Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 Skoðun *>V Ferðu oft út að borða? Nei, ekki oft. En þegar ég fer þá fer ég á Greifann. Elva Einarsdóttir nemi: Nei, en fer stundum á Rabbabarinn. Hannes Björnsson prestur: Nei, en þaö er aöeins um tvo staöi aö velja á Patreksfiröi þannig aö Rabbabarinn veröur oft fyrir valinu. Jón Sæmundsson skrifstofumaöur: Fer stundum á Pylsubarinn en heima er best. Heidi Schubert listamaður: Nei, þaö er alltaf best aö fá sér bara súrmjólk og annan íslenskan mat heima. Dagmar Eiríksdóttir: Nei, alls ekki nógu oft. Maöur hefur samt sem áöur mjög gott af þvi aö fara út aö boröa. íslendingar, stuðlum að verndun náttúrunnar Örrtólfur Kristjánsson skrifar: Fátt er hollara karlmennskunni en stangaveiðar. Að standa úti i straum- harðri á, í gúmmii upp undir axlir og finna kaldan strauminn hríslast um sig allan, það er óviðjafnanleg tilfinn- ing. Að berja vatnið taktfast og vona að „Sá Stóri“ birtist úr djúpinu. Þetta er að upplifa náttúruna í sinni sterk- ustu mynd. Allt getuleysi og áhyggj- ur fljóta á brott með straumnum. Sá sem ekki hefur kynnst þeirri hugar- fró sem stangaveiðarnar veita hefur farið mikils á mis. Maður og náttúra Maður er einn með náttúruna í hendi sér. Nú eru aftur á móti því miður ill öíl sem reyna að spilla þessu.Þar á ég fyrst og fremst við „Vitad er að eldislax er jafnan úrkynjaður og fullur af sjukdómur. Þess eru dœmi að um helmingur laxa í einu keri sé öfuguggar. “ laxeldið. Það á að ala lax í stórum kerum eins og kjúklinga i búri. Vit- að er að eldislax er jafnan úrkynjað- ur og fullur af sjúkdómum. Þess eru dæmi að um helmingur laxa í einu keri sé öfuguggar. Þar er engin virð- ing borin fyrir dýrinu laxi, honum slátrað sársaukalaust. Hann kemst aldrei í það stórkostlega andlega samband við stangaveiðimanninn, samband sem byrjar þegar „Sá Laxveiöi Fátt er hollara karlmennskunni en stangaveiðar Stóri“ festist á öngulinn. Og er þreyttur í æsispennandi glímu við stangaveiðimanninn og lýkur síðan með sigri karlmennskunnar. íslend- ingar, stuðlum að verndun náttúr- unnar. Frasier, Staupasteinn og Kolbrún Bergþórsdóttir Brynjar s krifar: Ég vil þakka Kolbrúnu Bergþórs- dóttur fyrir að hampa Frasier-þátt- unum við hvert tækifæri. Banda- rískir „sitkom“-þættir eru flestir út- þynnt drasl en aðalsmerki Frasiers er hið sama og var hjá „forveran- um“ Staupasteini. Frjóir handrits- höfundar, vel studdir af óaðflnnan- legum leikhóp sem myndar litrikar persónur Þetta er sami húmorinn, þó með öfugum stéttarformerkjum. Kolbrún mætti vera duglegri að minna á gömlu Staupasteins-þætt- ina því þar fara bestu „sitkom“- þættir sem komið hafa frá Banda- ríkjunum. „Ég legg hér til að Ríkis- sjónvarpið spari fyrir skatt- greiðendur og endursýni gömlu Staupasteins-þætt- ina og dragi þannig úr inn- kaupum d lélegum eftirlik- ingum. “ Vil fá Staupastein aftur Hnyttnu tilsvörin sem sköpuðust vegna menningarárekstra persón- anna urðu snemma ódauðleg og Frasier heldur flaggi James Burrows, skapara beggja þáttanna, hátt á lofti. Ég legg hér til að Ríkissjónvarp- ið spari fyrir skattgreiðend- ur og endur- sýni gömlu Staupasteins- þættina og dragi þannig úr innkaupum á lélegum eftir- líkingum. Þá mun ég borga skylduáskriftina með bros á vör. Til hvers að fara út að kaupa hamborg- ara þegar hægt er að fá nautasteik heima! Bergþórsdóttir. Garri____________________________________________________________________ Hin nýja stétt ulnum sem minnst. Því eru innbyrðis giftingar og önnur fjölskyldutengsl áberandi í þessum hópi. Eins eru það sömu tiltölulega fáu fyrirtækin eða fyr- irtækjasamsteypurnar sem teljast nægj- anlega smart til að lyfta fólki inn í Hina nýju stétt. Þannig er ekki nóg að vera framkvæmdastjóri i einhverju bíl- skúrsfyrirtæki, viðgerðarverkstæði eða kjötvinnslu. Menn þurfa að vera í sím- um, hugbúnaði, verðbréfamiðlun, fjöi- miðlun eða stórflutningum til að vera gjaldgengir. Allt hefur þetta verið gott og blessað þangað til fyrir stuttu að babb kom í bátinn og glæsiveröld „Hinnar nýju stéttar" á íslandi var ógnað. Íslandssími Garri er smám saman að átta sig á því að hann tilheyrir ekki elítunni í samfélaginu. Sú var tíðin að það dugði að fara á opnanir mál- verkasýninga og aðra menningarviðburði og þefa uppi kokkteilboð til að vera í þessum elítuhópi. En nú er öldin önnur og önnur boðorð sem ríkja. Nú hefur risið upp ný stétt í landinu, stétt hinna nýríku og vellauðugu. Þessi nýja stétt er um margt ólík Hinni nýju stétt sem eitt sinn var talað um í Sovétríkjunum sálugu, en þó eiga þær eitt og annað sameiginlegt, ekki síst það að vera yfirstétt í krafti kerfísbreytinga i þjóðfélaginu. En ólíkt skrifræðislegum, flokkstengdum breyt- ingum í Sovétríkjunum, sem skópu grunn Hinn- ar nýju stéttar þar, þá eru það einkum breyting- ar á fjármálamarkaöi sem eru grundvöllur Hinn- ar nýju stéttar á íslandi. Hin nýja stétt ríkir í krafti hlutabréfaauðs og áhrifa á verðbréfamark- aði. Því dugar ekki lengur fyrir smákarla eins og Garra að láta sjá sig i kokkteilboðum til að þykj- ast tilheyra þessum hópi. Áhrif á verðbréfamark- aði eru aðgöngumiðinn. Innræktun Og Hin nýja stétt er, eins og oft vill verða um nýjar tiltölulega fámennar yfirstéttir, upptekin af sjáifri sér og reynir eftir megni að blandast pöp- Íslandssími Éitt fyrirtækja „Hinnar nýju stéttar" er ís- landssími og er það fyrirtæki nýbúið að efna til hlutafjárútboðs. Skömmu eftir útboðið, þar sem rósrauð mynd var dregin upp af stöðu fyrirtæk- isins, kemur afkomuviðvörun frá því. Þetta þarf að sjálfsögðu að kanna samkvæmt verðbréfa- þingsreglum en þá byrjar ballið. Vegna þess að Hin nýja stétt er svo nátengd eru allir meira og minna vanhæfir til að fjalla um málið. Forstjóri Verðbréfaþings er giftur aðstoðarforstjóra is- landssíma. Stjóm Verð- bréfaþings er að hluta eignaraðilar að íslands- síma eða tengist útboði hans. Einn er frá Eim- skip, sem á stóran hlut í Íslandssíma, og þá er fenginn varamaður frá Flugleiðum sem á engan hlut og telst hæfur þótt Flugleiðir og Eimskip eigi náttúrlega hvort annað. Annar er tengd- ur fyrirtækinu fjöl- skylduböndum og sá þriðji og fjórði tengjast því eignarböndum. Allir eru því einhvem veginn tengdir öllum og ljóst er að innan nokkurra ára munu öll þessi þróun innbyrðis tengsla kalla á erfiða ákvörðun. Annaðhvort þarf að kalla til sem varamenn í svona tilfellum fólk sem ekki tilheyrir „Hinni nýju stétt“ eða menn láta þessi vanhæfissjónarmið sigla lönd og leið og afgreiða bara málin þrátt fyrir vensl og fjölskyldutengsl. Garra sýnist nú líklegast að seinni kosturinn verði fyrir valinu; það hefði í það minnsta oröið ofan á hjá Hinni nýju stétt í Sovét á sínum tíma. GðlYI Hvad er að ger- ast í björgunar- málum viö ís- landsstrendur? Einar Grétar Björnsson, fyrrum sjómaður, skrifar: Rækjubáturinn Una i Garði sökk 28 mílur norður af Siglufirði. Lands- björg á Siglufirði er með björgunar- bát sem hefði verið 60-90 mínútur á slysstað en Landsbjörg var ekki lát- in vita né var haft samband við þyrluna. Annað hefði orðið upp á teningnum ef um hefði verið að ræða ferðamann uppi á öræfum. Það er nokkuð ljóst. Sjómennirnir voru látnir velkjast í fimm klukkustundir í sjónum, gegnblautir, og einn þeirra slasað- ur. í um það bil 15-20 mílna fjar- lægð voru togarar en enginn var lát- inn vita af því hvað var á seyði. Þegar báturinn Húni frá Blöndu- ósi kom svo loks að sjómönnunum fór hann með þá í sjö tíma siglingu til Blönduóss í stað þess að sigla með þá þriggja klukkutíma siglingu til Siglufjarðar. Ég spyr: Hvað er að gerast í björgunarmálum við ís- landsstrendur? Skelfilegur sjón- varpsþáttur Hildur hringdi: Skjár einn hefur sýnt sig og sannað undanfarið. Þessi stöð fer ótroðnar slóðir og hefur sýnt að hægt er að bjóða sjónvarpsáhorfend- um upp á góða og skemmtilega dagskrá þeim að kostnaðarlausu. Sumardag- skráin er mjög skemmtileg og stöðin státar af því að vera með eitthvað fyr- ir alla. En það verður ekki hjá því komist að gagnrýna þáttinn Hjartslátt þar sem ungir, óhæfir og sérlega óskemmtilegir stjórnendur fá að leika lausum hala. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þáttastjómend- ur, þau Þóra Karítas Árnadóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson, eyða tímanum í að ræða þreytt efni og reyna ekki að brydda upp á neinum nýjungum eða nálgast umræðuefnið frá nýju sjónarhorni. Þá er vinaleikur stjórnendanna eitthvert hallærisleg- asta sjónvarpsefni sem sést hefur í ís- lensku sjónvarpi. Okurverð á grænmeti. Grænmetiö er of dýrt Guðrún Helgadóttir hringdi: Mér finnst grænmetisúrval í versl- unum hérlendis vera til háborinnar skammar. Sjálf er ég grænmetisæta og ég vil umfram allt borða hollan og góðan mat. Mér finnst því afar blóð- ugt að geta ekki fengið það hráefni sem nauðsynlegt er i grænmetisrétt- ina mína. Þegar það svo fæst er það á okurverði. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Þóra Kantas Árnadóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.