Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 15
15 MIÐVKUDAGUR 8. MAÍ 2002 DV — Sigtryggur Bjarni Baidvinsson myndlistarmaöur DV-MYND E.ÓL. tök úr tónlist. „Ég tek þessar ljósmyndir eins og lag, set þær inn í tölvuna og remixa eða endur- þlanda þær, breyti litum, breyti áherslum. Þetta er gert í poppinu núna, það koma kannski út tíu útgáfur af sama Bjarkarlaginu. Svo prenta ég skissumar út og mála eftir þeim á klassískan hátt með olíu á striga. Tölvan er mun betri skissubók en vatnslitablokk þar sem allar breyt- ingar á litum taka óratima." Til að skapa dýpt í myndimar eru sums stað- ar ský bak við laufskrúðið, stundum eintóna bak- grunnur, stundum grunnur sem þykist vera ein- tóna en blekkir augað. „Ég hef gaman af hlutum sem augað nemur án þess að átta sig alveg á hvað er að gerast,“ segir Sigtryggur og brosir stríðnislega. „Það hefur lengi verið hluti af verk- unum mínum að plata svolítið." Á stöku mynd eru rendur i bakgrunninum sem minna á eldri verk Sigtryggs en hann segir að þetta sé líka vísun í sóltjöldin sem fólk notar úti í garði til að verjast norðangarranum. Það passar við vorlaufið. Einn málandi karimaður á launum Sigtryggiu- er líka með sýningu í Hallgríms- kirkju um þessar mundir þar sem hann hyllir Abstrakt raunsæi Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýnir í Englaborg myndir sem virka abstralct en eru í raun fótórealismi Ekki er það ónýtt fyrir listmálara að eiga hús á besta stað í bœnum meö úrvalsvinnustofu sem breytist eins og hendi sé veifað í glœsilegan sýn- ingarsal. Vinnustofan er ílöng, afar há til lofts og með gríðarmiklum noróurglugga, þannig að birtan er góö en aldrei óþœgilega mikil. Svona heppinn maður er Sigtryggur Bjami Baldvinsson sem býr í sjálfri Englaborg, húsinu sem Jón Engilberts listmálari lét teikna og reisa handa sér á horninu á Flókagötu og Rauðarár- stíg. Þar býr Sigtryggur á neöri hæðinni með konu sinni og tveimur litlum bömum en á efri hæðinni vinnur hann og sýnir. Og einmitt núna sýnir hann þar splunkuný málverk. „Kostimir og gallamir við þetta skipulag eru eiginlega þeir sömu,“ segir hann. „Kosturinn við að sýna heima hjá sér er sá að maður ræður hvenær maður sýnir, en gallinn er þá sá að það er auð- velt að slá sýningum á frest. Til dæmis átti þessi sýning að koma upp í október í fyrra! Maður ræður öllu, uppsetningu og lit á veggjum og gólfl, en maður verður líka að gera allt sjátfur. Svo má líka benda á að það er rosalega stutt í vinnuna þegar maður vinnur heima hjá sér en líka stutt úr vinnunni!" Vorið heillar „Þessar myndir era talsvert ólíkar eldri verk- um minum og ég er ánægður með breytinguna," segir Sigtryggur Bjami meðan við göngum um salinn og rýnum í litríkar iðandi myndimar. „Þannig var að vorið 1999 var ég á gangi hér í Norðurmýrinni - líklega á svipuðum tíma og núna en brumið var þó komið aðeins lengra. Þá heillaðist ég eins og venjulega af fyrstu laufunum á trjánum sem gægðust fram, skærgræn, en á þessum tíma sér maður líka svo vel strúktúrinn í trjánum, hrynjandina í þeim, og mér datt í hug að þetta mætti nýta í myndlist. Ég náði í mynda- vélina mína og tók myndir en komst að þvi að það er erfltt að fókusera inn á tré og brum, þetta er svo þrívítt, og líka var vandi að vinna beint upp úr þessum ljósmyndum. Svo ég keypti mér tölvu sem ég átti ekki fyrir og fór að grufla í photo-shop tækninni. Ég skannaði myndimar inn á tölvuna, skildi kjamann frá hisminu, nam greinarnar burtu þangað tO laufauppbyggingin var ein eftir eins og á skuggamyndum. Og það er hún sem þú sérð héma á myndunum. Þó að þær virki rosa- lega abstrakt þá er þetta nánast fótórealismi!" - Er þá náttúran abstrakt þegar vel er að gáð? „Viðfangsefhi málara í áratugi hefur verið að finna hinn náttúra- lega ryþma og menn hafa nálgast hann æ meir. Til dæmis er þessi ryþmi orðinn nánast inn- byggður í Kristján Davíðsson. En þama fer ég aðra leið að viðfangsefninu, ekki kannski bein- línis vísindalega - og þó. Ég hef ekki þessa hrynj- andi innbyggða i mig og get ekki málað eins og Kristján, en ég get fundið aðra leið að sama marki.“ Gaman að plata Yfirskrift sýningarinnar er „Treemix - Rem- ix“ enda flnnst Sigtryggi henta vel að nota hug- verk bandaríska málarans Marks Rothko, og hann reynist vera aðdáandi bandaríska ex- pressjónismans, Jackson Pollock, Rothko og Newman sem komu Bandaríkjunum á módemíska kortið. „Mér fínnst þeir hafa náð ákveðnum hápunkti í málaralistinni með trú sinni á málverkið og getu þess. Þeir trúðu þvi að þeir gætu nálgast hið háleita og mikla með list sinni. Það er erfltt að gera það sama núna, þvi nú er allt eitthvað svo tvöfalt í roðinu.“ - Er erfitt að vera ungur myndlistarmaður á Islandi núna? „Þetta er auðvitað þaö sem ég vil gera, en ég segi ekki að það sé auðvelt," svarar hann hikandi. „Þessu starfi fylgir mikið fjárhags- legt óöryggi. Síðast sóttu 250 um starfslaun úr myndlistarsjóði en 32 fengu, þar af aðeins einn málandi karlmaður, svo likumar eru orðnar hverfandi! Það hefur verið reiknað út að meðalskussi í myndlist geti búist við sex mánaða starfslaunum á tíu ára fresti! Þá skipta þau ekki lengur neinu máli. Hverjum listamanni er nauð- synlegt að ná samhangandi vinnutíma ef hann á að þróast eðlilega. Ég er samt ekki að segja að ríkið eigi að halda öllum listamönnum uppi, starfslaunin era bara einn þáttur. En umhugsun- arvert er að þessi sjóður hefur ekkert stækkað þó að myndlistarmönnum hafi fjölgað mikið síðan hann var settur á stofn. Þessu þarf að breyta." Sýningin í Englaborg er opin daglega frá kl. 14-18 til 19. maí. Sýningin í Hallgrímskirkju stendur til 20. maí. | Tónlist Tónlistin ein Rannveig Fríða Bragadóttir stigur fram á sviðið af sama látleysi og á eftir að einkenna söng hennar á þessu matinée í Ými sl. sunnu- dag: svartklædd og stuttklippt. Eflaust hefur hvarflað að sumum áheyrendum að hér væri komin einhver manneskja sem ætlaði að fara að kynna Rannveigu Fríðu. En það er þá hún sjálf, látlaus í fasi og klæðaburði, og byrjuð að syngja áður en menn vita af. Hún byrjar að sama skapi á lágu nótunum í litlu og ljúfu lagi eftir Wolfgang Amadeus frá því hann var ell- efu ára: Óður til gleðinnar. Rannveig Fríða hefur makalausa rödd, sterka og hljómmikla, og söngur hennar svo fyrirhafnarlaus að það er eins og hún þurfi ekkert að taka á. Tvö dramatískari lög eftir Mozart fylgja, bæði frábærlega flutt og af sama fyrirhafnarleysinu, túlkunin gersneydd til- gerð. í efnisskránni er vel úthugsuð stígandi: Mozart, Schubert og Mahler fyrir hlé, Páll P. Pálsson og Manuel de Falla eftir hlé. Hér eru heldur engin augsýnileg glansnúmer, líkast til hugsunin sú að tónlistin ríki ein. Gerrit Schuil er á píanóinu, nákvæmur og óskeikull. Tónlistarhúsið Ýmir hefur verið umdeilt hvað hljómburð varðar og sýnist sitt hverjum um það mál en bergmál er þar töluvert sem hentar hinum ýmsu hljóðfærum misvel. Píanó getur þar orðið helst til hljómmikið og hvellt, kannski aðallega þegar um er að ræða leik með einsöng, og nokkuð fer að bera á þessu i lögunum eftir Schubert. Píanóparturinn í þeim hefur reyndar sjálfstætt líf og á það einnig við um flest þeirra verka sem á eftir koma en á stundum er eins og hljómurinn í pí- anóinu beinlínis keppi við söngkonuna og á þessu ber reglulega út konsertinn. Hér er varla við Gerrit að sakast heldur miklu frem- ur húsið sem hefur lag á að gera jafnvel flnleg- asta píanóspili of hátt undir höfði í hljómi - ef til vill mættu samt píanóleikarar vera sér meira meðvitandi um þennan bersýnilega karakter hússins. Þau Rannveig og Gerrit enda á þremur lög- um eftir Mahler fyrir hlé úr Des Knaben Wunderhom; íhugul og margslungin sönglög túlkuð á blæbrigðaríkan og flnlegan hátt sem fyrr. Eftir hlé frumflytja þau svo þrjú lög eftir Pál P. Pálsson sem samin eru sérstaklega fyrir Rannveigu Fríðu við þýskan texta eftir teikni- myndahöfundinn Wilhelm Busch. Lög Páls eru skemmtilega grallaraleg og ólíkindaleg en það í miðið rólegt með fallegu einfoldu undir- spili og þau lýsa vel andrúmsloftinu í textun- um. ÖU era þau listilega vel flutt. Hápunktur dagskrárinnar eru svo sönglögin sjö eftir Manuel de Falla í lokin en þar á Ger- rit Schuil glæsilegan leik í oft geysihröðu og erfiðu undirspili. Hér hefði spænsk söngkona án efa borist mikið á og farið hamfórum i túlk- un á mörgum af þessum dramatísku lögum Falla en Rannveig Fríða skilar þeim á hamd- ari hátt, þó ávallt með þeirri sönnu og einlægu tilflnningu sem einkennir hana og gerir, ekki síður en röddin, söng hennar jafnfagran og þokkafullan og raun ber vitni. Hrafnhildur Hagalin DV-MYND E.ÓL Rannveig Fríða og Gerrit Vinir og samstarfsmenn okkur til yndis. ___________________Menning Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir silja@dv.is Snillingamir Bergþór Pálsson barítón og Jónas Ingimundarson píanóleikari efna til tónleika í Salnum annað kvöld, uppstigning- ardag, kl. 20. Þar verður í fyrsta skipti á ljóða- tónleikum gerð tilraun til að varpa íslenskum þýðingum upp á skjá fyrir ofan flytjendurna til þess að auðvelda áhorfendum skilning á því sem fram fer. Á efnisskránni verða ljóðaflokkurinn Dichterliebe eftir Schumann og frönsk ljóða- lög eftir Chausson, Gounod, Duparc og Ravel. Lagaflokkurinn Dichterliebe eða Ást skálds- ins samanstendur af sextán sönglögum við texta eftir Heinrich Heine. Schumann var þrí- tugur þegar hann samdi þau árið 1840 og ást- arsamband hans við Clöru Wieck var í fullum blóma, enda gengu þau í hjónaband seinna það ár. Schumann hafði þá þegar samið mörg af glæsilegustu verkum sínum fyrir píanó en hann hafði líka næma tilfinningu fyrir skáld- skap og hún gerði honum kleift að komast 1 beint og þráðlaust samband við ástríðuna, bit- urleikann, þunglyndið og tilflnningaauðgina í skáldskap Heines, segir Halldór Hansen í efn- isskrá. Rússnesk hönnun í tengslum við hina miklu sýningu sem nú stendur yfir á rússneskri list í Listasafni ís- lands verður fyrirlestur um rússneska hönn- un á árunum 1900-1930 í safninu á fóstudag kl. 12.30. Það er Ksenia Ólafsson innanhússarki- tekt sem fyrirlesturinn flytur og talar á ensku. Leiðsögn er um sýninguna kl. 14 á laugar- daginn og fyrir böm kl. 15 sama dag. Fljúgandi Hollendingur Á morgun kl. 17 kynnir El- ísabet Indra Ragnarsdóttir óperu Wagners, Hollending- inn fljúgandi, á Rás 1. Óper- an verður sem kunnugt er frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á opnunardegi Listahátíðar á laugardaginn og ræðir Elísa- bet Indra við listamenn sem koma við uppsetninguna. Óperublaðið er einnig komið út með Hol- lendinginn fljúgandi sem aðalefni. Þar eru lika fluttar þær fréttir af íslensku óperunni að í september verði Rakarinn í Sevilla eftir Rossini frumsýndur með Kristni Sigmunds- syni, Gunnari Guðbjömssyni, Ólafl Kjartani og Sesselju Kristjánsdóttur, og eftir jól fáum við að sjá Macbeth eftir Verdi með Ólafi Kjart- ani, Elínu Ósk Óskarsdóttur, Davíð Ólafssyni og Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni. Spænska í farangrinum Endurmenntun Hí býður upp á stutt og laggott vomámskeið fyrir þá sem hyggja á ferðalög til spænskumælandi landa í sumar. Þar læra þátttakendur hagnýtan orðaforða og gnmnreglur í málfræði, sem gerir þeim kleift að bjarga sér við algengustu aðstæður á ferða- lögum. Kennari er dr. Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku við HÍ, sem jafnframt er reyndur fararstjóri. Námskeiðið hefst 22. maí. Frekari upplýsingar eru á vefsíðunni www.endurmenntun.is. Eftirlætisbækur í virðingarskyni við ný- látna heiðurskonu endurút- gefur Mál og menning allar þrjár bækur Astrid Lindgren um hina óviðjafnanlegu Linu langsokk í einni bók, í þýð- ingu Sigrúnar Ámadóttur, og þar að auki hina vinsælu bók Á Saltkráku sem segir frá líf- inu í sænska skerjagarðinum Áiaitkráku eitt unaðslegt sumar. Á Saltkráku er sannköfluð „saga fyrir alla fíölskylduna" því söguhefíur eru á öllum aldri, seinheppni faðirinn Melker og börnin hans fíög- ur, Malin sem er tæplega tví- tug og laðar að sér stráka eins og ljósið flugur, tveir strákguttar á unglingsaldri sem kynnast tveimur val- kyrjum á sama aldri á eynni og svo strákur- inn Palli sem vingast við stelpurnar Stínu og Skottu. Það er sú síðamefnda sem á hundinn Bátsmann... Þýðandi er Silja Aðalsteinsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.