Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 Skoðun TTST Borðarðu nammi? Spurt á leikjanámskeiði hjá Tónabæ. Margrét Benjamínsdóttir, 6 ára: Já, mér finnst brjóstsykur góöur. Elvar Sturluson, 7 ára: Já, brjóstsykur og Ópal. Ragnar Guömundsson, 9 ára: Já, hlaup og sterkur brjóstsykur er best. Einar Páll Þóroddsson, 8 ára: Já, allt nammi er gott. Þorgeir Pálsson, 10 ára: Nei, boröa ekki nammi. Karlrembu Kolbrúnar ofboðið Æsa Tulinius skrífar: Þegar ég var tólf ára var ein pott- þétt aðferð (að mínu mati) sem ég notaði til að ná athygli hins kyns- ins. Ég gerði lítið úr öðrum. Ég vildi vera þekkt sem „strákastelpan" og taldi mig fullvissa um að með því að gera grín að hinum stelpunum tækju strákarnir mig í hópinn, gleymdu því að ég var með risastór gleraugu og kartöflunef. Einn dag- inn gæti ég valið úr sætustu strák- unum í bekknum. Ég hæddist að stelpunum sem byrjuðu að mála sig, sagði strákun- um vinum mínum miskunnarlaust frá því hverjar voru farnar að nota brjóstahaldara og i bekkjarpartii vinkonu minnar dró ég fram Stelpnafræðarann úr herbergi hennar og sýndi strákunum. Ég átti fullt af vinum, aðallega stráka - það var eins og stelpurnar þyldu mig ekki, en kærastinn lét á sér standa. Þegar svo sætasti strákurinn spurði mig hvemig ég héldi að hann gæti náð athygli einnar stelpunnar sá ég að þessi aðferð min „að verða ein af strákunum" var ekki að gera sig og breytti þessu hegðunarmunstri mínu hið snarasta. Undanfarið hef ég tekið eftir að Kolbrún Bergþórsdóttir notar þessa sömu aðferð og ég. Hún reynir eftir mætti að taka þátt í heimi karlanna, horfir á heimsmeistarakeppnina í fótbolta og hegðar sér sannarlega eins og sjómaður á fegurðarsam- keppni. Reyndar gerir hún ein mis- tök sem ég tólf ára hefði aldrei gert; hún er alltaf aö tala um hvað fót- boltakapparnir séu sætir. Það flla strákar ekki. Ég held að miðaldra karlar falli ekki neitt frekar fyrir þessum leik en óþroskuðu strákam- ir í Æfmgaskólanum í gamla daga. Ég hef haft lúmskt gaman af því að fylgjast með þessum leik Kol- brúnar, en blöskraði er ég las grein í DV þar sem Kolbrún gagnrýndi kvennafótbolta. Eða gagnrýndi kon- I kvennaboltanum. „Klaufalegar, ókvenlegar og brussast á eftir tuörunni.“ „ Undanfarið hef ég tekið eftir að Kolbrún Bergþórs- dóttir notar þessa sömu að- ferð og ég. Hún reynir eftir mcetti að taka þátt í heimi karlanna, horfir á heims- meistarakeppnina í fót- bolta og hegðar sér sannar- lega eins og sjómaður á feg- urðarsamkeppni. “ urnar sem spila fótboltann. - Þær voru svo klaufalegar og ókvenlegar þar sem þær brussuðust á eftir tuðr- unni að karlrembunni í Kolbrúnu var ofboðið. Maður áttar sig ekki á hverju hún telur sig vera að koma á framfæri í þessari grein. Hrokinn var slíkur að mér ofbauð. Ég held að þetta dugi ekki til að komast í lið með körlunum. Þeir eru sjálfsagt einhverjir sem eru sammála Kolbrúnu - en það er eitt- hvað rangt við að kona gagnrýni aðrar konur fyrir að vera ekki nógu kvenlegar og sætar. Kona, líttu þér nær! Ég las líka skrif Amars Björns- sonar sem svarar Kolbrúnu og þakka honum fyrir skorinorða grein. Ég ætti líka að taka fram að ég er hvorki femínisti né fótbolta- kona, en mikil áhugamanneskja um heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Hinir hnykluðu lærvöðvar brasil- ískra leikmanna eru þó ekki mín sérgrein. Aðbúnaður á tjaldsvæðum Guöbjörg Snorradóitir skrífar: Við hjónin ferðumst mikið um landið okkar á hverju sumri, og not- um þar af leiðandi mikið tjaldsvæð- in um allt land. Margt er þó samt sem betur mætti fara og m.a. aðbún- aður á tjaldsvæðum sem er oft mjög bágborinn. Er þar fyrst að nefna salernisað- stöðu sem er á mörgum stöðum hreinlega ekki mönnum bjóðandi, sturtuaðstöðu vantar á flestum stöð- um, og einnig mætti bæta leikað- stöðu barna mikið. Síðast og ekki síst þá er það svo að flestir íslendinga eru farnir að ferðast með fellihýsi og hjólhýsi, og þá kemur strax upp sá „Eitt tjaldsvœði sker sig hins vegar úr öðrum hvað þetta allt varðar og er það tjaldsvæðið á Kirkjubæjar- klaustri sem er rekið af bóndanum á Klaustri. Mœttu margir taka hann sér til fyrirmyndar í þess- um efnum.“ vandi að þessir vagnar þurfa raf- magn sem mjög erfitt er að komast í. Flestir eru bara með einn rafgeymi sem er fljótur að tæmast, og væri þá gott að geta tengt hann við rafmagn. Eitt tjaldsvæði sker sig hins vegar úr öðrum hvað þetta allt varðar og er það tjaldsvæðið á Kirkjubæjar- klaustri sem er rekið af bóndanum á Klaustri. Mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar í þessum efnum. Er- lendis er þessu þannig háttað að tjald- svæðinu er skipt niður í bása þar sem hægt er tengjast bæði í vatn og raf- magn í hverjum bás fyrir sig, svo ekki sé minnst á aðbúnað bama og fl. Ég held að notkun á tjaldsvæðum myndi aukast til mikilla muna ef að- búnaðurinn myndi lagast og gert yrði meira fyrir fjölskyldurnar sem sækja þessa staði. Garri Jarpur meö diplómatapassa Garri er maður ferðaglaður enda margt aö skoða í hinum stóra heimi. Hverri utanlandsferð fylgir tilhlökkun og kvöldið fyrir brottfór er að mörgu að hyggja. Það þarf að ganga frá fötum og farareyri, taka til myndavél og filmur auk þess sem farseðillinn þarf að vera á sínum stað. Eitt er alveg ómissandi. Það er vegabréfið sjálft, sönnun þess að viðkomandi ferðamaður sé til, hvert sé þjóðemið, aldurinn, hára- og augnliturinn. Þá eru gjaman tiltekin nöfn barna ferðamannsins, séu þau of ung til þess að bera slíkt bréf sjálf. Vegabréf fyrir hesta Það er hveijum landsmanni heiður að bera ís- lenskt vegabréf. íslendingar fara víða en yfirleitt með friði. Þeir eru hvorki þekktir fyrir hryðju- verk né byltingar í öörum löndum og komast því venjulega óáreittir leiðar sinnar. Nú hafa hins vegar verið boðaðar breytingar í vegabréfamálum hér á landi og sér enn ekki fyrir endann á þeirri tilraun. Vonandi tekst þó vel til. Hér eftir verður málum nefnilega svo fyrir komið á landinu bláa að vegabréf verða ekki aðeins fyrir mannfólk. Hestar, klárar, jafnt sem merar, skulu og fá ís- lensk vegabréf. Vegsemd íslenska hestsins hefur aldrei verið meiri en nú. Skepnan sú er virt og dáð um allar jarðir. Guðni landbúnaðarráðherra hefur mælt svo fyrir að mótttökunefndir erlendra höföingja verði hvorki skipaðar lúðrasveitum né lögreglu- verði heldur íslenskum hestum. Anna Breta- prinsessa lætur íslensk hrossamót ekki fram hjá sér fara og Ólafur og Dorrit ríða víða. Þaö ætti því ekki að koma á óvart að dýrategund þessi sé sú fyrsta í veröldinni sem mun hér eftir ganga með vegabréf á sér, bregði hún sér út fyrir land- steinana. Hinir útvöldu Þar má gera ráö fyrir að sömu upplýsingar komi fram og í passa Garra. Hann sér fyrir sér að þar standi Jarpur frá Mýri, sjö vetra, graður. Augnlitur brúnn, háralitur rauðleitur. Afkvæmi: Sörli, Skvetta. Blesa, Móskjóni og Stormur. Þess- um einfóldu en mikilvægu upplýsingum fylgi síð- an mynd, helst portrett af Jarpi, annars tækifær- ismynd af honum á beit. íslenski hesturinn er besti sendiherra þjóðar- innar, það er rétt hjá Guðna ráðherra. Því má búast við því að það útvalda stóð sem ráðherrann velur til móttökunnar á Keflavíkurflugvelli verði á diplómatapössum. CsfturrL Þá lækkuðu þeir Guðrún Halldórsdóttir skrifar: Nú er að koma alvöru sam- keppni á mat- vælamarkaði hér í borginni. Eftir að nýja verslunin Europris opnaði með lægra verð en aðrir bjóða svara hinir stóru sem fýrir eru með verðlækkunum. „Við eru lægri en þeir og lækkum verð enn frekar" er m.a. haft eftir forsvarsmanni Bónuss. - „Við lækkuðum verð á nokkrum vörum eins og eðlilegt er en vöktum annars verðlagið mjög náið ..." segir svo framkvæmdastjóri matvörusviðs Kaupáss i Krónuverslununum. En ég spyr: Því lækkuðu þessar verslanir ekki bara verðið án þess að nýr keppinautur kæmi fram úr þvi þeir töldu það svona „eðlilegt" að lækka verð á sumum tegundum strax og ný samkeppni kom? Auðvitað er hér um hráskinnaleik að ræða hjá Bónus og Kaupási. Netmiðlar dala Björn Sigurftsson skrifar: Mér þykja netmiðlarnir hafa hrap- að verulega frá því sem þeir voru, bara fyrir nokkrum mánuðum. Ég tek sem dæmi netmiðilinn Vísi.is sem er ekki svipur hjá sjón og það eina sem þar má fmna eru einstaka „innherj- ar“ sem eru að kankast á og notast við óprenthæf skammaryrði um menn og málefni. Aðallega þó þekkta aðila í þjóðlífinu. strik.is er einnig orðinn einskis nýtur. Nokkrir vef- miðlar eru þó enn mjög læsilegir og þá á ég t.d. við þá pólitísku eins og Vef-Þjóðviljann og aðra slíka þar sem fmna má mjög vel skrifaða pistla. Aðrir netmiðlar hafa dalað og eru nú að mestu út úr myndinni. Taktu flugiö! Nýjum snáöum teflt fram. Er sameining fram undan? Helgi Magnússon hringdi: Nú er tími sameininga fyrirtækja sem aldrei fyrr. Hér í eina tíð þótti það stórt stökk þegar Loftleiðir og Flugfélag íslands gengu í eina sæng, og leiddi til verulegra væringa í þjóð- félaginu. í þessu sameiningarferli flugfélaganna beittu þau mjög auglýs- ingu með tveimur snáðum með sitt kaskeitið hvor á höfði, Flugfélagsins og Loftleiða. Átti það að sýna að allt væri gott með ásum. Nú auglýsir Olís tvöfalda ferðapunkta með aðstoð og í samvinnu við Flugleiðir. Og koma ekki tveir snáðar enn við sögu - ann- ar með kaskeiti, ja, mér sýnist bara Flugfélagsins gamla! Er sameining á döfinni milli Olís og Flugleiða? Ég bara spyr. Og fleiri en ég. Væri ekki vitlaus hugmynd. Og afsláttur af elds- neyti! Kattasala á Netinu Ósk hringdi: Auglýst er kattas£ila í Ölfusi á Net- inu. Gott og vel. Hvemig skyldu nú skattar af svona og annarri netsölu skila sér til skattsins, t.d. virðisauka- skatturinn. Ekki fékkst uppgefið hve mikla kattasölu á Netinu væri um að ræða. Þetta eru innflutt dýr sem eiga afkvæmi sem síðan era seld m.a. tO Evrópulanda svo og hér á landi. Er þetta t.d. undir eftirliti embættis dýralæknis? Þetta set ég nú fram vegna þess sem gengur á í viðskipta- lífi þjóðfélagsins þessa dagana. OVI Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn T síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíð 24, 105 ReyKJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Nú gildir aö lækka og lækka. Hvaö fara þeir neöarlega?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.