Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003 . ; : 25 Spurning dagsins: Hver er uppáhaldshljómsveitin þín? (Spurt á Akureyri.) Arnaldur Snorrason: Eiríkur Jónsson: Freyja Reynisdóttir: Sonja Gunnarsdóttir: Kristín Sigurðardóttir: Hugrún Erla Karlsdóttir: Hljómsveit Ingimars Eydal. Metallica,maður! Á enga uppáhaldshljómsveit. Engin sérstök,á margar. Áenga,hlusta mestá írafár og (svörtum fötum. safndiska. Stjörnuspá Gildir fy.rir laugardaginn 14. júnf Vatnsberinn (20.jan.-i8. febrj Þú hitir afar metnaðarfullt fólk í vinnunni og átt í vök að verjast. Leggðu þig allan fram og þá muntu fá það sem þér ber. LjÓnÍð (23.júli-22.ágúst) Dagurinn byrjar frekar rólega en eftir því sem lengra líður á daginn hefur þú stöðugt meira að gera og end- ar með að þurfa hjálp til að klára öll verkin. Y/ F\Skm\f (19. febr.-20.mars) ' ' Það er kominn tími til að leita á önnur mið og víkka sjóndeildarhring- inn. Ekki taka neinar skyndiákvarðanir heldur skaltu hugsa þig vel um áður en þú breytir um umhverfi. C(1 Hrúturinn (21. mars-19. april) Þú skalt fara varlega í fjármál- unum í dag og vera viss um að þeir sem þú átt viðskipti við séu fullkomlega heiðarlegir. Ekki eyða um efni fram. m Meyjan (23. agúst-22. sept.) Þú aettir að hafa hægt um þig innan um fólk sem þú veist að er á annarri skoðun en þú. Það gæti komið þér í koll að vera að skipta þér af mái- um sem þér koma ekki við. Vogin (23.sept.-23.ok1.) Þú ert innan um tilfinninga- samar manneskju í dag og þarft að haga þér í samræmi við það.Vertu sér- staklega tillitssamur við þína nánustu. Nautið (20. aprll-20. maí) Heppnin er með þér í dag, bæði í viðskiptum og í ástarlífinu. Ef þú heldur vel á spilunum gætir þú bæði eignast peninga og orðið ástfanginn. t\\bmm (21.mai-21.júni) Fólki í kringum þig hættirtil að vera kærulaust og það bitnar óþyrmilega á þér.Vertu þolimóður við þá sem eru yngri en þú. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Einhver hefur mikinn áhuga á því sem þú ert að gera og þú ættir að nýta þér það. Þér gæti tekist að koma einhverju í framkvæmd sem þig hefur lengi dreymt um. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.) (dag er eitthvað öðruvísi en það vanalega er og það angrar þig og vini þína. Það er í þínu valdi að koma málunum ílag. Krabbinn (22.júni-22.júii) Þínir nánustu eru uppteknir af einhverju öðru en þér í dag og það pirr- ar þig að fá ekki næga athygli. Gættu þess þó að kalla ekki fram neikvæða at- hygli. Steingeitin (22.des-19.jan.) CD Vinur þinn hjálpar þér við erfitt verkefni en þú verður að launa honum greiðann. Þú skalt þó ekki gera neitt sem þér er alveg þvert um geð. Krossgáta Lárétt: 1 lof, 4 efst, 7 grín, 8 aðsjáll, 10 stafn, 12 brún, 13 bátur, 14 kæpa, 15 tæki, 16 hlífi, 18trjátegund, 21 afundið,22 saklaus, 23 hjara. Lóðrétt: 1 bringusepi, 2 reykja, 3 ósannsögull, 4 viðfelldið, 5 hljóða, 6 svik, 9 dans, 11 snauð, 16 hestur, 17 vot, 19 hlóðir, 20 svelgur. Lausn neðst a siðunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Svartur á leik! Peter Heine er hinn nýi Bent Larsen Danmerkur. Hvað ætli hafi orðið um Bent blessaðan? Hann er víst í Argent- ínu, veikur og hefur lítið teflt að und- anförnu. Peter Heine er hinn mesti ljúflingur og gjörólíkur persónuleika Larsens. En hann teflir vel og er í efstu sætum í Evrópukeppni einstaklinga þar sem Hannes Hlífar og Helgi Ólafs- son standa sig einnig vel. Hér vinnur Peter Heine úr stöðuyfirburðum sín- um á einfaldan en skemmtilegan hátt! Hvítt: Vadim Milóv (2574) Svart: Peter Heine Nieken (2625) Slavnesk vörn. Istanbúl (10), 10.06. 2003 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e3 Rf6 5. Rf3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 9. e4 b4 10. Ra4 c5 11. e5 Rd5 12. dxc5 Rxc5 13. Rxc5 Bxc5 14.0-0 h6 15. Rd2 0-0 16. Re4 Bd4 17. Rd6 Bc6 18. Bh7+ Kxh719. Dxd4 f6 20. Bd2 6te5 21. De4+ Kg8 22. Dxe5 Dd7 23. Hfel Had8 24. Re4 Hf5 25. Dd4 Rf4 26. Dxd7 Hxd7 27. Bxf4 Hxf4 28. Rc5 Hd2 29. f3 Hc4 30. Hecl Hxcl+ 31. Hxcl Bd5 32. a3 b3 33. Ra4 Hc2 34. Hbl Bc6 35. Rc3 Be8 36. h4 Stöðumyndin. 36. - Bg6 37. Hdl Hxc3 0-1. Lausn á krossgátu_________________________________________________________________ eQ! 0Z 'ojs 6 L '>|QJ l l 'ssa 91 l L 'Wiod e '|?J 9 'edæ s 'j6a|n66nq f 'uu!*Áaj>|S £ 'eso z 'soq t :u?JQ9~| ejoj £z 'o>|As ZZ 'l6nuo L2'!Msa 81 '!J!a 91 '|Q1 SL 'eun n 'Áay £t '66a ZL 'ue6 0L 'Jeds 8'dne>|S l 'ls*M fr'soJM l :U9J?1 Myndasögur Hrollur Hrollur! Þú ert ruddalegasti, illgjarnasti, lasvísasti og rætnastí víkingur sem ág hef á asvinni hitt! Andrés önd ___ w Margeir Sjáið tindinn Gunnþóra Gunnarsdóttir blaðamaður Fáir, ef nokkrir, hafa orðað betur þá tilfinningu sem fylgir því að paufast upp snarbrattar fjallshlíðar og freista þess að komast upp á topp en Tómas Guðmundsson í Fjallgöngunni. „Klffa skriður, skríða kletta, velta niður, vera að detta.“ Þessar ljóðlínur minntu mig óþægi- lega mikið á sig í fyrrakvöld, þar sem ég brölti upp eftir skriðuberum hlíðum Keilis ofanverðum. Mér skrikaði fótur í öðru hverju spori, þvf gatan var laus, þrátt fyrir að vera greinilega stigin af mörgum og stafur sem góðhjörtuð kona hafði lánað mér varði mig faili hvað eftir annað. Ég blés eins og físibelgur og furðaði mig á þeirri sjálfspíningar- hvöt sem ræki mig út í svona áreynslu. Hefði örugglega snúið við ef ég hefði ekki verið í góðum hóp sem engan bilbug var á að finna. Þar fór fremstur halur einn, hart- nær áttræður og þegar ég mætti auk þess börnum um og innan við tíu ára aldur sem voru búin að klffa tindinn þá gat ég ekki verið þekkt fyrir að gefast upp. Lýsing Tómasar á þeirri unun að komast alla leið er líka dagsönn og æði fjallgöngu- mannsins eftir að toppnum hefur verið náð virðist ekki hafa breyst mikið í áranna rás. „Hreykja sér á hæsta steininn, hvíla beinin. Ná í sína nestistösku, nafn sitt leggja í tóma flösku“. Þarna skeikaði engu nema flöskunni því uppi á Keili er gestabók í kassa. Svo hélt maður af stað því manni varð kalt eins í ljóð- inu og valt eftir urð og grjóti, aftur á bak og niður í móti. Ég er heldur ekki f vafa um að börnin og barna- börnin eiga eftir að heyra mig segja þegar við keyrum um Reykjanesið. „Sjáið tindinn - þarna fór ég.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.