Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 DV Helgarblað (Við erum stödd á heimili Úlfars sem er leikhúsið, nánar tiltekið Borgarleikhúsið þar sem hann mun troða upp ásamt Barböru vinkonu sinni um næstu helgi. Saman ætla þau að fara yfir píslargöngu Krists á afar myndrænan og einstakan hátt. Eins og þeim einum er lagið. En við erum sumsé stödd á heim- ili Úifars og hann situr í rauðum sófanum og lætur fara vel um sig. Fagurrautt nefið er stöðutákn hans: hann er trúður. Úlfar (nánast hvíslar): Sæll. -sm: Sæll. Hvemig myndirðu lýsa sjálfum þér? Úlfar: Ég er svona nokkuð frá- bær, sko. Ég er, þú veist, trúður. Það er soldið erfitt að vera trúður. Eiginlega neyðist ég til að vera heið- arlegur. Algjörlega. Það er alveg fer- lega erfitt. -sm: Er það að vera heiðarlegur það erfiðasta við að vera trúöur? Úlfar: Já. -sm: Margir leita mjög stift að sjáifum sér. Hefur þú reynt að finna sjálfan þig? Úlfar (kímir): Nei. Ég þarf sko eiginlega ekki að leita að sjálfum mér. Ég er héma, bara alveg. Ef ég fer eitthvað að leita að sjálfum mér gæti ég fundið eitthvað alit annað. -sm: Þú ert mjög ánægður með þig eins og þú ert. Úlfar: Ég þarf ekkert að pæla í því. Ég er bara ég. Það er ekki spuming um að vera ánægður eða óánægður. -sm: Hvemig var æska þín? Úlfar: Æska mín er eiginlega mörg þúsund ár. Ég var eiginlega bara hugmjmd sem sveif í loftinu. Ég var andi eða engill eða eitthvað svoleiðis; ósýnilegur bolti sem flaug um i heiminum alveg frá því að Guð skapaði hann. Eiginlega þá ... Þegar Guð skapaði heiminn skóp hann mig líka, sko. -sm: Er þá minnst á þig í Biblí- unni? Úlfar: Ég hef bara ekki grennsl- ast fyrir um það. Kannski. Ég held það. Kannski á sjöunda degi. Kannski er ég hvíldardagurinn. Kannski. Ég þarf bara að skoöa Biblíuna mjög vel. -sm: Nú ert þú mjög fyndinn ... Úlfar: Takk. -sm: Heldurðu að Guð sé fyndinn? Úlfar: Guð er nefnilega alveg hrikalega fyndinn. Þegar maður hlær innilega þá er það alvöru kirkja. Þegar maður finnur til sam- líðunar þá er það líka alvöm kirkja. Það er dáhtið skrýtið að segja það en þess vegna er svo gott að fara í jarðarfarir. Þá em allir saman, í andanum lika. -sm: Nú er ekki mikið hlegið í kirkjum. Úlfar: Það er alltaf reynt að hitta Guð einhvers staðar annars staðar. Ég held að það sé ekki alltaf voða- lega klárt fólk sem er aö búa til kirkjuna. Ég held að nokkrir prest- ar séu klárari en aðrir og viti hvar Guð er. -sm: Veist þú hvar hann er? Úlfar: Ég hitti hann stundum. -sm: En fyrst hann skóp þig þá er hann eiginlega pabbi þinn. Úlfar: Já. Hann er líka ... hann er líka pabbi þinn. -sm: Ertu hamingjusamur? Úlfar: Já. -sm: Aldrei verið óhamingjusam- ur? uena sama HKama Úlfar og besti vinur hans, Bergur Þór Ingólfsson. „Veistu, þaö yröi alveg hrikalega sorglegt fyrir Berg og fjölskyldu hans ef ég myndi taka yfir í mörg mörg ár. “ Viðtal í einum þætti: Úlfar - sonur Guðs Úlfar: Ég hef verið sorgmæddur, sko. En maður getur verið sorg- mæddur og hamingjusamur. Af því hamingjan er í lífinu. Og þegar maður finnur fyrir hinu sanna í líf- inu kemur hamingjan. Þá getur maður orðið alveg rosalega ham- ingjusamur ... Það getur verið að stundum hafi ég verið óhamingju- samur. Þá hef ég kannski svikið sannleikann sem ég er búinn til úr. Þá er maður óhamingjusamur. -sm: Nú eru margir óhamingju- samir. Af hveiju heldurðu að það sé? Úlfar: Af því þeir voru sviknir, af sjálfum sér eða öðrum. Þeim hef- ur verið beint frá sannleikananum af alls konar fólki. Af þeim sem stjóma landinu kannski. Af foreldr- um sínum sem vom sviknir af sín- um foreldrum. Síðan svíkur fólk sjálft sig með því að vera ekki sjálfu sér trútt. -sm: Þú hefur aldrei tekið prósakk? Úlfar: Nei, nei. Ekki einu sinni áfengi. -sm: Ertu trúaður? Úlfar: Já. -sm: Lifirðu eftir lögmálum kristninnar? Úlfar: Já. Trúin á Guð er ekki trúin á Biblíuna. -sm: Era Kristur og trúðurinn skyldir? Úlfar: Já. Báðir geta gert krafta- verk. (Úlfar flissar). -sm: Hefur þú gert kraftaverk? Úlfar: Já. í hvert skipti sem ég er með svona sýningu þá geri ég kraftaverk. Ég get látið dauða lifna við og ég get læknað sjúka - bara á sviðinu. Ég get gert „sælir era hjartahreinir" við áhorfendur. -sm: Hreinsar maður hjartað þeg- ar maður horfir á þig? Úlfar: Já. Þeir kalla það kaþars- is, eitthvað sem grískur náungi fann upp á fyrir 2600 árum. -sm: Er þetta þá eins konar Þvottastöð Úlfars? Úlfar: Já. Hjartahreinsistöð. -sm: Heldurðu aö eftir tvö þúsund ár verði litið á þig eins og við lítum á Krist nú? Úlfar: (hugsar sig lengi um): Nei. -sm: Af hverju ekki? Úlfar: Af þvi að Bergur, besti vinur minn, er svo eigingjam. Hann þarf að lifa sínu eigin lífi. Við þurf- um nefnilega að deila sama líkam- anum. Og af þvi að hann er meira venjulegur en ég þá fæ ég ekki tíma til að gera þetta að fulltæmdjobbi. -sm: Er það ekki svakalegt? Úlfar: Veistu, það yrði alveg hrikalega sorglegt fyrir Berg og fjöl- skyldu hans ef ég myndi taka yfir í mörg mörg ár. -sm: Er erfitt að búa með þér? Úlfar: Ég get sko ekki séð um fjölskyldu. -sm: Af hverju ekki? Úlfar: Af því ég er trúður. Eina ábyrgð mín í lífinu er gagnvart skáldskapnum og sannleikanum í mér. Það myndi bara þýða að börnin hans myndu bara eignast systkini. Ég er ekki einu sinni viss um að ég færi á klósettið. Ég yrði örugglega tekinn fastur eða eitthvað. Ég skil ekki lögin og get ekki farið eftir þeim. Líklegast er bara óhætt fyrir mig að vera í leikhúsinu. En það er svona. Kannski sorglegt. -sm: Er þá ekki einmanalegt að vera trúður? Úlfar: Þegar maður er einmana þá er einmanalegt. Nei, nei, það er ekkert einmanalegt að vera trúður. Það er samt skelfilega hættulegt. Það sem er hættulegast er fólkið i áhorfendasalnum. Það er stórhættu- legt. -sm: Ertu hræddur við það? Úlfar: Já. -sm: Hefur það einhvem timann gert þér eitthvað? Úlfar: (hvíslar): Já. Þegar ég var ekki orðinn eins árs var ég á sýn- ingu í Nemendaleikhúsinu og fór með Slysaskot í Palestínu. Ég var fyrir framan Súsönnu Svavarsdótt- ur. Það var svo hrikalega erfitt. Og hún horfði á mig eins og ég væri bara gubb. -sm: Gubb? Úlfar: Já. Á einhverjum óæski- legum stað. Það situr svolitið i mér. Og það er sárt. -sm: En af hverju ertu að þessu ef þaö er svona hættulegt? Úlfar: Allt sem er einhvers virði er hættulegt. -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.