Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 11 DV Skoðun Samba með visk takt við aðra og einn þeirra fékk þann heiður að dansa við sjálfan danskennarann. Sú góða kona sá raunar til þess að skipta ört þannig að laus sveinn gat enn hert á sprett- inum næst þegar boðið var upp eða treyst á lukku sína í dömufríi. Ósanngjarn samanburður Ég gat ekki annað en dáðst að danshópnum. Sveinar jafnt sem meyjar voru með sporin á hreinu þótt ört væri skipt milli suður-am- erisku dansanna. Eiginkona mín sagði ekki neitt en horfði út undan sér á mig. Ég fann að hún bar mig saman við krakkana. Það er þó ósanngjarn samanburður því ég náði aðeins bronsmerkinu í dansi, sjö ára gamall. Kúnstin var ekki tekin alvarlega þá og hefur ekki ver- ið haldið við, svo sem vert væri. Þetta hefur auðvitað komið mér í koll þótt ég hafi huggað mig við það að vera skrattakornið ekki verri en hver meðaljón á balli. Þá hefur það stundum nýst mér sem afsökun á slíkum samkomum að fara fram á hjartastyrkjandi tíl þess að ná lip- urð í ganglimi og slætti í handleggi, að hætti Ragga Bjarna. Danskennarinn nær vel til barn- anna og heldur uppi góðum aga. Ungsveinar eru því ekki með neinn fíflagang í tímum eins og stundum hendir þá. Hver piltur tók því hald, eins og danskennarinn kallaöi það, og horfði fram hjá vanga stúlkunn- ar um leið og fyrsta danssporið var stigið. Ekki mátti horfa niður á tærnar til þess að glöggva sig á gangi mála. Þannig svifu pörin um danssalinn líkt og smækkaðar út- gáfur af keppnispörum þeim sem sjást stundum í sjónvarpinu. Nokk- ur munur var að visu á klæðaburði. Stelpurnar voru vel til hafðar, og það glitti á eyrnalokka hjá einni, en siffonkjólarnir bíða betri tíma sem og hvítu skyrturnar og dökku fötin strákanna. Þá voru allir á sokkun- um samkvæmt skóla- „Sjáðu taktinn og kraftinn i krökkunum. Þeir eru ófeimnir og dansa eins og englar. Það er sama hvort það er vals, ræll, rúmba, tangó eða tískudansar. Þetta er eitt það besta sem kennt er í skólanum." Við sátum saman á sal, foreldrar og systkini dansaranna, og konan min hvíslaði þessu að mér. Dóttir okkar á tólfta ári dansaði þar með bekkjar- félögum sínum. Auðséð var að stúlkurnar í bekknum voru að kom- ast á það stig að vaxa upp fyrir Heilinn í mér virkaði ekki og því síður lappirn- ar í sokkunum. Ég horfði ýmist á danskennarann eða dóttur mína, gersam- lega taktlaus, og þvœldist fyrir útskriftarneman- um. dansa á góðum skóm en sokkunum. Kona mín er forhertari og var á skónum og sama gilti um margar mæður í hópnum. Þær töldu sig vaxnar upp úr öllum skólareglum. Það voru því ekki aðeins tærnar á börnunum sem voru í hættu heldur mínar líka. Meiri vandi var þó dansinn sjálfur. Útilokað var að við kæmum aftur upp í enska valsinum því hann var notaður síðast. Lík- urnar á ræl, polka, tangó eða djæf, svo ekki sé minnst á cha cha cha, voru því yfirgnæfandi. Ég gat varla treyst á þá lukku að danskennarinn prófaði okkur í samba. Úr takti Því meiri varð gleði mín, þar sem ég hafði tekið svokallað hald á dótt- ur minni og beið örlaganna, er danskennarinn bað okkur að dansa samba. Ég tók grunnsporið sam- stundis og svo hratt að dansneminn, dóttir mín, fylgdi varia. Enginn annar dansaði og danskennarinn horfði á mig í forundran. Stúlkan sendi föður sínum augnaráð sem ekki varð misskilið en móðirin glotti, langþreytt á vitlausum takti manns síns. „Við ætlum að dansa samba með visk,“ sagði danskenn- arinn með nokkurri sveiflu og horfði hvorki á aðra foreldra né nemendur heldur einungis á mig. Konan sú virtist ekki kannast við grunnsporin úr Skátaheimilinu við Snorrabraut. „Með visk?“ var komið fram á varir mér þegar danskennarinn stillti sér upp fyrir framan okkur og sýndi sporin. Þau voru eins fjarri minni sömbu og hugsast gat, nánast með tvöföldum hælkrók, fram og til hliðar. Heilinn á mér virkaði ekki og því síður lappirnar í sokkunum. Ég horfði ýmist á danskennarann eða dóttur mína, gersamlega taktlaus og þvældist fyrir útskriftarnemanum. Barn- ið tók bæði að sér hið meinta hald og stjórn alla. Konan min var hætt að glotta og hló upphátt. Sært stolt og sárar tær í þessari stöðu hefði einn tvöfaldur hjálpað, mýkt mig og auðveldað viskinn. Það var þó * borin von á þessu grunnskólaballi. Ég .beit því á vörina og kláraði dansinn, lét jafnvel ekki á neinu bera þótt kona nokk- ur í útiskóm, með son sinn í haldi, stigi á tærnar á mér. Stoltið var særðara en svo að sársaukinn næði til tánna. „Þetta er allt í lagi, pabbi minn,“ sagði stelpan þegar hún leiddi föður sinn til sætis. Það hefur alltaf verið kært með okkur og pabbastelpan sá að fulllangt var gengið. „Það er hægt að gera svo margt annað en dansa,“ sagði hún fullorðinslega. Ég verð .að hugga mig við það. .0^,; hefð. Kuldaskórnir og stígvélin voru geymd í anddyrinu. Allt á sokkaleistunum Agi danskennarans nær ekki að- eins til nemendanna. Það vissi ég af fyrri brons- og silfursýningum að foreldrarnir komast ekki upp með það að sitja aðgerðalausir úti í sal. Þeir skulu, hvort sem þeim líkar betur eða verr, út á dansgólfið líka. Þegar silfurpeningarnir voru af- hentir í fyrra eða árið þar áður var heppnin með mér. Það eina sem ég man úr dansnámi mínu hjá Her- manni Ragnari í Skátaheimilinu við Snorrabraut er grunnspor í enskum valsi auk sambaspora. Þá beið dótt- ir min spennt eftir pabba sínum og vonaði það besta eins og ég. Við sluppum með skrekkinn því dans- kennarinn valdi enskan vals. Ég tróð stúlkunni því ekki um tær og gat kinnroðalaust leitt hana til sæt- is eftir dansinn. Nú stóð ég enn í sömu dansspor- um. Pabbarnir dönsuðu við dætum- ar og mömmurnar við synina. Mitt var því að dansa við stúlkuna þótt móðirin stigi sporin með líkt og aðr- ir foreldrar í aukahlutverki. Gull- stúlkan okkar var orðin þetta eldri en á silfurprófínu og á viðkvæmari aldri þannig að nú reið á að standa sig. Vandi minn var tvíþættur. Ég var á sokkunum því ég er hlýðinn líkt og skólabörnin. Það er hins vegar betra að Jónas Haraldsson aðstoðar- ritstjórí drengina. Þær stjórnuðu því frekar dansinum en þeir. Náttúran ræður þvi svo að strákarnir lengjast, þótt síðar verði, en það breytir þó ekki því að stúlkumar munu áfram stýra dansinum í þeirra lífi. Við höfum áður fylgst með svona danssýningum í skólanum. Þá voru tekin brons- og silfurstig en hér var komið að sjálfu gullinu, útskrift úr dansnámi grunnskólans. Krakkarn- ir voru því spenntir, ekki síður en foreldrarnir. Nú átti að sýna það sem i þeim bjó. Danskennarinn fylgdi hefðum og stillti dansherrun- um upp öðrum megin í salnum og dömunum hinum megin. Oft er það svo í dansi að dömumar eru áhuga- samari um fótamenntina og því fleiri en herrarnir. Þarna var þessu öfugt farið. Skóla- sveinar dansæfingun- um voru fleiri en meyjarnar. Þeir stilltu sér því beinlínis upp eins og sprett- hlauparar þegar kom að því að bjóða upp. Strákarnir sem náðu ekki í dansfé- laga tóku því af karl- mennsku og hreyfðu sig í Skoðanir annarra Rauökálshótanir „Fyrir fimm árum hótaði Lars Bang, þáverandi flutningabílstjóri, að aka tveggja hæða langferðabil með 40 rauðkálshausa á efri hæðinni inn í Knippelsbrú til að sýna hversu hættu- leg þessi lága brú er inni í miðri höf- uðborginni. Bang gerði ekki alvöru úr hótun sinni, en eftir hið hörmulega slys, þar sem tveir létu lífið og nærri tugur manna slasaðist illa, vildi mað- ur óska þess að hann hefði gert það. í staðinn varð það kátt fólk sem lenti i þessu stórslysi án nokkurrar viðvör- unar. Hvorki áralöng stöðug gagnrýni borgaranna á aðstæður við Knippels- brú, sem er aðeins 3,1 metra há, né tvö fyrri slys hafa leitt til betri merk- inga við brúna.“ Úr forystugrein Politiken 1. mars. Vandamálið Saddam „Kaldhæðni stöðunnar hefur ekki farið fram hjá neinum. Tíu árum eftir uppgjöf her- sveita Saddams Husseins úti á víöavangi, hefur sá sem sigraði hann þá, Colin Powell hershöfðingi, sem nú er orðinn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkennt að hann eigi ekki annarra kosta völ en að endurskoða refsiaðgerðirnar sem settar voru á leiðtoga íraka, sem heldur áfram að lýsa yfir sigri sín- um. Þessi endurkoma á Bagdad-reit- inn her það með sér að vera uppgjör mffli Bush-ættarinnar, við völd í Washington árið 2001 rétt eins og árið 1991, og ættar Husseins en eng- inn bilbugur er á harðstjórn hans eftir tíu ára átök. Einkum þetta er það gjald sem Vesturlönd hafa orðið að greiða fyrir ómarkvissa stefnu sína. Hún hefur í raun aldrei kveð- ið upp úr um það hvort ganga ætti endanlega frá Saddam eða hvort, þvert á mótti, ætti að þyrma honum af ótta við að íranar högnuðust á óstöðugleika í þessum heimshluta." Úr forystugrein Libération 1. mars. Landbúnaður í kreppu „Eftir útbreiðslu kúariðu í hverju landinu á fætur öðru, sjúkdóms sem menn geta smitast af, breiðist nú gin- og klaufaveiki hratt út í Bret- landi. Það veldur óróa og allt að skelfingu annars staðar í Evrópu, jafnvel þó að menn fái ekki veikina. Bretar hafa ekki bara aflýst veðreið- um heldur einnig íþróttakeppnum til að koma í veg fyrir fjöldasam- komur á svæðum sem eru í hættu. Það er rétt af okkur í Noregi að grípa strax til viðamikilla aðgerða og það er ekki einum degi of snemmt. Gin- og klaufaveiki gæti eyðffagt mikilvægan hluta landbún- aðar okkar á mjög stuttum tíma. Tvær ástæður eru fyrir kreppunni í landbúnaðinum í Evrópu. ífyrsta lagi vantreysta menn matnum sem er afurð landbúnaðar er verður stöðugt meira iðnvæddur. í öðru lagi er sameiginleg landbúnaðar- stefna Evrópusambandsins undir miklum þrýstingi. Mörg ESB-land- anna hafa mótmælt nýjum tillögum framkvæmdastjórnarinnar um að slátra 1,2 milljónum nautgripa til viðbótar þeim 2 milljónum sem bú- ið var að taka ákvörðun um.“ Úr forystugrein Aftenposten 28. febrúar. Skuggar yffir Balkanskaga „Margir óttast að ofbeldið í Presovodalnum í suðurhluta Serbíu breiðist út. Fregnir hafa borist af skotbardögum albanskra uppreisn- armanna og öryggissveita í Makedóníu. Það var ekki fyrr en of- beldið í Kosovo var orðin óumflýj- anleg staðreynd sem umheimurinn greip til diplómatískra aðgerða. Þá var það orðið, eins og svo oft, allt of seint. Það ætti að vera lítil hætta á að það fari jafn illa á ný. Nú er lýð- ræðislega kjörin stjórn við völd í Belgrad. Vojislav Kostunica forseti veit að hann þarf að vera samvinnu- fús vffji hann nauðsynlega hjálp til uppbyggingar." Úr forystugrein Dagens Nyheter 1. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.