Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 15 Gwyneth Paltrow: Vill ekki leika fitukepp DV Oprah Winfrey: Fær mest af öllum í laun Þáttastjórnandinn Oprah Winfrey er svo vinsæl í Ameríku að henni er líkt við stofnun eða jafnvel leiðtoga sértrúarsafnaðar. Tugir milljóna Ameríkana kaupa bækur sem Oprah mælir með, ganga í fot- um eins og hún, borða samkvæmt hennar ráðlegg- ingum og reyna að líkja eftir lífi hennar í sem flestu. Að einu leyti hefur Oprah sér- stöðu sem erfitt er að jafna. Hún er launahæst allra opinberra skemmtikrafta i Ameríku en ný- lega kom í ljós að árslaun hennar nema um 10 milljörðum íslenskra króna og eru það t.d. tvöfóld árslaun frægustu og hæst launuðu leikara í amerískum kvikmyndum. Það er sama hvort það er Cruise eða Hanks. Oprah skýtur þeim auðveld- lega ref fyrir launarass. Það er gaman að velta þvi fyrir sér að fyrir þessa upphæð gæti Oprah keypt um það bil fimm frysti- togara á íslenskum markaði og næg- an kvóta til að tryggja þeim veiðar aUt árið. Þá gæti hún búið í bryggjuhverfinu í Grafarvogi, verið í LÍÚ og stjórnað sinum eigin skemmtiþætti á Skjá einum í frí- stundum sínum. Skyldi hún vilja skipta. Tom Cruise: Fær ekki að leika undir stjórn Spielbergs Sumir draumar rætast ekki. Þetta vita menn. Hinn ofurfræga leikara Tom Cruise hafði lengi langað til að vinna undir stjóm hins ofurfræga leikstjóra Stevens Spielbergs. Þetta var endurgoldin ást í þeim skiln- ingi að Spielberg ól einnig í brjósti sér von um að fá að leikstýra stjöm- unni. Um nokkra hríð hefur staðið til að þessi sameiginlegi draumur þeirra rætist því búið var að semja um að Cruise léki í kvik- mynd sem á að heita Minority Report undir stjóm Spielbergs. Nú stefnir allt í bév- uð vandræði því Cmise er tepptur við leik í annarri kvikmynd, Vanilla Sky, undir stjóm Camerons Crowe. Tökum á henni hefur seinkað og það setur alla drauma þeirra félaga í uppnám þvi í júní í sumar er líklegt að leikarar í Hollywood fari i verkfall. Þvi lengur sem það dregst að byija á Minority Report því meira aukast likumar á að henni verði alis ekki lokið fyrir þann tíma. Sagt er að Spielberg sé öskuvondur vegna þessa máls og kenni Cruise um allt saman en Cruise tafði nokkuð tök- ur á Vaniila Sky vegna gríðarlega mik- iila krafna um öryggi á tökustað og einnig þurfti stundum að bíða meðan hann fór og var viðstaddur verðlauna- afhendingar eins og óskar og þess hátt- ar. Það lítur þvi út fyrir að þessi draumur Spielbergs og Craise rætist ekki í bráð. Gwyneth Paltrow er afar grönn leikkona sem leggur mikið kapp á að halda líkamsvexti sínum spengi- legum likt og margar konur. Hún hefur fengið áhugavert hlutverk í kvikmynd sem nú er í framleiðslu og heitir Shallow Hal. í myndinni greinir frá Hal nokkrum sem verður um stund sleg- inn þeim töfrum að hann sér hina innri fegurð fólks en ekki ytra hylk- ið eitt. Hann kynnist stúlku sem Gwyneth leikur og viti menn, hún er há ljóshærð og grönn eins og tág. Þegar töframir falla af Hal kemur í ljós að stúlkan fagra er í rauninni þybbin og búsældarleg og drjúgan spotta yfir kjörþyngd. Hvað þetta hefur að gera með innri fegurð er mér reyndar ekki alveg ljóst nema handritshöfundar trúi því að grannt holdafar sé ígildi fegurðar. Hvað sem því líður þá kallar þetta hlutverk á sveiflur í holdafari leikarans. Margir leikarar af báðum kynjum hafa leikið sér að því að éta á sig nokkur kíló fyrir gott hlutverk eða tálga sig niður. Þetta gerði Ro- bert de Niro eftirminnilega í Raging Bull, Tom Hanks í Getaway og René Zellweger hámaði á sig nokkur aukakíló áður en hún lék Bridget Jones. Þetta vildi fröken Paltrow alls ekki hafa. Hennar línur verða óbreyttar, hvað sem öOum hlutverk- um líður. Hún þvemeitar að graðga í sig rjómabollur og majones fyrir leiklistina og heimtar troðinn bún- ing sem hún getur íklæðst og sýnst vera feit. Þetta telja framleiðendur ekki sannfærandi og stefnir allt i hörkudeilur vegna holdafars Pal- trow. Sviðsljós Gwyneth Paltrow Margir frægir leikarar hafa þyngt sig eða grennt fyrir tiltekin hlut- verk. Fröken Paltrow tekur ekkert slíkt í mál. Þú vinnur alltaf! íslenskir ostar - hreinasta afbragö r ^ Oprah Winfrey Oprah er svo valdamikil í am- erisku sjónvarpi að henni er líkt við stofnun. Hún hefur um þaö bil 10 milljarða ís- lenskra króna i árslaun. Tom Cruise leikari Hann hefur lengi langað til að vinna með Steven Spiel- berg og sá sam- eiginlegi draumur þeirra var við það að rætast en nú stefnir allt i að svo verði ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.