Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 DV Fréttir Hópur trillukarla og þingmanna þrýsta á sjávarútvegsráöherra: Vilja miðlunartillögu aftur upp á boröiö - flestir jafndauöir, segir Arthur Bogason og talar um pólitík hjá nokkrum þingmönnum Verulegur áhugi er nú meðal ýmissa þingmaima og hóps smábátasjómanna að fá sjávarútvegs- ráðherra til að end- urvekja svokallaða miðlunarleið sem var uppi á borðum sem málamiðlun í deilunni um kvóta- setningu smábáta í vor. Áreiðanlegar heimildir DV herma að mikill þrýstingur sé nú á sjávarút- vegsráðuneytið um að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í vor þegar mál- ið sprakk 1 loft upp á síðustu metrunum. Þrýstingur þessi kemur bæði frá trillukörlum sjálfum, sérstaklega þeim sem líklegir eru til að fá þokkalegan hlut af viðbótarkvóta, og þingmönnum, einkum úr Sjálfstæðisflokki. Sérstak- lega mun þrý'stingurinn mikill af Vest- görðum og Suðumesjum og telja marg- ir smábátasjómenn að þetta sé iilskásta leiðin út úr þeirri stöðu sem upp er komin. Fyrir liggur að að óbreyttu munu allir bátar kvótasettir í ýsunni en steinbíturinn verður utan kvóta. Tveir slæmir kostir Trillukarl sem blaðið ræddi við sagði hvorugan kostinn góðan en sá kostur væri sýnu verri að fá kvótasetninguna á ístak í eigu Dana: Forstjórinn á 2 prósent Fyrirtækið ístak hefur mjög verið í umræðunni sl. daga vegna mála Áma ' Johnsens og viðskipta sem hann hefur \ átt og beint til þessa fyrirtækis. Fyrir- J tækið er i eigu verkfræðinganna Páls 1 Siguijónssonar, framkvæmdastjóra ; ístaks, sem á 2%, og Jónasar Frí- [ mannssonar, sem á 2%, og Phil & Son l í Kaupmannahöfn á 96%. Við stofnun •• 1970 áttu Einar Sigurðsson og Gunnar ; Möller einnig hlut og feðgamir Soren og Kaj Langvad áttu þá hlut Phil og Son. Starfsmenn em nú tæplega 600 talsins og ársvelta fyrirtækisins hart- i nær 7 milljarðar króna svo þekkt við- I haldsverkefni i Þjóðleikhúsinu er að- eins um 0,5% af veltunni. Helstu verkefhin em endurbygging i Reykjavíkurflugvallar, mislægu gatna- mótin við Reykjanesbraut, dýpkun Klettsvíkur, rörlagning fyrir Linu.net, útrásin við Klettagarða, nýjar geymsl- j ur fyrir Hagkaup í Skútuvogi, gatna- : gerð i Kvosinni, brimvamargarður á Böku við Húsavík, endumýjun loka í Vatnsfelli, viðgerð á Háteigskirkju, Listasafn Reykjavikur, og nýlega fékk ístak þrjú verk á Keflavíkurflugvelli í samkeppni við Aðalverktaka og Kefla- víkurverktaka. -GG I Árni Kristján Mathiesen. Pálsson. ýsu að fullu yfir sig og heimila síðan gegndarlaust kapphlaup um veiði á steinbít. Slíkt myndi ekki ganga upp til lengdar. Kristján Pálsson, þingmaður á Reykjanesi, staðfesti í samtali við DV í gær að hann hefði orðið var við mikinn og vaxandi þrýsting um að fá upp á borðið á ný málamiðlunina sem rædd var í vor, eða einhvers konar útfærslu á henni. Hann sagði að það sem verið væri að tala um væri í öllum aðalatrið- um sama hugmyndin og menn hafi ver- ið að ræða á Alþingi, þ.e. að sett yrðu í pott til smábátaeigenda 3.300 tonn sem fæm til þeirra sem stunduðu þessar veiðar af fullri alvöru frá 15. maí i fyrra til 15. maí í ár. Þetta væm 1500 tonn af steinbít og 1800 tonn af ýsu og ef menn tækju upp þessa málamiðlun myndi steinbíturinn aftur fara inn í kvóta. Kristján segir að menn verði líka að fara að ákveða sig hvað þetta varðar til þess að tími vinnist til að setja reglu- DV-MYND GVA Trillukarlar ósáttir Áhrifa laga um kvóta á smábáta tek- ur aö gæta eftir rúman mánuö. Hóp- ur þingmanna leitar ákaft leiöa til aö skapa sátt um lausn sem felst í því aö auka kvótann sem bátarnir fá. gerð og auglýsa hana fyrir 1. september ef miðlunartillöguleiðin verði farin. Það er í valdi sjávarútvegsráðherra að breyta reglugerðinni og Ijóst er að hann var á sínum tíma tilbúinn til að gangast inn á lausn af þessu tagi, sem og ríkisstjómin öll og mjög stór hluti þing- liðs stjómarinnar. Málið var hins vegar ekki keyrt í gegn þá vegna þess að ekki náðist um það samstaða og varð Krist- inn H. Gunnarsson, þingmaður Fram- sóknar, að holdgervingi andstöðunnar við málamiðlunina en hann var ekki til- búinn að samþykkja kvótasetningu smábátanna. Það hafa samtök smábáta- eigenda ekki heldur viljað gera. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sagðist í samtali við DV í gær hafa heyrt af þessari kröfu en fullyrðir að það sé mjög lítill hópur trillukarla sem standi þar að baki. Fyr- ir langílesta muni það ekki skipta nokkru máli hvort þeir fái nokkmm kílóum af ýsu meira eða minna, þeir verði jafndauðir fyrir því. Hann bendir á að forusta Landssambandsins sé nýbú- in að vera með fund og þar hafi ekki verið nokkur bilbugur á mönnum varð- andi það að þetta væri ekki leiðin til að leysa þetta mál. „Það em hins vegar ákveðnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa kosið að gera þetta að máli og era að reyna að búa til pólitískan þrýst- ing,“ sagði Arthur. -BG DV-MYND BG Verslað á Akureyri / vikunni kom skemmtiferöaskipiö Amsterdam inn á Pollinn á Akureyri og flutti meö sér um 1400 farþega. Flestir eru Bandaríkja- menn sem heimamenn segja aö séu meö verslunarglaöari túristum. Þaö leyndi sér heldur ekki aö ferðalangar tóku eftir auglýs- ingaskiltum frá verslunarmiöstöövum sem búiö er aö koma fyrir viö höfnina. Amsterdam var smíðað í fyrra og er 63 þúsund lestir. Ófrísk fegurðardrottning íslands 2001: Arthur Bogason. Ragnheiður fær að halda titlinum „Það vissi enginn að Ragnheiður var ófrísk þegar hún var krýnd og því stend- ur ekki til að svipta hana titlinum," seg- ir Elín Gestsdóttir, talsmaður Fegurðar- samkeppni íslands, en eins og fram kom í DV i gær var fegurðardrottning ís- lands komin tvo mánuði á leið þegar hún sigraði í kepninni 23. maí síðastlið- inn. „Við óskum henni bara til ham- ingju og munum senda þrjár aðrar stúlkur í hennar stað í þær keppnir er- lendis sem fyrirhugaðar eru.“ Þar eru stúlkumar sem lentu í öðra, þriðja og fjórða sætinu í fegurðarsam- keppninni sem leysa Ragnheiði Guðna- Ragnheiður Guðnadóttir Blómstrandi feg- uröardrottning sem heldur titlin- um þrátt fyrir allt. dóttur af á meðan hún gengur með bami. íris Björk Árnadóttir, sem varð önnur í keppninni, verður send til Japans i Young Intemational- keppnina og í Miss Scandinavia keppa þær sem höfhuðu i þriðja og fjórða sæti, íris Dögg Oddsdóttir og Svanhildur Björk ■■■?« Hermannsdóttir. OfTÍSlí VÍ6 krÝllÍngU „Það hefur komið fyrir áður að fegurð- ardrottning hafi orðið ófrísk. Unnur Steins- son varð ófrisk skömmu eftir að hún var krýnd fegurðar- drottning íslands ‘92 en þrátt fyrir það tók Frétt DV hún þátt i Miss Kórónan fellur - ófrísk viö kryningu. World-keppninni, komin fjóra mánuði á leið, og lenti i fjórða til fimmta sæti,“ segir Elín Gests- unni i hópinn þegar ember." dóttir og bætir við: „Konur eru nefni- lega oft flottari ófrískar - svona til að byrja með.“ Sjálf segir Ragn- heiður Guðnadótt- ir, fegurðardrottn- ing íslands 2001: „Eigum við ekki bara að segja að ég bæti enn einni feg- urðardrottning- bamið fæðist í des- -EIR Lakari afkoma Rekstrarafkoma ríkissjóðs á fyrri hluta ársins var 5,8 milljörðum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta gerðist þrátt fyrir að tekjur ríkisins væru einum milljarði meiri en áætlanir sögðu til um og 7,2 milljörð- um meiri en í fyrra. 100 milljónir ógreiddar Enn eru ógreiddar um 100 milljónir króna frá fjárfestum sem skráðu sig fyrir hlut í Íslandssíma. íslandsbanki mun ekki innheimta féð meðan hluta- Qárútboðið er til skoðunar hjá Verð- bréfaþinginu. - RÚV greindi frá. Einkennileg staða Alþjóða hvalveiðiráðið samþykkti í dag að fordæma hvalveiðar Norð- manna og fyrirhugaðan útflutning Noregs á hvalaafurðum. Einkennileg staða íslands í Hvalveiðiráðinu og ár- angurslausar tilraunir til að koma sin- um skoðunum á framfæri innan ráðs- ins hefur orðið að umtalsefni í alþjóða- pressunni. Borðum hvaii! Hvalveiðiþjóðum barst óvæntur stuðningur í vikunni þegar dýravemd- unarsamtökin Fólk fyrir siðlegri með- ferð dýra (PETA) hóf herferðina „Borð- um hvali“. Með því að borða hvali væru menn að hlífa lífi ansi margra annarra dýra. - Fréttablaðið Má meina um aðgang Gunnar G. Schram, prófessor og þjóðréttarfræðingur, segir að íslendingar hafi reynt að ganga í Alþjóða hvalveiðiráð- ið en umsókn þeirra hafi verið felld. Ráðið hafi yald til að meina íslendingum aðgang. Islendingar sitja sem fastast og segja að atkvæðagreiðsl- an hafi verið ólögleg. Hlutdeild minnkar Verulega hefur dregið saman með þjónustugreinum og sjávarútvegi þegar litið er til útflutningstekna þjóðarinnar. Árið 1991 var hlutdeild sjávarútvegs i útflutningi íslendinga 58% en á síðasta ári var hlutfallið komið niður í 41%. Skuldaaukning heimilanna Skuldir heimila jukust um 50 millj- arða og námu 415 milljörðum í árslok 2000 ef miðað er við uppgefnar tölur á skattframtölum landsmanna, segir í Hagvísi Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt tölum Seðlabanka námu skuldir við lánakerfið hins vegar 599 milljörðum og jukust um 88 milljarða á árinu. Bjöik til Danmerkur? Björk Guðmunds- dóttir á nú i samn- ingaviðræðum við Konunglega danska leikhúsið um að halda tónleika með tónlistarmenn húss- ins sér til aðstoðar. Björk mun koma fram víðs vegar um Evrópu í tilefni nýjasta geisladisks síns, Vespertine, sem verður gefinn út 27. ágúst. Met í mjólkurþambi Islendingar eiga Norðurlandamet í mjólkurneyslu og þá sérstaklega í neyslu nýmjólkur. Þetta kemur m.a. fram í tölum Manneldisráðs um fæðu- framboð á íslandi fyrir árið 2000. Neysla nýmjólkur fer þó minnkandi, var 80,1 kg á ibúa á síðasta ári en heildameysla mjólkurvara var 178,2 kg. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.