Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Side 40
40 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 DV #/ar Samstarf Kia og Hyundai Um daginn var hér staddur Ho Jong Ryu, sölustjóri Kia í Evrópu. Við hjá DV-bílum gripum því tæki- færið að heyra í honum hvort menn væru ánægðir með sölu Kia-bíla á íslandi. Einnig forvitnuðumst við um stöðu mála hjá bílaframleiðslu- landinu Kóreu en eins og kunnugt er fór Daewoo nýlega í gjaldþrot. Einhvers misskilnings hefur gætt að Kia eða Hyundai væru tengdir Daewoo-merkinu en svo er ekki. Hins vegar hafa Kia og Hyundai mikið samstarf sin á milli og er það undir móðurfyrirtækinu Hyundai Precision. „Það er gott samband á milli framleiðslufyrirtækjanna tveggja, Kia og Hyundai Motor Company,11 segir Ryu. „Til dæmis er hönnunardeildin samstarfsverkefni og í hana kemur það besta frá báð- um aðilum. Magentis er nýr bíll og vissum við ekki fyrr en fyrir stuttu hvort hann yrði Hyundai eða Kia. Reyndin hefur orðið sú að ílestar nýju útgáfumar hafa lent Kia meg- in undanfarið og er aðalástæðan góð markaðsstaða Kia í Bandaríkj- unum. Eins hefur Kia gengið vel í Evrópu nema kannski helst í Frakk- landi, en þar erum við i sömu stöðu og aðrir.“ Vill gjarnan fá breyttan jeppa Þegar markaðshlutdeild kóreskra bila er skoðuð í heimalandinu kem- ur í ljós að Kia hefur milli 30 og 40% hlutdeild, Hyundai 40-50% og af- gangurinn er Daewoo-bílar. Ryu segir að Kia hafi einnig átt mikið samstarf við Mazda. „Við höfum byggt mikið á botnplötum frá þeim og notum mikið vélar og skiptingar frá þeim líka. Svo er Hyundai kom- ið i samstarf við DaimlerChrysler og við munum njóta góðs af því samstarfi líka.“ Þegar Ryu er svo spurður út í séríslensk fyrirbæri eins og jeppabreytingar segist hann vel geta hugsað sér að fá breyttan Sportage á 33 tommum. „Smátt fólk vill stóra bíla. Eins höfum við áhuga á meiri þátttöku í mótor- sporti, höfum meðal annars tekiö þátt í París-Dakar rallinu með tveimur Sportage-jeppum." Nýjungar á leiðinni Kia-umboðið flutti á árinu í nýtt húsnæði að Flatahrauni 31 ásamt Suzuki-vélhjólum. Vélhjólin eru nú á leiðinni í annað húsnæði í Skútu- hrauni þannig að allt húsnæðið í Flatahrauni verður undir Kia-bíla. Von er á nokkrum nýjum bílum á næsta ári frá Kia. Þar er helst að telja Magentis, sem tekur við af Cl- arus, og Rio millistærðarbílinn. Kia-umboðið ætlar að bjóða sex bíla á næsta ári. Shuma er á svipuðu verði og Corolla en á stærö við Avensins en Zephia er of nálægt nýja Rio-bílnum í verði og dettur því út. Pride er ódýrasta módelið og hefur nánast verið óbreyttur síðan 1985 en von er á nýrri útgáfu af hon- um. Eins mun koma veglegri útgáfa Á myndinni frá vinstri eru forstjóri Kia, Stefán Tómasson, ásamt Ho Jong Ryu sem er sölustjóri Kia í Evrópu. af Carnival og Sportage-jeppinn er nú til með nýrri andlitslyftingu. Sal- an hefur gengið framar vonum hjá Kia og segjast þeir hafa selt nánast helmingi fleiri bíla en búist var við í upphafi. Búið er að selja hátt í 250 bíla á árinu og mest veriö spurt um Sportage-jeppann. Stefán Tómasson, forstjóri Kia, segir að þeir vilji helst sjá að Daewoo-merkið lifi. „Það hef- ur slæm áhrif fyrir kóreska bíla í heild ef þeir hætta að framleiða þá. Daewoo-umboðið hefur verið gott á íslandi og verið lyftistöng fyrir kóreska bíla.“ -NG Methagnaður hjá Hyundai Það stefnir í methagnað hjá Hyundai Motor Company (HMC) á sama tíma og Hyundai, gamla móð- urfyrirtæki kóreska bifreiðafram- leiðandans, stendur höllum fæti. Góða afkomu fyrirtækisins má fyrst og fremst rekja til aukinnar mark- aðshlutdeildar þess á helstu bíla- mörkuðum heims en gert er ráð fyr- ir að hagnaður ársins muni nema fyrir skatta um einum milljarði Bandaríkjadala. Þá benda milliupp- gjör jafnframt til þess að Kia, dótt- urfyrirtæki Hyundai MC, muni skila fyrir skatta um 500 milljónum dala í hagnaö. Metár hjá Hyundai MC Samkvæmt niðurstöðum 6 mán- aða uppgjörs námu tekjur Hyundai MC af heimamarkaði rúmum 45 milljörðum dala og af útflutningi um 30 milljörðum, eða alls tæpum 76 milljörðum Bandaríkjadala, sem samsvara um 6.000 milljörðum ís- lenskra króna. Þetta er mesta velta Hyundai MC frá upphafi og um 40% aukning miðað við sama tímabil á síðasta ári. Tekjur fyrirtækisins umfram gjöld námu 2,8 milljörðum dala, sem er um 180% aukning frá því í fyrra. Sölutölur októbermánað- ar voru með besta móti. Seldar voru alls 140.813 bifreiðar, sem er 6,6% söluaukning frá því í september og 25% aukning frá því í október í fyrra. Heildarútflutningsaukning fyrirtækisins frá árinu 1999 er 25% það sem af er árinu og heildarsölu- aukning á samanlögðum innlendum og erlendum mörkuðum nemur samtals 23%. Hyundai MC skilið frá Hyundai Á sfðasta ári var gengið frá að- skilnaði Hyundai Motor Company frá samnefndu móðurfélagi. Undan- farin misseri hafa kóresk stjórnvöld þrýst verulega á helstu fyrirtækja- samsteypur landsins, þar á meðal Hyundai, Samsung, LG og Daewoo, að skipta sér upp með það fyrir aug- um að styrkja efnahag landsins. At- vinnulíf Kóreu einkenndist til skamms tíma af sterkri stöðu vold- ugra fyrirtækjasamsteypa, eða „chaebol", sem voru flest hver í fjöl- skyldueigu en á árinu 1995 nam heildarframleiðsla þeirra 10 stærstu fjórðungi af vergri landsframleiðslu Kóreu. Samkeppnisyfirvöld hafa lagt hvað ríkasta áherslu á aðskiln- að bílaiðnaðarins frá móðurfélögun- um, einum helsta vaxtarbroddi kóresks iðnaðar á sl. áratug. Sam- hliða hálfsársuppgjöri sínu, sem birt var nýlega, sendi Hyundai Motor Company frá sér yfirlýsingu um að eiginfjárstaða fyrirtækisins myndi batna verulega á árinu sam- fara niðurgreiðslu skulda en HMC tók umtalsverðar skuldir í arf frá gamla móðurfélaginu. Þá er talið að samstarf HMC við bandaríska bílarisann DaimlerChrysler muni styrkja stöðu kóreska bílaframleiö- andans. Sportlegri Clio B&L, umboðsaðili Renault hér á landi, hóf sölu á Renault Clio með sportlegra útliti á haustdögum en Clio hefur víða hlotið viðurkenning- ar fyrir bæði öryggi og spameytni. Bíllinn nýtur nokkurra vinsælda í Evrópu og er þar þriðja söluhæsta bifreiðin í flokki smábíla. Sportlegra útlit Renault Clio er í boði bæði þriggja dyra og fimm dyra og er með 1,4 lítra og 75 hestafla vél. Þeg- ar á heildina er litið er nýja útgáfan sportlegri í útliti en forveri hennar en það gera m.a. ný linsuljós að framan og þokuljós er fylgja 1,4 lítra vélinni í RT útfærslu. Allar Clio-bif- reiðarnar eru búnar ABS hemla- kerfl, 2-4 loftpúðum, fjarstýrðum hljómtækjum úr stýri og fjarstýrð- um samlæsingum með ræsivörn. Sparneytinn og öruggur í ár hlaut Clio fjórar stjörnur í EURO-NCAP árekstrarprófun en fyrir fimm árum hlaut enginn smá- bíll fjórar stjörnur. Einnig hlaut Clio i ár viðurkenningu Samtaka sænskra bíleigenda sem sparneytn- asti bíllinn í flokki smábíla. Viður- kenningin var byggð á niðurstööum könnunar meðal sænskra bíleig- enda. -NG Bílablaðið í sókn Samkvæmt nýafstaðinni fjöl- miðlakönnun GaÚups verður ekki betur séð en að bílablað DV sé í mikilli sókn en lestur þess meðal lesenda DV er 57%, sbr. 30% í könnun sem fram fór sl. vor. Tekiö skal þó fram að núna var einnig spurt hvort viðkomandi læsi blað- ið að hluta. Meiri lestur er á blað- inu á landsbyggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu, 63% á móti 53%. 33,4% kvenna lesa bílablaðið en 81,5% karla. Vinsælt hjá ungum sem öldn- um til sjávar og sveita Það sem mesta athygli vekur er eflaust lestur mismunandi hópa og sem dæmi er lestur á blaðinu mest- ur í aldurshópnum 20-24 ára, eða 75%. Á aldrinum 40-49 ára er lesturinn 63,2% og 50-67 ára 59%. Minnst er lesið í hópnum 68-80 ára, eða 41,6%. Sú stétt sem les bílablaöið þó mest eru sjómenn og bændur með 80% lesningu en næst koma faglærðir iðnaðarmenn með 69% Minnst lesa sérfræð- ingar, 44%, og þeir sem eru ekki útivinnandi, 25%. Athygli vekur að lestur nema á bílablað- inu er 57,2% Lestur á DV-Bflum % 10 20 30 40 50 60 i —i——i 1 12-19 ára IPM 48,9 20-24 ára -.i-i i T“ i 1 25-29 ára 52,6 i' i T; i 30-34 ára 61,1 ‘1 ~T 1 1 35-39 ára 46’7 - 40-49 ára , 63, -77^“! J 50-67 ára HHK- . 59,0 68-80 ára - 1 1 1 1 41,6 i • i Fjölmiðlakönnun 2000 70 80 75,0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.