Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Helgarblað DV Pólitískt hneyksli í Úkraínu: Höfuðlaust lík og for- seti í lvkilhlutverkum Úkraíná er lömuð af pólitísku hneyksli þar sem forseti landsins, Leonid Kútsjma, gegnir lykilhlut- verki ásamt höfuðlausu líki, undur- fagurri konu og milljarðamæringi með vafasaman bakgrunn. Á Kresjatik, aðalgötunni i Kíev, hafa verið reistar tjaldbúðir þar sem mótmælendur hafast við að stað- aldri. Þeir krefjast afsagnar forset- ans og fordæma glæpamannastjórn landsins. Málið hófst síðastliðið haust þeg- ar blaðamanninum, Georgí Gon- gadze, var rænt i miðborg Kíev um hábjartan dag. Hann sást ekki á lífi eftir það. í nóvemberlok fannst höf- uðlaust lík í skógi í útjaðri Kíev. Gongadze gekk með verndargrip og fannst gripurinn við líkið. Blaðamaðurinn, sem var þritug- ur, ritstýrði netblaði er húðfletti Kútsjma hlífðarlaust. Stjórn forset- ans var einnig harðlega gagnrýnd sem og svokallaðir fjármálafurstar sem hafa safnað auði vegna tengsla sinna við valdamenn og hafa áhrif á lagasetningu og ákvarðanir. Þegar Gongadze hvarf voru heimsóknir á netblað hans 3 þúsund á dag. I kjöl- far hneykslismálsins hafa heim- sóknirnar verið um 60 til 70 þúsund á dag. Tók samtöl forsetans upp á segulband í leyni Það kom nefnilega í ljós aö for- ingi í öryggisþjónustu Kútsjma hafði í leyni tekið upp á segulband 300 klukkustunda samtöl á skrif- stofu forsetans. Á mörgum segul- bandanna bölvar forsetinn blaða- manninum harðskeytta og krefst þess jafnframt að honum verði rutt úr vegi. Kútsjma leggur meðal ann- ars til að Gongadze verði rænt og hann afhentur bófaflokkum frá Tsjetsjeníu sem gætu krafist lausn- argjalds fyrir hann. Kútsjma hótar Erlent fféttaljós einnig að fangelsa óhlýðna borgar- stjóra og siga skattayflrvöldum á þá sem ekki eru reiðubúnir að útvega honum atkvæði í kosningunum 1999. Kútsjma náði endurkjöri eftir tvær umferðir. Segulbandsspólurnar voru sendar Alþjóðafjölmiðlasambandinu sem lét tæknimenn rannsaka þær. Eftir verið skuldum vafmn þegar hann hvarf í september. Það hafi þeir gert til að auðveldlega væri hægt að benda á ástæðu fyrir morðinu. Lesja, sem er tannlæknir, kveðst ekki vilja verða þátttakandi í pólitísku hreyfingunni sem krefst afsagnar Kútsjma vegna hneykslis- ins. Hún hefur hins vegar beðið um fund með forsetanum til þess að koma á framfæri kvörtunum sínum yfir því hvernig rannsókn málsins hefur verið háttað. „Kútsjma sagði í útvarpi að morð- ingi Kennedys hefði aidrei fundist og að morðingi sonar míns myndi ekki finnast. Hvernig getur og þorir Kútsjma, sem er faðir og afi og for- seti, sagt þetta við umheiminn um son minn sem var blaðamaður sem gagnrýndi yfirvöld opinberlega. Mig langar til að spyrja hann að því,“ segir móðirin. Lesja kveðst hafa vitað í júlí að sonur hennar var í vandræðum. „Þegar ég heyrði í fréttum óháðrar útvarpsstöðvar i Rússlandi um morð á blaðamanni hringdi ég' í hann og bað hann að fara gætilega," greinir hún frá. Hún segir Georgí hafa tjáð sér að honum hefði verið veitt eftirfór af bil innanríkisráðu- neytisins og að lögreglan hefði áreitt starfsmenn hans. Lesja sagði syni sínum að skrifa saksóknara- embættinu bréf og greina frá eftir- förinni. Engin viðbrögð bárust vegna bréfsins. Embættismenn sögðu síðar að númeraplötunum sem Georgí sá hefði verið stolið. Lesja skoðaði ekki sjálf lík sonar síns sem á vantaði höfuð, hendur og mest alla húðina. Sýru hafði veriö hellt yfir likið og síðan kveikt í því. „Konan hans, tengdadóttir mín, gat bara borið kennsl á hann af ilj- unum,“ segir Lesja sorgmædd. Hún vill láta erlenda sérfræðinga rann- saka líkið svo hægt sé að úrskurða hvernig sonur hennar var myrtur. „Þeir vilja að ég jarðsetji hann svo að málið gleymist. Ég er móðir og ég vil sjálf ákveða hvað gera á við líkið, hvernig það veröur jarðsett og hvenær. Ég verð að fá að vita hvað gerðist, hver myrti hann og hvers vegna. Ég hef rétt á því,“ segir móð- irin. Byggt á Washington Post, Reuter o.fl. Mótmælendur fluttir á brott Um 400 lögreglumenn umkringdu á fimmtudaginn tjaldbúðir andstæðinga forsetans í miðborg Kíev. Fluttu þeir um 100 mótmælendur á brott. Sökuð um sex milljarða mútugreiðslu Fyrir tveimur vikum var Julia handtekin og sökuð um að hafa greitt fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, Pjotr Lasarenko, rúma sex milljarða íslenskra króna í mútur þegar hún var forstjóri gasveitu. Hún á að hafa greitt Lasarenko mút- urnar til þess að fá pantanir frá rík- inu. Lasarenko, sem flýði land, situr nú í fangelsi í Kalifomíu. Hann er sakaður um að hafa þvegið hundruð milljóna dollara. Eiginkona blaðamannsins Miroslava, eiginkona blaðamannsins sem var myrtur, hlustar á spurningar fréttamanna í Moskvu. Leonid Kútsjma Úkraínuforseti Forsetinn, sem verið hefur við völd frá 1994, vísar á bug ásökunum um að hann hafi fyrirskipað morð á blaöamanni sem gagnrýndi stjórnvöld. tveggja mánaða rannsókn sögðu sér- fræðingarnir ekki hægt að sanna að um rödd Kútsjma væri að ræða. Þeir sögðu þó jafnframt að ómögu- legt væri að sanna að átt hefði ver- ið við segulbandsupptökurnar. For- setinn hefur viðurkennt að nokkur samtalanna á spólunum hafi átt sér stað en heldur þvi jafnframt fram að sumt hafi verið klippt og skeytt saman og þannig tekið úr samhengi. Hann harðneitar að hafa fyrirskip- að aftöku blaðamannsins. „Það er útilokað að ég hafi gefið skipun um að annarri manneskju yrði rutt úr vegi. Það vita þeir sem þekkja mig. Ég hef þvert á móti ver- ið sakaður um að vera allt of linur,“ sagði Kútsjma í viðtali við rúss- neska ríkissjónvarpið í siðustu viku. Forsetinn bætti þvi við að um væri að ræða áróður af hálfu stjórn- arandstöðunnar, nokkurra foringja í öryggisþjónustunni og annarra fjársterkra manna. Málfarið óheflað eins og hjá Richard Nixon Málfar Kútsjma á upptökunum er jafn óheflað og málfar Richards Nixons, fyrrverandi Bandaríkjafor- seta, á upptökunum frægu sem tengdust Watergate-hneykslinu. Watergate-upptökurnar voru gefnar út í Bandarikjunum. Ekki er útilok- að að segulböndin með samtölum Úkraínuforseta verði gefin út sem sagnfræðileg skjöl. „Þið eigið að setjast niður með hverjum einasta yfirmanni og hóta honum að hann verði rekinn geti hann ekki útvegaö atkvæði. Er þaö skilið?" þrumar Kútsjma yfir nán- ustu samstarfsmönnum sínum á segulbandsspólu. Upptökurnar, sem hafa verið skrifaðar og settar á Netið, hafa ver- ið öflugt vopn í höndum stjórnar- andstöðunnar í tilraunum hennar til að koma Kútsjma frá völdum. Öflugasti stjórnarandstæðingur- inn er kona. Sumir segja að auð- veldara sé að ímynda sér hana á for- síðu tískublaðsins Vogue en í bar- áttu gegn stjórninni. Julia Tymosjenko, sem er 40 ára, var í janúar síðastliðnum rekin úr emb- ætti aðstoðarforsætisráðherra. Síð- an hefur hún verið leiðtogi þverpólitiskrar hreyfingar sem krefst afsagnar Kútsjma. í hreyfing- unni eru sósialistar auk miðáokka og hægri flokka. Fyrrverandi eiginmaður Juliu og viðskiptafélagi hefur setið í fangelsi i marga mánuði. Julia segir fangels- un hans pólitískt samsæri af hálfu Kútsjma sem vilji vinna stjórnar- andstöðunni mein. Móðirin krefst sannleikans Stjórnarandstaðan krefst sann- leikans um morðið á blaðamannin- um og það gerir móðir hans, Lesja Gongadze, einnig. Hún segir að ákvörðun saksóknara um að hefja rannsókn hafi ekki aukið traust hennar á yfirvöldum sem hafi klúðrað málinu frá upphafi. Lesja segir saksóknara fljótlega hafa reynt að fá hana til að undirrita yf- irlýsingu um að sonur hennar hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.