Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 DV Bílflakiö skoöaö Vitni segja að fjórar fallbyssukúlur eöa eldflaugar hafi hæft bílinn. Sprengdur í tætlur ísraelskir hermenn eltu og drápu palestínskan félaga í Hamas-sam- tökunum I gær. Árásin skildi bíl Palestínumannsins sem og hann sjálfan eftir í tætlum enda segja sjón- arvottar hermenn hafi skotið ijórum eldflaugum eða fjórum fallbyssukúl- um úr skriðdreka á bílinn. Þetta at- vik er það síðasta í skipulögðum að- gerðum ísraelshers gegn meðlimum skæruliðasamtaka Palestínumanna. Palestínumenn afhentu bandarisk- um embættismönnum lista með nöfnum 30 ísraelskra landnema. Þeir vilja fá þá framselda vegna glæpa gagnvart Palestínumönnum. Aðgerð- in er svar við kröfu ísraels að hryðjuverkamenn verði framseldir. Olíuverð hækkar Olíuverð hækkaði lítið eitt fyrir lokun markaða í gær eftir að OPEC, samtök olíuframleiðenda, staðfestu að aðildarríki ætluðu að draga úr framleiðslu sem nemur einni millj- ón tunna á dag frá og með 1. Septem- ber. Þetta er i þriðja skiptið á þessu ári sem OPEC dregur úr olíufram- leiðslu. Framleiðslusamdrátturinn hefur valdið sérfræðingum í efnahagsmál- um áhyggjum þar sem óttast er að olíuverð hækki verulega. Það myndi þýða enn meira álag á efna- hag heimsins sem er nú þegar í lægð. George W. Bush, forseti Bandarikjanna, sagðist vona að OPEC væri ekki að reyna að hækka verðið. Það kæmi sér illa fyrir bandariskan efnahag. Þetta er fyrsta gagnrýni Bush á OPEC frá því hann tók við embætti. Robert Mugabe Viöskiptaráöherrann sagöi af sér vegna heigulsháttar. Enga aumingja í ríkisstjórn Robert Mugabe, forseti Simbabve, segist enga aumingja vilja í rikis- stjórn sína. Hann mun einungis halda eftir sönnum karlmönnum, ekki kjarklausum heiglum. Forset- inn hélt blaðamannafund í gær þar sem hann kom með fyrstu yfirlýs- ingu sína varðandi afsögn viðskipta- og iðnaðarráðherra landsins í maí síðastliðnum. Einungis fjölmiðlar á vegum ríkisins fengu að sitja fund- inn. Ráðherrann sagði af sér vegna yfírtökuáætlunar stjórnarinnar á landi hvítra bænda og lögleysis í kringum hana. Hann flutti til Suður- Afríku með fjölskyldu sína. Indónesía: Yfirlýst karlremba verður varaforseti Indónesíska þingið kaus í dag Hamzah Haz sem varaforseta Indónesíu, fjórða fjölmennasta ríkis heims. Haz vann fjóra andstæðinga sína eftir þrennar kosningar í þing- inu. 1 lokaafgreiðslunni sigraði Haz Akbar Tandjung með 340 atkvæðum frá þeim 611 sem tóku þátt í kosn- ingunni. Haz, 61 árs, er leiðtogi sameinaða þróunarflokksins, stærsta mús- límska flokksins í Indónesíu, og gæti talist ólíklegur til að geta unn- ið með Megawati Sukarnoputri, ný- kjörnum forseta Indónesíu. Árið 1999 lék Haz lykilhlutverkið í að sameina múslímska stjórnmála- flokka gegn Megawati þegar hún sóttjst eftir forsetastólnum eftir að flokkur hennar vann kosningasigur í þingkosningum það ár. I þeirri baráttu lét Haz þau orð falla að kon- ur væru ekki hæfar til að stjóma fjölmennustu og fremstu múslíma- þjóð í heimi. Hamzah Haz Hefur oft staöiö á móti Megawati, nýjum forseta Indónesíu. Eftir að hafa komið í veg fyrir að Megawati yrði forseti varð Haz að lúta í lægra haldi þegar hún gjörsigraði hann í kjöri til varafor- seta. Haz var félagsmálaráðherra i ríkisstjórn Wahid, fyrrverandi for- seta. Þrátt fyrir þetta þá hefur heyrst að Megawati hafi hvatt þingmenn flokks síns að kjósa Haz. Ástæðan er að þrátt fyrir flokkur Megawati, demókrataflokkurinn, sé stærsti flokkur landsins þá hefur hann að- eins þriðjung þingsæta. Með stuðn- ingi frá Haz hefur Megawati hins vegar stuðning múslíma. Það kemur sér vel bæði á þingi sem og meðal almennings. Flokkur Haz hafði hót- að þvi að styðja ekki ríkisstjórn Megawati. Það þýðir að hún hefði reynst skammlíf. Samband Megawati og Haz er sagt kalt en kurteist. Wahid, fyrrverandi forseti, yfir- gefur forsetabústaðinn í dag. Frjálst aö feröast til Kúbu Feröamenn ganga hér fram hjá mynd af uppreisnarhetjunni Ernesto „Che“ Guevara á Dómkirkjutorginu, Piaza de la Catedral, í gamla hluta Havana. I bakgrunni er dómkirkjan, kennd viö heilagan Cristobal. Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær tímamótalög sem leyfa feröir bandarískra þegna til Kúbu eftir nokkurt þóf. Danmörk: Verður ekki handtekinn Dómsmálaráðherra Danmerkur, Frank Jensen, sendi frá sér tilkynn- ingu í gær sem sagði að nýskipaður sendiherra ísraels í Danmörku, Carmi Gillon, yrði ekki handtekinn er hann kæmi til landsins. Hann er sekur um vitorð í pyntingum á Palestínumönnum. Jensen segir að samkvæmt Vínarsáttmálanum sé ekki hægt að rjúfa friðhelgi diplómata og mál Gillons falli und- ir þann sáttmála. Danskir fjölmiðlar komust yfir svarbréf Jensens við fyrirspurn eins vinstriflokks á danska þinginu um rétt Gillons í Danmörku. Þar segir að dönskum yfirvöldum beri skylda til að handtaka hvern þann sem grunaður er með vissu um að hafa tekið þátt í eða verið vitorðs- maður í pyntingum. Danmörk er aðili að alþjóðlegum samningi á vegum Sameinuðu þjóðanna sem bannar pyntingar. Jensen segir einnig í bréfinu að á þessu séu eng- ar undantekningar. Danskir fjöl- miðlar skildu það sem svo að Gillon væri þar með talinn. Tilnefning GiUons, fyrrverandi yfirmanns ísraelsku leyniþjónust- unnar, sem sendiherra ísraels í Danmörku hefur valdið nokkrum deilum meðal danskra stjórnmála- manna. Helsta ástæðan eru um- mæli Gillons um pyntingar á Palestínumönnum. Hann hefur viðurkennt að hafa heimilað pyntingar á Palestínu- mönnum við yfírheyrslur meðan hann var yfirmaður ísraelsku leyni- þjónustunnar. Hann talaði einnig fyrir því fyrir stuttu að nota mætti „hæfilegan líkamlegan þrýsting" á palestínska fanga sem teknir hafa verið vegna uppreisnar Palestínu- manna. Carml Glilon Hlynntur „hæfilegum líkamlegum þrýstingi“. wmrmnm Blair til Argentínu Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, hyggst heimsækja Argentínu í næstu viku. Bretlandi átti í stríði við landið fyr- ir 18 árum um Falklandseyjar. Þetta er fyrsta heim- sókn forsætisráðherra Breta til Argentínu. 1,2 tonn af ópíum í íran íranska lögreglan náði 1,2 tonn- um af ópíum eftir skotbardaga í suð- austurhluta landsins, samkvæmt þarlendri fréttastöð. 3 eiturlyfjasal- ar voru drepnir og einn handtekinn. Þörungar erta Dani Bæjarfélög við strönd Sjálands í Danmörku hafa varað við sjóböðum vegna eitraðra þörunga. Þeir berast með straumi frá Finnlandi og gera ekki boð á undan sér. . í Eldgos á Filippseyjum Gos er hafið í eldfjallinu Mayon á Filippseyjum í annað skiptið á ein- um mánuði. Eldfjallið spýr logandi gjósku 10 kílómetra upp í himininn. Þúsundir þorpsbúa hafa flúið heim- ili sín vegna hamfaranna. Morðhótanir á börnum Fimm leikskólabörn í Kaup- mannahöfn vöknuðu organdi af miðdegislúr i byrjun júlí eftir að ókunnur maður ritaði morðhótarn- ir á enni þeirra. Hann hafði áður hringt inn hótanir sínar, samkvæmt Berlingske Tidende. Óttast er að hann láti til skarar skríða á ný. Viðræður um Gíbraltar Utanríkisráð- herrar Bretlands og Spánar hittast i dag til að ræða framtíð Gibraltar. Svæðið er undir stjórn Breta en Spánverjar vilja fá það undir sinn hatt. Bretar hirtu Gíbraltar í spænska erfðastríðinu árið 1704. Kynþáttahatur í Bretlandi Mannréttindasamtökin Amnesty International segir kynþáttaóeirðir í Norður-Englandi í sumar sýna að kynþáttafordómar séu enn viðvar- andi hjá Bretum og breskum stofn- unum. Þrengt að Chirac Vandræöi Jacques Chiracs Frakklands- forseti jukust enn í gær þegar þverpóli- tísk þingnefnd ákvað að láta rannsakend- um í spillingarmáli hans upplýsingar í té um persónulegar eignir hans. Erfðabreytt svín í pylsur Þremur erfðabreyttum svínum var stolið frá bandarískum háskóla og þau notuð í pylsur, samkvæmt tímaritinu New Scientist. Svínin voru gædd breyttum genum sem tengjast starfsemi augnanna. Engin vandamál hafa komið upp hjá fólk- inu sem neytti kjötsins. Lest til Tíbets Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að veita 240 milljörðum króna til lagn- ingar lestarteina til Tíbets.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.