Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Side 50
5-4- Helcfarbictö H>V LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Reynsluakstur Eiríkur Stcfán Asgcirsson Sportlegur lúxusjeppi af bestu gerð Volkswagen hyggur á aö ráöast inn á lúxusjeppamark- aðinn meö stæl. VW Touareg, sem er jafnframt fyrsti jepp- inn sem fyrirtækið framleiðir, þykir vel eiga heima þar, enda sameinar hann eiginleika jeppans og sportbílsins á skemmtilegan máta, hvort sem er útlits- eöa aksturslega séð. Bíllinn var kynntur hjá Heklu í gær og var umboðið þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrst slíkra sem fær að kynna bílinn opinberlega. Mánuði áður var þó blaðamönn- um boðið að reynsluaka bílnum í nágrenni Barcelona á Spáni þar sem búið var að útbúa krefjandi torfærubraut. Að því loknu óku blaðamenn bílnum aftur til borgarinnar og fengu þar að sannreyna hina þægilegu hlið bílsins á hraðbrautum Spánar. 5 ára verkefni Það var mikið lagt í að kynna vel alla þá eiginleika sem Touareg býr yfir og var þar sérstaklega lögð áhersla á mikla getu hans við erfið skilyrði sem og þægilegan þjóðvegaakst- ur. Það tók heil 5 ár að koma bílnum í það stand sem hann er nú og greinilegt að í engu var til sparað. Lykillinn að því hversu vel tekst hér til er að loftpúðafjöðrunarkerfi bíls- ins er sérstaklega vel heppn- að, sem og frumlegt drifkerfi sem gerir bflnum kleift að komast klakklaust í gegnum hvers kyns aðstæður. Þægindi ofar öllu 4XMotion nefnist drifkerf- ið og er það svokallað „var- anlegt fjórhjóladrif‘. Læsing- in er mismunandi að því leyti að bfllinn getur dreift aflinu jafht milli fram- og aft- uröxuls og jafnvel einstakra dekkja, krefjist aðstæður þess (sjá mynd A). Þetta ger- ir það að verkum að hann er mjög góður í snjó. Einnig er vitanlega hægt að læsa drifinu handvirkt. í reynsluakstrinum var sérstaklega lögð áhersla á að sýna fram á þennan eiginleika bflsins sem og bæði „upp- hill“ og „downhill system" sem gerir bílnum kleift að stoppa sjálfur þegar bíllinn liggur í haila upp í móti (án þess að bílstjórinn þurfi að nota bremsu) og halda aftur af hraða bflsins þegar hann kemur niður mikinn halla, til að halda þægindum í hámarki. Gírkassamir í báöum bílum eru 6 þrepa og sjálfskiptir, með handskiptavali (Tiptronic). 1VIO útgáfunni er hægt að skipta handvirkt um gira með handfongum hjá stýri, svip- að og tíðkast í Formúlu 1 bflum. Sjálfvirk veghæðastilling Hafi bíllinn reynst vel í torfærubrautinni var VIO útgáf- an af bílnum sérlega góð á hraðbrautinni. Hann er einstak- lega kraftmikill og er upptakið einungis 7,8 sekúndur. Þar er eftirtektarverð sjálfvirka veghæöaskiptingin sem breyt- ir um veghæð bflsins eftir hraða hans til að hámarka þæg- indi og eldsneytisspamað. Þannig byrjar veghæðin í 215 mm en lækkar niður í 190 mm við 125 km/klst. hraða og enn fremur í 180 mm þegar bíllinn kemst í 180 km/klst. Auk þess er hægt að stilla veghæð handvirkt frá 160 mm í 300 mm sem er mun hærri veghæð en hjá sambærilegum bílum. Innbyggða GPS-leiðsögukerfið kom sér vel fyrir blaðamann sem þekkir lítið tfl á Spáni og gaf honum tæki- færi tfl að njóta bflsins til hins ýtrasta á hraðbrautinni. V12 á næsta ári Volkswagen áætlar aö ná 8-9% hlutdeild á markaði lúxusjeppa strax á næsta ári sem er um 10% af heildar- markaönum. Þeir hjá VW ætla sér samt sem áður að verða stærstir og leggja í raun mikið í sölurnar að það takist. Áætlað er að ódýrari gerðin, með V6 bensínvélinni, kosti um 5,5 milljónir króna en VIO dísilútgáfan um 8. Ennfrem- ur er það í spflunum hjá VW að framleiða bílinn með V12 bensínvél árið 2003. © Farangursrými er rúint og er einnig hægt að opna afturrúðuna. © V6 vélin er 3,2 lítra og vinnur hljóðlátlega og vel. 0 Innréttingin er frekar gamaldags í útliti en afar lagleg. 0 Reynt var á þolrif drifkerfisins í sérútbúinni torfærubraut. VW TOUAREG Vél: 5 lítra, V10 dísilvél Rúmtak: 4921 rúmsentímetrar Ventlar: 50 Þjöppun: 18,5:1 Gírkassi: 6 þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Loftpúðafjöðrun Fjöðrun aftan: Loftpúðafjöðrun Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EPBD, BAS Dekkjastærð: 255/55 R18 YTRl TÖLUR: Lenqd/breidd/hæð: 4754/1928/1703 mm Hjólahaf/veqhæð: 2855/160-300 mm Beyqjuradíus: 11,6 m INNRi TOLUR; Farþeqar m. ökumanni: Fjöldi höfuðpúða/öryqqispúða: 5/6 Faranqursrymi: 982-1678 lítrar HAGKVÆMNi: Eyðsla á 100 km: 12,2 litrar Eldsneytisqeymir: 100 lítrar Ábyrqð/ryðvörn: Grunnverð: Verð prófunarbils: Umboð: Hekla Staðalbúnaður: Loftdæla, loftpúðafjöðrun, Isofix festing- ar, útvarp og geislaspilari, 11 hátalarar með 8 rása magn- ara, hitastýrð miðstöð, rúður og speglar rafdrifin, að- dráttur á stýri, armpúði, hitaeinangrandi gler og upphit- uð framrúða, þjófavörn, krómað grill, rafstýrður dráttar- krókur, innbyggður handfrjáls búnaður, regnskynjari, skriðstillir, lyklalaus aðqanqur, SAMANBURÐARTOLUR: Hestöfl/sn.: 313/3750 Snúninqsvæqi/sn.: 750 Nm/2000 Hröðun 0-100 km: 7,8 sek. Hámarkshraði: 225 km/klst. Eiqin þynqd: 2524 kq.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.