Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Page 29
LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003 DV HELGARBLAÐ 29 fWi (&?$/$ langan tíma. Síðan eru það menntamálin og Evrópumálin sem ég hef mikinn áhuga á, sem og ýmis félagsleg mál. Ég hef mikinn áhuga á almennum réttindamálum, þar á meðal málefnum samkynhneigðra. Það er ýmislegt sem mér finnst að þurfi ekki einu sinni að ræða heldur eigi bara að kippa því í lag, t.d. að samkynhneigðir fái að ættleiða börn og megi skrá sig í sambúð. Líka ef litið er á fjölskyldumáiin þá þarf að huga betur að réttindum barna og foreldra því að fjöl- skylduformið er orðið svo breytt frá því sem áður var. Eins og staðan er núna er sjálfgef- ið að móðirin fái að hafa lögheimili barnsins og þar með barnabæturnar, vaxtabæturnar og allan pakkann á meðan foreldrarnir eru hugsanlega með skipt forræði. Það er hvorki rétt né sanngjarnt þannig að það eru alls konar svona mál sem ég hef áhuga á að laga - og svo ætla ég náttúrlega líka að koma okkur inn í Evrópusambandið að lokum og breyta kvótakerfinu." Kata heldur áfram og er greinilega komin á flug: „Það að koma sér þaki yfir höfuðið, hvort sem þú leigir eða kaupir, er ákveðinn pakki. Síðan bætast námslánin ofan á, sem eru svakalega erfíð í „Auðvitað er ákveðinn virðu- leiki fólginn í því að fara á þingfundi í þessum sögulega sal en ég er engin dragtar- kona og elti þess í stað tísk- una. Ætli ég verði samt ekki að fá mér dragtir fyrir haustið, aðra Ijósa og hina dökka, það væri örugglega praktískt." endurgreiðslu, eða sem nemur um einum mánaðarlaunum á ári eftir skatt, að ekki sé minnst á leikskólagjöldin. Það er aldrei litið á þessi mál í samhengi og tekið tillit til fjöl- skyldusamsetningarinnar í heild sinni. Tal- an á skattframtalinu getur litið mjög vel út en það fer algjörlega eftir fjölskylduaðstæð- unum hvort þú getur lifað á þeirri upphæð. Ég myndi því t.d vilja nota skattkerfið meira til fviínana, t.d. að leikskólakostnaður verði frádráttarbær, sem og endurgreiðslur námslána. Ég hef sjálf fundið fyrir því hversu erfitt það er að vera ungt foreldri að koma undir sig fótunum og hef eins og svo margir aðrir þurft að klóra í bakkann sum mánaðamót. Þetta snýst líka bara um lífs- gæði, við lifum þessu lffl bara einu sinni og eigum ekki að þurfa að herða sultarólina í lok hvers mánaðar. - Það er nú varla hafragrautur um mán- aðamótin fyrir þá sem vinna á Alþingi eða hvað? „Nei, launin eru fín en á móti kemur að engin tækifæri eru til að afla sér auka- peninga. Þannig geturðu misst af ákveðn- um tækifærum því það er mjög hæpið að þú sitjir f stjórn fyrirtækja eða sért í annarri vinnu með í einkageiranum á meðan þú gegnir þingmennsku. Sumir gera það kannski en mér finnst það ekki viðeigandi." Talið berst aftur að kjörum einstæðra for- eldra en það er líklega ekki síst vegna eigin fjölskylduaðstæðna sem hinn nýi þingmað- ur hefur sérlegan áhuga á málefnum ein- stæðra mæðra og einstæðra feðra. „Þegar foreldrar mínir skildu urðum við öll systkin- in eftir hjá pabba sem var mjög spes á þess- um tíma. En af hverju á að spyrja að því? Það fer bara eftir aðstæðum hverju sinni hvað hentar börnunum best. Pabbi ætlaði að búa áfram í sama hverfi og það hentaði okkur betur að flytja ekki úr skólahverfmu. En ég held ekki að hann hafi fengið neinar barnabætur," segir Kata og heldur áfram: „Samkomulagið milli okkar pabba er mjög gott, við erum bara eins og bestu vinkonur. Hann býr í Sandgerði en kemur oft í bæinn og borðar hjá okkur kvöldmat. Mamma býr erlendis, sem og annar bróður minn, hinn er á sjó og systir mín býr á Höfn þannig það mæðir svolítið á pabba sem hefur verið mér ómetanleg hjálparhella með drenginn minn, en þeir eru nafnar. Við þrjú erum kjarnafjölskyldan í bænum og Júllanir tveir eru festan í lífínu." - Er virkilega ekki um neina aðra karl- menn að ræða í lífi þínu? Er ekki fullt af karl- mönnum að reyna við þig? „Þá eru viðreynsluaðferðir íslenskra karl- menn ekki mjög afgerandi því að ég hef ekki tekið eftir því!“ flissar Kata og stingur tánum út úr sveittum pæjuskónum og slær þar með botninn í þetta spjall. snaeja&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.