Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 62
70 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 s>v Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára 4. nóvember Kristln S. Kristjánsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. Rannveig Matthíasdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára_________________________ Kristín Helgadóttir, Laugarnestanga 62, Reykjavík. Sverrir Finnbogason, Keilugranda 2, Reykjavík. 75 ára_______________ Styrmir Gunnarsson, Langholti 11, Akureyri. 70 ára________________________ Einar Klemenzson, Presthúsum 2, Vík. Eyjólfur Pétursson, Úthaga 3, Selfossi. Gunnar Ingi Olsen, Túngötu 61, Eyrarbakka. SigurborgJónsdóttir Háaleitisbraut 45, Reykjavík. Stefán Ásberg Jónsson, Kagaðarhóli, Blönduósi. Valgerður Einarsdóttir, Kirkjusandi 5, Reykjavík. Þóranna Guðbjörg Jónsdóttir, Flétturima 38, Reykjavík. 60 ára Gunnlaug Ólafsdóttir, Bakkastöðum 19, Reykjavík. Jóhanna Svavarsdóttir, Suðurbraut 5, Hofsósi. Marta Pálsdóttir, Hörgslundi 19, Garðabæ. Sigurður Hermannsson, Kirkjuteigi 14, Reykjavík. Sigurður verður með opið hús í Safnaðarheimili Laugameskirkju frá 14 til 17 í dag fyrir ættingja og vini sem vilja gleðjast með honum á þessum tímamótum. 50 ára__________________________ Adam Smári Halldórsson, Ásvallagötu 52, Reykjavík. Árný Viggósdóttir, Norðurtúni 4, Sandgerði. Ellen Birgisdóttir, Esjugrund 92a, Kjalarnesi. Filippía S. Jónsdóttir, Tungusíðu 17, Akureyri. Hjálmar Axelsson, Suðurhólum 2, Reykjavík. Jón Pétursson, Klapparstíg 35, Reykjavík. Kristinn Pétur Pétursson, Seiðakvísl 3, Reykjavík. Kristjana Ólöf Örnólfsdóttir, Stórateigi 19, Mosfellsbæ. Lára Friðbertsdóttir, Kirkjusandi 5, Reykjavík. Pétur Guðmundsson, Seljalandsvegi 18, ísafirði. Ragnheiður Sigurgeirsdóttir, Snægili 3b, Akureyri. Sigrún Harðardóttir, Vatnsnesvegi 9, Keflavík. 40 ác'a_________________________ Aibert Pétursson, Bugðulæk 5, Reykjavík. Auður Björgvinsdóttir, Lautasmára 35, Kópavogi. Ámi Eyþór Bjarkason, Austurgötu 5, Hofsósi. Bogdan Zajaczkowski, Hvolsvegi 16, Hvolsvelli. Gústaf Geir Egilsson, Brautarholti 11, Ólafsvík. ívar Þór Þórisson, Hraunbæ 100, Reykjavík. Kristín Edda Sigfúsdóttir, Gilsbakka 2, Hvammstanga. Markús Björgvinsson, Bröttugötu 23, Vestmannaeyjum. Oddur Jacobsen, Snorrabraut 33, Reykjavík. Sigurjón A. Guðmundsson, Nesbala 10, Seltjamamesi. Sveinn Ingi Svavarsson, Kóngsbakka 9, Reykjavík. Þorleifur Olsen, Miðtúni 18, Höfn. Þórdís Wium, Fagrahjalla 13, Kópavogi. Þórólfur Egilsson, Furulundi 2f, Akureyri. Sjotugur_______________ Stefán Ásberg bóndi Stefán Ásberg Jónsson, bóndi og fyrrv. hreppstjóri að Kagaðarhóli í Torfalækjarhreppi í Austur-Húna- vatnssýslu, er sjötugur í dag. Starfsferill Stefán fæddist að Kagaðarhóli og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1952 las sagnfræði við HÍ einn vetur og sótti námskeið í ensku í Aber- deen í Skotlandi 1961. Stefán hefur verið bóndi á Kagað- arhóli frá 1956, fyrst í sambýli við foreldra sína en tók við allri jörð- inni 1966. Stefán var kennari í Svínavatns- skólahverfl 1956-1957, við Barna- skólann á Hvammstanga 1957-58, við Barnaskólann á Blönduósi 1958-60 og við Unglinga- og miðskól- ann þar frá 1960-1966. Síðan var hann skólastjóri i Torfalækjarskóla- hverfi 1966-67 og 1968-69. Stefán hefur alla tíð haft mikinn áhuga á félagsmálum og var einn af stofnendum Ungmennafélagsins Húnar 1 sinni sveit 1952 og sat í fyrstu stjóm þess. Einnig var hann ritari f stjóm Ungmennasambands Austur-Húnvetninga 1960-70. Hann sat f stjórn Kennarafélags Austur-Húnvetninga 1959-61. Eftir að hann hætti kennslu var hann lengi prófdómari við landspróf og síðar samræmd grunnskólapróf og er enn trúnaðarmaður við þau próf í Húnavallaskóla. Hann tók sæti i Fræðsluráði Norðurlands vestra við stofnun þess 1974 og var formað- ur þess 1982-93. Þá sat hann í skóla- nefnd Húnavallaskóla og var for- maður hennar 1982-1990. Stefán átti sæti í sýslunefnd Aust- ur-Húnavatnssýslu frá 1966 og þar til hún var lögð niður í árslok 1988 —& Jónsson og var um árabil fulltrúi sýslunnar á Fjórðungsþingum Norðlendinga. Hreppstjóri Torfalækjarhrepps var hann frá 1969 þar til það embætti var lagt niður 1998. Hann var kjör- inn í hreppsnefnd Torfalækjar- hrepps 1990 og er nú varaoddviti. Stefán var fulltrúi á fundum Stétt- arsambands bænda frá 1977-1994. Hann sat í stjórn Sölufélags Austur- Húnvetninga 1972-1980 og hefur ver- ið endurskoðandi þess síðan og einnig endurskoðandi í nokkrum fleiri félögum. Þá er hann stjórnar- maður í Sögufélagi Húnvetninga og var einn af stofnendum Lionsklúbbs Blönduóss og hefur gegnt þar m.a. formanns og ritarastörfum. Stefán hefur frá því hann varð formaður Jörundar, félags ungra sjálfstæðismanna í A-Hún. árið 1959, gegnt mörgum trúnaðarstörf- um fyrir sjálfstæðismenn, m.a. ver- ið formaður fulltrúaráðs þeirra í sýslunni, formaður Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra, átt sæti í miðstjórn flokksins og um árabil setið í flokksráði og á þar enn sæti. Stefán var annar af stofnendum ársritsins Húnavöku 1961 og rit- stjóri þess síðan. Hann hefur skrif- að mörg viðtöl og greinar bæði í rit- ið og dagblöð.. Hann var ritstjóri ásamt Sigurði J. Líndal að byggða- sögu Húnavatnssýslu, sem kom út á árunum 1975-1989 í þremur bindum og heitir Húnaþing. Fjölskylda Stefán kvæntist 20.8. 1966 Sigríði Höskuldsdóttur f. 19.5. 1933, hús- freyju og ljósmóður, dóttur Hösk- uldar Einarssonar, bónda og hrepp- stjóra að Vatnshorni í Skorradal, og konu hans, Sólveigar Bjarnadóttur, húsfreyju. Börn Stefáns og Sigríðar eru: Guðrún Jóhanna f. 20.6. 1967, stúd- ent frá MA, búfræðikandídat frá Hvanneyri og lauk síðan masters- námi frá Edinborgarháskóla, nú kennari við Hólaskóla, sanbýlism. Víkingur Gunnarsson, sem einnig lauk mastersnámi frá sama háskóla og er kennari og deildarstjóri hrossadeildar við Hólaskóla. Dóttir þeirra er Sigríður Vaka, f. 9.2. 1999. Sólveig Birna, f. 20.6.1967 stúdent frá MA, nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og f Þránd- heimi, myndlistarkona í Þránd- heimi, sambýlism. Hans Magnús Ryan tónlistarmaður. Sonur þeirra er Óttar Húni, f. 24.3. 1997. Berghildur Ásdis, f. 4.4. 1972, stúdent frá MA, sjúkraþjálfari frá Háskóla íslands, við störf á Reykja- lundi, sambýlism. Jón Gunnar Þor- kelsson smiður. Jón f. 4.4. 1972, stúdent frá MA, kerfisfræðingur, við störf hjá Hug Reykjavík Bróðir Stefáns er dr. Maggi Jó- hann Jónsson, f. 28.5. 1937, arkitekt í Reykjavík, kvæntur Sigríði Sofflu Sandholt, f. 17.11. 1936, skólastjóra. Dóttir þeirra er Sólrún Melkorka f. 14.9. 1979, stúdent og nemi í læknis- fræði við HÍ. Foreldrar Stefáns: Jón Stefáns- son, f. 7.8. 1888. d. 24.11. 1973, bóndi og oddviti á Kagaðarhóli, og kona hans Guðrún Steinunn Jóhanns- dóttir, f. 17.8.,1903. d. 30.11.,1973. Ætt Jón var sonur Stefáns, b. og mál- ara á Kagaðarhóli, Jónssonar, b. í Syðsta-Hvammi, Arnbjörnssonar stúdents á Stóra-Ósi, Árnasonar prests á Bægisá, Tómassonar. Móð- ir Arnbjarnar var Helga Jónsdóttir systir Þorgríms, langafa Gríms Thomsens. Móðir Jóns á Kagaðar- hóli var Guðrún Jónsdóttir, Guð- mundssonar söðlasmiðs frá Löngu- hlíð í Eyjafirði. Guðrún Steinunn var dóttir Jóhanns Péturs, b. á Sæ- unnarstöðum á Hallaárdal, Gunn- arssonar. Móðir Guðrúnar var Friðrika Margrét, dóttir Steingríms Jónatanssonar, b. á Njálsstöðum í Vindhælishreppi, bróðir hans var Davíð, faðir Lúðvíks Norðdals, dótt- ir Lúðvíks var Ingbjörg Kristín, móðir Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Móðir Jónatans b. á Marðarnúpi í Vatnsdal, föður Stein- gríms, var Ragnheiður Friðriksdótt- ir, prests á Breiðabólstað í Vestur- hópi, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, Jónssonar, ætt- fóður Thorarensens-ættarinnar Móðir Friðriku Margrétar var Anna Friðriksdóttir Schram, b. á Kornsá í Vatnsdal, Christianssonar Schram verslunarstjóra f Höfðakaupstað, ættföður Schramættarinnar. Móðir Önnu var Margrét Stefánsdóttir, amma Árna Pálssonar prófessors. Stefán verður að heiman í dag. Andlát Jóhann Valdórsson Jóhann Valdórsson, frá Þrándar- stöðum í Eiðaþinghá fæddist þ. 20. febrúar 1920 að Hrúteyri við Reyð- arfjörð. Hann lést 25. október sl. að heim- ili sínu, Lagarási 17, Egilsstöðum. Fjölskylda Jóhann var sonur hjónanna Val- dórs Bóassonar, f. 24.6. 1885, d. 22.4. 1927, og Herborgar Jónasdóttur, f. 23.8. 1886, d. 22.8. 1964, þau voru bræðraböm. Jóhann var yngstur í hópi ellefu alsystkina sem voru: Jónas, f. 1.2. 1908, d. 19.3. 1977; Sigurbjörg, f. 27.12. 1908, d. 1909; Guðrún Bjarney, 24.12.1909, d. 16.4. 1961; Bóas, f. 16.4. 1911, d. 23.10. 1983; Eðvald, f. 10.8. 1912, d. 12.8. 1942; Benedikt, f. 21.8. 1913, d. 1913, Guðlaug Jóhanna, f. 15.10. 1914, d. 1920, Óskar, f. 10.10. 1915, d. 5.12. 1981; Jóhann Björgvin, f. 6.1. 1917, d. 14.2.1991 og Ragnheið- ur f. 19.12. 1918. Hann átti eina hálfsystur sam- feðra, Valdóru, f. 30.9. 1920, d.1929, sem móðir hans tók að sér. Þá ólu móðir hans og Þorleifur upp fimm fóstursyni sem voru Jón Arnfinns- son, f. 27.3. 1915, d. 24.12. 1985; Guð- jón Jónsson, f. 7.5. 1925; Jón Björg- vin Ólafsson, f. 9.12. 1926, d. í októ- ber 1993; Ingólfur Njálsson, f. 1.5. 1928 og Magnús Hörður Magnússon, f. 27.7. 1935. Jóhann kvæntist 22.10. 1942 Huldu Stefánsdóttur frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði, f. 26.11. 1920, d. 26.4. 1989. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Baldvinsson, f. 9.1. 1883, d. 10.8. 1964, frá Stakkahlíð, og Ólafía Ólafsdóttir, f. 12.11. 1885, d. 3.1. 1971, frá Króki á Rauðasandi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Jóhann og Hulda eignuðust ellefu böm. Þau era: 1) Eðvald, f. 25.4. 1943, býr að Randabergi, kvæntur Vilborgu Vil- hjálmsdóttur, f. 20.1.1942, þau eiga 6 börn; a) Bóas Hallbjörn, f. 1.11.1963 býr með Sonju Erlingsdóttur, þau eiga 2 dætur, Hólmfríði og Birgittu. b) Hulda Jóhanna, f. 2.11.1 964 býr með Rúnari Sigurðssyni, þau eiga 2 syni, Hafþór Atla og Arnar Jóel. d) Mar- grét Lilja, f. 18.11. 1966, býr með Terje Moldaunet, þau eiga 1 dóttur, Camillu. e) Herborg, f. 18.11. 1969 gift Sævari Sigurgeirssyni, þau eiga 1 son, Eðvald. 0 Hjálmar Þór, f. 1.8. 1972, hann á 1 dóttur, Amalíu Ósk. Móðir hennar er Kristjana Gests- dóttir g) Selja Hvönn, f. 15.7. 1969 býr með Björgvin Óskarssyni þau eiga 1 dóttur, Vilborgu. Sonur Eð- valds h) Árni f. 17.8. 1963, kvæntur Inger Erlingsdóttur, þau eiga 2 börn, Vilmu Ýr og ísar Mar. Móðir Áma er Ragnhildur Árnadóttir. 2) Ólafía Herborg, f. 9.3. 1945, býr í Fellabæ, gift Jóni Þórarinssyni, f. 30.6. 1943, þau eiga 3 dætur, a) Guð- rún Bjamey, f. 8.3. 1969, býr með Brodda Ægir Svavarssyni, þau eiga 1 son, Mikael Bergvin. b) Eygló Huld, f. 4.8. 1974, c)Sandra Mjöll, f. 30.10. 1978. 3) Stefán Hlíðar, f. 19.8.1949, býr á Þrándarstöðum, kvæntur Guðrúnu Benediktsdóttur, f. 6.9. 1951, þau eiga 4 börn, a) Benedikt Hlíðar, f. 22.4. 1973, b) Jóhann Erling, f. 14.6. 1975, kvæntur Kristínu M. Karls- dóttur, þau eiga 1 son, Jón Gunnar. c) Sigríður Hulda, f. 25.6. 1980, unnusti hennar er Ingólfur Frið- riksson, d) Þorgerður, f. 6.5.1986. 4) Þorleifur, f. 24.2.1951, hann lést af slysforum 22.4.1979, bjó með Auði Garðarsdóttur, f. 2.6. 1953, þau eign- uðust 1 son, Garðar Þránd, kvæntur Sólrúnu Sigurlaugsdóttur, þau eiga 3 dætur, Auði, Thelmu og Lindu. 5) Ásdís, f. 8.12. 1952, býr á Egils- stöðum, gift Ragnari Þorsteinssyni, f. 13.7. 1951, þau eiga 4 börn, a) Lovísa Herborg, f. 30.5. 1971, býr með Vigni Siggeirssyni, þau eiga 2 syni, Þorberg og Ragnar Þorra. b) Þorsteinn Baldvin, f. 28.5. 1975 býr með Merete Myrheim, þau eiga 1 son, Patrik Þránd. c) Þorleif- ur Bóas, f. 31.5. 1988, d) Þorvaldur Björgvin, f. 3.7. 1990. 6) Valdór, f. 16.3. 1954, býr í Reykjavík, á 3 börn með Halldóru Sverrisdóttur, a) Guðbjörg Hulda, f. 10.9. 1972, b)Jóhann Kristján, f. 22.12. 1973, býr með Hrafn- hildi Jónsdóttur, hann á 2 syni, Daníel Orra og ísak Aron. Móðir ísaks Arons er Erna Guðmundsdótt- ir. c) Ásdis Erla, f. 27.11. 1976, býr með Svani Má Snorrasyni, þau eiga 1 dóttur, Elísu Rún. d) Gísli Freyr, f. 10.6. 1980. Móðir Gísla er Kristin Gísladóttir. 7) Jóhann Viðar, f. 31.3. 1955, býr í Keflavík, kvæntur Ósk Trausta- dóttur, f. 4.10. 1955, þau eiga 3 börn, a) Trausti Þór, f. 3.5. 1974, b) Ævar Smári, f. 29.12. 1977, býr með Lindu P. Sigurðardóttur, c) Bóel Björk, f. 29.7.1985. 8) Vilhjálmur Karl, f. 16.9. 1957, býr á Þrepi, kvæntur Svanfríði Drífu Óladóttur, 7.10. 1965, þau eiga 3 dætur, a) Elísabet, f.23.5.1988. b) Linda María, f.10.5.1991, c) Rebekka, f. 23.5. 1987. 9) Kári, f. 13.8.1959, lést af slysför- um 9.7. 1961. 10) Kári Rúnar, f. 4.4.1961, býr í Reykjavík, hann á 3 börn, a)Daníel Már, f. 26.3. 1983, b) Rakel Ýr, f. 13.12. 1987, c) Axel Freyr, f. 25.12. 1989. Móðir þeirra er Anna Gyða Reynisdóttir. 11) Ingibjörg Ósk, f. 17.5.1965, býr í Reykjavik, á soninn Andra Haf- stein, f. 10.2. 1991. Faðir hans er Heimir Hafsteinn Eðvarðsson. Afkomendur Jóhanns eru nú 65, 33 bamabörn og 21 barnabamaböm, þar af eru 63 á lífi. Starfsferill Jóhann ólst upp á Hrúteyri til sex ára aldurs. Hann flutti þá með móð- ur sinni að Sómastaðagerði við Reyðarfjörð ásamt Þorleifi Þórðar- syni frá Neðra-Hóli f Staðarsveit, f. 17.4. 1891,d. 29.6.1951, Þorleifur kom sem ráðsmaður að Hrúteyri 1925. Að Sómastaðagerði bjuggu þau til ársins 1931, þá fluttu þau að Dalhús- um í Eyvindarárdal. Síðan fluttu þau að Þrándarstöðum árið 1938. Þar hóf Jó- hann búskap í sam- vinnu við móður sína og Þorleif fóstra sinn. Jóhann og Hulda fluttu að Stakkahlíð vor- ið 1943 þar hófu þau bú- skap í samvinnu við for- eldra Huldu og bróður hennar, Sigurð Stefánsson, fluttu aftur að Þrándarstöðum 1948 þar sem þau tóku að mestu leyti við bú- skapnum, móðir Jóhanns og Þorleif- ur fóstri hans vom þar til heimilis til dauðadags. Jóhann stundaði hefðbundinn bú- skap en starfaði jafnframt mikið ut- an heimilisins, bæði til sjós og lands, einkum harðindaárin í kring- um 1950. Hann var jafnan meðal bestu fláningsmanna meðan hann var upp á sitt besta, var fljótur að tileinka sér nýjungar og óhræddur við að takast á við ný verkefni. Kominn hátt á fimmtugsaldur sett- ist Jóhann á skólabekk með sonum sínum og félögum þeirra og lauk sveinsprófi múrara en hann hafði starfað við múrverk í nokkur ár. Árið 1972 brunnu íbúðarhúsið og útihúsin á Þrándarstöðum til kaldra kola. Fjölskyldan flutti þá til Seyðis- fjarðar þar sem þau festu kaup á íbúðarhúsinu Elverhoj. Þar hafði Jóhann næga atvinnu enda fjölhæf- ur og afkastamikfll starfsmaður og eftirsóttur tii allrar vinnu. Síðari ár vann hann við sjómennsku og fisk- vinnslu. Þau hjónin fluttu síðan aftur að Þrándarstöðum og byggðu þar nýtt íbúðarhús 1980. Jóhann hannaði hús sitt að mestu sjálfur og fór þar nýjar leiðir í hönnun og byggingar- aðferð, sem reynist vel enn þann dag f dag. Hulda lést 26.4. 1989. Síðustu árin var Jóhann í sam- búð með Ólöfu Ólafsdóttur frá Syðri-Vík í Vopnafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.