Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Qupperneq 40
44 HelQorblctö jDV LAUCARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 Kannski erum við fífl Steinar Bragi í Bókabúð Máls og menningar á Lauga- vegi. Þar er hluti af sögusviði fyrstu skáldsögu hans, Áhyggjudúkkur sem hefur vakið mikla athygli. DV-mynd E.Ól. Steinar Bragi skáld og rithöfundur talar við DV um vanngttar auðlindir íhöfðum ráðherra, Andrésblöð og kgnlífog hvort dauðaregnsla geti valdið þolandanum vonbrigðum. Það sem gerir fyrstu skáldsögu Steinars Braga, Áhyggju- dúkkur, sérkennilega er látlaust flug sjónarhoms lesand- ans frá einu höfði til annars, inn i bækur sem söguhetjurn- ar lesa og þaðan inn í höfuð næsta manns. Þótt þetta hljómi eins og óreiða er það alls ekki svo því saga Steinars Braga sem heitir Áhyggjudúkkur er þrælskipulögð með götukort- um og öllu saman en lesandinn fer aftur og aftur í gegnum sömu hlutina en aldrei með sömu söguhetju. Sagan, sem er fyrsta skáldsaga höfundar, gerist að stór- um hluta á Laugavegi 18, ýmist í bókabúðinni sem kennd er viö Mál og menningu, á kaffihúsinu Súfistanum á annarri hæð eða í rangölum hússins sem tilheyra öðrum pörtum þess. Áður hefur Steinar Bragi gefið út ljóðabækur sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Að drekka kaffi í bók Það var þess vegna eitthvað alveg sérlega vel viðeigandi að viðtal Steinars Braga og blaðamanns DV færi fram á kafi í sögusviði bókarinnar, nánar tiltekið á Súfistanum og þegar maður er sestur þar með bókina ennþá loðandi við heilabörkinn, andspænis höfundinum, þá fer manni eigin- lega að líða eins og skáldsögupersónu og fer strax að óttast að skáldið heyri hvað maður er að hugsa. Á götunni fyrir neðan hlykkjaðist biðröð Nick Cave-að- dáenda sem húktu í röð eftir miðum, á næsta borði sat önug stúlka og skrifaði nótur. Kannski var hún að semja ódauðlega tokkötu eða fúgu en GSM-símarnir skræktu og píptu á öllum borðum og það hefur áreiðaniega truflað hana nema það hafi verið kyrkingarhljóðiö í kaffivélinni. Steinar sjálfur er ekki upprifinn yfir staðarvalinu því hann má ekki reykja á Súfistanum sem hann virðist telja lifsnauðsynlegt en margir vita að svo er ekki. Við komumst að því að bestu árin til að reykja hafi verið eftir að sígar- ettur urðu almenn söluvara en áður en það uppgötvaðist hvað þær voru hættulegar. Sem sagt svona 1930-1960. Hann segist vera fórnarlamb þess hlutskiptis rithöfunda sem felst í að sitja einn úti i horni mánuðum saman við skriftir og þurfa síðan skyndilega að fara út á meðal fólks og tala um verk sitt. Þetta finnst honum ekki gott. Skáldið er spámaður - Mig langar til að vita hvers vegna hann valdi þetta hús sem sögusvið Áhyggjudúkkanna. „Þetta er mikið völundarhús og er alls ekki allt sem það er séð. Það opnast alltaf nýjar og nýjar hæðir í því. Þetta er mesta bókahús sem maður getur komist í. Ég valdi það vegna þess að ég hafði setiö hérna löngum stundum og sat við gluggann og glápti yfir i gluggana á næsta húsi og fylgd- ist með fólkinu á kaffihúsinu," segir Steinar og lítur í kringum sig en hann segist vera haldinn félagsfælni og líða illa á kafflhúsum nema hann sitji með bakið að vegg. Ég veit aldrei hvenær skáld eru að segja satt svo ég býð hon- um ekki að færa sig. - Sumt fólkið sem kemur fyrir i bókinni eru raunveru- legar persónur vel þekktar og þær taka til máls á síðunum og segja eitt og annað. Má skáldið vaða inn i hausinn á hverjum sem er? „Mér hefur sýnst að sumar opinberar persónur hafi ekki haft neitt á móti því að opna á sér hausinn á almannafæri," segir Steinar og glottir skuggalega. - Mega rithöfundar gera þetta? . „Þeir eiga að færa mörkin þangað til allt hrynur sem það gerir bráðum. Svo taka Asíubúarnir við og eftir þúsund ár verða þeir farnir að fara inn í hausinn hver á öðrum og þá hrynur allt. Svona get ég verið mikill spámaður." - Ertu spámaður í þínu fóðurlandi? „Ég skrifaði bók sem heitir Turninn haustið 2000 áður en turnamir hrundu. Þar urðu mistök i prófórk og tveir kafl- ar urðu númer ellefu. Þetta vissi ég en vissi það samt ekki.“ Hallgrímur og Davíð vannýttar auðlindir - Fékkstu leyfi hjá Hallgrimi Helgasyni áður en þú skrif- aðir hann inn í bókina? „Mér hafði nú ekki dottið það í hug. Mér finnst að menn í álíka hæðum og Hallgrímur og Davíð Oddsson séu auð- lind sem maður má nýta i auðlind. Þetta er vannýtt auðlind því t.d. Hallgrímur getur ekki notað sitt nafn nema upp að vissu marki og mér finnst að fleiri ættu að nýta sér það. Eins er með Davíð. Hann svaraði aðeins fjórðungi spurn- inga sem honum bárust í sjónvarpinu og mér finnst upp- lagt að svara hinum spumingunum í skáldsögu." - Davíð er kollegi þinn. „Ég hef aldrei lesið neitt eftir hann. Hann er eins og aðr- ir íslendingar, margfaldur i sínu vægi í fámenninu." - Af hverju vildir þú skrifa skáldsögu? Var ekki nóg fyr- ir þig að vera ljóðskáld? „Það er ekki meðvituð ákvörðun. Það voru ákveðnar kenndir sem búa í manni og þessar kenndir kalla á skáld- sögu. Þetta er samt sennilega blekking því margir fara þessa leið, gefa út 2-3 ljóðabækur og fara síðan í skáldsög- una. Þetta er eitthvað í menningunni héma sem rekur fólk úr ljóðum í skáldsögur. Þetta sést best hérna í bókabúðinni þar sem ljóðabóka- borðið er rafmagnsstóll búðarinnar. Þar daga bækur uppi og seljast frá einu eintaki upp í fimmtíu. Að komast þaðan yfir á næsta borð er hálfur sigur. Um leið og skáldskapur manns er farinn að vaxa frá ljóðinu yfir í prósaljóð eða skáldsögu vill maður ekki lenda á ljóðabókaborðinu því það er dauði höfundarins." Kannski erum við fífl? - Steinar heldur áfram aö ræða um dauða ljóðsins sem hann telur að sé í andarslitrunum og heldur því fram að formbylting ljóðskálda hafi ekki aðeins drepið formið held- ur ljóðið sjálft líka. „Það er orðið erfitt fyrir ljóðskáld að fá athygli og erfitt að fá gagnrýni um ljóð. Fólk vill bara hefðbundinn kveð- skap.“ - Hvernig stendur á því? „Mér dettur í hug að íslendingar geti verið fífl en það kann að vera ofureinföldun. Fólk kaupir ekki órímuð ljóð nema þau séu eftir eitthvert delerandi idjót sem hefur enga hæfileika." - Þegar hér er komið sögu er skáldið farið að líkja við- tali okkar við platónskar samræður og setur blaðamann í hlutverk ljósmóður sem rétt í þessu hafi tekið á móti mús eftir jóðsótt fjalls. Ég reyni að beina talinu að öðru og reyni að halda fram þeirri kenningu að Steinar Bragi tilheyri hópi ungskálda sem er smátt og smátt að skrifa sig frá ljóð- inu til skáldsögunnar en skáldið gefur ekkert fyrir þessar pælingar og segir þetta af og frá. „Það eru 7-8 nýir höfundar sem nú eru að gefa út. Þeir eru á aldrinum frá 25 til 35 ára og ég sé ekkert sem samein- ar þá. Mér sýnist þó margt benda til þess að eitthvað sé að breytast í íslenskum bókmenntum sem er ekki eingöngu bundið við unga höfunda. Það er leit í gangi að fagur- fræði." - Ertu viss um að það sé ekki leitin að einhverju sem selst? „Það er það sjálfsagt hjá hinum ungu skáldunum." Hinir sterku skjóta þá veiku - Svo fer skáldið að tala um móðursýkislegar ritdeilur sem snúast um að leiða póstmóderníska hugsun til lykta. „Menning sem áður var á pappírnum og snýst um að maður megi segja hvað sem er án þess að rökstyðja það er farin að sjást í útgáfustarfsemi. Kristján B. Jónasson segir að heimsbókmenntirnar séu fallnar sem er ein útlegging þess að ekkert sé satt eða rétt. Allt er afstætt og allt er leyfi- legt. Ég get ekki verið sammála þessu. Þessi afstæðishyggja getur leitt okkur til þess að samþykkja að þeir sterku megi skjóta þá veiku á götum úti. Það má allt. Hin menningarlega útgáfa af þessu er sú að það megi gefa hvað sem er út og segja hvaö sem er í bók. Þú getur alltaf sagt að þetta sé bara þín persónulega skoðun. Ég vil ekki fremja svona menningarlegar aftökur og skjóta fólk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.