Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Blaðsíða 59
I LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 I>V 71 Tilvera Sextug________________________ Erna Ragnarsdóttir 85 ára__________________________ Daníel G. Sigmundsson, Torfnesi, Hlíf 2, Isafirði. Guðni Ólafsson, Sólvangsvegi 1, Hafnarfiröi. Tómas Jónsson, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. 75 ára__________________________ Lárus Örn Jörundsson, Dvergabakka 30, Reykjavík. 70 ára__________________________ Hulda Björnsdóttir, Víkurbraut 30, Grindavík. Inga Helgadóttir, Vallholti 15, Akranesi. 60 ára__________________________ Daníel Sigurðsson, Háteigsvegi 13, Reykjavík. Einar Júlíusson, Melseli 5, Reykjavík. 50 ára__________________________ Anna María Ólafsdóttir, Mariubakka, Kirkjubæjarklaustri. Gunnar Gíslason, Stekkjarbergi 4, Hafnarfirði. Helga Sigurðardóttir, Eystri-Torfastöðum 1, Hvolsvelli. Hrönn Ágústsdóttir, Mánagötu 7, Grindavík. Margrét Þormar, Lokastíg 22, Reykjavík. Skarphéðinn Pétursson, Hrísum, Dalvík. Sævar Benedikt Hafsteinsson, Engihjalla 25, Kópavogi. 40 ára__________________________ Árni Valur Árnason, Baughúsum 8, Reykjavík. Friðrik Ragnar Eggertsson, Tjaldanesi 1, Garðabæ. Janette Lynne Haraldsson, Lyngholti 13, Keflavlk. Sigurlaug Erla Hauksdóttir, Langholtsvegi 99, Reykjavik. Sólveig Baldursdóttir, Norðurvangi 16, Hafnarfirði. Valdimar Ómar Ingólfsson, Starmóa 8, Njarðvík. Zeljko Popovic, Ásbraut 11, Kópavogi. / IJrval góður ferðafélagi - til fróðleiks og skemmtunar á ferðalagi eða bara heima í sófa innanhúsarkitekt Erna María Ragnarsdóttir innan- hússarkitekt, búsett í Lapinlahti, Finnlandi, verður sextug á mánudag- inn. Starfsferill Erna fæddist og ólst að mestu upp á Melunum í Reykjavík. Að loknu stúd- entsprófi frá MR fór hún til náms í innanhússarkitektúr i Leicester í Englandi, tók þaðan próf 1966, flutti síðan til Liverpool, þar sem hún lagði stund á typografiu. Leiðin lá aftur til Islands 1968 þar sem hún fór að vinna sjálfstætt að ýmsum hönnunarverk- efnum á Teiknistofunni Garðastræti 17 í Reykjavík, sem hún stofnaði ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Gesti Ólafssyni, arkitekt og skipulags- fræðingi. Vann hún við innanhúss- hönnun fyrir heimili og fyrirtæki, auk bóka- og graflskrar hönnunar. Á þessum árum vann hún m.a. sam- keppni um skjaldarmerki Seltjarnar- ness sem síðan var tekið sem merki sveitarfélagsins. Árið 1982 fór Erna til Parísar til frekara náms í innanhússarkitektúr og iðnhönnun, bætti síðan við námi í listasögu áður en hún kom aftur til Reykjavíkur 1991. Þar tók hún m.a. þátt í samsýningu húsgagna og innan- hússarkitekta í Perlunni i Reykjavík og í Bella Center í Kaupmannahöfn. Ema fór til náms á Arken Bibel Center í Stokkhólmi 1993 þar sem hún nam biblíu- og kristniboðsfræði ásamt sálusorgun, meö áherslu á meðferð fyrir börn og unglinga, og listrænt skapandi starf til lækninga og trúar- iðkunnar. Hún flutti síðan til Finn- lands þar sem hún býr nú og vinnur þar að sálusorgun og hönnun. Erna hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum, á sviðum málefna kvenna, menningarmála og fjölmiðla. Hún átti m.a. sæti í útvarpsráði og í Fram- kvæmdanefnd um kvennafrí 24. okt. 1975. Hún var í nokkur ár ritstjóri 19. júní, tímarits Kvenréttindafélags ís- lands. Erna var um tíma varaborgar- fulltrúi Sjáifstæðisflokksins í borgar- stjóm Reykjavíkur. Hún var formað- ur Félags húsgagna- og innanhúss- arkitekta um nokkurra ára skeið. Fjölskylda Erna giftist 1963 Gesti Ólafssyni, f. 8.12 1941, arkitekt og skipulagsfræð- ingi. Þau skildu 1984. Hann er sonur Ólafs Hjálmarssonar, f. 26.8. 1903, d. 1986, efnisvarðar hjá Olíufélagi Is- lands í Reykjavík, og Ragnheiðar Guð- mundsdóttur, f. 25.10 1902, d. 1991, húsmóður. Börn Ernu og Gests eru Ragnar Kristján Gestsson, f 4.8. 1964, mynd- listarnemi, kvæntur Hildi Jónsdóttur, f. 7.6. 1970, myndlistarkonu, og eiga þau Hrefnu Björgu, f. 15.6. 1995; Ólaf- ur Hrólfur Gestsson, f. 4.12.1969, kerf- isfræðingur, en sambýliskona hans er María Björnsdóttir, f. 13.6. 1970, leik- skólakennari, og eiga þau Ernu Krist- ínu Hrólfsdóttur, f. 6.5. 1990, og Evu Maríu Hrólfsdóttur, f. 8.7. 1999. Systkini Ernu eru Auður Guðrún Ragnarsdóttir, f. 28.7. 1942, meina- tæknir og nemi í næringarfræði i Los Angeles, gift Davíð Helgasyni véla- tæknifræðingi og dreifingaraðilla í Los Angeles; dr. Jón Óttar Ragnars- son, f. 10.8. 1945, næringarfræðingur, kvæntur Margréti Hrafnsdóttur, bæði dreifingaraðillar í Los Angeles. Hálf- systkin Ernu, samfeðra, em Edda Ragnarsdóttir, f. 17.3. 1931, húsmóðir, gift Árna Guðjónssyni lögfræðingi í Reykjavík; Valva Ragnarsdóttir, f. 8.6. 1935, verslunarstjóri, gift Tomas Full- er véltækni en þau búa í Jacksonville í Flórída. Foreldrar Ernu voru Einar Ragnar Jónsson, f. 7.2. 1904, d. 11.7. 1984, for- stjóri bókaforlagsins Helgafells, og Björg Ellingsen, f. 10.12. 1916, d. 12.5. 1997, húsmóðir og snyrtifræðingur. Ætt Ragnar var sonur Jóns, hreppstjóra í Mundakoti, Einarssonar, b. á Heiði á Síðu, Bjarnasonar. Móðir Einars á Heiði var Rannveig, systir Gísla í Gröf, föður Þórunnar grasalæknis, móður Erlings, búfræðings og grasa- læknis, föður Ástu Kristínar grasa- læknis. Annar bróðir Rannyeigar var Eiríkur, faðir Sveins, pr. í Ásum, foð- ur Gísla alþingisforseta. Móðir Jóns í Mundakoti var Ragnhildur, systir Jóns, langafa Jóns Helgasonar, fyrrv. ráðherra, en systir Ragnhildar var Guðlaug, amma Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar. Ragnhildur var dóttir Jóns, b. í Heiðarseli, bróður Rann- veigar. Móðir Ragnars í Smára var Guðrún Jóhannsdóttir, formanns og verslun- armanns í Mundakoti, bróður Guð- mundar, afa Guðna Jónssonar pró- fessors, fóður prófessoranna Bjarna og Jóns. Jóhann var sonur Þorkels, b. í Mundakoti, bróður Hannesar, langafa Sigurjóns Óiafssonar mynd- Einn af dýrustu listamönnum heims: José Carreras kemur í haust Spánski söngfuglinn José Carreras er væntanlegur til íslands á þessu ári og mun halda tónleika í Laugardals- höllinni 17. september. Okk- ar virta söngkona, Sigrún Hjálmtýsdóttir, mun syngja nokkur lög með Carreras, auk þess að syngja tvö lög ein og kór íslensku óperunn- ar kemur einnig fram á tón- leikunum. Sinfóníuhljóm- sveit Islands mun leika und- ir og stjórnandinn verður einn þekktasti hljómsveitar- stjóri heims, David Gimenez, sem er systurson- ur Carreras. „Við munum leggja áherslu á að hafa þetta eins glæsilegt og kost- ur er,“ segir Þorsteinn Kragh, einn forráðamanna fyrirtækisins Lotion Pro- motion sem skipuleggur þennan menningarviðburð. Að hans sögn hóf fyrirtækið að bera víurnar í Carreras fyrir rúmum tveimur árum og samningur um komu hans var undirritaður í október sl. Þetta verður fyrsta heimsókn söngvarans til íslands og markar hún upphaf tónleikaferðar um Norðurlöndin. Að sögn tónleika- haldaranna átti hann margra kosta völ á þessum tíma og valdi ísland. ásamt hljómsveitarstjór- anum Gimenz. Enn er á huldu hvaða lög verða flutt og biða Diddú og kór íslensku óp- erunnar eftir fyrirmæl- um frá söngvaranum. „Hver sem lögin verða er það mikill heiður fyrir Óperukórinn að fá að koma fram við þetta tækifæri," segir Garðar Cortes stjórnandi. Söng- konan Diddú gat ekki verið á kynningu á ævin- týrinu í gær, þar sem flensan illræmda hafði heimsótt hana. Miðasala á tónleikana hefst 17. april og sér ís- lenska miðasalan hf. um hana. Aðallega mun hún fara fram á Netinu á ný- stofnuðum vef, www.midasala.is. Auk þess verður hægt að panta miða gegnum síma, greiða fyrir með korti og miðarnir verða sendir heim. José Carreras er einn af dýrustu lista- mönnum heims og nokk- ur íslensk stórfyrirtæki taka þátt í að greiða fyr- ir komu hans til landsins. -Gun. DV-MYND ÞÖK. Skipuleggja komu stórsöngvarans til íslands Þröstur Emilsson ritstjóri, Garöar Cortes, söngvari og kórstjórn- andi, Kristinn Aðalsteinsson, Alfreö Alfreðsson og Þorsteinn Kragh, forráöamenn fyrirtækisins Lotion Promotion. Hann mun dvelja hér á landi í þrjá daga, kemur daginn fyrir tónleikana og æfir með íslenska listafólkinu, höggvara. Þorkell var sonur Einars, spítalahaldara í Kaldaðarnesi, bróður Bjarna, afa Bjarna Sæmundssonar fiskifræðings. Systir Bjarna fiskifræð- ings var Margrét, amma Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Annar bróðir Einars var Jóhann, langafi Helga Péturssonar borgarfull- trúa. Einar var sonur Hannesar, ætt- föður Kaldaðarnesættar. Móðir Jó- hanns í Mundakoti var Guðrún Magn- úsdóttir, formanns í Mundakoti, Ara- sonar, í Neistakoti, Jónssonar, á Grjótlæk, Bergssonar, ættfóður Bergs- ættar, Sturlaugssonar. Móðir Guðrún- ar í Mundakoti var Eiín Símonardótt- ir, smiðs og formanns á Gamla- Hrauni, Þorkelssonar. Af móðursystkinum Ernu má nefna Othar Edvin EUingsen, forstjóra O. EUingssen hf., Erling EUingsen, fram- kvæmdastjóra og fyrsta flugmálstjóra íslands, og Liv, móður Óttars Péturs HaUdórssonar verkfræðiprófessors. Björg var dóttir Othars Peters Jæ- gers Ellingsens, slippstjóra og kaup- manns í Reykjavík, og Marie Johanne EUingsen, dóttur Anders Bergs, verk- fræðings og verksmiðjueiganda í Kristiansand í Noregi. Erna tekur á móti gestum sunnud. 1.4. á heimUi frænku sinnar, Dagnýjar Davíðsdóttur, að Grenibyggð 21, 270 MosfeUsbæ, kl. 14.00-18.00. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Kynningardagur Stýrimannaskólans er í dag, laugardaginn 31. mars 2001, frákl. 13.00-16.30 “Siglingar og sjósókn eru nauðsyn og undirstaða þjóðarbúsins.44 Dagskrá Kl. 13.00 Starfsemi skólans, ásamt tækjum og kennslugögnum, kynnt. Fyrirtæki og stofnanir í þágu sjávarútvegsins kynna starfsemi sína og þjónustu. Kl. 14.00 TF SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, kemur á svæðið ef veður leyfir. Framlag úr Björgunarsjóði Stýrimannaskolans í Reykjavík afhent Slysavamaskóla sjómanna í Hátíðarsal Sjómannaskólans. Kl. 15.00 Splæsingakeppni. Nemendur reyna með sér í „vírasplæsingum“. Sýnd verður verkleg sjóvinna. Kl. 15.30 Fyrirlestur um loðnuna, göngur hennar og hegðun. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur. Kvenfélögin Hrönn og Keöjan verða allan daginn með kaffiveitingar í matsal Sjómannaskólans. Allir velkomnir. STÝRIMANNASKÓLINN í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.