Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003 DVSPORT 29 Önnur umferð torfærunnar fer fram á Blönduósi um helgina Önnur umferð íslandsmeist- aramótsins í torfæruakstri verður ekin í malargryfjunum við Blönduós á laugardaginn en þetta er í þriðja sinn sem þar er haldin torfærukeppni. Fyrri keppnir voru sérstak- lega skemmtilegar og braut- irnar fjölbreytilegar þrátt fyr- ir að gryfjurnar þar séu hvorki stórar né djúpar. Ræðst það helst af því hversu fjölbreytilegur jarðvegurinn þar er. Félögum í Akstursíþróttafélagi Suðurnesja, sem hafa haldið þessa keppni í samvinnu við Björgunar- sveitina á Blönduósi, hefur því tek- ist að leggja geysiskemmtilegar brautir þar. Skemmtilegar gryfjur Keppendur hafa skemmt sér vel í keppnunum á Blönduósi en ánægðastur þar hefur verið Har- aldur Pétursson á Musso sem hefur sigrað í báðum keppnunum sem haldnar hafa verið á Blönduósi til þessa. Þegar þessi orð eru skrifuð er óvíst hvort Gísli Gunnar Jónsson á Arctic Trucks Toyotunni verður með en Bjöm Ingi Jóhannsson er búinn að gera við vélina í Fríðu Grace sem blokkarsprakk daginn fyrir torfæruna sem haldin var í Jós- efsdal í maí. Björn Ingi, sem náði þriðja sætinu í íslandsmeistara- mótinu í fyrra og varð einnig í þriðja sæti heimsbikarkeppninnar, ædar sér að ná langt í torfærunni í Bjarki sýndi mikla keppnishörku og sigur- vilja í fyrstu umferð mótsins þó að hann réði ekki við Gunnar sem er á miklu öflugri bíl. sumar en hann velgdi Halla Pé og Gísla G. töluvert undir uggum í fyrra og sigraði þá í tveimur keppn- um, annarri sem haldin var í Bolöldum við Jósefsdal og í tor- færunni sem haldin var við Stapa- fell á Reykjanesi. Öflugur nýliði Kristján Jóhannesson var að gera góða hluti I fyrstu umferð tor- fæmnnar í ár en hann hreppti þar annað sæti. Kristján hefur ekki mikla keppnisreynslu þó að hann hafi keppt áður í torfæruakstri. Það skemmir ekki fyrir honum að hann keppir á fornfrægum bíl. Er það Heimasætan sem Árni Kópsson smíðaði á sínum tíma og var mjög sigursæll á. Það verður því spenn- andi að fylgjast með Kristjáni í sumar og sjá hvort honum takist að halda fluginu sem hann tók í fyrstu umferð íslandsmeistaramótsins. Hörkubardagi Baráttan í götubílaflokknum verður vafalaust á milli Gunnars Gunnars- sonar á Trúðnum, Ragnars Ró- bertssonar á Pizza 67 Willysnum og Bjarka Reynissonar á Dýrinu en Bjarki sýndi mikla keppnishörku og sigurvilja í fyrstu umferð mótsins þó að hann réði ekki við Gunnar sem er á miklu öflugri bíl. En allt getur gerst og það hefur sýnt sig að smávægileg bilun getur haft úr- slitaáhrif í torfæruaksturskeppnum þar sem allt veltur á því að bílarnir haldist í lagi. Eins og jafnan hefst keppnin kl. 13.00 á laugardaginn. JAK t Haraldur Pétursson, betur þekktur sem Halli Pé, kann vel við sig í brekkunum við Blönduós. DV-myndJAK ffij (tKv) fSK 1 * 1 i m:\c l ‘ i n ■ jjMF1 x* ‘ nBJr Árni Baldursson og Haraldur Eiríksson ræða málin við Laxá í Kjós.Áin hefur gefið fjóra laxa, tvo á maðkinn og tvo á flugu. Laxinn er kominn í Bugðuna. Laxveiðin hefur byrjað fjörlega þetta sumarið Laxveiðin hefur oft byrjað betur en núna, reyndar eru aðstæður ekki góðar og vatnsleysi kemur í veg fyrir að laxinn mæti á svæðið. En lax- inn hefur oft gengið í mjög litlu vatni og það er stór straumur á sunnudaginn, svo það er aldrei að vita hvað ger- ist. Hver laxveiðiáin af annarri er opnuð þessa dagana og á sunnu- daginn opna Laxá á Ásum, Langá á Mýrum, Elliðaárnar og Laxá í Leir- ársveit. Hætt var við að opna Víði- dalsá á sunnudaginn, hún verður ekki opnuð fyrr en á miðvikudag- inn. Vatnsmiklar ár Það hafa sést laxar í Kerinu í Fitjá í Víðidal, nokkrir fiskar, í Langá á Mýrum er laxinn mættur líka. Lax- inn er kominn í Fnjóská í Fnjóska- dal og hefur sést lax í Bjarghorni, 10-12 punda fiskur, en áin er frekar vatnsmikil þessa dagana. Ekkert hefur sést á Hellunni eða Kolbeins- polli ennþá en það hefur verið kíkt. „Það sáust þrír laxar í Bugðu, svo fiskurinn er kominn þangað og það voru laxar að ganga á neðstu svæðum árinnar." „Það eru komnir fjórir laxar á land og veiddist tveir í morgun f Kvíslar- fossinum á flugu, tveir daginn áður," sagði Ásgeir Heiðar, er við spurðum um stöðuna í Laxá í Kjós í gærdag. Það var Ágúst Pétursson sem veiddi fyrsta laxinn í ánni á þessu sumri. „Það sáust þrír laxar í Bugðu, svo flskurinn er kominn þangað og það c' voru laxar að ganga á neðstu svæð- um árinnar," sagði Ásgeir ennfrem- ur. Það er erfitt að henda reiður á hve mikið hefur veiðst af laxi en líklega hafa veiðiárnar sem hafa opnað gef- ið um 100 laxa og hann er ennþá stærstur sem veiddist í Blöndu, 18 punda fiskur á fluguna. Gengur vel í urriðanum Á þessari stundu em komnir um 800 urriðar á land og veiðimaður sem var að koma af urriðasvæðinu hjá Hólmfríði sagði að veiðiskapur- inn gengi vel og það hefði veiðst vel. Fiskurinn væri vænn en mikið væri af flugu á svæðinu. „Það var skemmtileg taka hjá fiskinum en hann var vandlátur á flugurnar eins og venjulega, en þetta er svakalega gaman þegar hann tek- ur,“ sagði veiðimaðurinn, sem var á urriðaslóðum. G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.