Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 56
Opel Zafira Bílhelmar FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Síminn sendi Ástþóri Magnússyni viðvörunarbréf: Misnotaði SMS- kerfið og braut lög - ekkert hámark á 900-númerum - hlutur Símans „trúnaðarmál“ Síminn hefur sent Ástþóri Magnús- syni, forsvarsmanni Friðar 2000, við- vörunarbréf þar sem fyrirtækið áskil- ur sér rétt til að loka allri þjónustu á 900-númerum til hans. Afrit var sent Póst- og eftirlitsstofnun. Þetta var gert i framhaldi af „símahappi" Ást- þórs þar sem um 3000 simnotendur fengu SMS-boð í GSM-síma um að þeir hefðu unnið Valentínusvinning og var bent á að hringja i 900-númer /**L til að fá frekari upplýsingar. Ekki var þess getið að símtalið kostaði 990 krónur. Agnar Már, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Símans, sagði að það væri alfarið á ábyrgð Friðar 2000 að afla leyfa til símahappdrættis. Viðkomandi eftirlitsstofnun, sem í þessu tilfelli væri lögreglustjóraemb- ættið, ætti að grípa til aðgerða. Sím- inn væri á engan hátt ábyrgur i þessu máli. „Það gilda mjög strangir skilmálar um afnot af 900- númeri," sagði Agnar Már. „Þar er það Póst- og fjarskiptastofnun sem hefur allt vald og er eftirlits- stofnunin. Við höfum upplýst hana um málið. Friður 2000 misnotaði SMS-kerfi Sím- ans til ólögmætra fjöldasendinga." Ekkert hámark er á því af hálfu Simans hversu mikið má kosta að hringja í 900-númer. Hæst hefur það verið 2000 krónur hvert símtal sam- kvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Síminn fær greitt tiltekið hlutfall af innhringingargjaldi í hvert sinn en ekki fékkst uppgefið hversu mikið það væri þar sem um „trúnaðarmáT væri að ræða. Aðspurður hversu margir hefðu hringt til baka í 990 króna númerið, eftir að hafa fengið SMS-boð Friðar 2000, kvaðst Agnar Már ekki mega gefa það upp. Það yrði Friður 2000 að gera. Siminn sér um innheimtu gjalda af símnotendum sem hringdu i 900-núm- er Eriðar 2000. Agnar Már kvaðst hafa fengið símtöl frá fólki, þ. á m. gamalli konu, sem auðheyrilega hefði verið blekkt. Gamla konan hefði hringt margsinnis í 900-númerið því hún hefði ekkert botnað í því sem var að gerast. Aðspurður hvort til greina kæmi að fella niður gjald hjá því fólki sem hefði verið gabbað til að hringja í 900-númerið sagði Agnar Már að það væri aifarið á valdi Friðar 2000. Sím- inn myndi koma skilaboðum frá óánægðum viðskiptavinum til þeirra samtaka. -JSS Ástþór Magnússon. Siv Friölelfsdðttir. Ummæli Hjálmars: Ekki ég - segir Siv „Við Hjálmar Árnason höfum átt gott samstarf. Hann hefur tekið 2. sæti á lista sem ég leiði. Við höfum unnið vel saman og náð mjög góðum ár- angri hingað til þannig að ég veit að hann getur unnið vel með mér.“ Þetta sagði Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra vegna ummæla ^ Hjálmars Árnasonar um að hann gæti ' unnið með „næsturn" öllum þeim sem orðaðir hafi verið við framboð til varaformennsku í Framsóknarflokkn- um. Þetta sagði Hjálmar þegar hann gaf kost á sér til framboðs í ritaraemb- ætti flokksins. „Það hefur gengið mjög vel hjá okk- ur Hjálmari að ná árangri fyrir hönd Framsóknarflokksins í Reykjanes- kjördæmi," sagði Siv sem benti á að nú væru inni tveir þingmenn sem væri sögulega besti árangurinn í kjör- dæminu. Aðspurð hvort hún ætlaði í varafor- mannsslaginn sagðist Siv ekki gefa út neina yflrlýsingu að svo stöddu. Jón- ína Bjartmarz, sem einnig hefur verið orðuð við framboð, mun hugsa málið a.m.k. fram í næstu viku. - -JSS Flugumferðarstjórar skora á stjórnvöld: Vilja aö gengið verði til samninga - á grundvelli tillagna frá 1996 félagið". Það verði gert á grundvelli tillagna réttarstöðunefndar og í samræmi við ábendingar dr. Assad Koaite, forseta Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar ICAO, svo afstýra megi boðuðu verkfalli flugumferðar- stjóra. Réttarstöðunefnd skilaði til- lögum í júnílok 1996 um úrbætur varðandi réttarstöðu flugumferðar- stjóra. Stjórnvöld hafi enn ekkert gert með þessar tillögur. Flugumferðarstjórar segjast sam- mála ábendingum dr. Assads til samgönguráðherra um að íslensk stjórnvöld eigi að tryggja stöðug- leika og rekstraröryggi flugumferð- arþjónustunnar til lengri tíma. Yfir 50 flugumferðarstjórar sóttu fundinn og greiddú tillögunni át- kvæði en það er rúmur helmingur félagsmanna. -HKr. Félagsfundur í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra í fyrrakvöld samþykkti einróma aö skora á sam- gönguráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra „að þeir beiti sér fyrir því að samninganefnd rlkisins verði þegar í stað falið að semja við Vilja afstýra verkfalli Flugumferðarstjórar segjast sam- mála ábendingum forseta.Alþjóða- flugmálastofnunarinnar ICAO. LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 DV-MYND HILMAR ÞÓR Unniö á stultum Þeir deyja ekki ráðalausir starfsmennirnir hjá Vélum og þjónustu í Reykjavík. Þegar skipta þurfti um loft í væntanlegu verstunarhúsnæði við Járnháls brugðu þeir undir sig þetri fætinum og unnu verkið á stultum. ^Ráðherra segir flugumferðarstjóra vilja yfir 80% hækkun: Oásættanlegt að semja um slíkt - viljum aukavinnuna burt, segir Loftur Jóhannsson Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra segist vonast til að ekki komi til fyrirhug- aðs verkfalls flugumferða- stjóra á þriðjudag. Ráðherra ræddi við stjórn Félags íslenskra flugumferðar- stjóra í gærmorgun og gerði þeim grein fyrir áhyggjum ríkisstjórnarinnar. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum því samningur okkar við Alþjóðaflug- málastofnunina, ICAO, er þess eðlis að við eigum engra annarra kosta völ en að sinna þjónustunni. Ef við getum ekki tryggt umferðina þá liggur fyrir að verkefnið verður falið öðrum. Þetta er hinn blákaldi veruleiki sem flugumferðarstjórar verða að gera sér grein fyrir. Kröfur þeirra myndu þýða yflr 80% launahækkun. Það er óásættanlegt að ganga til samninga við eina stétt sem leiða myndi til þess að allir aðrir samningar yrðu brotnir upp,“ sagði Sturla Böðvarsson. Loftur Jóhannsson, formaður Fé- lags islenskra flugumferðarstjóra, seg- ir auðvelt að leika sér svona með töl- ur. „Við viljum aukavinnuna burt án þess að heildarlaun lækki á samnings- tímanum. Við gerum okkur fulla grein fyrir að það gerist ekki einn tveir og þrír, enda höfum við boðið langan samning, eða hugsanlega 10 ár, einmitt til að tryggja stöðugleika. Við höfum haldið rekstrinum gangandi með yfirvinnu og framleiðniaukning hjá flugumferðarstjórum á árunum 1995-1999 var um 40%. Við höfum ekki notið þess sérstaklega í launum," seg- ir Loftur sem er svartsýnn á viðræður sem boðaðar eru á mánudag. -HKr. Sturla Böðvarsson. Gæði og glæsileiki smoft (sólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.