Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 Helgarblað I>V Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur í Skerjafjörðinn: Nágrannar Davíðs - fjölbreytilegir nágrannar í fallegu umhverfi Kate Hudson Dóttir ieikkonunnar Goldie Hawn. Goldie Hawn ekki kát: Ekki meiri Warren Beatty Kvikmyndin Dr. T og konumar hef- ur fengið einróma lof vestan hafs, enda em stjömur myndarinnar ekki af verri endanum: Richard Gere, Liv Tyler og Kate Hudson, dóttir Goldie Hawn. ðll hafa þau fengið góöa dóma en það sem fæstir vita er að Goldie fékk sjálf tilboð um hlutverk í mynd- inni en neitaði þvi einarðlega. Flestir töldu að það stafaði af því að hún vildi ekki nektarsenu sem er í myndinni en leikstjórinn, Robert Altman, er ekki á sama máli. Hann vill kenna Warren Beatty um neitun Goldie. „Hún neitaði af því að hún hafði nýlega séð klippta útgáfu af myndinni Town and Country, sem hún var í með Warren Beatty. Hann er einhverra hluta vegna búinn að klippa hana út úr stærstum hluta myndarinnar. Hún sagði aö hún myndi ekki taka þátt í gerð tveggja kvikmynda í röð þar sem hlutverk hennar væru agnarsmá. Hún vill vera aðalleikkonan." Hvort einhver saknar Goldie úr myndinni um Dr. T og kon- urnar skal látið ósagt. En það hlýtur að teljast óviðunandi að vera klippt út af Warren Beatty. Fyrir nokkrum mánuðum fiaug sú flugufregn að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði aug- lýst hús sitt við Lynghaga til sölu og hefði fest kaup á einni af fáum óbyggðum lóðum í Skerjafírði, nánar tiltekið lóðinni Fáfnisnesi 12. Bygging hússins er komin vel á veg og þvi stutt í að flutt verði inn. Skerjafjörður er þekktur fyrir að vera eitt af betri hverfum borgarinnar og margt af rikasta og valdamesta fólki landsins býr eða hefur búið þar. Gísli Guð- mundsson og Bessí Jóhannsdóttir I B&L búa í einu af þekktari hús- um hverfisins, þar búa Sigurður Helgason yngri og Sigurður Helgason eldri sem báðir sátu í forstjórastól Flugleiða og margir fleiri. Skerjafjörðurinn er eitt af sér- stökustu hverfum borgarinnar þar sem það hefur mjög afdráttar- laus landamæri við aðra borgar- hluta; afmarkast af sjó og flug- velli. Stutt er i fagrar gönguleiðir hvort heldur er eftir sjávarsið- unni eða um Öskjuhlíðina og Fossvoginn. -sm nar Davíðs Fáfnisnes 8 I Fáfnisnesi 8 búa Ásta María Margrétardóttir, * Gunnar Ármann Þórarinsson, BJörgvln Frlöriksson, Brynhildur Benediktsdóttlr og Slgríöur Benedlktsdóttlr. Hér bjó áöur fyrrum borgarstjóri, EgillSkúli iglbergsson. Fáfnisnes 10 Helga Soffía Konráösdóttir. Hún er fulitrúi hins geistlega valds T nágrenni Davíðs. Hún er sóknarprestur í Háteigssókn og fyrrverandi formaöur Prestafélags íslands Helgi S. Helgason og Stelnunn Gunnarsdóttir. Helgi er bróöir Siguröar Helgasonar, núverandi forstjóra Flugleiða. Hann er starfsmaöur og einn eigenda auglýsingastofunnar fóiks McCann-Erickson. Skildingatangi áfnlsnes 4 - Harrastaðir Guömundur Jónsson og Ingunn ívarsdóttir eru ábúendur á öðru höfuöbýla Skeijafjarðar. Þau hafa endurgert húsiö glæsilega og er þar meðal annars að finna fánástöng frá Bessastöðum. Fáfnisnes 12 Davíö Oddsson og Ástríöur Thorarensen. Fáfnisnes 14 Þórir Hallgrimsson og Krlstín Jóna Guömundsdóttlr. W's s Skildingatangi 2 Sturla Friöriksson erfðafræðingur og Slgrún Laxdal. Skeljatangi Skeljatangi 1 . keljatangi 7 Baldur og Anna Johnsen. læknir og var leilbrigðis- islaug Ottesen. Hörður er sem kunnugt er fyrrverandi forstjóri Eimskips og núverandi stjórnarformaður Hugleiða. J 1 Skildingatangi 6 Tónlistarfólkið Gísli Helgason og Herdís Hallvarösdóttlr \búa á Skildingatanga 6. Skeljatangi 3 Inglmundur Sveinsson og Slgríöur Arnbjarnardóttlr. Ingimundur er sonur Svelns Benediktssonar og bróðir Elnars Sveinssonar hjá Sjóvá-Almennum og Benedikts Sveinssonar, stjórnarformanns Eimskips, oft kallaður stjórnarformaöur íslands. Skeljatangi 5 Jón Nordal tónskáld og Solveig Jónsdóttir. Jón er sonur Sigurðar heitins Nordals og bróöir Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra Og formanns Cimswps, ounauauui syuiiitjtiumiauui ISICUIUS. \Auðlindanefndarinnar svokoliuðuy^^|ngimUndur er meðal annars árkitekt Perlunnaiy^ Atgervisflóttinn á Ríkissjónvarp- inu okkar heldur áfram. Eða líkast til hafa þeir bara flæmt frá sér bestu tæknimennina um leið og þeir ráku alla sína vinsælustu þáttargerðar- menn og þulur. Fréttastofan er orð- in véfréttastofa. Við fylgjumst með fréttatima RÚV eins og spennumynd. Frétta- þulirnir eru jafn spenntir og við að sjá hvaða frétt kemur næst. Það viröist ekkert iát vera á tæknivand- ræðunum. Sjónvarpið flutti í Efsta- leiti en dagskráin er hinsvegar öll á Næstaleiti. Hvað er í gangi? Hvert er plott- ið? Að leggja RÚV í eyði og selja það svo? Tveir guttar úr Versló með gel í hárinu eru fyrir löngu búnir að baka stóra Ríkisstofnun í innlendri framleiðslu. Sýn býöur uppá meira og hundraö sinnum betra íþrótta- efni en hin ofurmannaða deild á Sjónvarpinu. Stöð tvö vaknar klukkan sjö á morgnana á meðan RÚV fer að sofa klukkan ellefu á kvöldin. Omega býður uppá dýpri andlega næringu en „Maður sem var í nefndum“. Fjarstýringin hefur ætíð vinninginn í Skjáleiknum. Hvert er Leiðarljósið? Að reka sjónvarpsstöð með því að reka fólk? Nú eru þeir búnir að kasta frá sér eftirlætinu okkar allra, blóminu á skjánum, kynþokka- fyllstu konu landsins þrjú ár í röð, sjálfri þjóðarþulunni! Var hún of sæt? of vinsæl? of góð? Já. Það er þeirra vinnuregla: Ef einhver skar- ar framúr er honum/henni kippt úr dagskránni. Stefnt er að sem jöfn- ustu áhorfi. Það sem þjóðin vill sjá skal hún ekki fá. Skal hún borga fyrir á öðrum stöövum. Við borgum afnotagjöldin með grömu geði og setjumst svo við skerminn og segj- um: Show me the money! RÚVerjar segja: We'll show you how YOU can spend more of it: í Sjónvarpskringl- unni. Sjónvarpskringlan trónir á toppi dagskrárinnar eins og sú kóróna sem hún á skilið. Þessi „þáttur“ er þjóðarhneisa, þjóðarskömm. Hvaða heilvita Rikisrás leyfir sér að leggj- ast svo lágt að endurvarpa slíkum mannlífssora sem sérhannaður er til þess að erta lægstu hvatir kaupsálarinnar? Sjónvarpskringlan er handbendi djöfulsins, haldin Ul- um anda, kaupahéðinn í „musteri menningarinnar", rekin af forhert- um fégræðslumönnum sem leita allra ráða til að finna upp handa okkur 700 nýjar gerviþarfir í hverri viku; herðapúða fyrir böm, háreyð- andi axlakrem, afþreyingarefni fyr- ir hundinn, fjarstýringarbón og sjónvarpssólgleraugu. Hvað næst? Einnota símar? Ejöl- nota smokkar? Sjáifvirkir svefnher- bergishurðaopnarar? Allt breytir þetta nýja Sjónvarpshúsinu í risa- stóran posa sem tosar kreditkortin uppúr veskjum landsmanna og sím- ann að eyrum þeirra, sérlega ætlað- ur til þess að fylla þjóðarsálina af frekara rusli, ræna hana nætur- svefni, og eyðileggja sem flest hjóna- bönd á landsbyggðinni. Eftir að hafa óvart svissað á Kauphöll Djöfulsins og dottað yfir því sjónþreyttur nógu lengi til þess að illur andi hlaupi í mann og maður sé næstum því far- inn að pæla í því að fá sér „sjálf- virka herðanuddarann sem tekur einkum fyrir tölvutengda liðastífni með sérstaka áherslu á músar- vöðvann“ þarf maður að horfa í minnst tíu mínútur á Omega til þess að særa djöfulinn út úr hug- skotinu. Það sem Sjónvarpskringlan sel- ur þó mest er Fjölvarp íslenska Út- varpsfélagsins: Við erum hætt að horfa á sjón- varpið sem þiggur bara útvarpsráð. AJlir bestu þættimir eru flúnir (eða voru flæmdir) yfir á aðrar stöðvar. The Simpsons. Friends. Enska knattspyman. Ensku mörkin. ítalski boltinn. Meistaradeild Evr- ópu. Jay Leno. David Letterman. Larry King Live. Bubbi og Ómar. Silfur Egils. íslensk kjötsúpa. Tví- punktur... you name it. Eftir liggur RÚV á sinni Bráða- vakt. Bráðum verður Kastljóskrökk- unum sagt að standa uppúr litla sætsettinu sínu sem hefur með langri tíð og tíma náð að verða „sál- in“ í Sjónvarpsdagskránni. Bráðum, um leið og þau verða búin að ná fullum tökum á forminu. Þó „20. öldin“ á Stöð tvö sé bara „Öldin okkar“ með hreyfimyndum er sá þáttur þó hátíð miðað við sam- keppnisþáttinn á sunnudags-RÚV: Sjónvarpsleikhúsið. Afhverju era menn enn að rembast þetta? Þetta er SVO VONT. Það er ekki bara að hálfþrítugar leikkonur séu látnar leika 15 ára gelgjur heldur er leik- myndin alltaf sú sama og notuð var í Heddu Gabler-upptökunni árið '77 og hljóðinu alltaf svo vel nælt í peysuna að við heyrum svitann spretta undan sminkinu af því ljós- in era svo sterk vegna þess að þetta er allt tekið inni en samt alltaf gætt að því að sjáist útum gluggann; inn í restina af myndverinu. Sjónvarpið verður aldrei „inn“ þó það reyni að láta „úti“ líta út fyrir að vera „inni“. Sjónvarpsleikhúsið er örugglega ágætt ef maður horfir á það eins og maöurinn í afnotagjalda-auglýsingu þess; Úr fjarlægð: Af næsta þaki meö kíki í gegnum glugga. Þá kannski lítur leikkonan út fyrir að vera 15 ára og þá heyrir maður heldur ekki hvað hljóðið er ofboðs- lega gott. Hafa þessir menn aldrei heyrt um Dogma? Nei, líklega ekki. Bara dogmatík. Ríkisvarpið er komið í Efstaleiti en dagskráin er enn í því neðsta. Hallgrimur Helgason Dagskráin á Næstaleiti Hallgrímur Helgason skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.