Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd - LAUGA’RDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 DV Skothyiki innandyra Palestínsk kona sýnir tóm skothylki ísraela í húsi hennar í Rafah- flóttamannabúöunum. Varar viö efna- hagshruni í Palestínu Terje Rod Larsen, sérlegur sendi- maður Sameinuðu þjóðanna í Mið- austurlöndum sagði í gær að fjár- hagsstaða Palestínumanna væri af- ar slæm. Yasser Arafat, leiðtogi Palestinumanna, er sagður eiga í erfiðleikum með að greiða opinber- um starfsmönnum laun. Larsen segir að fá Palestínumenn ekki fljótt efnahagsaðstoð sé hætta á að palestínsk yflrvöld missi stjórn- ina á atburðarásinni á herteknu svæðunum. Larsen telur hættu á auknu oíbeldi og algeru öngþveiti fái Palestínumenn ekki hjálp frá umheiminum. Fær bætur eftir að hafa ekið á daufdumba telpu Breskum ökumanni, Mark Cooper, sem ók á 4 ára daufdumba telpu árið 1991, hafa verið dæmdar um 70 milljónir íslenskra króna í bætur vegna áfallsins sem hann fékk við slysið. Telpan hljóp skyndi- lega fyrir bíl hans og slasaðist alvar- lega. Leigubílstjóri, sem ekið hafði stúlkubarninu heim, og leigubíla- stöð hans voru dæmd til að greiða bæturnar. Vegna áfallsins gat Cooper ekki rekið byggingafyrir- tæki sitt og varð hann gjaldþrota. Eiginkona hans yflrgaf hann vegna hegðunar hans og tók börn þeirra með sér. Utanríkisráðherra Þýskalands Joschka Fischer var róttækur vinstri maöur á yngri árum. Fischer sætir rannsókn vegna meinsæris Saksóknari í Frankfurt í Þýska- landi hefur hafði rannsókn á meintu meinsæri Joschka Fischer utanríkisráðherra i réttarhöldunum yfir Hans-Joachim Klein. Klein var á fimmtudaginn dæmdur í 9 ára fangelsi fyrir aðild að gíslatöku og morðum í Vín 1975. Fischer bar fyr- ir rétti að engir hryðjuverkamenn hefðu búið í kommúnunni sem hann bjó i á áttunda áratugnum. Nokkrum dögum seinna sagði Fischer í viðtali að Margrit Schiller, sem var í Rauðu herdeildinni, hefði búið i sama húsi og hann en ekki í sömu íbúð. Sjálf kvaðst hún hafa búið í sömu íbúð og Fischer í nokkra daga. Loftárásir á Bagdad Öflugar sprengingar skóku Bagdad, höfuðborg Iraks, í gær- kvöld þegar bandarískar og breskar herflugvélar gerðu loftárásir á hern- aðarmannvirki við borgina. Ekki hefur verið gerð árás við Bagdad síðan 24. febrúar 1999 þegar banda- rískar herflugvélar réðust á skot- mörk við borgina með þeim afleið- ingum að nokkrir írakar biðu bana. Loftvamarflautur fóru í gang í borginni en íbúunum var fyrst tjáð að um æfingu væri að ræða. Tíu mínútum seinna gátu borgarbúar þó heyrt sprengingar. íraska sjón- varpið rauf þá dagskrána og sendi út þjóðsöngva. Einnig voru sýndar myndir af særðum íröskum her- mönnum. Árásirnar voru gerðar á skot- mörk rétt norðan við flugbannsvæð- Bjarmi í Bagdad af sprengjum Sprengingarnar lýstu upp kvöldhimininn í borginni. ið í suðurhluta íraks. Þær eru tald- ar svar við aukinni ógnun frá írökum á flugbannssvæðunum. irakar viðurkenna ekki bannið og reyna að skjóta niður vélar bandamanna. Stjórnmálaskýrendur segja greinilegt að George W. Bush, nýr forseti Bandaríkjanna, sé að senda Saddam Hussein íraksforseta skýr skilaboð. Saddam hefur að undanfomu þótt leggja áherslu á hernaðarmátt íraks. Stór hersýning var í Bagdad í byrjun þessa árs. Ekki er langt síðan sonur Saddams, Uday, fullyrti að Kúveit væri enn hluti af írak. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heldur til Miðausturlanda og Persaflóa í næstu viku. Imelda skoðar skósafniö sitt Þekktasti skósafnari heims, Imelda Marcos, fyrrverandi forsetafrú Filippseyja, opnaöi í gær safn sem helgaö er fóta- búnaði. Á safninu eru hundruö skópara Imeldu sem uröu eftir í forsetahöllinni þegar hún flýöi land ásamt eiginmanni sínum 1986. Imelda gaf einnig sjálfsafninu skó sem og fjöldi stjórnmáiamanna og kvikmyndastjarna. Forsetafrúin fyrrverandi sýndi fréttamönnum rauöa skó sem hún sagði hafa veriö i uppáhaldi. Hún hefur ekki tölu á þeim fjölda para sem hún á nú. Fordæma sprengju- árásina í Kosovo George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, fordæmdi í gær sprengjuárásina á langferðabifreið í Kosovo. Sjö Serbar létu lífið í árásinni og tugir særðust. Robert- son sagði að NATO hefði ekki gert loftárásir til þess að þjóðernis- hreinsanir annars deiluaðilans tækju við af þjóðemishreinsunum hins. Sænskir friðargæsluliðar fylgdu langferðabifreiðinni. Alls voru fimm bílar í lestinni, að því er er- lendar fréttastofur greindu frá í gær. Bifreiðin var kölluð Nis-hrað- leiðin og er kennd við borgina Nis í Serbíu. Þaðan ekur langferðabifreið tvisvar í viku með Serba sem vilja heimsækja Kosovo. Kosovo-Serbar, sem þurfa að sinna erindum í Serbiu, notfæra sér einnig ferðirn- ar. Endastöð vagnsins er í Grancan- Langferöabifreiö Serbanna Sjö létu lífiö og tugir særöust í sprengjuárásinni. ica fyrir sunnan Pristina. Þar snýr hann við og ekur sömu leið til baka um svæði Serba í Kosovo. Sprengj- an var sprengd með fjarstýringu þegar bílarnir fimm voru á leið til Serbíu skammt frá bænum Podu- jevo. Þetta var önnur árásin á serbneska bílalest í þessari viku. Skömmu eftir árásina í gær efndu ættingjar hinna látnu og særðu til harðra mótmæla. Settu þeir upp vegatálma og kveiktu í farartækjum og fasteignum. Flokkur Gorans Svilanovics, ut- anrikisráðherra Júgóslavíu, gagn- rýndi aðgerðaleysi friðargæsluliða í Kosovo. Innanríkisráðherra Serbíu, Dus- an Mihajlovic, slapp án meiðsla í gærmorgun þegar skotið var á bíla- lest hans. Stuðningsmenn Milos- evics, fyrrverandi Júgóslavíufor- seta, eru sakaðir um árásina. EHSŒS Morðingjum sleppt Piltunum tveimur, sem dæmdir voru fyrir morðið á James Bulger, tveggja ára dreng í Liverpool, verða látnir lausir samkvæmt fyrri áætl- un. Hæstiréttur vísaði í gær frá beiðni föður Bulgers um að piltun- um yrði ekki sleppt á næstunni. Þeir voru tíu ára þegar þeir voru dæmdir 1993. Sneri sig á ökkla Margrét Þórhildur Danadrottning sneri sig á ökkla í Frakk- landi þangað sem hún hélt frá Taílandi til að vera við útför tengdamóður sinnar, móður Henriks prins. Drottningin flýgur í dag heim til Danmerkur. Hún mun ekki geta sinnt opinber- um athöfnum um helgina. Alræmdur aðmíráll Richard Macke, skipstjóri banda- ríska kafbátsins sem sökkti japönsku skólaskipi, bauð 15 gest- um um borð. Venjulega er aðeins 6 til 12 boðið. Skipstjórinn varð al- ræmdur fyrir sex árum vegna við- bragða sinna við nauðgun banda- rískra hermanna á 12 ára japanskri stúlku. „Þeir hefðu átt að kaupa vændiskonu í staðinn,“ sagði hann. Milljónir fyrir ábendingar Fimm manns í Svíþjóð fá samtals um 15 milljónir íslenskra króna fyr- ir ábendingar sem leiddu til þess að þrír voru dæmdir fyrir diskóbrun- ann í Gautaborg 1998. Andstæðingur ákærður Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarand- stöðuílokksins MDC í Simbabve, hefur verið ákærður fyrir að hvetja til ofbeldis. Hann sagði á fundi í haust að svipta ætti Mugabe forseta völdum. Sprengjuhótun og fótbolti Flugþjónn hjá kúveiska flugfélag- inu Kuwait Airlines hringdi í flug- turn skömmu fyrir flugtak og til- kynnti að sprengja væri um borð. Flugþjónninn vildi tefja ferð vélar- innar þar sem hann langaði að horfa á úrslitaleik í fótbolta. Gorbatsjov í sjónvarpið Mikhail Gorbat- sjov, síðasti forseti Sovétríkjanna, er nú við tökur á sjónvarps- viðtölum við 13 þjóð- arleiðtoga og Jóhann- es Pál páfa. Spyr Gor- batsjov þá um einkalíf þeirra og ástæður fyrir sumum ákvörðunum þeirra. Tilraunaskot Rússa Rússar skutu í gær eldflaugum, sem geta borið kjamaodda, frá kaf- bát, flugvél og landi. Litið er á æf- íguna sem viðvörun og tilraun tO 5 kljúfa sapisföðjma jnnan NATO. ítalski stórsöngvarinn Pavarotti verður dreginn fyrir rétt á Ítalíu vegna skattsvika. Hann er sakaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.