Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 I>V Skoðun Horfin blóm úr hári „Ef þú hættir þessu gauli ekki, pabbi, þá ílyt ég aö heiman." EU- efu ára dóttir mín lét orðin ekki nægja, heldur sýndi vanþóknun sína meö þvi augljósa látbragði að halda fyrir eyrun. Þar sem mér þykir vænt um þá eftir- lætisprinsessu lét ég þetta eftir henni, enda vildi ég síður vita af henni á vergangi. „Þú kannt ekki gott að meta,“ sagði ég við stúlk- una. „Þegar mér tekst best upp er ég ekki siðri en Kristján." „Hvaða Kristján?" spurði hún og virtist ekki þekkja orðspor norðlenska stórsöngvarans. „Þú hlýtur að þekkja hann, elskan mín,“ sagði ég og renndi mér um leið í erfíðustu tóna Hamraborgarinnar. Það berg- málaði vel í tómri stofunni heima hjá okkur. „Pabbi,“ veinaði stúlk- an, „ þú ert eins og hvíti kórstrák- urinn í svertingjakórnum í auglýs- ingunni. „Hættu strax." Með það hljóp hún burt og lokaði sig inni í herbergi. Ég var feginn því að hún gekk ekki lengra. Dómur fulltrúans Barnið er tónelskt og hefur það frá móður sinni. Þær mæðgur eru hvor í sínum kómum en ég er ekki í kór, ef það segir einhverja sögu. Raunar syng ég trauðla opinber- lega og þá helst ekki nema ég hafi tapað nokkurri dómgreind í góðra vina hópi. Þá tek ég sálm með mínu lagi og talsverðri sveiflu að eigin dómi. Það er ekki vinsælt á mínu heimili. Nú taldi ég mig hins vegar lög- lega afsakaðan. Ég var að mála stofuna, skrapaði, sparslaði, pensl- aði og rúllaði. Geislaspilarinn var hátt stiUtur og ég söng meö. Við slíkar aðstæður á enginn að geta amast við söng, ekki fremur en þegar maður er einn með sjálfum sér undir sturtunni. En það er vandlifað og gömul og ný sannindi að enginn er spámaður í sínu föð- urlandi. Konan var á söngæfingu og gat því ekki lagt mat á söng- hæfiTeika mína að sinni en fulltrúi var á staðnum og dæmdi miskunn- arlaust. Sameiginlegt val „Er stofan ekki nýmáluð?" spurði ég daginn áður þegar konan stakk upp á að fríska hana viö. „Nei, elskan min,“ sagði frúin, „við máluðum þegar við létum ferma.“ Ég rengdi það ekki og veit jafn vel og móðir þess fermingar- bams að það verður tvitugt í vor. „Hjálpaðu mér að velja lit,“ sagði konan og var greinilega vel undir- búin því hún dró upp litakort með tugum ef ekki hundruðum lita- afbrigöa. „Þú mátt hvorki velja grátt né brúnt og ekki þessar lita- samstæður," sagði konan og benti á heilu runumar á kortinu. „Þessi er fallegur," sagði ég um mildan og hlýlegan lit á miðju spjaldinu. „Nei, hann gengur ekki hér, það sér hver maður. Ég var að hugsa um annan hvorn þessara," sagöi hún og sýndi mér tvo samstæða liti. „Hvort viltu þann ljósari eða dekkri?“ „Mér þykir sá ljósari heldur skárri," vogaði ég mér aö segja. „Ja,“ sagði konan, „ég held að sá dekkri fari betur á veggjun- um, miðað við gardínurnar og motturnar. Við tökum hann,“ sagði hún og sendi mér um leið ástúðlegt bros. „Finnst þér ekki gaman þegar við tökum okkur til og veljum eitthvað í sameiningu?" Frjótt og litríkt Stofan lifnaði smám saman við í þeim lit sem við hjónin völdum með okkar hætti. Tónverkið sem hélt mér við vinnuna var gamalt en þó síungt, Hárið, sem minnti mig á menntaskólaár mín þegar allir voru með hár niður á axlir, frjótt timabil og litríkt, markað hörmungum Víetnamstríðsins en um leið uppreisnaranda og von um betri heim. Valið á tónlistinni kom raunar ekki til af góðu. Þar varð að beita útilokunaraðferðinni því diskasafnið er að mestu flutt i Liturinn var hvorki hvítur né svartur eins og á strákunum í Hár- inu. Hann var öfgalaus eins og nútíminn, áferðarfallegur, þannig að hann varð vart gagnrýndur. griðastað okkar hjóna í sveitinni en eftir stóð graðhestamúsik bam- anna, nokkur jólalög og söngleik- urinn Hárið. Valið var því auðvelt og það sem betra var, ég komst í stuð, gleymdi mér við verkiö, mál- aði og trallaði með, hvort sem sungið var um kroppana á svört- um og hvítum strákum, ástina, herþjónustuna eða fáránleika stríðsins. Sönghlé það sem ég tók vegna mótmæla dóttur minnar stóð stutt, enda komið að dramatískum átökum í söngleikn- um. Kæruleysið er llðið Lokatónar söngleiksins hljóðn- uöu um leið og fyrri umferðin var komin á stofuveggina. Liturinn var hvorki hvítur né svartur eins og á strákunum í Hárinu. Hann var öfgalaus eins og nútíminn, áferðarfallegur, þannig að hann varð vart gagnrýndur. í stofulitn- um var hvergi að finna uppreisn né átök. Óttinn við fjarlægt stríð var víðs fjarri en litadýrðin um leið, skörpu andstæðurnar sem áður kölluðust á og drógu fram það besta í fólki en um leið það versta. Þar sem ég var einn með sjálfum mér í stofunni minnti söngleikur- inn gamli á þá tíð sem hann spegl- aði, kynþáttaátök, hippamenningu, blómatímabil, grósku í tónlistar- lífi, sukk, flkniefnanotkun, nýtt viðhorf til kynlífs, andúð á stríðs- rekstri, fyrirlitningu á ríkjandi viðhorfum og ósk um breyttan heim. Áhrifa úr austri og vestri gætti einng hér á landi. Ungdómur- inn fór fyrir og hneykslaði hina eldri. Það er hins vegar löngu liðin tíð og allt komið i jafnvægi. Nútim- inn er í mildum litum líkt og stof- an. Uppreisnargjama æskan er nú hin ráðandi stétt, ráðsett en föl ásýndum miðað við það sem áður var. Æskulýður samtímans er ekki byltingargjarn og gerir ekki aðrar kröfur en að efnast og það sem fyrst. Með vel snyrt hár veltir xmga fólkið fyrir sér bréfakaupum og fjárfestingarmöguleikum. Kæru- leysið er liðin tíð. Blómin eru horf- in úr hárinu. Daufir til augnanna Ég komst aftur inn í nútímann með þögninni í nýlitaðri stofunni en um leið horfði ég á daufa dag- blaðsmynd á gólfinu þar sem glitti í forsetaframbjóðenduma í Banda- ríkjunum undir málningarslettu. Bandaríkjamenn velja á milli þeirra Bush og Gore á þriðjudag- inn en ekki má á milli sjá hvor er litlausari. Drættirnir voru skratta- kornið skarpari á dögum Hársins þegar baulað var á Johnson karl- inn og skömmu síöar þegar refur- inn Nixon hrökklaðist úr embætti, hafandi þó blessunarlega viður- kennt ósigur og kallað heim sina menn úr því alræmda stríði í Ví- etnam. Ósagt skal látið hvor hefur það á lokasprettinum, Gore eða Bush, en það skiptir ekki öllu. Þeir eru svo dauflegir til augnanna að jafnvel liggur við aö það verði eftirsjá að gráhærða graðnaglanum sem enn situr í Hvíta húsinu. Hann er enda af kynslóö hinna hárprúðu og gott ef hann kom sér ekki undan her- þjónustu meðan vitleysan við- gekkst í Víetnam. Munurinn er víst mikill „Ralph Nader gerir lítið úr mun- inum á stóru stjórn- málaflokkunum og forsetaframbj óðend- um þeirra. Það er grundvöllur fram- boðsbaráttu hans og fullyrðinga um að það skipti ekki máli þótt hann taki atkvæði frá A1 Gore. Demókratar og repúblikanar eru „einn kerfisflokkur með tvö höf- uð,“ sagði hann á dögunum. Hann hélt því fram að ágreiningsefni þeirra væru minni háttar samanborið við hvað „sameiginleg einkenni" þeirra væru mörg. En ágreiningsefni flokk- anna eru ekki léttvæg. Þau eru mjög mikilvæg, ekki síst í augum baráttu- hópa sem Nader hefur sjálfur stofnað og átt þátt í að stofna í gegnum árin. Ef marka má stefnu hans eins og hún birtist í plöggum hans eru þau hon- um mikilvæg líka.“ Úr forystugrein Washington Post 2. nóvember. Á barmi hengiflugsins „Hversu lengu geta Israelar og Palestínumenn haldið áfram að baða út handleggjunum á barmi hengiflugsins og fundið leiðir tO að grípa í greinamar á síðustu stundu áður en þeir steypast fram af brúninni? Á sama tíma og vopnuð átök voru harðari en nokkru sinni leit nýr samningur um að „binda enda á ofbeldisverkin" dagsins ljós. Strax á eftir vakti bílsprengja upp drauga hryðjuverka í ísrael. Engu að síður fréttum við af því að samninga- viðræðunum, sem voru aldrei alveg lagðar á hilluna, gæti verið haldið áfram, óbeint, í Bandaríkjunum. Aldrei hefur verið jafn rík ástæða til bölsýni en ástæðurnar til að láta ekki undan henni hafa einnig tekið á sig lit.“ Úr forystugrein Libération 3. nóvember. Sigur í Kosovo „Þaö var auðvitað nauðsynlegt að lýsa því yfir að sveitarstjórnarkosn- ingarnar i Kosovo hefðu verið stór áfangi. Það var djarft af Öryggis- og samvinnustofnun- inni í Evrópu að skipuleggja kosning- ar í landi þar sem nýlega hefur verið háð stríð. Kosningaþátttakan var að vísu há og áhuginn mikill meðal stuðningsmanna Ibrahims Rugova. Þeir fáu Serbar, sem eru um kyrrt, hvorki vOdu né höfðu möguleika á að taka þátt/í fyrstu „frjálsu" kosningun- um. Þessar kosningar vom í höndum Albana. Næsta skref, þetta var bara byrjunin, verða þingkosningar, helst þegar næsta sumar. Það er hvetjandi að flokki Rugova skuli hafa tekist að bola burt flokkunum tveimur sem myndaðir voru úr Frelsishernum. Nokkrum stríðsherrum hafði tekist að ná efnahagslegum og pólítískum völdum í bæjunum og nýttu sér þau í eigin þágu og með aðferðum mafíunn- ar.“ Úr forystugrein Aftonbladet 31. október. Af mannavöldum Alþjóðleg nefnd loftslagssérfræð- inga hefur nú komist að þeirri niður- stöðu að áhrif manna á hækkandi hitastig á jörðinni séu meiri en áður var talið. Nefndin varar auk þess við því að hitastigið geti á næstu 100 ár- um hækkað meir en áður hafði verið reiknað út. íversta faUi gæti hitinn orðið 6 stigum hærri en hann var á síðasta áratug. Þessi niðurstaða ætti að gera fundinn í Haag í næsta mán- uði, þar sem flestar þjóðir heims munu reyna að ganga frá smáatriðum Kyotosamkomulagsins frá 1997, enn mikOvægari. Samkomulaginu er ætl- að að draga úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda. Niðurstaðan ætti einnig að vekja athygli á Bandaríkjaþingi þar sem flestir hafa stungið höfðinu í sandinn eins og strútur vegna máls- ins.“ Úr forystugrein New York Times 31. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.