttastofan láta áheyrendur vita nafn þessa týnda sonar. Er þar enn um sama héra- háttinn að ræða og þegar ekki má birta mynd af týndum mönnum á rjúpu eða sleða og sem hafa álpast út á hjamið til að skjóta eða renna sér. Að vísu las ég svo nafn þessa einkennilega manns í DV seinna sama dag. En samur er héraháttur ríkisfjölmiðilsins fyrir það. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 ReyKJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Dagfarí Eftirlitslaus villidýr Vertíð skotveiðimanna er nýlega hafin. Hægt er að skilgreina íslenska skotveiði- menn með tvennum hætti. Annars vegar eru þeir sem virða lög og reglur og hægt er að tala um sem sportveiðimenn. Hins vegar hrein villidýr sem ráfa um hálendi landsins blóðugir upp fyrir axlir og helst löngu fyrir leyfllegan veiðitíma og á friðuðum svæð- um. Villidýrin líta gjaman á sig sem sport- veiðimenn og gorta sig af miklum afla manna á meðal. Þessi villidýr eru líka til í hópi stangaveiðimanna. Oftar en ekki er þessum mönnum hampað í fjölmiðlum sem snjöllum veiðimönnum og birtar stórar myndir af aflanum. Aflanum sem oftar en ekki samanstendur af fuglum eða fiskum sem drepnir hafa verið á ólöglegan eða siðlausan hátt. Þetta er vitanlega þungur dómur yfír stórum hluta íslenskra veiðimanna en réttur. í DV nýverið birtist nýlega frétt þess efnis að Tröllatunguheiðin fyrir vestan hefði verið blóði og fiðri drifm er sannir veiðimenn mættu þar til veiða 15. október sl. Greinilegt var að villidýrin höfðu mætt á heiðina fyrir veiðitíma og opinber- að enn og aftur siðleysi sitt og heimsku. Athygli Athygli hefur vakið að viðbrögð hafa ekki enn borist frá steingeld- um samtökum skotveiðimanna og engu líkara en að menn þar á bœ láti sér fátt um finnast. hefur vakið að viðbrögð hafa ekki enn borist frá steingeldum samtökum skotveiðimanna og engu líkara en að menn þar á bæ láti sér fátt um finnast. Vitanlega er erfitt að hafa hendur í hári villidýranna. Löggæsla á hálendinu og á heiðum uppi er engin og þar geta villidýrin athafnað sig að vild, utan lögbundins veiði- tíma og á friðuðum svæðum eins og dæmin sanna. Stormað síðan til byggða og gortað sig af mikilli veiði. Samtök skotveiðimanna eru steingeld samtök. Það hafa þau sannað með aðgerðaleysi sínu síðustu daga. Umrædd samtök eru eini aðilinn sem þrýst geta á yfirvöld um aðgeröir en frá þeim heyrist hvorki hósti né stuna. Á meðan villiidýrin ráfa óhindrað um veiðilendur, fyrir veiðitíma og á friðuðum svæðum, eru allar niðurstöður rannsókna og friðunaraðgerða marklausar. Stjómvöld eru veruleikafirrt í málinu. Umhverfisráðherrann boðar friðunaraðgerðir vegna rjúpunnar og dómsmálaráðherrann dregm- úr löggæslu þrátt fyrir loforð um annað. Fjölmiðlamenn mæta á vikulega blaðamannafundi ráðherranna og vinna síðan fréttir upp úr marklausu hjalinu. Á meðan valsa villidýrin óhindrað og eftirlits- laust um veiðilendur rjúpunnar. ^ n . Fjármagnstekjuskattur af bankainnstæðum 'jjf? Vilhelm G. Kristinsson út- varpsmaður. Lúsln, lúsin, lúsin lúmsk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.