Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið Sameining BGB-Snæfells og Samherja: Skattalegt tap upp á 1,7 milljarða nýtist DV. AKUREYRI:_______________________ Uppsafnaö skattalegt tap á fyrir- tækinu BGB-Snæfelli í Dalvíkur- byggð, sem Samherji hefur eignast um 80% hlut í, er um 1,7 milljaröar króna. BGB-SnæfelI verður samein- aö Samherja fyrir áramót í síðasta lagi og þá getur Samherji notað sér þetta uppsafnaða skattalega tap. Finnbogi Jónsson, stjórnarfor- maður Samherja, sagði í samtali við DV í gær aö sú staðreynd að þetta skattalega tap hefði verið til staðar í BGB-Snæfelli hefði vissulega haft áhrif þegar ákveðið var að skipta á hlutabréfum í BGB-Snæfelli og Sam- heija og sameina svo fyrirtækin tvö. „Þetta var einn þátturinn í því að hraða ferlinu því hluti af skatta- lega tapinu fellur niður um áramót- in. Þetta var þó ekki veigamesta ástæðan fyrir því að farið var í þessa sameiningu heldur sú full- vissa okkar að sameinuð standi þessi fyrirtæki sterkari," sagði Finnbogi. Skipti á hlutabréfum i fyrirtækj- unum tveimur, sem valda því að Samherji mun aö þeim lokn- um eiga um 80% í BGB-Snæ- felli og eigendur BGB-Snæ- fells um 26% í Samherja, hafa vissulega vakið mikla athygli en þau gera Sam- herja, sem hefur verið stærsta sjávarútvegsfyrir- tæki landsins, að enn öfl- ugra fyrirtæki með nokkuð yfir 30 þúsund tonna kvóta. Um leið verður Kaupfélag Eyfirðinga stærsti einstaki hluthafinn í Samherja með Finnbogi Jónsson Þetta var einn þátturinn í því að hraða ferlinu. um 17% eignaraðild sem þýðir miðað við gengi und- anfarið eignarhlut upp á um 3 milljarða króna. Á Dalvík segjast margir hins vegar standa frammi fyrir mikilli óvissu, óttast að störfum muni fækka bæði í landvinnslu og til sjós. For- maöur Kaupfélags Eyfirð- inga hefur hins vegar lýst því yfir að sá ótti sé ástæðulaus, störfum muni ekki fækka. -gk Kaupþing endaði í genginu 15 - hækkun frá byrjun dags nam rúmum 46% Viöskipti hófust með bréf Kaup- þings í gærmorgun er fyrirtækið var formlega sett á lista Verðbréfa- þings íslands. Mikil hækkun varð strax meö bréfin og hækkuðu þau mjög fljótlega upp í 14,8. Fram eftir degi voru þau í kringum það gengi en tóku síöan lítið stökk fyrir lokun og enduðu í 15. Töluverð viðskipti voru með bréf í félaginu og námu þau alls 68 milljónir á þinginu sjálfu. í samtali við miðlara kom fram að margir bjuggust við svip- uðu viðskiptamagni á morgun en gengið gæti oröið á svipuðu bili á morgun. Eftir skráningu Kaupþings eru núna 74 félög skráð á Aðal- og Vaxt- arlista þingsins. Skráð hlutafé Kaupþings hf. er kr. 968.608.926 aö nafnverði. Kaupþing hf. er lána- stofnun samkvæmt lögum um lána- stofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði nr. 123/1993. Tilgangur félagsins er fjármálastarfsemi og er félaginu heimilt að stunda hverja þá starfsemi sem lánastofnunum öör- um en viðskiptabönkum og spari- sjóðum er heimil lögum samkvæmt. Auðkenni Kaupþings hf. í við- skiptakerfi Verðbréfaþings er „HL/KAUP". Félagið verður tekið inn í Heildarvisitölu Aðallista og vísitölu fjármála og trygginga þriðjudaginn 31. október 2000. Nálg- 13a, Reykjavík og á heimasíðu fé- ast má skráningarlýsingu Kaup- lagsins www.kaupthing.is. þings hf. hjá Kaupþingi hf., Ármúla Hafnarfjörður Blaðbera vantar í Hafnarfirði Upplýsingar í síma 555 1031 Samruni Landsteina International og Hugvits staðfestur Haldnir hafa verið hluthafafundir bæði í Hugviti hf. og Landsteinum Intemational hf. þar sem samruni félaganna var samþykktur. Félögin munu sameinast undir heitinu GoPro - Landsteinar Group á ís- landi hf. (enskt hjáheiti GoPro - Landsteinar Group Ltd.). Með þessari sameiningu verður til stærsta þekkingarfyrirtæki ís- lands með starfsemi í 6 löndum og með um 550 starfsmenn. Hluthafar GoPro Group munu eignast 60% hlut í hinu sameinaða félagi en hlut- hafar Landsteina Intemational hf. cu *OD (í) •ÖJD 3 cu 'CC Þú nærð alltaf 550 5000 alla virka daga kl. 9-22 sunnudaga kl. 16-22 sambandi við okkur! dvaugl@ff.is hvenær sólarhringsins sem er 550 5000 40%. Hlutur íslenska hugbúnaðarsjóðs- ins í sameinuðu félagi er 22%. Stjóm GoPro - Landsteinar Group á íslandi hf. skipa: Jóhann P. Malquist, Gylfi Arnbjömsson, Sig- urður Smári Gylfason, Leif Alm- stedt og Garðar Garðarsson. íslenski hugbúnaðarsjóðurinn er áhættufjárfestingarsjóður sem á ráðandi hlut í leiðandi fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni á íslandi. Fjárfestingar sjóðsins beinast að fyrirtækjum á sviði upplýsinga- tækni með mikla útrásarmöguleika. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á miðlun þekkingar og viðskipta- tengsla á milli fyrirtækja sem sjóö- urinn á eignarhlut í auk samstarfs við innlenda og erlenda áhættufiár- festa. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 I>V Þetta helst VliimasmSSEESH HEILDARVIÐSKIPTI 1522 m.kr. Hlutabréf 181 m.kr. Ríkisvíxlar 437 m.kr. MEST VIÐSKIPTI O Íslandsbanki-FBA 68 m.kr. © Kaupþing 44 m.kr. © Össur 16 m.kr. MESTA HÆKKUN © KEA 4,0% Q Þormóöur rammi 3,9% © Kögun 3,5% MESTA LÆKKUN © Tryggingamiðstööin 4,2% © Bakkavör 3,2% © Össur 0,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1439,9 stig - Breyting © 1,138 % Stórtap hjá DaimlerChrysler á þriðja ársfjórð- ungi Stórtap varð hjá Daimler- Chrysler á þriðja ársfiórðungi. Alls nam tapið rúmum 43 milljörðum is- lenskra króna. í tilkynningu frá fyr- irtækinu kemur fram að harðari samkeppni á markaðnum eigi stór- an þátt i þessu tapi. MESTU VIÐSKIPTI l © Íslandsbanki-FBA 490.706 i lo Össur 442.889 o Baugur 261.067 j Tryggingamiöstööln 243.277 o Eimskip 219.559 »Bgygi!rg!ffnrfip siöastllöna 30 daga ■ © Lyfjaverslun 4% 1 © SR-Mjöl 4% j © Vinnslustöðin 4% j | Q Pharmaco 0 3% O síöastli&na 30 daga © Héöinn smiöja -39 % © Sláturfélag Suðurl. -33 % © ísl. hugb.sjóöurinn -27 % Q ísl. járnblendifélagiö -20% © Síldarvinnslan -19 % Hagnaður Sony minnkar mikið Hagnaður Sony á öðrum ársfiórð- ungi minnkaði um rúm 50% vegna mikils kostnaðar við að koma PlayStation 2 leikjatölvunni á mark- að. Hagnaður Sony á öðrum árs- fiórðungi var aðeins 19,8 milljarðar jena, eða um 15 milljarðar króna, en var 46,5 milljarðar jena á öðrum ársfiórðungi í fyrra. |*~j DOW JONES 10315.01 o 0.11% i t]nikkei 14858.43 O 0.12% ff Js&p 1369.71 O 0.35% j F j NASDAQ 3215.54 O 0.43% t'f^FTSE 6325.60 O 0.66% ^dax 6824.13 O 1.12% T]CAC40 6229.04 O 0.78% 27.10.2000 kl. 9.15 KAUP SALA ff iDollar 87,380 87,830 S^Pund 125,310 125,950 1*J | Kan. dollar 57,390 57,740 ; 1 Dönsk kr. 9,7650 9,8180 Uff-jNorsk kr 9,1590 9,2100 ESSænsk kr. 8,5590 8,6060 H”*| Fi. mark 12,2242 12,2977 fjjFra. frankí 11,0803 11,1469 f U| Belg. franki 1,8017 1,8126 Sviss. franki 48,0500 48,3200 ^3 Holl. gylfini 32,9816 33,1798 ^Þýskt mark 37,1616 37,3849 Qh-Wra 0,037540 0,037760 mAust. sch. 5,2820 5,3137 Port. cscudo 0,3625 0,3647 | « JSná. peseti 0.4368 0,4395 || • |jnp. yen 0,805600 0,810500 I jírsktpund 92,286 92,841 SDR 111,480000 112,150000 0ECU 72,6818 73,1186

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.