Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 24
28 Kvöldganga á Þingvöllum 1 seinustu fimmtudags- kvöldgöngu sumarsins á vegum þjóögarðsins á Þingvöllum mun Sumarliði ísleifsson fjalla um um tilurð Þingvalla sem ferðamanna- staðar. Meðal annars verður rætt um komu fyrstu ferðamanna til Þingvalla undir lok 18. aldar. Gangan hefur klukkan 20 i kvöld og lagt verður af stað frá útsýnis- skífunni á Hakinu. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur Klúbbar ■ BRAVO A THOMSEN Þaö veröur nóg um að vera á Thomsen í kvöld þegar breska söngkonan Nicolette kemur fram á Bravo. Nicolette þessi hefur sungiö með Massive Attack, Plald, auk þess að hafa sungiö inn á fjölda plata hjá Shut up and Dance labelinu. Nicolette kemur fram sem plötusnúöur í kvöld en auk hennar koma fram atingere, Exos og Árni Valur. Húsiö verður opnað kl. 22 og þaö kostar 500 kall Krár ■ DJ KARI A KAFFIBARNUM Eins og alla fimmtudaga ætlar meistarinn Kári aö heiöra gesti Kaffibarsins meö nærveru sinni. Og í raun ekki bara nærverunni, hann ætlar líka aö mæta meö plöturnar sínar og spila uppáhalds tónlistina. Góöar stundir. Pjass I TUBORGPJASS I DEIGLDNNI A AKUREYRI Það veröur heljar djass- veisla í Deiglunnl á Akureyri í kvöld kl. 21.30. Kvintett Kristjönu Stef- ánsdóttur ætlar að sjá um músíkina og það kostar ekki nema 500 kall inn. ■ KÓSÍ PJASS Á VÍDALÍN BISTRÓ OG BAR Hjörleifur Jónsson og félagar sjá um aö skemmta gestum á Vídalín bistró og bar í kvöld og á boöstólnum verður kósí djass. Leikhús ■ WAKE ME UP BEFORE YOU GO GO Söngleikurinn Wake me up before you go go eftir Hallgrím Helgason veröur sýndur í kvöld klukkan 20 í Borgarleikhúsinu. Örfá sæti laus. Sýningar I UOSMYNDASYNING GRUNN- SKOLANEMA Þessa dagana stendur yfir I Gerðubergi Ijósmynda- sýning grunnskólanema sem í vetur hafa unniö undir handleiöslu Marteins Sigurgeirssonar. Sýningin er opin alla virka daga frá klukkan 12 til 17 og verður hún opin til 17. ágúst næstkomandi. ■ HANPRITASÝNING í STOFNUN ARNA MAGNUSSONAR Sýningin sem stendur í Arnagarði viö Suöurgötu er ætlaö aö minna á þann hlut sem sagnalist og bókagerð fyrri alda skipa í vitneskju okkar um helstu merkisatburði þjóöarsögunnar. Einnig aö beina athygii serstaklega aö handritum og sögum um viðburði og fólk sem fyrir rúmum þúsund árum ollu aldahvörfum. Sýningin mun standa yfir til 25. ágúst næstkomandi og er opin mánudaga til laugardaga. Sjá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Vísi.is FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 DV Tilvera Á sínum tíma tókst Sylvester Stallone á undraverðan hátt að skrifa gott handrit að fyrstu Rocky-mynd- inni og gera sig um leið að stjörnu í leikararstéttinni. Afrek hans síðan hafa ekki verið upp á marga fiska hvort sem um er að ræða leiklist eða ritlist. Stallone er aftur á móti fæddur markaðsmaður og hefur sjálfsagt eng- um með jafnlitla hæfileika tekist aö halda sér á toppnum í jafnlangan tíma. Sem leikari hefur Stallone yfir- leitt valið skynsamlega og haft að leið- arljósi að því færri orð því betri ár- angur. Þegar hann hefur svo ætlað sér of mikið, til að mynda hlutverk í gam- anmyndum, þá hefur allt farið á versta veg. Af og til hefur Stallone skrifað handrit að eigin myndum, einn eða með hjálp annarra, og hefur hann lít- ið lært á þeim vettvangi í gegnum tíð- ina, samanber Driven, en stærsti galli hennar er einstaklega klisjukennt handrit sem meira að segja hinum reynda spennumyndaleikstjóra Renny Harlin hefur verið ofviða. Hann gerir þó sitt til að bjarga myndinni með skínandi góðum og spennandi atrið- um á kappakstursbrautinni en fer út fyrir mörkin þegar hann lætur tvo kappaksturbíla elta hvor annan á göt- um Chicago. Driven gerist sem betur fer að Að loknum kappakstri Sylvester Stallone leikur hinn reynda Joe Tanto sem miölar hinum ungu af reynslu sinni. nokkrum hluta á kappakstursbraut- inni. í upphaft fylgjumst við með harðri baráttu um heimsmeistaratitil- inn á milli handhafa titilsins, Beau Brandenburg (Til Schweiger), og krónprinsins, Jimmy Bly (Kip Pardue). Til að Bly eigi einhvern séns leitar liðsstjórinn til Joe Tanto (Sylv- ester Stallone), reynds ökuþórs sem má muna betri daga, til að styðja við bakiö á Bly á kappakstursbrautinni. Það kemur i ljós að Tanto er ekki ókunnugur öðrum persónum myndar- innar og má segja að atburðir fyrir utan kappaksturbrautina séu eins og í vel heppnaðri sápuóperu og slæmt til þess að vita að Stallone og Harlin skuli ekki hafa getað fundið safameiri sögu í kringum atburðarásina á akst- ursbrautinni. Þetta gerir það að verk- um að persónurnar eru ílatar og óspennandi. Með fyrirsjáanlegri at- burðarás mistekst til dæmis algerlega að skapa einhverja spennu um það hver stendur uppi sem sigurvegari. Reynt er að skapa jafnvægi á milli ökuþóranna hvað varðar skapgerð. Þeir eru allir þrír hetjur og góðir inni við beinið. Steyptir í sama form og hafa jafnmikla útgeislun og freðýsur. Gerðar hafa verið ágætar kappakst- ursmyndir og efst er í huga kvikmynd Johns Frankenheimers, Grand Prix, þar sem virkilega tókst að skapa raf- magnaða stemningu frá upphafi til enda. Hún var samt barn síns tíma og lifir í minningunni. Driven hefur í raun ekkert sem vert er að hafa í minningunni. Myndin er illa skrifuð og illa leikin. Það eru aðeins kappaksturatriðin og þá um leið árekstrar sem er vel gert. Vert er í lokin að geta tónlistarinnar. Það mætti halda að myndin væri gerð fyr- ir tónlistarrásina MTV. Það er ekki nóg með að það syngi og hvíni í mót- orum og hjólbörðum heldur er bætt við lögum á hæsta styrk sem ekkert hafa með myndina að gera. Leikstjóri: Renny Harlin. Handrit: Sylvest- er Stallone. Kvikmyndataka: Mauro Fiore. Tónlist: BT. Leikarar: Sylvester Stallone, Burt Reynolds, Kip Pardue, Til Schweiger, Gina Gerson og Estella War- ren. Skreggur Skrekkur er ein af þessum örfáu barnamyndum sem fullorðnir hafa líka gaman af. Persónurnar í Skrekk eru kannski ekki raunverulegar (enda hvað væri skemmtilegt við það?) en svo |if- andi og hver andlitsdráttur svo listileg- ur, hver hreyfing svo ekta að þaö út af fyrir sig er ævintýralegt. En ef tæknin I væri þaö eina sem gerði myndina at- hyglisveröa heföi hún ekki haldiö manni jafn hugföngnum og hún gerði. Sagan er einfaldlega skemmtileg og afskap- iega vel skrifuð. -SG Bridget Jones’s Díary **** Bridget Jones er persóna sem skríöur beint inn í hjartað á manni og maður bæði hlær og finnur til meö henni. Handritiö er eins og best veröur á kosið: bæði hnyttið og rómantískt og það er ekki nóg meö aö aðalpersónurn- ar þrjár séu vel úr garði gerðar, með þeim er heill hópur af vel heppnuöum og vel leiknum aukapersónum, nokkuö sem aðeins virðist geta gerst í breskum myndum. -SG Tillsammans *** Lukas Moodysson leikstýröi Fuckíng Ámál. Tillsammans er ekki eins áhrifamikil eða eins þétt kvikmynd og Fucking Ámál án þess hún valdi von- brigðum. Um er aö ræða skemmtilega úttekt á frjálslyndi í lok hippatímabilsins á áttunda áratugnum og hvaöa áhrif skoðanir og gerðir foreldra hafa á börn- in sem þau ala upp í umhverfi sem þau eru ekkert sérlega hrifin af. -HK Virgin Suicides: Systurnar sem heilluðu Fallegar systur Fjórar af fimm Lisbon-systrunum sem strákarnir sýná mikinn áhuga. Háskólabíó frumsýnir á morgun Virgin Suicides eftir Sofiu Coppola. Sofia er eins og kunnugt er dóttir hins virta kvikmyndaleikstjóra, Francis Ford Coppola, og þykir þessi frumraun hennar hafa tekist einstaklega vel i alla staði. Með að- alhlutverk fara Kirsten Dunst, James Woods og Kathleen Turner. Virgin Suicides gerist í Michigan á áttunda áratugnum og segir frá Lisbon-fjölskyldunni, dæmigerðri Leikstjórinn og aöallelkkonan Sofia Coppola og Kirsten Dunst ræöast viö meöan á tökum stendur. millistéttarfjölskyldu sem býr i dæmigerðu úthverfi i Bandaríkjun- um. Athyglinni er sérstaklega beint að dætrunum fimm sem eru fallegar og eru þær helsta áhugamál strák- anna í bænum. Ekki síst vegna þess að foreldrar þeirra eru mjög strang- ir og þær fá ekki mörg tækifæri til að hitta jafnaldra sína utan skólans og verða því enn þá meira spenn- andi fyrir vikið. Sagan af Lisbon-systrunum er sögð af einum þessara stráka mörg- um árum eftir að atburðirnir gerast og er Ijóst að eitthvað dularfullt og hræöilegt hefur gerst í fjölskyld- unni. Myndin hefst með frásögn af sjálfsmorði einnar systurinnar. Sagan í myndinni á það sameigin- legt með upprunalegu skáldsögunni eftir Jeffrey Eugenides að hún bygg- ist á sýn og túlkunum strákanna í hverfinu og er því öðrum þræði saga af uppvexti þeirra og unglings- árum. Lisbon-dæturnar fá á sig goð- um líkan blæ vegna þess hversu ósnertanlegar þær eru. -HK One Night at McCools *** Aö mörgu leyti óvenjulega skemmtileg gamanmynd/film noir. Handritiö vel skrifaö að mestu en dettur pínulítiö ofan í of mikil smartheit á köfl- um. Þrjá sögur karla sem falla fyrir glæsilegri stúlku, sögur sem fléttast saman, þannig að stundum kemur sama atriöið oft fyrir frá mismunandi sjónarhornum. Liv Tyler fær tækifæri til aö leika sama atriöið sem engill, hús- móöir eða hóra - sem hún gerir nú bara prýðilega. -SG Spy Kids *** Robert Rodriguez er heldur bet- ur búinn aö skipta um gír ( Spy Kids, laufléttri og skemmtilegri fjölskyldu- mynd þar sem honum tekst aö skemmta öllum fjölskyldumeölimum á hvaða aldri sem þeir eru. Spy Kids er alveg laus viö sykursætan söguþráð sem oftar en ekki einkennir fjölskyldu- vænar kvikmyndir Myndin er stórfeng- legt sjónarspil tæknibrellna og fyndinna atriða í samanþjappaðri atburðarás sem svíkur engan. -HK Biogagnryni Bensínið í botn Sam-bíóin - Driven ^ Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.