Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Rúmeninn fingralangi, Dinu Florin, 23 ára, svarar til saka fyrir dómara í dag: Stal um 1600 gull- og silfurmunum - verðmæti þýfisins í stórinnbrotunum nemur 7 nýjum Toyota LandCruiser-jeppum Dinu Florin, 23 ára, frá borginni Braila í Rúmeníu, mætir fyrir hér- aðsdómara í dag þar sem hann svarar til saka fyrir 7 innbrot í Reykjavík, Kópavogi og Höfn þar sem hann stal aðaliega skartgrip- um að verðmæti 24 milljónir kóna andvirði 7 nýrra Toyota LandCruiser 90 jeppa. Rúmeninn, sem er í gæsluvarðhaldi á Litla- Hrauni, hefur viðurkennt nánast allar sakargiftir í yfirheyrslum hjá lögreglu. Innbrotin sem ákært er fyrir eru framin á tveggja mánaða tímabili. Hluta þýfisins tókst manninum að koma til Rúmeniu en það er komið aftur til íslands eftir að islenskir lögreglumenn fóru og sóttu það. Byrjaöi á Höfn Aðfaranótt föstudagsins 7. júlí braust Dinu inn i húsnæði fyrir- tækisins Hrellir ehf. á Höfn í Hornafirði, braut þar upp útidyra- hurð, gekk inn og stal ferðatölvu að andvirði 200 þúsund krónur. Sömu nótt fór Rúmeninn inn í hús að Hafnarbraut 47, einnig á Höfn, og stal þar 4 borvélum, 3 hleðslutækjum fyrir slíkar vélar, segulbandi, útvarpi og fleiru, varn- ingi að andvirði 126 þúsund krón- ur. Rúmum tveimur vikum síðar var Rúmeninn fingralangi kominn Verslunin Tímadjásn í Efstalandi. til Reykjavíkur og hófst þá handa við að brjótast inn í verslanir með öllu verðmætari varningi en á Höfn. Var orðinn mjög „heitur“ Aðfaranótt þriðjudagsins 25. júlí var Dinu Florin á Laugavegi og braust inn í Skartgripaverslunina Gullhöllina. Hann braut upp sýning- arglugga og lét greipar sópa. Áður en hann yfírgaf staðinn hafði hann náð að taka 3 demantshringa, 3 gull- armbönd og 3 gullhringa, samtals að verðmæti 820 þúsund krónur. Eftir þetta - „vel heppnaða" inn- brot og þjófnað - færðist afbrota- starfsemi hins unga Rúmena hér á landi mjög í aukana. Þremur nóttum eftir innbrotið við Laugaveg var Dinu Florin mætt- ur að húsnæði Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi. Þar tók DV-MYND JÚLÍA ISLAND Hafnarbraut 47 á Hornafiröi. DV-MYND INGÓ Skartgripaverslunin Gullhöllin, Laugavegi 49. hann skartgripi sem jafnast á við andvirði rúmlega tveggja LandCru- iser-jeppa - 7,5 milljónir króna - hann tók 68 armbönd, 48 hálsfestar, 25 dömuhringi og 12 herrahringi. Með hliðsjón af því að fjögur inn- brot voru nú að baki og Rúmeninn búinn að slá eign sinni á þýfi upp á hátt í milljónatug var ungi maður- inn samt rétt að verða heitur. Aðfaranótt þriðjudagsins 1. ágúst braust hann inn í Úra- og skart- gripaverslun PR Heide í Glæsibæ. Dinu braut fyrst gler í útidyrahurð og fór svo inn og lét greipar sópa sem aldrei fyrr. Hann tók 215 stykki af eymalokkum og hálsmenum, 334 guUhringi, 87 gullkeðjur, 118 gull- hálsfestar, 41 gullarmand, 36 erma- hnappa, 35 silfurarmbönd og margt fleira, samtals að andvirði 9,9 millj- ónir króna - hátt í eitt þúsund gull- og silfurmuni á þessum eina stað. En Dinu var ekki af baki dottinn. DVWYND JÚLÍA IMSLAND Húsnæði Hrellis ehf. á Horna- firöi. Úra- og skartgripaverslun PR Heide, Glæsibæ. Aðfaranótt næsta sunnudags fór hann inn í verslunina Faco í Faxa- feni, braut gler i útidyrahurð og tók svo 5 stafrænar myndbandsupp- tökuvélar að verðmæti 650 þúsund krónur. Tveimur nóttum síðar var hann búinn að finna sér nýja skartgripa- verslun og framdi enn annað stór- innbrot - nú í Tímadjásni í Efsta- landi. Þar tók Rúmeninn hátt í 300 gull- og silfurmen, 138 stykki af silf- urlokkum, 74 gullfestar, 73 gull- krossa, 55 gullarmbönd, 42 silfur- armbönd og margt fleira. Verðmæti þýfisins nam 5,8 milljónum króna. Búist er við að dómur gangi í máli Dinu Florin á allra næstu vik- um. -Ótt DVMYND INGÓ Faco í Faxafeni. san, L' amb DV-MYND INGÓ Gullsmiðja Óla í Hamraborg. Atgangur í bíl- beltaeftirlitinu DV, AKUREYRlT Lögreglumenn víða um land eru farnir að ganga harðar eftir því að ökumenn bifreiða og farþegar þeirra noti bílbelti en óvist er að þeir leggi sig jafnmikið fram í þeim efnum og gert er á Akureyri, eins og best sést í nýlegum dómi Héraðs- dóms Norðurlands eystra þar sem Akureyringur á sextugsaldri var dæmdur í 10 þúsund króna sekt fyr- ir að hafa ekki notað bílbelti. Mað- urinn var þó meö bílbelti spennt þegar lögreglan stöðvaði hann. Maðurinn bar að hafa ekið fram hjá lögreglubifreið með blikkandi ljósum skammt sunnan gatnamóta Þórunnarstrætis og Hrafnagils- strætis en lögreglumenn hafi þar verið með ökumann annarrar bif- reiðar inni í bíl hjá sér. Kveðst mað- urinn hafa ekið norður Þórunnar- stræti og við gatnamót Þingvalla- strætis á umferðarljósum hafi lög- reglumaður úr lögreglubifreiðinni sem fyrr var nefnd komið hlaupandi að bifreið hans. Hafi hann þá skrúf- að niður rúðuna á bíl sínum og fyrstu orð lögreglumannsins hafi verið: „Þú notar ekki bílbelti". Kvaðst maðurinn hins vegar hafa verið með bílbelti spennt eins og all- an tímann umrætt sinn. Um það var ekki deilt að maður- inn var með bílbelti spennt þegar lögreglan stöðvaði hann en fullyrð- ing mannsins stóð gegn fullyrðingu tveggja lögreglumanna um það hvort bílbelti hans hefði verið spennt þegar hann ók fram hjá lög- reglubifreiðinni skömmu áöur. Var niðurstaða dómsins sú að dæma manninn í 10 þúsund króna sekt. ________________________Tlk Vogabakki: Húsasmiðjan ráð- gerir vöruhús Húsasmiðjan ráðgerir þessa dag- ana að byggja 6200 fermetra vöru- hús á Vogabakka í Reykjavík. Búið er að opna verktakatilboðið og um- sóknir hafa borist en verktakinn verður valinn á næstu tveimur vik- um. Ekki er enn búið að samþykkja húsnæðið hjá Borgarskipulagi og enn er verið að vinna að teikning- unni að húsinu. Tilboöið var opnað til þess að spara tíma þannig að ef samþykki fæst gerist það á næstu tveimur vikunum og þá getur verk- takinn sem valinn verður hafið verkið fljótlega upp úr því. Ráðgert er að byggja við húsnæð- ið síðar svo það verði í heild yfir 8000 fermetrar. Það er ekki stærsta vöruhús sem byggt hefur verið á ís- landi en telst samt í hópi hinna stærstu. -SMK VííAilO i kvolál I og Hj.-iVíii fóii Greiöfært Greiöfært er um helstu þjóðvegi landsins. REYKJAVIK AKUREYW Sólariag í kvöld 17.26 17.03 Sólarupprás á morgun 08.59 08.52 Siódegisflóó 18.25 18.58 Árdegisflóö á morgun 06.47 11.20 Skýringar á veðurtáknum /♦^.VINOÁIT —HITI -10° ^XviNDSTÝRKÚR N. FROAT 1 metrum á sekóndu XrKUS l HEIÐSKÍRT 3D o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAO W W Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA ö5 9 ir ===== ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNiNGUR ROKA Austan og suðaustan Austan og suðaustan 10-15 m/s en 15-20 m/s norðan- og austanlands fram eftir degi. Rigning eöa skúrir en úrkomulítiö á Noröur- landi og Vestfjöröum síðdegis. CHDSNJÓR mm ÞUNGFÆRT m .ÓFÆRT VtiAiiA á iiiorfJiiii Rigning eöa skúrir Austan og suöaustan 8 til 13 m/s á morgun en 13 til 15 suövestan til. Rigning eða skúrir á sunnanveröu landinu en þurrt aö mestu noröan til. Hiti 5 til 10 stig. Vindur: /r^ 5-15 m/s HHi 2° «1 5° Noróaustlæg átt, 10-15 m/s norövestan tll en 5- 10 í öörum landshlutum. Súld eöa rigning meö köflum noröan- og austanlands. IVIáltudtlgU! Vindur: 10-13 rv. \ ? HHi 2• til 5" Noróaustan 10-13 m/s og slydduél eóa skúrir noróan tíl en skýjað meó köflum og þurrt sunnan tll. Hltl 2 tll 5 stlg. l-iidíuduisUi' Vindur: ( 5—8 iti/5. \ Hiti 1° til 4° Norólæg átt. Él eöa snjókoma noröanlands en skýjaö meö köflum og þurrt sunnanlands. Kólnandl veöur. AKUREYRI rigning 8 BERGSSTAÐIR alskýjað 9 BOLUNGARVÍK rigning 7 EGILSSTAÐIR 6 KIRKJUBÆJARKL. rigning 6 KEFLAVÍK skýjaö 7 RAUFARHÖFN alskýjað 6 REYKJAVÍK rigning 5 STÓRHÖFÐI skúrir 7 BERGEN skúrir 8 HELSINKI skýjaö 1 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 8 ÓSLÓ skýjaö 3 STOKKHÓLMUR Stokkhólmur 2 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 9 ÞRÁNDHEIMUR heiöskírt -3 ALGARVE heiöskírt 14 AMSTERDAM rigning 11 BARCELONA þokumóöa 15 BERLÍN skýjaö 7 CHICAGO skýjaö 18 DUBLIN súld 14 HAUFAX heiöskírt 10 FRANKFURT skýjaö 8 HAMBORG skúrir 8 JAN MAYEN skýjaö 3 LONDON súld 12 LÚXEMBORG súld 8 MALLORCA þokumóöa 13 MONTREAL heiöskírt 12 NARSSARSSUAQ NEWYORK þokumóöa 15 ORLANDO heiöskírt 19 PARÍS skýjaö 10 vIn skýjaö 11 WASHINGTON þokumóöa 11 WINNIPEG heiðskírt 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.